Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 10

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 10
10 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AÐ TJALDABAKI ÚTRÁSAR Þ egar formlegt samstarf Marel við Stork Food Systems um þróun og markaðssetningu á lausnum til kjúklinga- vinnslu hófst árið 1998 óraði engan fyrir því að Marel ætti eftir að taka yfir samstarfsaðilann. Enda angi af Stork-samsteypunni sem er sögufræg í hollensku við- skiptalífi, hefur löngum verið valda- mikil og var margfalt stærri. Þegar Stork var stofnað árið 1868 þótti það nútímalegt, nýjungagjarnt og velferðarsinnað. Það var einna fyrst til að stofna lífeyrissjóð, auk þess sem hugsað var vel um starfs- menn, starfræktur skóli, bókasafn, tónleikasalur og baðhús. Og þorpið Het Lansink var reist fyrir starfs- menn, sem er einstök heimild um tíðarandann. En kannski hefði mátt líta á yf- irtöku Marel á Carnitech árið áður sem vísbendingu um að þar væru menn til alls vísir en það var á þeim tíma stærsta yfirtaka Íslendinga er- lendis. Og næsti áratugur var sam- felld vaxtarsaga Marels, en félagið óx um 26% á ári að meðaltali, 17-18% ef undan er skilin yfirtakan á Carni- tech. Úttekt á 130 keppinautum Kaflaskil urðu með aðkomu Eyris Invest sem fjárfestis árið 2005. „Marel bjó yfir gríðarlegri tækni- þekkingu og okkur leist vel á stefn- una sem fólst í að verða leiðandi á markaðnum,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris og stjórn- arformaður Marels. „Við teljum að það þurfi stærðarhagkvæmni til að þjóna viðskiptavinum vel og þá gef- ist tækifæri til að vaxa með þeim inn á nýmarkaði í Austur-Evrópu, Suð- ur-Ameríku og Asíu. Þetta snýst ekki bara um að selja vöru, því ekk- ert má koma upp á í framleiðsluferli í matvælaiðnaði og þjónusta eftir sölu og varahlutasala skiptir því ekki síð- ur máli. Og til þess að unnt sé að veita góða þjónustu með arðbærum hætti er stærðarhagkvæmni höfuð- atriði.“ Markaðshlutdeild Marels var 4% á heimsvísu, eins og Marel skil- Morgunblaðið/Golli Stórhuga Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel, stóð ásamt starfsmönnum sínum í þremur sameiningarviðræðum samtímis í apríl 2007. SLAGURINN UM STORK Slagurinn um sam- steypuna Stork vakti mikla athygli í Hol- landi, en þar mættust gamli og nýi tíminn og blönduðust inn í hann þungavigtarmenn í hol- lensku viðskiptalífi. Hér er lýst viðburða- ríkri atburðarás og tal- að við Árna Odd Þórð- arson sem kom að kaupunum fyrir Marel og Eyri Invest. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.