Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 48

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 48
Annað kvöld 13. apríl kl. 20 – Uppselt AUKASÝNING: Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20 MIÐAVERÐ: 1.000 KR. www.opera.is Óttinn er eins og eldur og ef þú stjórnar ekki óttanum þá brennur þú upp til agna … 55 » reykjavíkreykjavík BJÖRK Guðmundsdóttir hóf í gær með tónleikum í Manchester hljóm- leikaferð um Bretlandseyjar. Fram- undan eru níu tónleikar víðsvegar um Bretland en þar af heldur Björk þrenna tónleika í Hammersmith Apollo í London. Óhætt er að segja að mikill spenningur sé fyrir tón- leikaferðalagi Bjarkar í Bretlandi og nýtt myndband við lagið „Wonder- lust“ hefur fengið gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum ytra og á net- inu enda sérlega áhugavert þrívídd- armyndband. Síðustu tónleikarnir fara fram í Hertfordskíri 5. júlí. Björk á Bret- landstúr Upp að mitti Stilla úr myndbandi Bjarkar við lagið „Wonderlust“.  Frá því var sagt á þessum stað á dögunum að stuttmyndin „Skröltormar“ í leikstjórn Haf- steins Gunnars Sigurðssonar hefði verið valin til keppni á TriBeCa-kvikmyndahátíð- inni í New York í lok þessa mán- aðar. Hátíðin er ein virtasta kvik- myndahátíð Bandaríkjanna en til hennar var stofnað árið 2002 af Ro- bert DeNiro. „Skröltormar“ mun vera fyrsta íslenska kvikmyndin til að taka þátt í hátíðinni. Í næsta mánuði heldur myndin svo til Þýskalands þar sem hún tekur þátt í stuttmyndakeppni í Oberhausen. Þar var myndin valin úr hópi 6.000 umsókna. Fyrst íslenskra kvik- mynda á TriBeCa  Sýning á verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Erlings T.V. Kling- enbergs, Heklu Daggar Jónsdóttur, Páls Banine, Ragnars Kjart- anssonar og Sirru Sigrúnar Sigurð- ardóttur opnaði í nútímalistasafn- inu Truck í Calgary í gær. Yfirskrift sýningarinnar er Sun- dogs og stendur hún yfir til 10. maí. Íslenskir sólskins- hundar í Kanada  Plötuútgáfan Cod Music heldur nú hljómsveitarkeppni þar sem sig- urlaunin eru útgáfusamningur. Áhugasamir senda inn að minnsta kosti tvö lög en ekki fleiri en fjög- ur. Skila þarf inn mynd af lista- manni/hljómsveit, upplýsingum um tengilið, upplýsingum um lög, net- fangi, símanúmeri og nokkrum orð- um um listamann/hljómsveit. Ekk- ert kostar að taka þátt og eina reglan er að lögin verða að vera frumsamin. Nánari upplýsingar má finna á www.cod.is. Fjórða þorskastríðið Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KÁRI Freyr Stefánsson ballettdansari mun ásamt félögum sínum í norska Þjóðarballett- inum, Nasjonalballetten, vígja nýtt óperuhús í Ósló í kvöld á sérstakri galasýningu. 60 dans- arar eru í ballettinum og munu þeir allir dansa við athöfnina, þannig að mikið verður um dýrð- ir. Óperuhúsið þykir sérlega glæsilegt en auk ballettsýningar verður boðið upp á óperu- og kórsöng í kvöld og sinfóníuhljómsveit leikur undir. Sýnt verður frá herlegheitunum í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu norska, NRK, og bein útsending verður einnig í útvarpi. Kári var nýkominn af æfingu þegar blaða- maður ræddi við hann í fyrradag en hann hefur starfað við ballettinn í átta ár, orðinn 29 ára. Hann lærði danslistina í Svíþjóð, í Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi. „Það eru fimm verk frá ballettinum, óperu- stykki inn á milli og tónlist,“ segir Kári Freyr um galaopnunina í óperuhúsinu. Meðal annars verða söngatriði úr óperunum Turandot, Töfra- flautunni og La Bohéme. Tvö verk verða heims- frumsýnd af ballettnum annað kvöld, I tid og rom eftir Kristian Støvind og The Christening Suite eftir Christopher Wheeldon. Þá verða þrjú verk sýnd í fyrsta sinn í Noregi, The Vertiginous Thrill of Exactitude eftir William Forsythe, Sechs Tänze eftir Jiri Kylián og Skew Whiff eftir Light- foot og León. Fimm æfingasalir Kári hefur verið við æf- ingar með ballettinum í nýja húsinu frá því í jan- úar sl. „Þetta er alveg svakalega flott hús, ótrú- lega flott,“ segir Kári yfir sig hrifinn af nýja óperuhúsinu. Húsið teiknaði norska arkitektastofan Snöhetta sem er heims- kunn fyrir verk sín og vann arkitekt frá henni að hönnun sumarskála Serpentine-gallerísins í Lundúnum í fyrra með Ólafi Elíassyni. Kári seg- ir húsið mjög stórt, í því séu m.a. tvö svið, veit- ingastaðir og fimm æfingasalir fyrir ballettinn. „Við vorum að fá lista yfir þá sem koma og það verður mikil löggæsla hérna,“ segir Kári Freyr, leitað verði á fólki áður en það fari inn í húsið. Kári segist ekkert stressaður þó svo kóngafólk og önnur fyrirmenni eigi eftir að horfa á hann í kvöld, m.a. forsetahjónin ís- lensku. Það er nóg að gera í ár hjá norska Þjóð- arballettinum enda dansararnir nýkomnir í nýtt og betra hús og sýningafjöldinn tvöfaldaður af þeim sökum miðað við í fyrra. – Svona að lokum, má maður segja „break a leg“ við dansara? „Já, já,“ svarar Kári hlæjandi en bætir því við að það megi alls ekki óska dansara góðs gengis. „Svakalega flott hús“ Dansað fyrir kóngafólk og fyrirmenni í nýja óperuhúsinu í Ósló í kvöld Ljósmynd/Erik Berg Stökk Kári Freyr dansar í verkinu Sechs Tänze eftir Jirí Kylián sem sýnt verður í kvöld. Ljósmynd/Jaro Hollan Glæsilegt Nýja óperuhúsið í Ósló hefur hlotið verðlaun fyrir góða hönnun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.