Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 40

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 40
40 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Vorum að fá í sölu þetta skemmtilega einbýli sem er sérlega vel staðsett í Þingholtunum. Húsið er alls með þrem herbergjum og þar af tvö í risinu. Húsinu hefur verið vel við haldið, m.a. upprunalegar gólffjalir o.fl. Verð 33 millj. Urðarstígur - Þingholtin Glæsilegt hús á tveimur hæðum á góðum stað í Kópavogi. Fjög- ur svenherbergi eru í húsinu og stór og björt stofa með frábæru útsýni. Tvær góðar afgirtar timburverandir á framlóð og baklóð. Góður bílskúr fylgir. Verð 55 millj. Skipti möguleg á minni eign í hverfinu. Haukalind raðhús með bílskúr Stílhrein og falleg efri sérhæð og bílskúr í reisulegu tvíbýlishúsi á þessum vinsæla stað í „litla Skerjó". Björt og góð stofa og 2-3 herbergi. Frístandandi bílskúr fylgir. Verð nú 34,9 millj. Þjórsárgata í Skerjafirði Vönduð og vel skipulögð 110 fm íbúð á 3. hæð og stæði í bíl- skýli. Fjögur stór svefnherbergi, vestursvalir. Parket og flísar á gólfi. Nýlegt baðherberig og eldhús. Stigagangur nýlega endur- bættur og húsið klætt að utan. V. 24,0 millj. Engjasel útsýni - stæði í bílskýli Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600 Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali storeign.is Fax 535 1009 Fasteignasala . Atvinnuhúsnæði . Lágmúli 7 . 108 Rvk. Höfum til leigu 2 og 3 herbergja í búðir í glæsilegri byggingu við bakka Thamesár, stutt frá London Eye og Big Ben. Íbúðirnar eru með bílageymslu og fullbúnar húsgögnum, óski leigutaki þess. Lágmarksleigutími er 3 mánuðir. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stóreignar – Lágmúla 7 London – flottar leiguíbúðir JÓN Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, skrif- aði grein í Morgunblaðið sl. þriðju- dag þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að nú sé tími til kominn að Ís- land sæki um aðild að Evrópusam- bandinu. Í greininni víkur Jón meðal ann- ars að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB og segir að for- sendur hennar eigi ekki við á Íslands- miðum. Við þessa fullyrð- ingu Jóns Sigurðs- sonar er ástæða til að gera alvarlega at- hugasemd, enda vand- séð að hún eigi við rök að styðjast. Íslend- ingar yrðu bundnir af sjávarútvegsstefnu ESB við aðild. Það er ekki langt síðan samin voru drög að nýrri stjórnarskrá ESB og var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslna um hana í flestum aðildarríkjum þess. Sú stefnumörkun ESB um sjáv- arútvegsmál sem fram kom í hinni nýju stjórnarskrá var alveg skýr: Sjávarútvegsstefnan skyldi vera sameiginleg fyrir öll aðildarríkin, stjórn fiskveiða skyldi vera á hendi ESB, en ekki aðildarríkjanna, og meginreglur þess efnis skyldu lög- festar í stjórnarskrá. Ákvæði stjórnarskrár geyma grundvallarlög sem almenn lög mega ekki brjóta í bága við. Sú meg- inregla gildir jafnt um stjórnarskrá Íslands og stjórnarskrár annarra ríkja. Sú réttarskipan sem kveðið er á um í stjórnarskrá á við um alla þá sem undir hana heyra. Það dettur til dæmis engum í hug að jafnræð- isregla 65. gr. íslensku stjórn- arskrárinnar nái til ákveðins hóps einstaklinga í okkar samfélagi en ekki til annarra. Það dettur heldur engum í hug að tjáningarfrels- isákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar tryggi sumum rétt til að láta í ljós skoðanir sínar og sannfæringu en ekki öðrum. Ákvæði stjórnarskrár- innar kveður með öðrum orðum á um þá réttarskipan sem við höfum komið okkur saman um að fylgja og sömu réttindi og sömu skyldur fyrir alla borgara. Um þessi grundvallaratriði hygg ég að þurfi ekki að deila. Þau drög að stjórn- arskrá ESB, sem hér hefur verið vísað til, voru felld í þjóð- aratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakk- landi. Í kjölfarið hvarf stjórnarskráin af yf- irborði jarðar, en hefur nú skotið upp kollinum á nýjan leik. Nú í formi fjölda samninga, sem ekki munu verða lagðir fyrir íbúa sambandsins og verða vafalítið að lögum án þeirra vitundar. En efnisatriði þessara samninga eru í öllum grundvall- aratriðum þau sömu og stjórn- arskrárinnar sem hafnað var. Í þeim verður endanlega staðfest, að stjórn sjávarauðlinda verður á valdi ESB, en ekki aðildarríkja þess, og rétt- aráhrif þeirra fyrir aðildarríkin verða þau sömu. Í ljósi þessara staðreynda vekur það furðu mína að fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, Jón Sigurðsson, skuli í grein sinni slá því föstu að forsendur sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB muni ekki eiga við á Íslandsmiðum gerist Ís- land aðili að sambandinu. Öll aðild- arríki ESB munu þurfa að beygja sig undir þær grundvallarreglur sem sambandið byggist á og starfar eftir. Annaðhvort eru ríkin hluti af sambandinu eða ekki með þeim kostum og göllum sem aðild fylgir. Að mínu mati halda fullyrðingar Jóns Sigurðssonar ekki vatni, enda er ekkert sem bendir til þess að þær eigi við rök að styðjast. Fram til þessa hefur engin þjóð fengið var- anlega undanþágu frá hinni sameig- inlegu sjávarútvegsstefnu ESB. Eðlilega hafa þjóðir fengið tíma- bundinn frest til að laga sig að ýms- um grundvallarreglum sem gilda innan ESB, en ekki undanþágu til frambúðar. Og það er ekkert sem bendir til að annað verði uppi á ten- ingnum í tilviki Íslands verði sótt um aðild að sambandinu. Það er mikilvægt að upplýst, for- dómalaus og yfirveguð umræða um Evrópumál fari fram hér á landi á grundvelli þeirra staðreynda sem fyrir liggja. Sú umræða má hins veg- ar ekki stjórnast af óraunhæfri ósk- hyggju og fullyrðingum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Óskhyggja Jóns Sigurðssonar Sigurður Kári Kristjánsson skrifar um Evrópumál »Umræða um Evr-ópumál má hins veg- ar ekki stjórnast af óraunhæfri óskhyggju og fullyrðingum sem ekki eiga sér stoð í raun- veruleikanum. Sigurður Kári Kristjánsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík og varafor- maður Heimssýnar, hreyfingar sjálf- stæðissinna í Evrópumálum. MEÐ festu, hóg- værð og einstæðri samstöðu tókst hjúkr- unarfræðingum á svæfinga- og skurð- deild Landspítalans að brjóta á bak aftur hroka heilbrigð- isráðherra og vald- beitingu stjórnenda spítalans. Hér áttu hlut að máli hjúkrunar- fræðingar, konur með áratuga starfstíma að baki. Það dylst engum hversu freklega þeim hafði verið misboðið er þær reyndust reiðubúnar með uppsögn sinni að fórna persónulegum áunn- um réttindum fyrir sannfæringu sína og verja virðingu fyrir starf- inu. Þjóðinni er létt í bili hvað þennan þátt varðar, þökk sé hjúkr- unarfræðingum. Landspítalinn í herkví heilbrigð- isráðherra Ljóst er að Land- spítalinn er í stjórn- unarlegri herkví heilbrigðisráðherra sem sýnir fádæma hroka gagnvart starfs- fólki heilbrigðisþjón- ustunnar. Stjórnleysi Land- spítalans hefur komið mjög greinilega í ljós á síðustu vikum eftir að forstjórinn Magnús Pétursson var látinn fara. Hann tók að gagnrýna niðurskurðinn á fjárveitingum til spítalans og þótti þvælast um of fyrir einkavæðingunni sem ráð- herrann boðar. Settir voru tveir valdalausir stjórnendur yfir Land- spítalann til bráðbirgða. Það hefur aldrei þótt gæfulegt að vera með tvo bráðabirgða skip- stjóra á sömu skútu þar sem hvor- ugur ræður, enda höfðu hjúkr- unarfræðingar lýst fullkomnu vantrausti á þá sem viðsemjendur. Forstjóra strax! Maður hlýtur að spyrja hvers vegna ekki sé ráðinn forstjóri strax að þessu lífakkeri heilbrigðisþjón- ustu landsmanna. Hvers vegna á að draga það fram á haust og viðhalda stjórnleysinu? Er markvisst verið að sverta opinbera heilbrigðisþjón- ustu og skapa þar glundroða til að búa í haginn fyrir einkavæðingu? Ljótur leikur það. Formaður tilsjónarnefndar ráð- herra, Vilhjálmur Egilsson, lýsti af einlægni þessum áformum í frétt- um nýlega: Að breyta Landspít- alanum í hlutafélag og einkavæða starfsemina. Þótt ein orrusta sé unnin í bili er stríðinu ekki lokið. Baráttan gegn sveltistefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart heilbrigðisþjónustu landsmanna heldur áfram. Góður sigur hjúkrunarfræðinga á svæf- inga- og skurðstofu Landspítalans gefur byr í seglin og er öðrum for- dæmi í baráttunni sem fram undan er. Sigur samstöðunnar Jón Bjarnason skrifar um kjarabaráttu hjúkrunarfræð- inga á Landspítala » Góður sigur hjúkr-unarfræðinga á svæfinga- og skurðstofu Landspítalans gefur byr í seglin og er öðrum for- dæmi í baráttunni sem fram undan er. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.