Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 36

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 36
36 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HRUN kommúnismans varð öll- um heiminum ljóst við fall Berl- ínarmúrsins. Sjálf Sovétríkin lið- uðust m.a.s. sundur. Tvíhyggja er okkur nærtæk. Við notum andstæð hugtök á borð við ljós og myrkur, dyggðir og lesti o.s.frv. um það sem við teljum gott eða illt. Ef við þykjumst vita í hverju hið illa felst ályktum við sjálfkrafa að hið góða felist í andstæðunni. Um þessar mundir eru um 30 ár síðan ný- frjálshyggjan tók að ryðja sér til rúms. Hugmyndin er að stofni til gömul og kemst öðru hvoru í tísku. Hún fékk byr undir báða vængi við fall Berlínarmúrsins. Frjálshyggjan varð kærkomin andstæða kommúnismans. Við lánsfjárkrepp- una hefur nú bæst ol- íukreppa á borð við þær sem við kynnt- umst 1973 og 1980. Kröpp efnahagslægð fer í hönd. Ekkert er séríslenskt við okkar aðstæður. Við höfum elt tískustrauma í hag- stjórn eins og aðrir og bætt gráu ofan á svart. Hin 250 ára gamla hugmynd Adams Smith um hina ósýnilegu hönd hins frjálsa mark- aðar var gerð að þungamiðju í hagstjórn. Ófrávíkjanlegur áskiln- aður gamla mannsins um að mark- aðir skuli vera í senn frjálsir og háðir góðu siðferði var ekki virtur. Þar liggur vandinn. Tvennt blasir við Sé litið til þróunar markaða víða um lönd er einkum tvennt sem blasir við: Annars vegar að þeir eru sífellt að verða ófrjálsari. Sam- þjöppun, fákeppni og markaðsráðandi staða er áberandi. Yfirvöld samþykkja samruna með skilyrðum í stað þess að synja. Reynsl- an sýnir að þrátt fyrir tilsjón hins opinbera þróast markaðir í átt til einokunar, því stjórn á verðlagi er ábatasöm. Með verald- arvæðingunni hefur vandamálið færst upp á alþjóðlegt svið. Hins vegar sjáum við að spákaupmennska hvers konar, sum sið- ferðilega vafasöm, vex ört, einkum fyrir milli- göngu banka. Einnig á því sviði eru helstu markaðir alþjóðlega tengdir. Síðustu árin höfum við séð verðból- ur, bæði á mörkuðum með hlutabréf og fast- eignir, víða um lönd. Þær leiða til þess að tiltölulega fáir fjár- sterkir og í forréttindaaðstöðu ná að raka til sín óheyrilegum gróða. Fjöldinn, sem jafnan kaupir og sel- ur of seint, tapar og situr eftir með skertan fjárhag. Fólk er fé- flett fyrir milligöngu bankans síns. Afleiðingin er eignatilfærsla, sam- þjöppun auðs og aukin misskipt- ing. Fjölmargar fjölskyldur verða fyrir barðinu á þessu. Stórir hópar eignalítilla verða til. Sagan sýnir að slíkt hefur orðið orsök fé- lagslegs óróa, leitt til átaka og jafnvel blóðugra byltinga. Af- skiptaleysi leiðir ekki sjálfkrafa til friðar og framfara. Frjálshyggjan er hugsanlega að bregðast, frjáls- hyggjumennirnir hafa a.m.k. ekki tryggt frelsi markaða og gott sið- ferði. Samþjöppun auðs Talið er að 1% af mannfjöld- anum í Bandaríkjunum (BNA) ráði yfir nærri 40% af auðnum. Í Bret- landi er talið að 1% ráði yfir þriðj- ungi auðsins. Tölur vantar fyrir Ís- land. Bandarískir neytendur hafa verið drifhjól hagkerfa heimsins. Nú kann eftirspurn þessa hóps að bresta. Hann berst við að greiða vexti af gríðarlegum skuldum. Þeir sem fá þær greiðslur tilheyra þessum 1% hópi, sem ekki getur með nokkru móti ráðstafað geysi- háum tekjum sínum aftur út í hag- kerfið. Vegna hækkandi mat- vælaverðs sverfur nú hungur að stórum hópum sem áður höfðu til hnífs og skeiðar. Korn er samt notað til að framleiða eldsneyti. BNA, Evrópa og Japan eru ekki einu stóru hagkerfin lengur. Bras- ilía, Rússland, Indland og Kína, eru farin að skipta miklu máli. Öll eiga þau það sameiginlegt með BNA að líta svo á að velferð náist helst með sem mestum hagvexti. Ekki sé unnt að tryggja velferð einstakra þegna í samfélagi hundr- aða milljóna manna, þeir verði að bjarga sér sjálfir þegar sverfur að. Síðustu árin höfum við keppt við önnur lönd í skattalækkunum. Við verðum að vera samkeppnisfær um auðmennina, fyrst við bjuggum þá til. Eignarskattur var afnuminn, erfðafjárskattur næstum alveg, há- tekjuskattur er úr sögunni og skattur af fjármagnstekjum sá lægsti sem þekkist á okkar slóð- um. Auðmennirnir þakka fyrir sig með því að innleysa söluhagnað sinn í Lúxemborg, til að koma honum undan tíund. Sjaldan launa kálfar ofeldi. Enn er samt talað um skattalækkanir sem kjarabót handa kjósendum. Hafa menn tap- að glórunni? Frjálshyggjumenn telja sjálfum sér trú um að efnahagsvandinn sé ,,lausafjárkrísa“ og að nóg sé að prenta meiri peninga. Vandinn er miklu víðtækari og alvarlegri. Þeg- ar verðbólur tóku að myndast á sama tíma víða um heim, 2003-4, nokkuð sem ekki hefur gerst síðan frjálshyggjan reið síðast húsum fyrir 1930, vöruðu menn við. Bók- stafstrú á afskiptaleysi í hagstjórn varð til þess að ráðamenn skelltu við skollaeyrum. Á næstu árum mun óhjákvæmilega koma til upp- gjörs við frjálshyggjuna. Hún er ekki gallalaus frekar en aðrar stefnur. Þó að ,,moðið á miðjunni“ sé leiðinlegt er líklega skásti kost- urinn að rifja upp gamlar og þaul- prófaðar hugmyndir um meðalveg hins blandaða hagkerfis. Hér á landi getum við ekki leyft okkur að láta þá sem verða undir éta það sem úti frýs. Við eigum ekki að apa tísku í hagstjórn upp eftir stórþjóðum heldur láta mannúð og skynsemi ráða. Hagstjórn þarf að miða við velferð fjöldans. Er frjálshyggjan að bregðast? Ragnar Önundarson skrifar um hagstjórn » Fólk er fé- flett fyrir milligöngu bankans síns. Afleiðingin er eignatilfærsla, samþjöppun auðs og aukin misskipting. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur, bankamaður og fjármálaráðgjafi. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Stórglæsileg 5 herb., 232 fm íbúð á 6. og efstu hæð í fallegu lyftuhúsi. Aðeins 2 íbúðir eru á hæð. Eignin skiptist m.a. í 2 svefnherb., 3 stofur., eldhús, baðherb. og gestasn. Tvenn- ar yfirbyggðar svalir með glæsilegu útsýni. Í bílag. fylgja 2 sérmerkt stæði. 7518 Kirkjusandur - glæsileg íbúð Um er að ræða þrílyft, 185,4 fm parhús á hornlóð. Á miðhæð er forstofa, snyrting, lítið fataherbergi, hol, stofa og eldhús. Á efri hæð eru þrjú herb., og baðherb. Í kjallara eru tvö herb., geymsla, baðherb., og þvottahús. Búið er að endurnýja allar lagnir í húsinu þ.e. nýtt rafmagn og rafmagnstafla, nýjar vatnslagnir og ofnar og nýtt skólp. Einnig er búið að skipta um glugga og allt gler í húsinu og endurnýja útihurðir. Þakjárn og -pappi er endur- nýjað sem og þakrennur og niðurföll. Innréttingar eru allar nýjar svo og hurðir, gólfefni og tæki. V. 74,9 m. 7544 Hávallagata - glæsilega endurnýjað Flétturimi - glæsileg íbúð Falleg og nýstandsett, 5 herbergja, 124,1 fm íbúð á 1. hæð með um 50 fm sólpalli og sér- stæði í bílskýli. Íbúðin skiptist m.a. í stofu og fjögur svefnherbergi. Sérþvottahús í íbúð. V. 32,5 m. 7530 Kambasel - endaraðhús í botn- langa Glæsilegt og vel staðsett 180,3 fm endaraðhús með innb bílskúr. Eignin skiptist m.a. í 4 svefnh., baðherb., gest- asn., 3 stofur, eldhús, þvottah. og fl. V. 47,0 m. 7528 Garðhús - hagstæð áhv. lán Falleg og vel skipulögð, 138,3 fm, 4ra herb. íbúð á 2. hæð m. fullbúnum bílskúr í litlu fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Eignin skipt- ist m.a. í forstofu, 3 svefnh., eldhús, stóra stofu, þvottah., og baðh. Nánari uppl veit- ir Heiðar Birnir sölumaður í síma 824- 9092. V. 28,7 m. 7451 Bogahlíð - íbúðarherb. í kjallara Falleg og virðuleg ca 160 fm íbúð á 3. hæð í 6 íbúða húsi með fallegu útsýni. 2 íbúðir eru á hæð. Eignin skiptist í gang og hol, þrjú svefnh., 2 stofur, gestasn., stórt eldh., og baðh. Í kjallara er íbúðarh., með glugga og aðgangi að snyrtingu og góðar geymslur. 2 svalir. Örstutt er í leik-, grunn-, framhalds- og háskóla. V. 31,0 m. Kársnesbraut - með bílskúr Góð 83,6 fm, 3ja herb íbúð á 2. hæð í litlu fjöl- býli. Auk þess fylgir 24,4 fm bílskúr. Sam- tals 107 fm. Sérþvottahús í íbúð. Svalir til vesturs út af stofu. Fallegt útsýni. V. 24,5 m. 7527 Birkiholt - Álftanes Falleg 76,3 fer- metra, 2ja herbergja íbúð með sérinngang á efstu hæð í nýju, viðhaldslitlu fjölbýli við Birkiholti númer 5 á Álftanesi. Eignin skipt- ist í forstofu, gang, hjónaherbergi, bað- herbergi, eldhús, stofu, þvottahús og geymslu. V. 19,5 m. 7456 Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600 Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali storeign.is Fax 535 1009 Fasteignasala . Atvinnuhúsnæði . Lágmúli 7 . 108 Rvk. Klapparstígur 38 – gott tækifæri Nánari upplýsingar á skrifstofu Stóreignar – Lágmúla 7 Til leigu/sölu, er fasteignin Klapparstígur 39, 101-Reykjavík. Í húsinu hefur verið rekið veitingahús um margra ára bil með góðum árangri, eigninni fylgir frábær útiað- staða í yfirbyggðum garði og íbúð/skrifstofur/starfsmannaaðstaða í risi hússins. Fasteignin hefur öll verið endurnýjuð og tilbúin til rekstrar. Eignin afhendist strax. Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600 Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali storeign.is Fax 535 1009 Fasteignasala . Atvinnuhúsnæði . Lágmúli 7 . 108 Rvk. Funahöfði – Hvaleyrarbraut Lager/Geymsluhúsnæði Til leigu eru eftirtalin húsnæði á Funahöfða 19, kjallara. 200 fermetra húsnæði 110 fermetra húsnæði 95 fermetra húsnæði Snyrtileg og góð fasteign með möguleika á að setja 40 fm gám á lóðina. Lengd leigutíma er samkvæmt nánara samkomulagi en til greina kemur skammtíma leigusamningar. Til leigu eftirtalin húsnæði við Hvaleyrarbraut 4-6 130 fermetra húsnæði 200 fermetra húsnæði Húsið er nýuppgert og með góðri aðkomu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stóreignar – Lágmúla 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.