Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
12.
B
iblían hefur mikið um það að
segja, sem hér hefur verið
drepið á, þegar hún er skoðuð
með athygli.
Hún er margþætt, enda ekki
ein bók, heldur safn margra rita frá margra
alda skeiði.
En hún er samt einþætt í grunni og ein-
hliða í raun. Hún er mótuð af einu, einni
leit, einni spurningu, einu svari, einu undri:
Hún snýst öll um Guð, er öll að glíma við
spurninguna um sjálfan Guð.
Hún endurspeglar mannlegt sálarlíf af
alls kyns tagi, sýnir mannlegt atferli í marg-
víslegum myndbrigðum, er hispurslaus í
lýsingum sínum og varpar víða sterku,
raunsæu ljósi á manninn, eins og hann var
og er.
En undir öllu máli hennar er sami hjart-
sláttur, þessi sami grunntónn: Ein er sú leit,
sem skiptir öllu: Leit Guðs að manninum.
Eða viðleitni Guðs til þess að beina hugs-
un mannsins til móts við sig.
Í því er öll heill og blessun fólgin að þetta
takist.
Af þessu er ekki dregin sú ályktun, að
hver mannleg leit og viðleitni, sem er ekki
vísvitandi stýrt af trúarlegum hvötum og
vilja og beinist þar með ekki beinlínis að
Guði, sé lítilvæg eða einskis virði, jafnvel
illrar ættar.
Slík viðhorf, sem fela í sér gagngert
neikvæða afstöðu til jarðlífsins, eru
Biblíunni framandi. Hún boðar hvergi
heimshöfnun af því tagi, sem hefur mótað
trúarlíf þjóða, sem hafa lotið öðrum og ólík-
um ritningum og spámönnum.
Sú kirkja, sem byggði á Biblíunni, þurfti
mjög að varast og vara við slíkum við-
horfum, en þeirra gætti sterklega í hinum
grísk-rómverska menningarheimi, þegar
kristnin kom til sögunnar. Ef hún hefði ekki
vakað á verðinum þá, hefði Evrópa eignast
aðra og snauðari sögu en varð.
HUGVEKJA
Sigurbjörn
Einarsson
Leit og svör
Hún endurspeglar mannlegt sál-
arlíf af alls kyns tagi, sýnir mann-
legt atferli í margvíslegum mynd-
brigðum, er hispurslaus í lýsingum
sínum og varpar víða sterku, raunsæu
ljósi á manninn, eins og hann var og er.
»
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
HINN heimsþekkti fjallamaður Sim-
on Yates, sem kunnastur er fyrir
leiðangur á fjallið Siula Grande í
Perú árið 1985 eða „Touching the
Void“-leiðangurinn, er væntanlegur
til Íslands um miðjan maí. Tilefnið er
frumsýning fyrstu íslensku fjalla-
kvikmyndarinnar í fullri lengd eftir
Ingvar Þórisson fjallamann og kvik-
myndagerðarmann. Myndin verður
sýnd 17. maí og fjallar um leiðangur
Ingvars á fjallið Ama Dablam í Nepal
í fyrra en með honum í leiðangrinum
var Simon Yates, Viðar Helgason,
sem átti frumkvæðið að leiðangr-
inum, og Tolli Morthens þótt þeir
tveir síðastnefndu færu ekki á fjallið
sjálft heldur á nálæga tinda. Leið-
angurinn var farinn til að vekja at-
hygli á starfi Barnahjálpar Samein-
uðu þjóðanna og voru styrktaraðilar
Fjallakofinn, Marmot og Pentax ljós-
myndavörur og fleiri.
Skar reipið í sundur
Eins og frægt er orðið hefur kvik-
myndin Touching the Void, sem gerð
var eftir samnefndri sögu Joe Simp-
son, komist á stall sem ein athygl-
isverðasta fjallgöngukvikmynd síðari
tíma og komu bæði Simon og Joe
fram í eigin persónu í myndinni.
Fjallar hún um hörmulegt slys sem
Joe lenti í á fjallinu og hvernig hon-
um tókst að krafla sig út úr vita-
vonlausum aðstæðum. Ekki má
gleyma umdeildum kafla í svaðilför-
inni þar sem Simon tekur þá af-
drifaríku ákvörðun að skera sundur
reipið sem félagi hans hékk í, til að
forðast að báðir drægjust fram af
björgum. Myndin var sýnd hérlendis
fyrir fáeinum árum og vill svo
skemmtilega til að myndin hans
Ingvars er fyrsta kvikmyndin sem
Simon kemur fram í eftir hina marg-
umræddu Touching the Void.
Simon kom hingað til lands árið
2005 og hélt eftirminnilegan fyr-
irlestur og myndasýningu og var þá
hvalreki fyrir íslenska fjallgöngu-
samfélagið. Nú er komið að því að
endurnýja kynnin við Ísland og má
vænta að heimsókn hans – að
ógleymdri frumsýningu kvikmyndar
Ingvars, muni verða einn af stærstu
innlendu viðburðum ársins á sviði
fjallamennsku, svo vægt sé að orði
komist.
Þegar Simon kleif Ama Dablam
með Íslendingunum var það í fjórða
skiptið sem hann kleif fjallið. „Ég fór
fyrst á fjallið árið 1994 og í þá daga
var mun minna um fjallgöngumenn
þar,“ segir hann í samtali við Morg-
unblaðið. „En í seinni tíð hafa margir
leiðangrar sem hægt er að kaupa sig
inn í lagt leið sína á fjallið. Þessi þró-
un er að sjálfsögðu jákvæð fyrir efna-
hag heimamanna og þá sem hafa lifi-
brauð sitt af fjallatúrismanum. En
aukin aðsókn hefur samt sínar nei-
kvæðu hliðar. Til dæmis eru 2. tjald-
búðir á fjallinu orðnar eins og argasti
skítahaugur,“ segir hann og hlær við.
„Líklega endar þetta með því að það
verði farið í að reisa fjallaskála eins
og í Ölpunum.“
Aukinni umferð á vinsælum fjalla-
tindum getur líka fylgt sú hætta að
hópar skaði hverjir aðra, til dæmis
með óviljandi grjótflugi á næsta hóp
fyrir neðan, en Simon segir að slíkt
megi forðast með ákveðinni lagni á
Ama Dablam. Hins vegar þurfi að
hafa þessa hluti í huga því dæmin
sýna að sá sem tekur ekki mið af
grjóthruni gæti verið dauðans matur.
Þannig varð stórslys árið 2006 þegar
stórt bergstykki losnaði úr fjallinu og
hrundi ofan á tjöld í 3. búðum. Sex
manns fórust, þrír Sérpar, einn Breti
og tveir Svíar. Því er ekki að leyna að
leiðangurinn að þessu sinni taldi fyr-
irhugaða vist í 3. búðum nokkuð kvíð-
vænlega.
„Við settum því tjöldin okkar á
öruggan stað nokkru frá 3. búðum,
fjarri klifurleiðinni beint fyrir ofan
og reyndar er illskiljanlegt að menn
skuli tjalda beint neðan við varasama
staði því það er í raun ágætispláss
þar sem við vorum. Ég held því fram
að leiðin sé í heild örugg en menn
verða bara að vera vakandi gagnvart
svona hlutum. Sérparnir sem voru
með okkur voru líka á móti því að við
tjölduðum í 3. búðum því vinur þeirra
var meðal þeirra sem fórust í slysinu
árið 2006.“
Simon minnist líka á stóraukna
ábyrgð Sérpanna nú á dögum með
því að þeir hafa tekið við ýmsum mik-
ilvægum verkefnum sem aðkomu-
klifrararnir önnuðust sjálfir fyrrum.
Hér er átt við lagningu öryggislína á
klifurleiðirnar sem allir klifrarar
geta nýtt sér. „Og mér finnst frábært
að Sérparnir skuli hafa tekið við
þessum verkefnum því þeir eru
feiknalega flinkir í þessu,“ segir Sim-
on. „Einn Sérpinn sem var með okk-
ur hafði klifið Everest níu sinnum,
þar af tvisvar í sömu vikunni!“ segir
Simon og hlær dátt. „Og hann hefur
klifið Ama Dablam á milli 25-30 sinn-
um,“ bætir hann við.
En hvað segir Simon um reynslu
sína af kvikmyndaþætti leiðangurs-
ins? Kappinn segist harla ánægður
og tekur fram að leiðangursmenn
hafi ekki þurft að ómaka sig aukalega
við prílið til að Ingvar næði góðum
klifuratriðum. Ingvar sjálfur þurfti
hins vegar að leggja aðeins meira á
sig en hann er vanur í venjulegum
fjallaferðum. „Ég vaknaði óvenju-
snemma suma daga til að ná lands-
lagsmyndum í sólarupprásinni og
fyrir kom í klifrinu sjálfu að maður
dróst aftur úr,“ bendir hann á. „Og
þá var ekki annað í stöðunni en herða
á sér til að ná hinum,“ segir hann.
Eins og fyrr var getið er Ama
Dablam-myndin fyrsta myndin sem
Simon kemur fram í síðan í Touching
the Void og segir hann myndirnar
um margt ólíkar. „Það eru vissulega
viðtöl í báðum myndum en í Ama
Dablam-myndinni eru þau tekin á
vettvangi, bæði við mig og aðra.
Einnig eru þetta ólíkir staðir.
Það er frábært að hafa átt þess
kost að taka þátt í fyrstu íslensku
fjallgöngumyndinni í fullri lengd.“
Simon er upptekinn maður við fyr-
irlestrahald í heimalandi sínu ásamt
því að klífa fjöll og vera fjallaleið-
sögumaður út um víða veröld, nú síð-
ast í Grænlandi þar sem hann gekk á
níu fjallstinda með tveimur við-
skiptavinum.
Snýr aftur í alíslenskri klifurmynd
Touching the Void-kempa kemur fram
í nýrri kvikmynd Ingvars Þórissonar
Ljósmynd/Ingvar Þórisson
Fjallafimi Ama Dablam er 6.812 metra hátt og gerir töluverðar kröfur til fjallamanna. Stórslys varð á fjallinu árið
2006. Simon Yates fetar sig hér eftir mjóum hrygg á viðsjárverðum kafla á leið upp tindinn.
Kempa Simon Yates lætur sér fátt fyrir brjósti brenna þegar fjallaklifrið
er annars vegar. Kvikmyndaleikur er heldur ekki vandamálið.