Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 39

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 39 KONURNAR okkar eru alltaf að segja okkur eiginmönnunum frá sjálfshjálparbókum sem þær hafa lesið. Það virðist vera til ótrúlegur fjöldi bóka á þessu sviði sem fjalla um samskipti kynjanna, samskipti hjóna og reyndar flest svið daglegs lífs. Hvað hjónabandið varðar sýnist mér að lausn sjálfshjálparbókanna sé tiltölulega einföld: Allra best er að leyfa konunum að ráða sem mestu. Þá verður hjónabandið farsælt. Engri sjálfshjálp- arbók hef ég kynnst þar sem konum er ráðlagt að leyfa körlunum að ráða sem mestu og að það muni tryggja góða endingu hjónabandsins. En þótt gera megi grín að sjálfs- hjálparbókum þá er nú sannleik- urinn sá að þær geta að mörgu leyti verið gagnlegar og eflaust komið ýmsum vel að kynna sér efni þeirra. Þær bestu eru skrifaðar af reynslumiklu og frjóu fólki sem þekkir vel þau vandamál sem upp koma og geta gefið góð ráð. En hvernig skyldi nú fólk hafa farið að áður fyrr, þegar engar voru sjálfshjálparbækurnar? Ég var að lesa skáldsöguna Önnu Kar- eninu eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoi sem hann skrifaði á ár- unum 1875–1877. Þar dett ég allt í einu niður á stuttan kafla (5. þáttur, XIV. kafli) þar sem höf- undur lýsir afstöðu að- alpersónunnar Ljovins til hjónabandsins, en þá var hann búinn að vera þrjá mánuði í hjónabandi. Á fjórum blaðsíðum lýsir höf- undur reynslu karl- manns af fyrstu þrem- ur mánuðunum í hjónabandi, árekstr- unum við eiginkonuna, sáttum þeirra og síðan niðurstöðu eiginmannsins af öllu saman. Þetta er snilldarlegur kafli og gefur nýjustu sjálfshjálp- arbókum ekkert eftir. Þessi skáldsaga hefst reyndar á þessum ógleymanlegu orðum: „All- ar hamingjusamar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óham- ingjusöm fjölskylda er jafnan ógæfusöm á sinn sérstaka hátt.“ Niðurstaða mín er sú að áður fyrr hafi fólk lesið bókmenntir ekki einungis sér til afþreyingar, heldur einnig til að njóta þeirrar dýptar og hollráða sem finna má í góðum skáldskap. Kannski má líkja sjálfs- hjálparbókum nútímans við vítam- ín og önnur fjörefni og góðum skáldskap við holla og bragðgóða máltíð. Maður fær kannski öll nauðsynleg efni með því að taka pillur, en mikið er nú skemmti- legra að neyta þeirra með því að borða góðan mat. Á sama hátt má segja að lesendur sjálfshjálp- arbóka fái öll þau ráð sem þeir þurfa á að halda með því að lesa sjálfshjálparbókmenntir, en mikið er nú skemmtilegra að fá þau við lestur góðra bókmennta, hvort sem lesinn er rússneskur rithöfundur frá 19. öld eða einhver af samtíð- armönnum okkar. Einar Örn Thorlacius Rússneskar bókmenntir og sjálfshjálparbækur Einar Örn Thorlacius fjallar um sjálfshjálparbókmenntir og aðrar bókmenntir » „Allar hamingju- samar fjölskyldur eru hver annarri líkar, en óhamingjusöm fjöl- skylda er jafnan ógæfu- söm á sinn sérstaka hátt.“ Einar Örn Thorlacius Höfundur er áhugamaður um bók- menntir. Bergstaðastræti 9A – 101 Rvk. Opið hús í dag milli kl. 14:00 og 16:00 Berg fasteignasala, Bolholt 4 Sími 588 5530 • Netfang: berg@berg.is Pétur Pétursson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Sjarmerandi 91 fm íbúð á neðstu hæð með sérinngangi. Íbúðin skiptist í 2-3 svefnherbergi, endurnýjað baðherber- gi, fallegt eldhús og rúmgóða stofu. Stór garður í góðri rækt. Um er að ræða bjarta og fallega íbúð sem er laus við kaupsamning. V. 25,9 Áhugasamir velkomnir. M b l 1 00 00 40 6 Frá kl: 14:00 - 16:00 Háteigsvegur 3 - 105 Reykjavík Glæsilegar, bjartar og vel skipulagðar nýjar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í endurbyggðu 13 íbúða lyftuhúsi. Afhending við kaupsamning. Verð frá 26,9 mkr. Frá kl: 16:30 - 17:00 Hrauntunga 6 - 220 Hafnarfirði Snyrtilegt, 303 fm. 6 herb. einbýlishús í Hrauntungunni. Húsið er vel skipulagt með nýuppgerðu og glæsilegu eldhúsi. Verð: 63,7 mkr. Fannafold 157 Opið hús í dag, sunnud., kl. 14:00-15:00 Fallegt og vel skipulagt 4ra herbergja 154,7 fm par- hús með innbyggðum bílskúr í grónu hverfi í Grafar- vogi. Húsið er bjart og vel skipulagt. Forstofan er flísalögð með skápum. Eldhús, stofa og borðstofa sem eru í stóru og opnu rými með mikilli lofthæð eru með eikar parketi á gólfum. Eldhúsinnrétting er hvít sprautulökkuð með innfelldum tækjum, ásamt góðu vinnuborði úr granít með háf yfir. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa, baðkari og góðri baðinnréttingu. 3 svefnherbergi innaf gangi eru parketlögð og með góðum skápum í hjónaherbergi. Þvottahús er rúmgott með hillum og þaðan er innan- gengt í bílskúr þar sem búið er að útbúa sér herbergi. Góður garður með verönd í suður. Lúmex lýsing í húsinu. Mjög góð eign. Verð 51,9 millj. Júlíus 823-2600 tekur á móti áhugasömum. Sími 534 8300 • Kirkjustétt 4 • 113 Reykjavík • www.storborg.is • storborg@storborg.is Traustir kaupendur óska eftir u.þ.b. 250 fm einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast M bl 9 92 80 6 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Ég sendi Mbl. bréf sem ég skrifaði til The Guardian vegna greinar David Teather nýverið um al- þjóðakælinguna og efnahags- ástandið á Íslandi. Þetta var nákvæm lýsing á efna- hagsástandinu á eyjunni, um sama kalda blæinn og nú veitir bönkum Stóra-Bretlands möguleika á að breyta skuldum sínum í rík- isskuldabréf á lægri vöxtum. Það er áhugavert að fylgjast með því, hvernig víkingarnir mæta erf- iðleikum á borð við hækkandi lána- kostnað, gengislækkun, aukna verð- bólgu og hrun á verðbréfamörkuðum. Það verður spennandi að sjá, hvaða aðgerðum Íslendingar beita til úrlausnar, sem aðrir gætu jafnvel lært af. Umræðan á Íslandi dafnar um það hvað Evrólandið býður eða býður ekki upp á og hvort Íslend- ingum sé betur borgið með evru í stað íslensku krónunnar. En ekkert er nýtt undir sólinni. Árið 1984 var verðbólgan rúmlega 100% og ríkisstjórnin skar burtu tvö núll af gjaldmiðlinum. (Ég man eftir því, þegar konan mín og ég keyptum húsgögn í IKEA sem hafði nýlega verið opnað í Reykja- vík. Við keyptum fyrir rúma eina milljón króna og „sprengdum“ kassann sem einungis gat reiknað upp að 999.999,00 krónum). Á sama tíma fóru lánsvextir yfir 40%, skatt- ur á fyrirtæki var yfir 50%, krónan sökk eins og steinn og efnahag- urinn byggði alfarið á fáeinum vörum framleiddum af fátækum bændum og fiskimönnum. Eftir þetta hefur grundvöllur efnahagslífsins stöðugt farið vax- andi og við hafa bætst ál, ferðaiðn- aður og alþjóðleg fjármála- starfsemi. Í mörg ár hefur Ísland verið númer eitt í samkeppnishæfni í Evrópu, boðið upp á hæsta lífs- standard í heimi (SÞ), fyrirtækja- skattur er kominn niður í 15%, arfs- og fasteignaskattar hafa verið afnumdir og fjármagnsskattur er niðri í 10%. Einföldun kerfisins hef- ur aukið frjálsa hreyfingu fjár- magns, fólks, vöru og þjónustu og gert Ísland að alþjóðaþátttakanda á fjármálamörkuðum. Ísland á í dag tvo af tíu stærstu viðskiptabönkum Norðurlanda, hefur safnað gríð- arlegum fjármunum í ellilífeyr- issjóði og sum af börnum fátæku sjómannanna og bændanna eru nú með á listum yfir ríkasta fólk í heimi. Stundum enda tilraunir til að útskýra þessa þróun fyrir útlend- ingum með fullyrðingu um, að allir Íslendingar eigi peningaprentvél í kjallaranum! Ísland hefur þegar uppskorið þau markmið sem Evrópusambandið setur fram í Lissabonáætluninni, þ.e.a.s. að verða að samkeppnishæf- asta svæði heims. Íslenska form- úlan hefur sýnt, hvað lítið land með einungis 300 000 íbúa getur afrek- að, þegar fólki og fjármagni er gef- ið frelsi til að vinna fyrir sig sjálft. Davíð Oddsson, núverandi seðla- bankastjóri á Íslandi, líkti ástand- inu við það þegar kúm er sleppt frjálsum á túnið á vorin eftir vetr- arsetu innanhúss. Frelsi heitir leyndarmálið, sem leysir sköpunarmátt framfara úr læðingi og hefur gefið fátækri þjóð kraftinn að verða ein af auðugustu þjóðum heims. Og allt þetta gerðist án nokk- urrar „aðstoðar“ Evrópusambands- ins eða evrunnar. Engin furða að ESB vilji fá Ís- land sem meðlim! GÚSTAF SKÚLASON, Polhemsvägen 47, 191 34 Sollentuna, Svíþjóð. Evrópusambandið ætti að nota íslensku formúluna Frá Gústafi Skúlásyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.