Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 52

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 52
52 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA eru sjö nýjar myndir. Sex þeirra eru hefðbundin málverk, en svo er ég með eina stóra mynd sem ég ætla að selja í pört- um,“ segir Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, sem opnar málverkasýningu á Sólon í Bankastrætinu í dag. „Þetta virkar þannig að þú kemur inn og velur þér hluta úr myndinni. Þá fer ég, eða aðstoðarmaður minn ef ég finn einn slíkan, og merki með rauðu garni og títuprjónum bútinn sem þú pantar. Þú ræður alveg hvað parturinn er stór, hann má vera 20 x 30, 60 x 100 eða hvað sem er. Síðasta daginn sem sýningin hangir uppi tek ég svo myndina niður og sker hana í parta,“ segir Villi. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. „Ef þú ert búinn að merkja þér reit, en einhver annar vill kaupa eitthvað sem skarast við þinn reit, getur hann keypt þig út en verður að borga 50% hærra verð en þú. Þannig að þetta er bara eins og fasteignamarkaðurinn, þetta er bara miðborgin og þess vegna er ekkert alltof mikið verið að spá í heildarmyndina heldur bara hvern og einn bút,“ útskýrir Villi. Hver fersentimetri í myndinni mun kosta á bilinu 20 til 30 krónur, en hún er um 160 x 250 senimetrar og því um 40.000 fersenti- metrar. Hægt er að kaupa alla myndina í einu lagi, en að sögn Villa mun það þó kosta meira en 800.000 til 1.200.000 kr. „Það verð- ur svakalega dýrt,“ segir myndlistarmað- urinn sem hefur sett enn frekari reglur um það hvernig kaupin á eyrinni eigi að ganga fyrir sig. „Ég hef gaman af því að flækja einfalda hluti og einfalda flókna, og þetta eru svo mikil lóðaviðskipti og kauphall- arpælingar sem ég er búinn að fella inn í þetta verk. En málið er að það verður ákveðið lágmarksverð á hvern fersenti- metra, en þú ræður hvað þú borgar mikið. Ef þú til dæmis borgar lágmarksverð er kannski dálítið ódýrt að kaupa þig út, bara 50% í viðbót. Þannig að þú ræður hvað þú borgar mikið til þess að tryggja þér bútinn,“ útskýrir Villi með hávísindalegum hætti. Hvað myndefnið varðar segir hann það margþætt. „Ég geri mikið af kössum, og svo er þetta bæði fólk, hús, litir og bílar. Þannig að myndin er mjög litrík.“ Var krossfestur Þetta er fimmta einkasýning Villa sem hefur ekki hlotið neina menntun í myndlist – ekki frekar en í tónlistinni. „Ég er bara sjálfmenntaður. Ég ætlaði alltaf að vinna við þetta því ég var svo mikið að mála þegar ég var lítill. En svo fór ég upp á svið með raf- magnsgítar og komst að því að það var stuð í því líka. Mér finnst mjög gaman að skapa og þetta er fínt með ef maður fær leið á músíkinni, og öfugt.“ En ætlar Villi að reyna fyrir sér í enn fleiri listgreinum? Til dæmis leiklistinni? „Ég væri alveg til í að prófa að leika. Ég hef einu sinni gert það, í menntaskóla, og ég fékk alveg skelfilega gagnrýni fyrir. Ég var hreinlega krossfestur. Þannig að síðan þá hef ég bara leikið sjálfan mig í barnaefni með Sveppa, sem var reyndar mjög fínt. En ef einhver er að gera bíómynd langar mig að prófa það.“ Sýning Villa verður opnuð kl. 17 í dag, léttar veitingar verða í boði og allir eru vel- komnir. Sýningin stendur í einn mánuð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flókinn „Ég hef gaman af því að flækja einfalda hluti og einfalda flókna,“ segir Villi. Parta- sala Villa Vilhelm Anton Jónsson opnar afar sérstæða sýningu á Sólon í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.