Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 28

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 28
ferðalög 28 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ A ugu ferðaþyrstra Íslend- inga hafa hin síðari ár beinst æ austar þegar sumarleyfisferðir innan Evrópu eru til skoð- unar. Hefðbundnar Íslendingaslóðir á borð við Spán, Portúgal og Ítalíu glata, að sumra mati, seint ævin- týraljóma sínum en aðrir hafa kosið að bregða út af hinum löggróna vana og gera strandhögg í löndum á borð við Króatíu, Slóveníu, Ungverjaland, Rúmeníu og nú síðast Búlgaríu. Löndum sem íbúar vestar í álfunni hafa ekki alla tíð haft aðgang að vegna stjórnmála- og/eða stríðs- ástands – og í raun alls ekki haft vitn- eskju um sem ákjósanlega áfanga- staði í sumarorlofinu. En þá var öldin önnur er Gaukur bjó á Stöng og má með sanni segja að nú upp á síðkastið hafi litlar árstíðabundnar Íslendinga- nýlendur myndast á stöðum sem fæstir höfðu heyrt getið þar til fyrir fáum misserum – svo sem Golden Sands á austurströnd Búlgaríu. Kliður Svartahafsins Nafnið Golden Sands er ekki hug- arfóstur almannatengslafrömuða vestrænna ferðaskrifstofa – öðru nær. Hér er á ferðinni bein þýðing á hinu rammbúlgarska og eldforna ör- nefni Zlatni Pyasâtsi sem táknar ein- mitt gullinn sand og er langt frá því að vera út í hött þegar strandlengja staðarins er skoðuð, barin þungu en hljóðu brimi Svartahafsins sem ein- hverjir jafnaldrar greinarhöfunda minnast úr landafræðibókum gagn- fræðaskólans sem annars tveggja stærstu hafsvæða Sovétríkjanna sál- ugu. Þessi skemmtilega blanda af skógi vöxnum hæðum, hvítum sandi og óendanlegu blágrænu hafi var gerð að sumarleyfisparadís á árunum upp úr 1960 og er nú næstumfangs- mesta svæði sinnar tegundar í Búlg- aríu, aðeins Slânchev Bryag, eða Sunny Beach, sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð suður, dregur til sín fleiri sólþyrsta ferða- langa hvert sumar. Að sögn heimamanna er heldur nöturlegt um að litast í Golden Sands að vetrarlagi enda þarf ekki að ganga þar um götur í meira en fimm mín- útur til að sannfærast um að lífæð þessa litla byggðarlags sé ferða- mannatíminn. Hátt í eitt hundrað hótel af öllum stærðum og gerðum setja svip sinn á fjögurra kílómetra langa strandlengjuna og fullyrða má að byggingar með íbúðum í ein- staklingseigu séu teljanlegar á fingr- um annarrar handar. Framboð af mat, drykk, verslunarvarningi og hvers kyns afþreyingu er slíkt að mjög erfitt er að staðsetja sig þannig að meira en 50 metrar séu í næsta bar eða veitingahús – til þess þyrfti helst að synda drjúgan spöl út í hlýtt Svartahafið. Varla þarf þá háskólagráðu í hag- fræði til að átta sig á því að á svæðinu ríkir gríðarleg samkeppni um hylli vegfarenda. Á kvöldin verður vart þverfótað fyrir ungmennum sem ota ógrynni af hvers kyns auglýsinga- miðum að gestum og gangandi, yfir- leitt til að vekja athygli á helstu perl- um næturlífsins. Vegfarandi sem veitir þessum plöggum viðtöku fyrir kurteisis sakir hefur á hálfri klukku- stund tekið við meira magni ruslpósts en streymir inn um bréfalúgu meðal- heimilis í póstnúmeri 101 í Reykjavík á heilum mánuði. Miðadreifarar þessir gefa sér að jafnaði lítinn tíma til að ræða við viðtakandann en öðru gegnir um sérstaka stétt fólks sem hefst við daglangt fyrir utan alla málsmetandi bari og veitingastaði Zlatni Pyasâtsi. Er hér átt við svonefnda inndrætti (heitið er hugarfóstur greinarhöf- unda), ákaflega þrautseiga starfs- menn sem leggja allt í sölurnar við að draga vænlega viðskiptamenn inn á sinn veitingastað. Þetta eru að jafnaði miklir sölumenn, geðþekkir og sann- færandi, og hafa þeir hörðustu komið sér upp nokkrum orðaforða á tungu þeirra þjóða sem flesta fulltrúa eiga í ferðamannaflóru staðarins. Hittust þar fyrir a.m.k. þrír inndrættir sem köstuðu fram nokkrum setningum á mjög frambærilegri íslensku, þar af vissi einn nokkurn veginn hvað hann var að segja. Karzimír heitir rúmlega fertugur inndráttur sem starfar á veitingastað nálægt hóteli greinarhöfunda. Ekki brást að Karzimír væri kominn til vinnu sinnar kl. 10 að morgni og vopnaður sólhatti og matseðli stað- arins stóð hann vaktina til 11 að kvöldi – sjö daga vikunnar. Ekki þreyttist þessi sérkennilegi ein- staklingur á því að stöðva vegfar- endur og fara í rólegheitum yfir mat- seðil og vínlista með þeim og oftar en ekki tókst honum að sannfæra við- mælendur sína um að tylla sér inn, hvíla lúin bein og reyna krásirnar. Voru greinarhöfundar í þeim hópi. Inntur eftir leyndarmálinu á bak við ódrepandi elju sína brosti Kar- zimír sínu góðlátlega brosi og kvaðst hefja hvern dag með ískaldri sturtu, smyrja líkama sinn mýkjandi olíum og stunda líkamsrækt. Þannig líður dagur hans fimm mánuði á ári – maí til september. „Hina mánuðina ligg ég í rúminu,“ sagði Karzimír að skiln- aði og hló dillandi og glaðværum hlátri. Mál er að mæla Dobro utro táknar á búlgörsku góðan dag, fram að hádegi en verður þá að dobur den. Búlgörum þykir bæði skemmtun og upphefð að vera ávarpaðir á eigin þjóðtungu og urðu tilraunir greinarhöfunda oft kveikjan að brosi, hlátri, fyrirspurnum eða jafnvel ókeypis staupi af þjóðar- drykknum rakia sem er alls ekki fyrir byrjendur en þó bruggaður á hverju búlgörsku heimili. Væntanlegir Búlg- aríufarar geta komið sér upp ágætum grunni að tungumálinu á netsíðunni www.easybulgarian.com en þar kost- ar aðgangur í þrjá mánuði tæpar 3.000 krónur. Utan fjölsóttustu ferða- mannastaða landsins er sá þó hvorki læs á götuskilti, dagblöð né matseðla sem ekki hefur náð tökum á kyrilíska stafrófinu sem í daglegu tali Vestur- landabúa er yfirleitt nefnt rússneskt. Lífseig þjóðsaga hermir að kyrilíska stafrófið sé runnið undan rifjum munkanna Kyríls og Meþódíusar á 9. öld e. Kr. Fræðimenn nútímans hall- ast þó fremur að því að Klement erki- biskup frá Ohrid, nemandi Kyríls, hafi smíðað kyrilíska stafrófið með því að laga fyrsta slavneska stafrófið, það glagólíska, að gríska stafrófinu. Kyríl og Meþódíus voru að öllum lík- indum frá Býzantíon (síðar Konst- antínópel, nú Istanbúl) en Búlgarar halda dauðahaldi í fornfálegar og óá- reiðanlegar heimildir sem vísa til búlgarsks uppruna þeirra og halda því fram að kyrilíska stafrófið eigi rætur sínar í Búlgaríu. Hver svo sem hinn sanni uppruni stafrófsins er náði nám greinarhöfunda á þeim vett- vangi ekki lengra en svo að þeir könnuðust við heiti borgarinnar Varna á skiltum – BAPHA. Úr því að þjóðardrykkir og mat- seðlar hafa borist inn í ferðasöguna er ekki úr vegi að víkja nokkrum orð- um að mat og drykk í Búlgaríu enda eru þar komnir þeir þættir, á eftir veðri og verðlagi, sem flestum ís- lenskum ferðalöngum þykir mestur fengur í að ræða þegar kemur að því að rifja upp sumarfríið. Hér ber að hafa í huga að Grikkir og Tyrkir réðu lögum og lofum víða um Búlgaríu ár- um og jafnvel öldum saman. Grískir sjófarendur á 7. öld f. Kr. stofnuðu t.a.m. margar af helstu borgum Svartahafsstrandar landsins, s.s. Ap- pollonia, Ódessos og Mesembria (nú Sozopol, Varna og Nesebâr) og Tyrk- ir sölsuðu allt landið undir sig í innrás sinni á Balkanskaga sem hófst árið 1362. Rúmum 30 árum síðar, 1396, varð Búlgaría hluti af Tyrkjaveldi sem markaði upphafið að harðneskjulegu lénsskipulagi er leið ekki að fullu undir lok fyrr en með íhlutun Rússa sem lýstu yfir stríði við Tyrki árið 1877 eftir árangurslausar friðarviðræður í Konstantínópel. Eft- ir blóðuga styrjöld voru Búlgörum tryggð yfirráð landsins með San Stef- ano-sáttmálanum 3. mars 1878. Fáum ætti því að koma á óvart að búlgörsk matarhefð einkennist mjög af grískum og tyrkneskum straumum þótt undir kraumi sterkar og rót- grónar venjur Balkanskagans. Ávextir og ferskt grænmeti eru meg- inuppistaðan í hefðbundnum búlg- örskum máltíðum en af kjötmeti ber mest á svína-, ungnauta- og kjúk- lingakjöti sem telst varla til stórtíð- inda nokkurs staðar í Evrópu. Nýtni Búlgara á skepnunum sver sig þó að mörgu leyti í ætt við þorrahefð okkar Íslendinga en afurðir á borð við maga, heila og tungu dúkka upp í jafn hversdagslegum réttum og súpu eða eggjahræru og hvers kyns innyfli eru vinsæl á grillið. Súpa úr nautsmaga (shkembe chorba) þykir álíka herra- mannsmatur og kjötsúpa á Íslandi og inn til landsins er mikið matreitt úr kanínum og öndum. Öllu þessu fylgir ákaflega rík ostahefð og Búlgarar framleiða hin frambærilegustu rauð- vín til að hafa með öllum kræsing- unum. Ein fimm vínræktarhéruð halda velli í þessu litla landi og án þess að vikið sé mörgum orðum að þeirri ágætu búgrein má hiklaust mæla með rauðvíninu Targovishte sem hentar með flestu kjötmeti eða bara eitt sér. Væntanlegir Búlgaríufarar hafa litla ástæðu til að óttast að þeim verði borinn heili einhverrar vesalings skepnu á salatbeði, matseðlar ferða- mannastaðanna bera með sér hefð- bundna vestræna hamborgara- og pizzuflóru. Inn á milli glittir þó í þjóð- arhefðina og engin Búlgaríuför er fullkomnuð, að mati greinarhöfunda, án þess að bragðað sé á köldu agúrkusúpunni tarator og sólblóma- fræin semki tuggin en þau eru sann- kallað þjóðarsnakk í Búlgaríu og seld í pappaöskjum á mörgum götuhorn- um hinnar fornfrægu borgar Varna. Af sjóminjum og sígaunakonum Varna er einmitt nokkuð sem eng- inn sumarleyfisferðalangur ætti að láta ganga sér úr greipum. Sandur, sól og svalar unnir eru jú alla jafna góðra gjalda verð (snöggur endir var bund- inn á strandferðir karlkyns greinar- höfundarins þegar geitungur á stærð við litla breiðþotu sótti að honum einn sólfagran dag við ströndina) en ferð til Varna er hverrar levu virði og þarf reyndar ekki að kosta margar slíkar. Varna er þriðja stærsta borg landsins og sú stærsta við austurströndina. Það voru grískir sægarpar frá Míletos sem stofnuðu borgina árið 585 f. Kr. og þá sem Ódessos. Áður höfðu Þrakíumenn þó ráðið lögum og lofum á svæðinu og rústir í nágrenni Varna frá því u.þ.b. 4000 árum fyrir Kristsburð eru eign- aðar þeim. Í bland við McDonald‘s og gríðar- stórar auglýsingar farsímafyrirtækja glittir í borg sem tíminn hefur hrein- lega gleymt dágóða stund. Fæstar bygginganna eru þó ævafornar, á dög- um Tyrkjaveldisins voru flest mann- virkjanna úr timbri en mikill varnar- múr úr grjóti umhverfis borgina og sjást leifar hans sums staðar enn. Mið- bær Varna var að mestu endurreistur af millistéttarborgurum á ofanverðri 19. öld í nýendurreisnar-, nýbarokk- og nýklassískum stíl. Byggingar sem verðskulda fullkomlega heimsókn eru t.d. fornleifasafnið, Bachvarov- leikhúsið og síðast en alls ekki síst Dómkirkja uppnumningar Maríu meyjar til himna sem heitir upp á ensku Cathedral of the Assumption of the Virgin en íslensk þýðing var góð- Svefnfátt við Svartahaf Strandparadís Séð yfir strandlengju Zlatni Pyasâtsi. Skammt undan leynist stórbrotin náttúra. Töfrar Austur-Evrópu laða að sístækkandi hóp ís- lenskra sumarleyfisfara, sælkera og menningarvita. Glugginn í austur veitir sýn sem stríð og járntjald byrgðu áður að mestu. Atli Steinn Guðmundsson og Rósa Lind Björnsdóttir vörðu síðasta sumarleyfi í Búlgaríu og brugðu gestsauganu á menningu, mat- argerð, stræti og torg sem sumt teygir anga sína aft- ur til Þrakíumanna og grískra sæfara frá Míletos.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.