Morgunblaðið - 04.05.2008, Blaðsíða 35
Afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur,
menntamálaráðherra og varaformanns Sjálfstæð-
isflokksins er að sumra mati ekki jafn skýr. Þá er
vísað til vangaveltna hennar um stjórnarskrár-
breytingar. Þorgerður Katrín hefur þó ekkert
annað sagt, sem getur gefið tilefni til umræðna
um, að hún hafi aðra skoðun á þessum málum en
Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur.
Það er augljóslega óþægilegt fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn hversu mikill stuðningur er við aðild að
ESB og þó sérstaklega upptöku evru meðal at-
vinnurekenda. Það á þó ekki við um sjávarútveg-
inn, sem eftir sem áður er andvígur aðild að ESB
enda gæti annað tæpast verið. Ekki vilja útgerð-
armenn á Íslandi þurfa að reka erindi sín við emb-
ættismenn í Brussel!
Sá skoðanamunur, sem upp er kominn milli
áhrifamanna í öðrum greinum atvinnulífsins og
forystu Sjálfstæðisflokksins, kallar á frekari um-
ræður milli þessara aðila. Ætla má að nánast allir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega með
einni undantekningu, séu andvígir aðild að ESB.
Þeir þurfa augljóslega að taka upp víðtæk skoð-
anaskipti við aðila í atvinnulífinu um ágreinings-
efni þeirra.
Það versta sem fyrir Sjálfstæðisflokkinn getur
komið er alvarlegur og djúpstæður ágreiningur
um ESB. Innan flokksins hefur lengi verið skoð-
anamunur um ESB en þó aldrei í svo ríkum mæli
að valdið hafi alvarlegum vandræðum. Aðferðin til
þess að fást við þann skoðanamun er ekki að láta
sem hann sé ekki til heldur þvert á móti að ræða
hann á vettvangi flokksins og rökin með og á móti
aðild.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, að ágreiningur kem-
ur upp innan Sjálfstæðisflokksins um samskipti
við aðrar þjóðir, sem snerta viðskiptahagsmuni.
Þegar aðild að EFTA var til umræðu óttuðust
margir iðnrekendur um hagsmuni sína enda kom í
ljós, að mörg iðnfyrirtæki lögðust af næstu árin í
kjölfar aðildar að EFTA.
Þótt þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi
áhyggjur af skoðanamun á milli þeirra og forystu-
manna í sumum greinum atvinnulífs mega þeir
ekki láta það hafa of mikil áhrif á sig. Það er betra
að hafa þá með sér en á móti sér en stundum verð-
ur ekki hjá því komizt að skerist í odda.
Veikleikinn í umræðum ESB-sinna nú er aug-
ljóslega sá að þeir telja, að tímabundinn vandi í
efnahagsmálum verði ekki leystur nema með aðild
að Evrópusambandinu og upptöku evru. Þetta er
auðvitað grundvallarmisskilningur. Evrópusam-
bandið sjálft og einstök aðildarríki þess eiga við
margvíslegan vanda að etja í efnahagsmálum, sem
veldur vaxandi misklíð á milli aðildarríkjanna.
Jafnvel Hollendingar, sem lengi hafa verið hluti
kjarnans í ESB, eru orðnir óánægðir með sinn
hlut af ýmsum ástæðum, eins og m.a. kemur fram í
nýjasta hefti brezka tímaritsins The Economist.
Þeir telja, að ef hagsmunir smáríkja innan ESB
rekast á sé smáríkjunum refsað. Ef hagsmunir
stórþjóðanna innan ESB og bandalagsins sjálfs
rekast á komi það niður á reglunum, sem til þess
leiddu.
Hér benda menn á vaxtalækkanir Seðlabanka
Bandaríkjanna og Englandsbanka og óbreytta
stöðu stýrivaxta Seðlabanka Evrópu sem fordæmi
fyrir okkur. Innan Evrópusambandsins eru
áhrifamenn sem hafa lýst þeirri skoðun, að stýri-
vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands séu til marks
um að Íslendingar hafi kjark til óvinsælla en
réttra ákvarðana, sem aðrir hafi ekki.
Það er lykilatriði í þessum umræðum, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hafi skýra og afdráttarlausa
stefnu í þessum mikilvæga máli. Fordæmið sem
ber að varast er Íhaldsflokkurinn brezki. Hann
hefur verið utangarðs í brezkum stjórnmálum í á
annan áratug vegna ágreinings innan flokks um
málefni ESB. Væntanlega leiða umræður innan
Sjálfstæðisflokksins og þingflokksins til þess að
enginn þurfi að velkjast í vafa um hver sú afstaða
er.
Hvað er að gerast í
Framsóknarflokknum?
S
taðan í Framsóknarflokknum er
áhugaverð. Guðni Ágústsson, for-
maður flokksins, er andvígur aðild að
ESB. Ræða hans á miðstjórnarfundi
Framsóknarflokksins í dag, laugar-
dag, bendir hins vegar til þess að
Guðni hafi áhyggjur af stöðu málsins innan flokks-
ins. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Fram-
sóknarflokksins, er í beinni andstöðu við flokks-
formanninn. Það kemur engum á óvart. Hins
vegar þótti mönnum grein Jóns Sigurðssonar,
fyrrverandi formanns flokksins hér í blaðinu fyrir
skömmu forvitnileg. Hvað ætli valdi því, að Jón
Sigurðsson gengur fram á vígvöllinn á nýjan leik
eftir að hafa haft hægt um sig frá því að hann lét af
formennsku? Er Halldór Ásgrímsson þar á ferð?
Þegar Halldór Ásgrímsson var formaður Fram-
sóknarflokksins og barðist leynt og ljóst fyrir að-
ild að Evrópusambandinu var ljóst, að sú stefna
hans mætti mikilli andstöðu meðal framsóknar-
manna á landsbyggðinni. Þá var Guðni talsmaður
þeirra. ESB-stefna Halldórs skipti Framsóknar-
flokknum í tvær fylkingar. Fyrrverandi formaður
Framsóknarflokksins náði ekki þeim árangri, sem
hann stefndi að með þeirri stefnu. Til þessa dags
hefur enginn stjórnmálaflokkur eða stjórnmála-
foringi, sem gerzt hefur talsmaður þess að við
göngum í Evrópusambandið náð árangri, þvert á
móti.
Ef framganga Valgerðar Sverrisdóttur og Jóns
Sigurðssonar nú er vísbending um að hinn gamli
hópur Halldórs Ásgrímssonar innan flokksins sé
lagður í nýja vegferð boðar það ekkert gott fyrir
Framsóknarflokkinn. Hefur þessi hópur áhuga á
að Framsóknarflokkurinn klofni? Hefur sami hóp-
ur áhuga á að Guðna Ágústssyni mistakist að rífa
Framsóknarflokkinn upp úr þeirri lægð, sem hann
er í?
Því er erfitt að trúa. Hitt er ljóst, að sú stund
getur komið fyrir formann í flokki, að hann verður
að berjast fyrir sannfæringu sinni og standa og
falla með henni. Guðni Ágústsson stendur á þeim
tímamótum á stjórnmálaferli sínum. Það þýðir
ekkert fyrir hann að reyna að tala til beggja aðila
eins og hann hafði tilhneigingu til að gera í ræðu
sinni á miðstjórnarfundinum. Eina afleiðing þess
er sú, að fólk finnur að flokkurinn er tvístígandi og
veit ekki í hvora áttina hann á að stefna. Það kýs
enginn tvístígandi flokk.
Áhugaverð pólitísk staða
S
ú pólitíska staða sem upp er komin
vegna umræðna um ESB er áhuga-
verð. Hún reynir á forystumenn allra
flokka. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
og félagar hennar hafa lifað í þeim
hugarheimi, að þau væru að ná nýrri
fótfestu í stjórnmálum og komast í sóknarstöðu
gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Skoðanakönnun
Gallup bendir til annars.
Sjálfstæðismenn hafa verið fegnir því að þurfa
ekki að ræða skoðanamun í þeirra röðum um ESB.
En því tímabili er lokið. Um þetta mál þurfa að
fara fram málefnalegar umræður innan Sjálfstæð-
isflokksins.
Framsóknarmenn horfa til beggja átta eins og
stundum áður og kanna hvert vindurinn blæs.
Vinstri grænir eru enn einu sinni að vinna sigra
í skoðanakönnunum og nú er spurning, hvort þeim
tekst að finna leið til þess að snúa slíkum sigri í
einhvern pólitískan veruleika fyrir sig.
Það er komið að ögurstund hjá öllum flokkum.
Við slíkar aðstæður reynir á leiðtogana og í ljós
kemur hverjir þeirra standa fyrir sínu.
»Eini flokkurinn sem hefur tekið afdráttarlausa afstöðu meðaðild að Evrópusambandinu og upptöku evru er Samfylk-
ingin. Það er nánast ómögulegt að komast að annarri nið-
urstöðu en að sú yfirlýsta afstaða flokksins eigi hlut að máli í
könnun Gallup.
rbréf
Morgunblaðið/Ómar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 35