Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 35
Afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæð- isflokksins er að sumra mati ekki jafn skýr. Þá er vísað til vangaveltna hennar um stjórnarskrár- breytingar. Þorgerður Katrín hefur þó ekkert annað sagt, sem getur gefið tilefni til umræðna um, að hún hafi aðra skoðun á þessum málum en Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur. Það er augljóslega óþægilegt fyrir Sjálfstæð- isflokkinn hversu mikill stuðningur er við aðild að ESB og þó sérstaklega upptöku evru meðal at- vinnurekenda. Það á þó ekki við um sjávarútveg- inn, sem eftir sem áður er andvígur aðild að ESB enda gæti annað tæpast verið. Ekki vilja útgerð- armenn á Íslandi þurfa að reka erindi sín við emb- ættismenn í Brussel! Sá skoðanamunur, sem upp er kominn milli áhrifamanna í öðrum greinum atvinnulífsins og forystu Sjálfstæðisflokksins, kallar á frekari um- ræður milli þessara aðila. Ætla má að nánast allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með einni undantekningu, séu andvígir aðild að ESB. Þeir þurfa augljóslega að taka upp víðtæk skoð- anaskipti við aðila í atvinnulífinu um ágreinings- efni þeirra. Það versta sem fyrir Sjálfstæðisflokkinn getur komið er alvarlegur og djúpstæður ágreiningur um ESB. Innan flokksins hefur lengi verið skoð- anamunur um ESB en þó aldrei í svo ríkum mæli að valdið hafi alvarlegum vandræðum. Aðferðin til þess að fást við þann skoðanamun er ekki að láta sem hann sé ekki til heldur þvert á móti að ræða hann á vettvangi flokksins og rökin með og á móti aðild. Þetta er ekki í fyrsta sinn, að ágreiningur kem- ur upp innan Sjálfstæðisflokksins um samskipti við aðrar þjóðir, sem snerta viðskiptahagsmuni. Þegar aðild að EFTA var til umræðu óttuðust margir iðnrekendur um hagsmuni sína enda kom í ljós, að mörg iðnfyrirtæki lögðust af næstu árin í kjölfar aðildar að EFTA. Þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af skoðanamun á milli þeirra og forystu- manna í sumum greinum atvinnulífs mega þeir ekki láta það hafa of mikil áhrif á sig. Það er betra að hafa þá með sér en á móti sér en stundum verð- ur ekki hjá því komizt að skerist í odda. Veikleikinn í umræðum ESB-sinna nú er aug- ljóslega sá að þeir telja, að tímabundinn vandi í efnahagsmálum verði ekki leystur nema með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þetta er auðvitað grundvallarmisskilningur. Evrópusam- bandið sjálft og einstök aðildarríki þess eiga við margvíslegan vanda að etja í efnahagsmálum, sem veldur vaxandi misklíð á milli aðildarríkjanna. Jafnvel Hollendingar, sem lengi hafa verið hluti kjarnans í ESB, eru orðnir óánægðir með sinn hlut af ýmsum ástæðum, eins og m.a. kemur fram í nýjasta hefti brezka tímaritsins The Economist. Þeir telja, að ef hagsmunir smáríkja innan ESB rekast á sé smáríkjunum refsað. Ef hagsmunir stórþjóðanna innan ESB og bandalagsins sjálfs rekast á komi það niður á reglunum, sem til þess leiddu. Hér benda menn á vaxtalækkanir Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka og óbreytta stöðu stýrivaxta Seðlabanka Evrópu sem fordæmi fyrir okkur. Innan Evrópusambandsins eru áhrifamenn sem hafa lýst þeirri skoðun, að stýri- vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands séu til marks um að Íslendingar hafi kjark til óvinsælla en réttra ákvarðana, sem aðrir hafi ekki. Það er lykilatriði í þessum umræðum, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi skýra og afdráttarlausa stefnu í þessum mikilvæga máli. Fordæmið sem ber að varast er Íhaldsflokkurinn brezki. Hann hefur verið utangarðs í brezkum stjórnmálum í á annan áratug vegna ágreinings innan flokks um málefni ESB. Væntanlega leiða umræður innan Sjálfstæðisflokksins og þingflokksins til þess að enginn þurfi að velkjast í vafa um hver sú afstaða er. Hvað er að gerast í Framsóknarflokknum? S taðan í Framsóknarflokknum er áhugaverð. Guðni Ágústsson, for- maður flokksins, er andvígur aðild að ESB. Ræða hans á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag, laugar- dag, bendir hins vegar til þess að Guðni hafi áhyggjur af stöðu málsins innan flokks- ins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, er í beinni andstöðu við flokks- formanninn. Það kemur engum á óvart. Hins vegar þótti mönnum grein Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns flokksins hér í blaðinu fyrir skömmu forvitnileg. Hvað ætli valdi því, að Jón Sigurðsson gengur fram á vígvöllinn á nýjan leik eftir að hafa haft hægt um sig frá því að hann lét af formennsku? Er Halldór Ásgrímsson þar á ferð? Þegar Halldór Ásgrímsson var formaður Fram- sóknarflokksins og barðist leynt og ljóst fyrir að- ild að Evrópusambandinu var ljóst, að sú stefna hans mætti mikilli andstöðu meðal framsóknar- manna á landsbyggðinni. Þá var Guðni talsmaður þeirra. ESB-stefna Halldórs skipti Framsóknar- flokknum í tvær fylkingar. Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins náði ekki þeim árangri, sem hann stefndi að með þeirri stefnu. Til þessa dags hefur enginn stjórnmálaflokkur eða stjórnmála- foringi, sem gerzt hefur talsmaður þess að við göngum í Evrópusambandið náð árangri, þvert á móti. Ef framganga Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns Sigurðssonar nú er vísbending um að hinn gamli hópur Halldórs Ásgrímssonar innan flokksins sé lagður í nýja vegferð boðar það ekkert gott fyrir Framsóknarflokkinn. Hefur þessi hópur áhuga á að Framsóknarflokkurinn klofni? Hefur sami hóp- ur áhuga á að Guðna Ágústssyni mistakist að rífa Framsóknarflokkinn upp úr þeirri lægð, sem hann er í? Því er erfitt að trúa. Hitt er ljóst, að sú stund getur komið fyrir formann í flokki, að hann verður að berjast fyrir sannfæringu sinni og standa og falla með henni. Guðni Ágústsson stendur á þeim tímamótum á stjórnmálaferli sínum. Það þýðir ekkert fyrir hann að reyna að tala til beggja aðila eins og hann hafði tilhneigingu til að gera í ræðu sinni á miðstjórnarfundinum. Eina afleiðing þess er sú, að fólk finnur að flokkurinn er tvístígandi og veit ekki í hvora áttina hann á að stefna. Það kýs enginn tvístígandi flokk. Áhugaverð pólitísk staða S ú pólitíska staða sem upp er komin vegna umræðna um ESB er áhuga- verð. Hún reynir á forystumenn allra flokka. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og félagar hennar hafa lifað í þeim hugarheimi, að þau væru að ná nýrri fótfestu í stjórnmálum og komast í sóknarstöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Skoðanakönnun Gallup bendir til annars. Sjálfstæðismenn hafa verið fegnir því að þurfa ekki að ræða skoðanamun í þeirra röðum um ESB. En því tímabili er lokið. Um þetta mál þurfa að fara fram málefnalegar umræður innan Sjálfstæð- isflokksins. Framsóknarmenn horfa til beggja átta eins og stundum áður og kanna hvert vindurinn blæs. Vinstri grænir eru enn einu sinni að vinna sigra í skoðanakönnunum og nú er spurning, hvort þeim tekst að finna leið til þess að snúa slíkum sigri í einhvern pólitískan veruleika fyrir sig. Það er komið að ögurstund hjá öllum flokkum. Við slíkar aðstæður reynir á leiðtogana og í ljós kemur hverjir þeirra standa fyrir sínu. »Eini flokkurinn sem hefur tekið afdráttarlausa afstöðu meðaðild að Evrópusambandinu og upptöku evru er Samfylk- ingin. Það er nánast ómögulegt að komast að annarri nið- urstöðu en að sú yfirlýsta afstaða flokksins eigi hlut að máli í könnun Gallup. rbréf Morgunblaðið/Ómar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.