Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.04.2008, Blaðsíða 48
Annað kvöld 13. apríl kl. 20 – Uppselt AUKASÝNING: Þriðjudaginn 15. apríl kl. 20 MIÐAVERÐ: 1.000 KR. www.opera.is Óttinn er eins og eldur og ef þú stjórnar ekki óttanum þá brennur þú upp til agna … 55 » reykjavíkreykjavík BJÖRK Guðmundsdóttir hóf í gær með tónleikum í Manchester hljóm- leikaferð um Bretlandseyjar. Fram- undan eru níu tónleikar víðsvegar um Bretland en þar af heldur Björk þrenna tónleika í Hammersmith Apollo í London. Óhætt er að segja að mikill spenningur sé fyrir tón- leikaferðalagi Bjarkar í Bretlandi og nýtt myndband við lagið „Wonder- lust“ hefur fengið gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum ytra og á net- inu enda sérlega áhugavert þrívídd- armyndband. Síðustu tónleikarnir fara fram í Hertfordskíri 5. júlí. Björk á Bret- landstúr Upp að mitti Stilla úr myndbandi Bjarkar við lagið „Wonderlust“.  Frá því var sagt á þessum stað á dögunum að stuttmyndin „Skröltormar“ í leikstjórn Haf- steins Gunnars Sigurðssonar hefði verið valin til keppni á TriBeCa-kvikmyndahátíð- inni í New York í lok þessa mán- aðar. Hátíðin er ein virtasta kvik- myndahátíð Bandaríkjanna en til hennar var stofnað árið 2002 af Ro- bert DeNiro. „Skröltormar“ mun vera fyrsta íslenska kvikmyndin til að taka þátt í hátíðinni. Í næsta mánuði heldur myndin svo til Þýskalands þar sem hún tekur þátt í stuttmyndakeppni í Oberhausen. Þar var myndin valin úr hópi 6.000 umsókna. Fyrst íslenskra kvik- mynda á TriBeCa  Sýning á verkum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur, Erlings T.V. Kling- enbergs, Heklu Daggar Jónsdóttur, Páls Banine, Ragnars Kjart- anssonar og Sirru Sigrúnar Sigurð- ardóttur opnaði í nútímalistasafn- inu Truck í Calgary í gær. Yfirskrift sýningarinnar er Sun- dogs og stendur hún yfir til 10. maí. Íslenskir sólskins- hundar í Kanada  Plötuútgáfan Cod Music heldur nú hljómsveitarkeppni þar sem sig- urlaunin eru útgáfusamningur. Áhugasamir senda inn að minnsta kosti tvö lög en ekki fleiri en fjög- ur. Skila þarf inn mynd af lista- manni/hljómsveit, upplýsingum um tengilið, upplýsingum um lög, net- fangi, símanúmeri og nokkrum orð- um um listamann/hljómsveit. Ekk- ert kostar að taka þátt og eina reglan er að lögin verða að vera frumsamin. Nánari upplýsingar má finna á www.cod.is. Fjórða þorskastríðið Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KÁRI Freyr Stefánsson ballettdansari mun ásamt félögum sínum í norska Þjóðarballett- inum, Nasjonalballetten, vígja nýtt óperuhús í Ósló í kvöld á sérstakri galasýningu. 60 dans- arar eru í ballettinum og munu þeir allir dansa við athöfnina, þannig að mikið verður um dýrð- ir. Óperuhúsið þykir sérlega glæsilegt en auk ballettsýningar verður boðið upp á óperu- og kórsöng í kvöld og sinfóníuhljómsveit leikur undir. Sýnt verður frá herlegheitunum í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu norska, NRK, og bein útsending verður einnig í útvarpi. Kári var nýkominn af æfingu þegar blaða- maður ræddi við hann í fyrradag en hann hefur starfað við ballettinn í átta ár, orðinn 29 ára. Hann lærði danslistina í Svíþjóð, í Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi. „Það eru fimm verk frá ballettinum, óperu- stykki inn á milli og tónlist,“ segir Kári Freyr um galaopnunina í óperuhúsinu. Meðal annars verða söngatriði úr óperunum Turandot, Töfra- flautunni og La Bohéme. Tvö verk verða heims- frumsýnd af ballettnum annað kvöld, I tid og rom eftir Kristian Støvind og The Christening Suite eftir Christopher Wheeldon. Þá verða þrjú verk sýnd í fyrsta sinn í Noregi, The Vertiginous Thrill of Exactitude eftir William Forsythe, Sechs Tänze eftir Jiri Kylián og Skew Whiff eftir Light- foot og León. Fimm æfingasalir Kári hefur verið við æf- ingar með ballettinum í nýja húsinu frá því í jan- úar sl. „Þetta er alveg svakalega flott hús, ótrú- lega flott,“ segir Kári yfir sig hrifinn af nýja óperuhúsinu. Húsið teiknaði norska arkitektastofan Snöhetta sem er heims- kunn fyrir verk sín og vann arkitekt frá henni að hönnun sumarskála Serpentine-gallerísins í Lundúnum í fyrra með Ólafi Elíassyni. Kári seg- ir húsið mjög stórt, í því séu m.a. tvö svið, veit- ingastaðir og fimm æfingasalir fyrir ballettinn. „Við vorum að fá lista yfir þá sem koma og það verður mikil löggæsla hérna,“ segir Kári Freyr, leitað verði á fólki áður en það fari inn í húsið. Kári segist ekkert stressaður þó svo kóngafólk og önnur fyrirmenni eigi eftir að horfa á hann í kvöld, m.a. forsetahjónin ís- lensku. Það er nóg að gera í ár hjá norska Þjóð- arballettinum enda dansararnir nýkomnir í nýtt og betra hús og sýningafjöldinn tvöfaldaður af þeim sökum miðað við í fyrra. – Svona að lokum, má maður segja „break a leg“ við dansara? „Já, já,“ svarar Kári hlæjandi en bætir því við að það megi alls ekki óska dansara góðs gengis. „Svakalega flott hús“ Dansað fyrir kóngafólk og fyrirmenni í nýja óperuhúsinu í Ósló í kvöld Ljósmynd/Erik Berg Stökk Kári Freyr dansar í verkinu Sechs Tänze eftir Jirí Kylián sem sýnt verður í kvöld. Ljósmynd/Jaro Hollan Glæsilegt Nýja óperuhúsið í Ósló hefur hlotið verðlaun fyrir góða hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.