Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 21 Skilyrði var að syngja á íslensku og Eyþór Ingi segir það hafa verið mikla áskorun enda hafi hann ekki verið sérlega vel að sér um íslenska tónlist. Þá kom vefurinn tonlist.is í góðar þarfir. „Við héngum þar tím- unum saman.“ Hann segir hóp keppenda hafa verið góðan og samheldinn. „Við vor- um mikið saman og urðum snemma eins og bekkur í skóla. Þetta eru upp til hópa frábærir krakkar og ég eign- aðist marga vini, ekki síst Arnar [Má Friðriksson] sem var með mér í úr- slitaþættinum. Það býr ótrúleg orka í þeim dreng og hann er góður félagi. Arnar ætlar að heimsækja mig fyrir norðan á næstunni og við eigum örugglega eftir að verða í góðu sam- bandi.“ Gott að fá klapp á bakið Varla er hægt að vonast eftir betri dómum en Eyþór Ingi fékk í Bandinu hans Bubba og þjóðin var greinilega á sama máli og dómnefndin mælska. „Það var í einu orði sagt stórkostlegt að upplifa þessa dóma. Það féllu fal- leg orð í minn garð í þættinum og ég fór oft hjá mér. Allir hafa gott af því að fá klapp á bakið og þetta styrkir mann í þeirri trú að maður sé á réttri hillu í lífinu.“ Sigurvegarar í fyrri söngvara- keppnum á Stöð 2 hafa ekki náð þeim hæðum sem sumir bjuggust við og Bubbi Morthens hefur lýst því yfir að rólega verði farið í sakirnar að þessu sinni. Eyþóri Inga hugnast sú nálg- un. „Það er mikill skilningur á mínum þörfum, bæði hjá Bubba, umboðs- manni mínum, Palla í Prime, og öðr- um sem að þessu koma. Markmið mitt er að sanna mig sem tónlist- armaður og sýna að ég geti eitthvað annað en tekið þátt í keppnum. Það er ekki búið að setja upp eldfast mót sem ég passa inn í enda er lykilatriði í mínum huga að laga hlutina að mér en ekki mig að hlutunum. Þannig á það að vera.“ Plata með frumsömdu efni Eyþór Ingi hefur sett stefnuna á plötu en segir alltof snemmt er að segja hvenær það verði. „Ég hef miklu meiri áhuga á því að gefa út plötu með frumsömdu efni en ein- hverja „cover“-plötu. Ég hef samið tónlist lengi og á fullt af efni. Samt er það ekkert mottó að vera sjálfbær, ég get vel hugsað mér að syngja efni eft- ir aðra líka. Bubbi samdi til dæmis fyrir mig mjög fínt lag, Hjartað þitt, sem komið er í spilun í útvarpi.“ Keppnin hverfðist um söngv- arastöðuna í Bandinu hans Bubba og Eyþór Ingi mun koma fram með hljómsveitinni í sumar. Engar dag- setningar liggja þó fyrir ennþá. „Þetta er stórkostlegt band, eins og alþjóð varð vitni að í þáttunum, og það verður heiður að syngja með því. Eins og menn vita eru þessir strákar hins vegar með mörg járn í eldinum og það þarf því að raða þessu vand- lega saman. En það er alveg ljóst að við munum koma fram saman í sum- ar. Ætli framhaldið verði ekki skoðað betur í haust en ég gæti svo sann- arlega hugsað mér að vinna meira með þessu bandi.“ Enda þótt Eyþóri Inga liggi ekk- ert á gerir hann sér líka grein fyrir því að ekki er gott að bíða of lengi. „Ég vil gefa mér tíma til að þróa minn stíl en á sama tíma ætla ég að gera allt sem í mínu valdi stendur til að hverfa ekki af sjónarsviðinu. Ég vil síður enda inni á einhverri skrif- stofu eftir nokkur ár. Ég er kominn með vandaða skóflu í hendurnar og nú er bara að halda áfram að moka.“ Líkt við Jóa leikara Eyþór Ingi fæddist á Dalvík 29. maí 1989. Foreldrar hans eru hjónin Gunnlaugur Antonsson sjómaður og Guðbjörg Stefánsdóttir húsmóðir og nemi. Hann á tvær yngri systur, Ell- en Ýr, fimmtán ára, og Elísu Rún, tíu ára. Eyþór Ingi hefur alið allan sinn aldur á Dalvík og segir afskaplega gott að vaxa þar úr grasi. „Það er ró- legt og þægilegt á Dalvík og um- hverfið heldur vel utan um bæj- arbúa,“ segir hann. Eyþór Ingi er af tónelsku fólki kominn og nefnir afa sína sér- staklega í því samhengi, Anton Gunnlaugsson og Stefán Frið- geirsson hestamann með meiru sem er jafnvígur á söng, píanó og harm- ónikku. Þá er leiklistin Eyþóri Inga í blóð borin en langafi hans, sem aldrei var kallaður annað en Jói leikari, var á sinni tíð þekktur maður í mannlíf- inu á Dalvík og frægur fyrir að „stela senunni“. „Ég kynntist honum aldrei en margir sem muna eftir Jóa leikara hafa líkt mér við hann.“ Snemma beygist krókurinn og Ey- þór Ingi kveðst ekki muna eftir sér öðruvísi en syngjandi, leikandi og „bullandi“. Hann var alltaf að búa eitthvað til. Fyrsta átrúnaðargoð hans í tónlist var kóngurinn sjálfur, Elvis Presley. „Það var amma mín, Anna Margrét Halldórsdóttir, sem kenndi mér að hlusta á Elvis. Ég féll strax fyrir honum og það eru til myndir af mér pínulitlum glamrandi á plastgítar syngjandi Elvis á mjög slæmri ensku,“ segir hann hlæjandi. Hinn listamaðurinn sem Eyþór Ingi hafði mest álit á í æsku er Laddi. „Leiklistin var mér ekki síður kær en tónlistin á þessum árum og Laddi var minn maður. Ég hlustaði aftur og aft- ur á plöturnar hans og lá yfir mynd- bandsupptökum af Heilsubælinu í Gervahverfi. Þetta voru ekki ama- legar fyrirmyndir, Elvis og Laddi.“ Heybaggi fyrsta sviðið Eyþór Ingi stóð ekki út úr hnefa þegar hann byrjaði að troða upp. „Ég var mikið í hesthúsinu hjá Stefáni afa mínum og sagan segir að í hvert sinn sem við löbbuðum þar inn hafi ég spurt hvað ég ætti að syngja. Þá setti afi mig upp á heybagga og hlustaði á mig. Þetta spurðist út og fleiri hesta- menn fóru að láta sjá sig í því skyni að heyra mig syngja. Í fyrstu var ég svolítið feiminn við að syngja eftir pöntun en þegar þeir gaukuðu að mér klinki sló ég til. Ég byrjaði sumsé ungur að þiggja greiðslu fyrir að koma fram,“ rifjar Eyþór Ingi upp og skellihlær. Í kjölfarið fór hann að halda leik- sýningar fyrir börnin í hverfinu heima í stofu og um tíu ára aldur byrjaði hann að taka þátt í leikritum í skólanum og á vegum áhugaleik- félagsins á Dalvík. „Júlli Júll, sem m.a. sér um Fiskidaginn mikla, fékk mig snemma til að leika í örleikritum. Síðan var líka vinsælt að fá mig til að herma eftir Ladda herma eftir öðr- um. Allar götur síðan hef ég verið viðriðinn leiksvið, lék m.a. í Oliver Twist og Óvitum hjá Leikfélagi Ak- ureyrar.“ Börn eru gjarnan spurð hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Eyþór Ingi kveðst alltaf hafa svarað þeirri spurningu með sama hætti: Söngvari eða leikari. „Sumir vinir mínir ætluðu að verða slökkvi- liðsmenn en ég svaraði því þá til að ég gæti bara leikið slökkviliðsmann ef mér sýndist svo í framtíðinni. Annars hef ég alltaf beðið eftir því að verða fullorðinn svo ég gæti byrjað að hafa lifibrauð af leik eða söng.“ Lesblinda og athyglisbrestur Eyþór Ingi hóf sína skólagöngu í Dalvíkurskóla en eftir 5. bekk var hann fluttur í lítinn sveitaskóla í grenndinni, Húsabakkaskóla. „Ástæðan fyrir því var sú að ég er bæði með athyglisbrest og lesblindu og foreldrar mínir ákváðu að senda mig í smærri skóla til að ég fengi betri aðstoð við námið. Lesblindan hefur alltaf háð mér í námi, sér- staklega í tungumálunum, en þarna fékk ég mjög góða aðstoð. Margir halda að athyglisbrestur tengist of- virkni en það þarf ekki að vera. Ég hef til dæmis alltaf verið rólegur og Morgunblaðið/Frikki Gullbarki „Það var í einu orði sagt stórkostlegt að upplifa þessa dóma. Það féllu falleg orð í minn garð í þættinum og ég fór oft hjá mér. All- ir hafa gott af því að fá klapp á bak- ið og þetta styrkir mann í þeirri trú að maður sé á réttri hillu í lífinu,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson en dómendur í Bandinu hans Bubba fóru ítrekað fögrum orðum um söngvarann unga frá Dalvík. » Það var amma mín, Anna Margrét Halldórs- dóttir, sem kenndi mér að hlusta á Elvis. Ég féll strax fyrir honum og það eru til myndir af mér pínulitlum glamrandi á plastgítar syngj- andi Elvis á mjög slæmri ensku. Inntökupróf í læknadeild HÍ Sjúkraþjálfun og læknisfræði HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ www.hi.is Læknadeild » Nánari upplýsingar um prófið og dæmi um prófspurningar má finna á heimasíðu læknadeildar Háskóla Íslands, www.laeknadeild.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 22 06 0 5/ 08 Inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands fyrir nám í læknisfræði og sjúkraþjálfun verður haldið í Reykjavík miðvikudaginn 11. og fimmtudaginn 12. júní 2008. Nánari upplýsingar verða sendar próftakendum eftir að skráningu er lokið. Þátttakendur þurfa að skrá sig sérstaklega í inntökuprófið fyrir 20. maí 2008. Sjá eyðublað á heimasíðu læknadeildar, www.laeknadeild.hi.is. Umsókn um skrásetningu ásamt staðfestu afriti af stúdentsprófsskírteini eða staðfestingu um að stúdentsprófi verði lokið, skal skila eða senda í pósti til skrifstofu læknadeildar, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík. Skráning getur farið fram enda þótt nemandi hafi þá ekki lokið stúdentsprófi, en þegar inntökuprófið er þreytt skal nemandinn hafa lokið stúdentsprófi og skilað inn staðfestingu því til sönnunar. » Inntökuprófið er eitt próf sem tekur tvo daga, með þremur tveggja tíma próflotum hvorn daginn, eða 12 klst. alls. Niðurstaða prófsins birtist í einni einkunn sem verður reiknuð með tveimur aukastöfum. Reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir ekki síðar en um miðjan júlí. » Árið 2008 fá 48 nemendur í læknisfræði og 25 í sjúkraþjálfun rétt til náms í læknadeild Háskóla Íslands og skulu þeir hafa skráð sig hjá Nemenda- skrá fyrir 1. ágúst. Þeir sem ekki öðlast rétt til náms í læknadeild, eiga þess kost að skrá sig, innan sömu tímamarka, í aðrar deildir gegn greiðslu skrásetningargjalds skv. reglum Háskóla Íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.