Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 53

Morgunblaðið - 12.04.2008, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 53 Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is FYRSTA frumsýningin á stóra sviði Borgarleikhússins í haust verður á gamanleiknum Fló á skinni, sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Leikfélag Reykjavíkur hefur keypt sýninguna með manni og mús af LA. Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri LA síðustu fjögur ár, er nýráðinn leikhússtjóri LR og auk þess að hafa samið við sitt gamla fé- lag um kaup á Fló á skinni hefur hann gengið frá fastráðningu fjög- urra nýrra leikara. Þar af eru þrír máttarstólpar Leikfélags Akureyr- ar í vetur; Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir. Þá hefur Þröst- ur Leó Gunnarsson verið ráðinn í fast starf í Borgarleikhúsinu, en hann hefur verið starfsmaður Þjóð- leikhússins síðustu ár. Þröstur Leó lék í verkinu Ökutímum á Akureyri í vetur. Magnús Geir sagði við Morgun- blaðið í gær að fjöldi áskorana hefði borist um að Fló á skinni yrði tekin til sýninga í Reykjavík og sér hefði þótt upplagt að verða við þeim óskum. Þrír úr sýningunni hafa verið fastráðnir hjá LR sem fyrr segir en „allt útlit er fyrir að aðrir úr leikhópi Flóarinnar sjáist í fleiri verkum í Borgarleikhúsinu,“ segir leikhússtjórinn. Fló á skinni var frumsýnd 8. febr- úar á Akureyri. Verkið hefur verið sýnt sex sinnum í viku síðan og allt- af verið uppselt. Síðustu sýningar á Akureyri verða í lok apríl, þá verða um 70 sýningar afstaðnar og gest- irnir um 15.000. Fló á skinni verður þá orðin aðsóknarmesta sýning á Akureyri frá upphafi en þess má geta til gamans að íbúar Akureyrar eru um 17.000. Vinsælasta sýning LA frá upphafi að meðtöldum sýn- ingum í Reykjavík er Fullkomið brúðkaup, veturinn 2005-2006, og gera má ráð fyrir því að Fló á skinni slái það aðsóknarmet með sýningum í Reykjavík. Magnús Geir segir að kaup LR á sýningunni tryggi LA umtalsverðar tekjur á næsta leikári og vonast hann til þess að samningurinn sé upphafið að nánu og góðu samstarfi félaganna tveggja á næstu árum. Fló á skinni var áratugum saman vinsælasta sýning Leikfélags Reykjavíkur frá upphafi en verkið sló rækilega í gegn árið 1972 og var þá sýnt í fjögur ár. Flóin með Magnúsi í Borgarleikhúsið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsældir Fló á skinni hefur verið sýnd fyrir fullu húsi hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í vetur og verður sett á svið í Borgarleikhúsinu í haust. Hallgrímur Ólafsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Guðjón Davíð Karlsson Þröstur Leó Gunnarsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikhússtjórinn Magnús Geir tek- ur Flóna með sér til Reykjavíkur. Þröstur Leó, Guðjón Davíð, Hallgrímur og Kristín hafa verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.