Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 31
„Grunnhugmyndin á bak við
þessa áætlun er að orka berist
endanlegum notendum fyrst og
fremst – og eingöngu er fram líða
stundir – í formi þriggja orku-
bera: Raforku, varma og vetnis.
Raforkan yrði nýtt á sama hátt og
tíðkast í dag og hugsanlega líka á
rafbíla er fram líða stundir. Vetnið
kæmi hinsvegar í staðinn fyrir ol-
íuvörur eins og svartolíu, díselolíu,
bensín og þotueldsneyti á farar-
tæki á landi, sjó og í lofti og auk
þess til iðnaðar. Vetnið kæmi
einnig í stað jarðgass til allra nota
og í stað kola til raforkuvinnslu.
Meginbreytingin með Future-
Gen felst í því að endanlegur not-
andi fær ekki lengur í hendur
eldsneyti sem gróðurhúsaloftteg-
undir fylgja við brennslu á heldur
vetni sem engin slík losun fylgir
þegar því er brennt, auk raf-
magnsins.“
Jakob bendir jafnframt á að
bæði megi nota olíu og jarðgas í
stað kola til að framleiða vetni
með bindingu á koltvísýringi. „Í
stað þess að hleypa koltvísýr-
ingnum sem fylgir brennslu elds-
neytis út í andrúmsloftið eins og
nú tíðkast við vinnslu raforku úr
eldsneyti er ráðgert að þrýsta
honum niður í berglög þar sem
hann gengur smám saman í efna-
sambönd við bergið og binst þann-
ig varanlega.
Fyrst í stað yrði koltvísýr-
ingnum þrýst niður í bergið á
vinnslusvæðum jarðgass þar sem
hann eykur þrýstinginn í berginu
og stuðlar með því að betri gas-
heimtum. Er þess vænst að þær
borgi kostnaðinn við að þrýsta
koltvísýringnum niður og jafnvel
rúmlega það. En einnig yrði
koltvísýringnum þrýst niður í met-
anrík kolalög þar sem hefðbundin
kolavinnsla borgar sig ekki, í því
skyni að þrýsta metangasinu úr
þeim og gera það þannig vinnan-
legt. Síðar meir er gert ráð fyrir
að nota tæmd olíu- og gaslög til að
losna við koltvísýringinn og enn
síðar að bora sérstakar holur í
vatnsberandi setlög til að þrýsta
honum niður í þau.“
Meginþættir FutureGen-
áætlunarinnar eru:
Framleiðsla á vetni og vinnsla
á raforku með því.
Förgun á CO2 sem myndast
við framleiðsluna með dælingu
þess niður í jörðu til varanlegrar
bindingar í berg- og jarðlögum.
Tilreiðsla á vetni í not-
endavænt form.
„Telja má víst að fyrsti þátt-
urinn verði auðveldastur, enda er
þar sumpart um þekkta tækni að
ræða, sem þó þarf að endurbæta
og laga að þessu verkefni,“ segir
Jakob. „Annar þátturinn ræður
úrslitum um örlög verkefnisins.
Þar er í megindráttum um ótroðn-
ar slóðir að ræða enda þótt nokk-
ur reynsla hafi þegar fengist af að
dæla koltvísýringi niður í gas-
vinnslusvæði í Norðursjónum í því
tvíþætta augnamiði að auka gas-
heimturnar og losna við koltvísýr-
inginn. Hydro/Statoil hefur
ástundað það í nokkur ár að því er
virðist með góðum árangri. Betri
gasheimtur borga kostnaðinn við
niðurdælinguna og eitthvað um-
fram það og auðvelda auk þess
Noregi að standa við Kyoto-skuld-
bindingar sínar. Mesta óvissan um
örlög þessa verkefnis tengist ein-
mitt þessum þætti.
Þriðji þátturinn er nauðsyn-
legur til þess að vetni geti komið í
stað hefðbundins eldsneytis hjá al-
mennum orkunotendum.“
Jakob segir að frá sjónarmiði
neytenda hafi vetni bæði kosti og
ókosti sem orkuberi. „Kostirnir
eru að það er létt og orkumikið.
Vetni inniheldur nær þrisvar sinn-
um meiri orku á hvert kg en gas-
olía. Ókostirnir eru að það er fyr-
irferðarmikið. Ókost má líka telja
hversu eldfimt það er. Það er
bensín nú raunar líka en tekist
hefur vel að hemja þann ókost.“
FutureGen í ólgusjó
Hinn 28. janúar síðastliðinn
flutti George W. Bush forseti síð-
ustu stefnuræðu sína á Banda-
ríkjaþingi. Þar lýsti hann þeirri
skoðun að þróa bæri nýja tækni til
þess að nýta kol án mengunar
með því að „grafa“ útblásturinn.
Það kom því eins og köld
vatnsgusa framan í stuðnings-
menn FutureGen þegar Cley Sell,
aðstoðarorkumálaráðherra, hélt
blaðamannafund tveimur dögum
síðar þar sem hann lýsti því yfir
að stjórnvöld hygðust draga úr
stuðningi sínum við áætlunina.
Þess í stað yrði lögð áhersla á að
styrkja viðleitni 30 nýrra orku-
vera til þess að byrgja út-
streymið neðanjarðar. Ástæðuna
sagði hann m.a. of mikinn kostn-
að, en gert er ráð fyrir að banda-
rísk stjórnvöld greiði 75% kostn-
aðar FutureGen.
Þingmenn Illinois brugðust hart
við og rituðuðu forsetanum. Í
bréfinu hvetja þeir hann til að
standa við áætlanir sem veki vonir
um framtíð kolaiðnaðar um allan
heim. Á meðal þeirra sem undir-
rituðu bréfið var Barack Obama.
Hann gagnrýndi einnig þessa
ákvörðun um svipað leyti í ræðu.
Þá hefur Hillary Clinton lýst því
að hún muni verja fé til 10
hreinna orkuvera, nái hún kjöri
sem forseti Bandaríkjanna.
Jakob Björnsson segir að þessi
ákvörðun beri því greinilega vitni
að forsetakosningar séu í nánd, en
telja verði víst að verkefnið nái
fram að ganga, sigri demókratar.
Greinilegt sé að fyrirtækjunum,
sem taka þátt í verkefninu, blöskri
ekki kostnaðurinn, en hækkun
hans stafi sumpart af verðlags-
hækkunum og því að kostnaður
við illa skilgreind verkefni hafi til-
hneigingu til að hækka.
„Afstaða orkuráðuneytisins virð-
ist hikandi sem stendur án þess
þó að það hafi slitið samstarfinu.
Af þess hálfu er talað um að
leggja meiri áherslu á samstarf
við raforkuframleiðendur um að
þróa aðferðir til að binda koltví-
sýring frá kolakyntum raforku-
verum þeirra í jörðu. Þær aðferðir
myndu vissulega gagnast Fut-
ureGen, en hinsvegar ekki fela í
sér annan meginhluta þess, fram-
leiðslu og notkun á vetni.
Af hálfu ráðuneytisins er því
haldið fram að með þessu móti
verði tvöfalt meiri koltvísýringur
bundinn í jörðu á næstu árum en
með FutureGen-áætluninni í Ill-
inois. Það er sennilega rétt. Og
meiri binding koltvísýrings fljótt
er mikill kostur í núverandi stöðu
til að hægja á gróðurhúsaáhrif-
unum. En þessi leið felur ekki í
sér framleiðslu á vetni sem er for-
senda hinnar „endanlegu lausnar“
gróðurhúsavandans. Hinsvegar
kann sú aukna áhersla á bindingu
koltvísýrings í jörðu sem fylgir
leið orkuráðuneytisins að flýta
fyrir því að lausn finnist á því
vandamáli að binda koltvísýring-
inn, sem líka er forsenda hinnar
endanlegu lausnar. Leið orkuráðu-
neytisins nú um sinn þarf því ekki
að skaða verkefnið til lengri tíma
litið. Og það er út af fyrir sig
skiljanleg afstaða ráðuneytisins að
vilja leita samstarfs við jafn öfl-
ugan aðila og bandaríski raforku-
iðnaðurinn er og deila með honum
kostnaði af dýru verkefni.“
Baráttan heldur áfram
Michael J. Mudd, fram-
kvæmdastjóri FutureGen áætl-
unarinnar, sagði á fundi með einni
af undirnefndum öldungadeildar
Bandaríkjaþings 9. apríl síðastlið-
inn, að allar áætlanir, sem þingið
samþykkti í baráttunni gegn aukn-
um gróðurhúsaáhrifum, hlytu að
byggjast á förgun koltvísýrings.
Hann fullyrti að áformaðar breyt-
ingar orkuráðuneytisins myndu
seinka framförum á þessu sviði
um 5 ár eða meira.
Mudd benti á að helmingur alls
rafmagns í Bandaríkjunum væri
framleiddur með kolaorku og því
væri brýnt að tryggja að Mattoon-
orkuverið yrði að veruleika. Nið-
urstöður tilrauna og rannsókna
yrðu nýttar til þess að draga úr
kolamengun um allan heim þar
sem hér væri um samtök að ræða
sem ekki væru rekin í hagn-
aðarskyni, en að þeim standa fyr-
irtæki um allan heim.
heimskringla
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 31
Fyrir réttu ári eignaðist églitla stúlku og nú mun égeignast annað barn innanfárra vikna. Ég er því
nánast búin að vera barnshafandi
vel á annað ár. Til samanburðar má
geta þess að fílar ganga með í tutt-
ugu og tvo mánuði.
Mér hefur alltaf þótt svolítið
vænt um fíla en sér í lagi eftir að
hafa gengið í gegnum svo langa
meðgöngu sem raun ber vitni. Það
er fleira en lengd meðgöngunnar
sem ég á sameiginlegt með fílum
því ég kemst ekki orðið í neitt nema
umfangsmikinn fílgráan jogg-
inggalla sem alla jafna liggur sam-
anbrotinn neðst í skápnum og bíður
þess að ég fái föndurkast. Nú er
þetta minn daglegi einkennisbún-
ingur og ég tel víst að það væri auð-
velt að villast á mér og fíl og af
þeim sökum held ég mig mest inn-
andyra.
Náungi einn í borginni skaut
nefnilega fyrir nokkru fjallaljón
sem villtist inn í garðinn hans. Say
no more.
Ég keypti mér tískublað um dag-
inn og hef svolítið legið í því á milli
syfjukastanna. Ég fletti blaðinu aft-
ur og aftur af masókistískri duld og
velti því fyrir mér hvort ég muni
nokkurn tíma verða aftur kvenmað-
ur. Hvort ég komist nokkru sinni
aftur í gallabuxurnar mínar og
pæjubolina. Eða í bikíníið mitt án
þess að valda umhverfisslysi.
Að glápa á íturvaxin smábörn í
tískufatnaði gerir lítið fyrir sjálfs-
álitið því myndirnar greypast í
minnið og koma fram í hugann þeg-
ar síst skyldi. Sérstaklega á stund-
um eins og þeim er ég sit úrill á
rúmstokknum og þarf að biðja um
aðstoð við að klæða mig í sokka.
Það verður að segjast eins og er
að ég get eiginlega ekki beðið eftir
því að verða kona ,,einsömul“.
Fara EIN í bað. Fara EIN í
göngutúr. Fara EIN í fötin mín.
Ef ég ætti að líkja því að ganga
með barn við eitthvað þá dettur
mér helst í hug níu mánaða
tannrótarbólga. Og ég legg fæð á
kvenfólk sem hefur yndi af því að
ganga með börn. Konur sem segja:
,,Mér líður aldrei betur en á með-
göngunni.“ Hvað meina þær?
Ég legg líka fæð á kvenfólk sem
lítur vel út á meðgöngunni. Hvernig
fara þær að því?
Ég sef ekki dúr, mér er flökurt,
með stanslausan brjóstsviða, get
engan veginn staðið eða setið, get
ekki beygt mig eftir litla barninu án
þess að eiga það á hættu að kasta
upp yfir það. Það er ansi vandlifað
þessa dagana.
Ég hef einsett mér það þegar
þessari meðgöngu er lokið að ráða
mér útlitsfasista, þ.e.einkaþjálfara,
til að koma mér í samt lag aftur ef
það þá er nokkur vegur. Fara í
strangan megrunarkúr og nota öll
tiltæk Hollywoodráð til að verða
grindhoruð og vöðvastælt.
Í Hollywood kemur maður svo
sannarlega ekki að tómum kofanum
í þeim efnum. Hér er konur álitnar
feitar ef þær eru þyngri en fimmtíu
kíló, enda hverju orði sannara.
Kona sem er fimmtíu og tvö kíló er
akfeit, það sér hver heilvita maður.
Daglega eru fréttir af nýstár-
legum aðferðum við að koma sér í
form.
Pilates, Yoga og gamaldags lík-
amsrækt eru úreltar með öllu og
því nauðsynlegt að komast að hjá
þjálfara sem hefur fundið upp sitt
eigið töfrakerfi til að temja og stæla
skrokka. Því undarlegri aðferðir
sem þeir beita því ákjósanlegra
þykir að komast að hjá þeim.
Nýir megrunarkúrar spretta líka
upp eins og gorkúlur og nýjasta
æðið er að borða bara barnamat í
krukkum. Jenifer Aniston hefur víst
náð góðum árangri á því velgjulega
gumsi.
Skítt með bragðið og meltinguna,
ég læt mig bara hafa það, og ef
ekkert gengur þá eru það öll megr-
unarlyfin sem hægt er að komast
yfir ef maður hefur rétt sambönd.
Ég ætla að verða mér úti um þau
öll og gleypa þau saman og hvert í
sínu lagi, allt eftir geðþótta.
Skítt með innri manninn. Hann
getur beðið betri tíma.
Ég hef einsett mér að verða hel-
sjúk sál í handónýtum horuðum lík-
ama.
Meðgöngusturlun
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Reuters
Í ofurformi Heidi Klum, skrásett ofurfyrirsæta, var komin á dregilinn í
undirfatasýningu Victoria’s Secret aðeins nokkrum vikum eftir að hún
eignaðist barn haustið 2005.
HÁSKÓLANÁM
MEÐ VINNU
ÁHUGAVERT NÁM - STERKARI STAÐA - AUKIN FÆRNI
Kynningarfundur um háskólanám með vinnu verður
haldinn mánudaginn 5. maí kl. 16:30 í Ofanleiti 2,
3. hæð.
Háskólanám með vinnu (HMV) í viðskiptadeild HR er
góður valkostur fyrir fólk sem hefur reynslu úr
atvinnulífinu og vill stunda fullgilt nám í háskóla sam-
hliða vinnu.
Forstöðumaður BSc náms kynnir námið og fyrrverandi
nemendur miðla af reynslu sinni og svara spurningum.
Hægt er að velja um þessar leiðir í HMV
• BSc í viðskiptafræði (90 ein.)
• Fjármál og rekstur (diplóma)
• Stjórnun og starfsmannamál (diplóma)
• Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti (diplóma)
Nánari upplýsingar er að finna á www.hr.is/hmv