Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 55

Morgunblaðið - 12.04.2008, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 55 Baðstofan e. Hugleik Dagsson Sá ljóti e. Marius von Mayenburg Hrá sýning á hárbeittu verki Einstök leikhúsreynsla fyrir öll skynfæri Vígaguðinne. Yasminu Reza Bráðfyndið og óvægið gamanleikrit Vor á minni sviðunum leikhústilboð aðeins 2.500 kr. Miðaverð á Smíðaverkstæðinu og í Kassanum í apríl og maí er aðeins 2.500 kr. (fullt verð 3.100). Athugið að ekki er hægt að bóka tilboðsmiða á netinu. Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is SIGRÍÐUR Bein- teinsdóttir, eða Sigga Beinteins, segir mikilvægt að vera eins af- slappaður og hægt er og reyna að ná til áheyr- enda. Hún segist fara í heitt bað á tónleikadegi og reyna að slaka sem mest á og hvíla raddböndin og drekka mikið vatn. Sigga þekkir vel til söng- keppna sem fyrrverandi Idol- dómari og segir helstu mistök keppenda þau að slaka ekki á og gefa ekki nóg af sér. Framkoma, klæðaburður og söngur verði allt að spila saman. „Þú verður náttúrulega að syngja hreint og gera eins vel og hægt er að gera, vera skýrmæltur í textum,“ segir Sigga. Spurð að því hvort einhver lög séu á bannlista hjá henni segir hún svo ekki vera, allt snúist um meðferð söngvara á lögunum. – Hvað gerir söngvara góðan? „Æfingin,“ svarar Sigga um- hugsunarlaust. Og hvað má alls ekki segja við einhvern sem er á leið á svið að syngja? „Þú ert glat- aður,“ segir Sigga og skellihlær. Æfingin skapar meistarann „AÐ útiloka allt, alla hluti, dæg- urþras, vini, vandamenn og hugsanir, þetta þarf að útiloka. Það eina sem skiptir máli er þetta augnablik, að fara á sviðið,“ svarar Bubbi Morthens þegar hann er spurður að því hvernig keppendur eigi að und- irbúa sig áður en þeir fara á svið. „Óttinn er eins og eldur og ef þú stjórnar ekki óttanum þá brennur þú upp til agna. Þú þarft að taka þennan ótta og ná tökum á honum,“ segir Bubbi. Óttinn sé engu að síður nauðsynlegur, hvort sem hann heiti kvíði eða stress. Þá sé gott að loka sig af og syngja lagið nokkrum sinnum í hálfum hljóðum. Einnig skipti gífurlegu máli að laumast á sviðið og ganga aðeins um það og á staðinn sem maður komi til með að syngja á. Allt snýst á endanum um einbeit- ingu og undirbúning að sögn Bubba. „Síðan er gott ráð, ef maður er þurr í munninum, að bíta þétt- ingsfast í jaðarinn á tungunni, þá fyllist munnurinn af munnvatni.“ Bubbi segist alltaf fara í gufubað fyrir tónleika og borða lítið, nokkur vínber og ögn af banana, og gos- drykkja er stranglega bönnuð. Í keppni eigi söngvarinn að útiloka hina keppendurna algjörlega. „Síðan skiptir máli að fara með sjálfhverfa möntru sem byggist á að þú sért góður, endurtaka hana mjög oft.“ Spurður að því hvort hann sé leiður á ákveðnum lögum í söngkeppnum svarar Bubbi því ját- andi. Hann fái t.d. „viðbjóðslegan hroll“ þegar hann heyri „Ég veit að þú kemur“ með Trúbroti. Laumast inn á svið Bubbi Morthens GEIR Ólafsson er fullur heilræða enda sjóaður söngvari. Hvað ráð- leggur hann keppanda í Söng- keppni framhaldsskólanna? „Að hugsa um hverja einustu nótu, þekkja lögin algjörlega eins og lagahöfundur samdi þau og út frá því gera þau að sínum. Svo nátt- úrulega að syngja opið og leyfa röddinni að fljóta þar sem á við og vera rólegur, anda og passa sig að yfirspennast ekki,“ segir Geir. Ef menn byrji vel þá verði fram- haldið gott. Einn- ig verði kepp- endur að hafa gaman af því að syngja, eins og gefur að skilja. Aðalatriðið er að hafa vald á röddinni og laginu, sviðsfram- koman er aukaatriði og fylgir flutn- ingnum, að sögn Geirs. „Ég geri öndunaræfingar og næ ró inn í lík- amann. Það er rosalega mikilvægt þegar maður gengur inn í salinn að maður sé á hælunum, að fara ekki spenntur út í salinn.“ Gott sé að hita röddina, humma svolítið. Geir gefur tóndæmi og hummar. „Og nota tunguna til að mála sig svona að innan, innan munnvik- anna, safna munnvatni og kyngja rólega,“ segir Geir. Stemning sé mikilvæg en hún megi ekki yf- irbuga söngvarann. Geir óskar keppendum góðs gengis og segir mikið atriði að bera virðingu fyrir kollegum sínum, fara ekki til keppni með hroka. „Burt með hrokann,“ segir Geir. Burt með hrokann Geir Ólafsson REGÍNA Ósk hreppti annað sætið í Söng- keppni fram- haldsskólanna árið 1996 og er því rétta mann- eskjan til að leita ráða hjá. Hvað skal gera áður en haldið er á svið? „Ná jarð- tengingu, einbeitingu, ekki láta stressið yfirtaka sig, anda inn og út og aðalmálið er að ná innri ró. Ef hún er ekki til staðar gleymir mað- ur öllu,“ segir Regína. Þá sé stór- gott að setjast niður, loka augunum og fara yfir lagið í huganum, syngja það orð fyrir orð og taka við klappinu þegar gengið er af sviðinu í huganum. – Þetta minnir á íþróttasálfræði, að menn eigi að sjá sig í keppni. Regína segir þetta ráð einmitt koma frá íþróttasálfræðingi. „Þú átt að sjá þig koma fram,“ segir Regína. Þá sé mikilvægt að velja rétt lag, þ.e. lag sem hæfir rödd- inni, og kunna lag og texta mjög vel. En er Regína Ósk komin með ógeð á einhverjum lögum? Hún hugsar aðeins málið og nefnir nokkur lög, m.a. „Zombie“ með Cranberries. Regína segir öllu skipta að vera maður sjálfur. Góður söngvari sé sá sem syngi af ástríðu. Vertu þú sjálfur Regína Ósk Óskarsdóttir Sigríður Beinteinsdóttir Eyþór Ingi Gunnlaugsson Sigurvegari söngkeppninnar í fyrra. Eyþór hefur gert það gott undanfarið í Bandinu hans Bubba. Nauðsynlegt að stjórna óttanum Söngkeppni framhaldsskólanna verður haldin í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri og sýnd í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Morgunblaðið leitaði til reyndra og þjóð- þekktra söngvara eftir heilræðum handa keppendum og fékk bæði gagnlegar og stórmerkilegar upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.