Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 22
tónlist 22 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ var aldrei mikill fyrirferðar í skóla. Ég var kátur krakki en alls ekki týp- an sem truflar kennslu. Athyglis- bresturinn snýst um einbeitingu.“ Í Húsabakkaskóla kynntist Eyþór Ingi strákum sem voru í sömu tón- listarpælingum og hann, meðal ann- arra Baldri Hjörleifssyni sem er son- ur Hjörleifs Hjartarsonar úr hljómsveitinni Hundur í óskilum. „Á þessum árum helltum við okkur út í rokkið, Bítlana, Led Zeppelin, Deep Purple og þessar sveitir en það er mjög gott plötusafn á heimili Bald- urs. Við tókum líka upp okkar eigið efni við mjög frumstæðar aðstæður. Sköpunarþörfin var mikil.“ Heimtaði Hendrix 8. bekkur er elsti bekkurinn í Húsabakkaskóla og Eyþór Ingi og félagar héldu því sem leið lá í Dalvíkurskóla. Þar stofnuðu þeir sitt fyrsta bílskúrsband í 9. bekk. Á þeim tíma voru áhrifavaldarnir orðnir fleiri – og yngri. Nýbylgjusveitir á borð við Muse og Radiohead. „Við vildum spila framsækið rokk án þess þó að slíta tengslin við gamla rokkið. Ég var alltaf á móti tískumúsíkinni sem krakkarnir hlustaðu á í gelgj- unni, heimtaði bara að setja Jimi Hendrix á. Ég hef örugglega ekki verið neitt sérstaklega vinsæll dreng- ur,“ rifjar hann upp hlæjandi. Helsti styrkur hljómsveitarinnar var um leið hennar helsti veikleiki, hug- myndaauðgi. „Við vildum bara spila eigið efni og vorum alveg ótrúlega virkir í nýjum hugmyndum. Svo virk- ir raunar að við náðum yfirleitt ekki að klára neitt. Það komu stöðugt fram nýjar hugmyndir sem ruddu þeim eldri út af borðinu. Það var ekk- ert skipulag í gangi enda erum við allir frekar utan við okkur að eðl- isfari,“ viðurkennir Eyþór Ingi. Auk þeirra Baldurs voru í sveitinni Guðmundur Ingi Halldórsson og Árni Jónsson. Hún kom nokkrum sinnum fram opinberlega en hefur legið niðri frá árinu 2006. Sjó-bissness Eyþór Ingi hefur gegnt ýmsum sumarstörfum. Í þrjú sumur reri hann með föður sínum sem gerir út trillu frá Dalvík. „Fyrst um sinn velt- ist ég um í ógleði og leist ekkert á blikuna. En þegar ég fór að sjá pen- inginn léttist á mér brúnin – ég hafði fyrir ýmsum græjum sem ég þurfti á að halda í tónlistinni.“ Hann stundaði því sjóinn með bros á vör það sem eftir lifði sumars. En gerir ráð fyrir að láta það duga. „Ég sé mig ekki fyrir mér í því starfi. En það var þroskandi að kynnast sjó- mennskunni.“ Haustið 2005 lá leið Eyþórs Inga í Verkmenntaskólann á Akureyri. „Ég byrjaði í kokkinum enda langaði mig að læra að búa til mat. Ég fann mig hins vegar ekki í því námi og skipti yfir á listnámsbraut, aðallega þar sem hún innihélt orðið list. Ég heillast af allri sköpun og hafði gam- an af ýmsum pælingum þar, einkum í súrrealíska málverkinu. Samt virkaði þetta ekki og fyrir ári ákvað ég að leggja námið á hilluna.“ Spurður hvort hann hyggist taka upp þráðinn á ný svarar Eyþór Ingi: „Á þessum tímapunkti efast ég um að ég eigi eftir að fara aftur í framhalds- skóla. Ég á frekar von á því að fara í tónfræði- eða hljóðfæranám. Það er mitt svið. Það var mikið sjokk fyrir suma að ég skyldi hætta í námi. Eins og lífið væri búið. Sumum líkar ekki þegar menn hoppa aðeins út úr flór- unni. Ég var hins vegar viss í minni sök og fjölskyldan hefur stutt við bakið á mér, eins og í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég er alveg ótrúlega heppinn með það. Áður en ég fékk bílpróf voru foreldrar mínir boðnir og búnir að skutla mér hingað og þangað til að spila eða leika og þeir lögðu á sig að keyra suður fyrir hverja einustu útsendingu af Band- inu hans Bubba. Það segir allt sem segja þarf um stuðning foreldra minna og fjölskyldunnar allrar.“ MA-ingurinn í VMA Eyþóri Inga líkaði vistin í höf- uðstað Norðurlands ágætlega. Fé- lagar hans fóru raunar allir í Mennta- skólann á Akureyri og var hann vitaskuld mikið í slagtogi við þá. „Ég var kallaður MA-ingurinn í VMA af því ég gekk um í frakka með trefil,“ segir hann brosandi, „en ég hef alltaf verið ófeiminn að halda í mitt. Aldrei fundið þörf til að laga mig að að- stæðum.“ Ýmis tækifæri gáfust á söngsvið- inu meðan Eyþór Ingi var í VMA. Vorið 2006 settu skólarnir tveir á Ak- ureyri í sameiningu upp söngleikinn Jesus Christ Superstar og fór Eyþór Ingi með titilhlutverkið. „Það var æð- islega gaman og ég hellti mér út í Su- perstar af þessu tilefni. Þetta er frá- bær söngleikur og kjörið tækifæri til að sameina ástríður mínar tvær, söng og leiklist.“ Uppfærslan féll í frjóa jörð og í umsögn í Morgunblaðinu sagði Þor- geir Tryggvason m.a.: „Söngurinn er í heildina alveg óleyfilega flottur. Hver einasta sólóstrófa pottþétt, og helstu glansnúmer glansa. Enginn skín þó skærar en Eyþór Ingi Gunn- laugsson í hlutverki Frelsarans. Mögnuð þungarokkstilþrif af gamla skólanum þegar á þarf að halda, yf- irvegun og fókus þess á milli.“ Uppáhaldslagið hans pabba Ári síðar var Eyþór Ingi valinn til að verja heiður VMA í Söngkeppni framhaldsskólanna í beinni útsend- ingu í sjónvarpinu. Það gerði hann með miklum glæsibrag og sigraði í keppninni. „Það var frábært að fá að koma fram fyrir alþjóð og ég lagði allt í sölurnar.“ Lagavalið vakti athygli, Perfect Strangers með Deep Purple, og ekki er laust við að tár hafi sést á hvarmi hjá gömlum rokkhundum inn til sveita. Eyþór Ingi brosir þegar þetta ber á góma. „Þetta er uppáhaldslagið hans pabba en hann er rokkari af gamla skólanum. Ég söng það fyrst í fertugsafmælinu hans ári áður og ákvað að kýla á þetta í keppninni. Mig langaði að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður en rokk af þessu tagi hefur ekki átt upp á pall- borðið í Söngkeppni framhaldsskól- anna. Menn eru alltaf að velta fyrir sér hvað virki í svona keppnum en ég var ekkert að pæla í því. Ég vildi skera mig úr fjöldanum. Svo býður þetta lag líka upp á mikla radd- fimleika. Ég vissi alveg að ég var að taka áhættu en það gekk upp.“ Unnur Birna, fyrrverandi kærasta Eyþórs Inga, lék með honum á hljómborð í laginu og komu þau tals- vert fram í framhaldi af sigrinum, að- allega á Eyjafjarðarsvæðinu en líka aðeins sunnan heiða. „Við Unnur Birna spilum bæði á hljómborð og gítar og hún spilar jafnframt á fiðlu. Við skiptumst á að spila á hljóðfærin nema hvað ég lét fiðluna alveg vera. Það var talsvert að gera hjá okkur á tímabili og þetta var mjög skemmti- legt.“ Veit ekkert um bíla Eyþór Ingi er sjálfmenntaður í hljómborðs- og gítarleik en lærði á sínum tíma á harmónikku. „Það er eina hljóðfærið sem ég hef lært á. Ég á nikkuna ennþá en hef lítið tekið hana upp á seinni árum. Hún er eigi að síður skemmtilegt hljóðfæri og ég gæti vel hugsað mér að blanda henni inn í það sem ég er að gera í dag. Harmónikkan á nefnilega að mínu mati vel heima í rokkinu, öfugt við það sem margir halda.“ Eyþór Ingi talar um fyrrverandi kærustu sína og ekki er annað hægt en spyrja fyrir hönd yngismeyja þessa lands hvort hann sé á lausu nú um stundir. Svar hans er stutt og lag- gott: „Já.“ Þá vitið þið það. Fátt annað hefur komist að í sam- talinu en tónlist og nú dettur blaða- manni í hug að spyrja Eyþór Inga um önnur áhugamál. Það kemur þögn. „Það er nú það,“ segir hann kíminn eftir dágóða umhugsun. „Það er ekk- ert annað. Ég hef engan áhuga á íþróttum og veit ekkert um bíla. Tón- listin er mínar ær og kýr. Ég hugsa um hana öllum stundum.“ Eyþór Ingi hefur starfað hjá Dal- víkurbæ í vetur. Fyrir hádegi hefur hann eftirlit með skólabörnum í sundi en eftir skóla hefur hann um- sjón með sex ára gömlum einhverfum og mállausum dreng í skólavistuninni þangað til foreldrar hans sækja hann eftir vinnu. „Ég hafði enga reynslu af þessu en þetta hefur verið lærdóms- ríkt og ofboðslega gefandi. Þetta hef- ur gengið vel eftir að við fórum að kynnast og við erum orðnir ágætir félagar. Það er mikilvægt að búa sig vel undir lífið og þessi vinna sem ég hef haft með höndum í vetur hefur sannarlega verið þroskandi.“ Eyþór Ingi lýkur störfum hjá Dal- víkurbæ um næstu mánaðamót eða þegar skólaárið er úti. „Þá þarf ég að hugsa minn gang vel og vandlega. Ég stefni að því að vinna við tónlist á Sundlaugarvörðurinn Eyþór Ingi starfar eins og frægt er um þessar mundir í Sundlaug Dalvíkur. Senuþjófur Eyþór Ingi fór með sigur af hólmi í Söngkeppni framhalds- skólanna í fyrra með lagi Deep Purple, Perfect Strangers eða Framtíð bíð- ur. Með honum á sviðinu eru Unnur Birna Björnsdóttir og Andri Ívarsson. Nikkari Eina hljóðfærið sem Ey- þór Ingi hefur lært á er nikkan. » Fyrst um sinn veltist ég um í ógleði og leist ekk- ert á blikuna. En þegar ég fór að sjá peninginn léttist á mér brúnin – ég hafði fyrir ýmsum græjum sem ég þurfti á að halda í tónlistinni. Í hljóðveri Eyþór Ingi hefur verið vel tækjum búinn heima á Dalvík. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.