Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 121. TBL. 96. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
SUNNUDAGUR
BARNS-
HAFANDI
EINS OG 9 MÁNAÐA
TANNRÓTARBÓLGA
MEÐGÖNGUSTURLUN >> 31
MADONNA
SELD
NÝ MARKAÐSSETN-
ING STJARNANNA
PLÖTUR EKKI NÓG >> 60
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
NAUÐSYNLEGT er að auka hvata til að efla ný-
sköpunar- og þróunarstarf hér á Íslandi, að mati
Árna Odds Þórðarsonar, stjórnarformanns Marels
og forstjóra Eyris Invest, og segir hann að líta megi
til Noregs, en þar er veittur skattaafsláttur á móti
rannsóknar- og þróunarstarfi.
Marel hf. setur 6-7% af veltu í rannsóknir og þró-
un á hverju ári eða tæpa fimm milljarða, sem jafn-
gildir um helmingi af öllum rekstrarkostnaði Há-
skóla Íslands. Auk þess leggur Össur hf., sem Eyrir
á. Ég tel að þetta muni skila auknum skatttekjum,
þar sem það tryggir verðmætaskapandi hálauna-
störf hér á landi.“ Árni Oddur segir koma sér vel
fyrir útflutningsfyrirtæki að um hægist í atvinnulíf-
inu. Tekjur hækki en kostnaður standi í stað og
fjármálastofnanir „ryksugi“ ekki upp allt fólkið. „Í
fyrra fóru um tveir þriðju af öllum útskrifuðum raf-
magnsverkfræðingum til fjármálastofnana og
þriðjungur til framhaldsnáms erlendis, en menntun
þeirra nýtist best hjá hátæknifyrirtækjum. Það er
ekki viðunandi – hjólin snerust alltof hratt.“
Hjólin snerust of hratt
Marel setur fimm milljarða árlega í rannsóknir og þróun Þarf frekari hvata fyrir
nýsköpun og þróunarstarf Gott fyrir útflutningsfyrirtæki að hægist um í atvinnulífinu
Að tjaldabaki útrásar | 10
Invest er stór hluthafi í, 6-7% af heildarveltu í rann-
sóknir og þróun eða um 1,6 milljarða á ári.
„Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf styður við
uppbyggingu háskólasamfélags og hluti af því
speglast í samstarfsverkefnum. Raunar var Marel
upphaflega stofnað utan um rannsóknarverkefni í
verkfræðideild HÍ.“
Nýleg skattalækkun ríkisstjórnarinnar til fyrir-
tækja gerir umhverfið hagstætt til að reka fyrir-
tæki á Íslandi, að sögn Árna Odds. „Hvatinn felst í
því að koma hagnaðinum fyrir hér, en á móti er
hættan sú að fyrirtæki komi kostnaði annað, þ. á m.
við rannsóknir og þróun, eins og Írar hafa rekið sig
Hvati Árni Oddur vill efla nýsköp-
unar- og þróunarstarf hérlendis.
Uppreisnarmenn í Norður-Úganda
neita að undirrita friðarsamninga
nema þeim verði gefnar upp sakir.
Stríðsglæpir þeirra eru hins vegar
svo hrottalegir að erfitt er að
kyngja að þeir komist upp með þá.
Er réttlætið mikil-
vægara en friður?
Tímabilið var vel á veg komið og
körfuboltalið Los Angeles Lakers
virtist ekki líklegt til stórræða þeg-
ar því bættist liðsauki í Spánverj-
anum Pau Gasol og allt snerist við.
Veldi Los Angeles
Lakers endurreist?
Ný staða er komin upp í Mið-
Austurlöndum og þungamiðjan hef-
ur flust frá Ísrael, Palestínu og Líb-
anon til Persaflóa. Pólitískt íslam
leysir arfleifð Evrópu af hólmi.
Umskipti í Mið-
Austurlöndum
„ÞAÐ er mikill skilningur á mínum
þörfum, bæði hjá Bubba Morthens,
umboðsmanni mínum, Palla í
Prime, og öðrum sem að þessu
koma. Markmið mitt er að sanna
mig sem tónlistarmaður og sýna að
ég geti eitthvað annað en tekið þátt
í keppnum. Það er ekki búið að
setja upp eldfast mót sem ég passa
inn í enda er lykilatriði í mínum
huga að laga hlutina að mér en ekki
mig að hlutunum. Þannig á það að
vera.“
Þetta segir Eyþór Ingi Gunn-
laugsson, átján ára Dalvíkingur,
sem sigraði með glæsibrag í Band-
inu hans Bubba á Stöð 2 fyrir
skemmstu.
Enda þótt Eyþóri Inga liggi ekk-
ert á gerir hann sér líka grein fyrir
því að ekki er gott að bíða of lengi.
„Ég vil gefa mér tíma til að þróa
minn stíl en á sama tíma ætla ég að
gera allt sem í mínu valdi stendur
til að hverfa ekki af sjónarsviðinu.
Ég vil síður enda inni á einhverri
skrifstofu eftir nokkur ár. Ég er
kominn með vandaða skóflu í hend-
urnar og nú er bara að halda áfram
að moka.“
Líf Eyþórs Inga hefur alla tíð
hverfst um söng og leiklist og þeg-
ar hann er spurður um önnur
áhugamál vefst honum tunga um
tönn. „Það er ekkert annað. Ég hef
engan áhuga á íþróttum og veit
ekkert um bíla. Tónlistin er mínar
ær og kýr. Ég hugsa um hana öllum
stundum,“ segir hann eftir nokkra
umhugsun. | 20
Eyþór Ingi Gunnlaugsson, rokksöngvari frá Dalvík, á framtíðina fyrir sér
Kominn með
góða skóflu
„Lykilatriði í mínum huga að laga hlut-
ina að mér en ekki mig að hlutunum“
Morgunblaðið/Frikki
Eyþór Ingi Lífið er tónlist, tónlist og aftur tónlist hjá söngvaranum unga.
VIKUSPEGILL
Gítarleikararnir >> 59
Öll leikhúsin
á einum stað
Leikhúsin í landinu