Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 42

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 42
42 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Una SigríðurÁsmundsdóttir fæddist á Teiga- gerðisklöpp við Reyðarfjörð 16. júní 1927. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 4. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ásmundur Sigurðs- son, f. 18. mars 1901, d. 7. júní 1949, og N. Jóhanna Ól- sen, f. 5. nóv. 1903, d. 18. júlí 1989. Systkini Unu eru Jens, f. 18. mars 1929, Þórdís, f. 1. október 1930 og Ragnheiður, f. 6. september 1943. Una giftist 30. desember 1945 Páli Ágústi Jónssyni frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, f. 9. sept- ember 1921, d. 13. febrúar 1995. Þau eignuðust 9 börn, þau eru : 1) og Guðrún. 8) Hólmfríður, f. 6. des. 1961, gift Svavari Ottóssyni, börn þeirra eru Sindri og Rut. 9) Haraldur, f. 30. júlí 1965, sam- býliskona Sigríður Þórarinsdóttir, börn hans eru Sigurbjartur og Sandra Huld. Una var til heimilis að Norð- urgötu 5 Siglufirði. Hún stundaði nám við barna- og unglingaskóla Reyðarfjarðar, lauk prófi frá hús- mæðraskólanum frá Löngumýri í Skagafirði 1945, flutti til Siglu- fjarðar og vann þar m.a. í mötu- neyti kúabúsins að Hóli, við síld- arsöltun á sumrin, rak pylsuvagn með manni sínum og ráku þau Hótel Höfn frá árunum 1958 til 1968, hún vann í Sigló síld og svo að lokum í matvöruverslun útibús KEA í tæp fimmtán ár. Útför Unu fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju 19. apríl í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásmundur, f. 20. ágúst 1943, kvæntur Elísabetu Sigurð- ardóttur, börn þeirra eru Karl, Una Sigríð- ur, Sigurður Páll og Ásmundur. 2) Jón Hólm, f. 20. júní 1946, sonur hans Páll Ágúst. 3) Róbert, f. 2. júní 1947. 4) Anna, f. 5. janúar 1949, börn hennar eru Guðný Þórey, Díana Ósk, Barbara Hafey og Árni Páll. 5) Jóhanna Sigríður, f. 7. nóvember 1952, son- ur hennar er Ólafur Ingi. 6) Birg- itta, f. 24. ágúst 1953, gift Þórði Georg Andersen, dætur þeirra eru Katrín Sif og Vigdís Rut. 7) Pálína, f. 1. október 1959, maður hennar er Kristján Flóvent Har- aldsson, börn þeirra eru Kristján Elsku langamma. Þegar ég hugsa til þín þá fyllist ég af sorg og söknuði en einnig ólýsanlegri hlýju. Þær stundir sem við höfum átt saman eru mér ómetanlega verðmætar. Þegar við dönsuðum og sungum saman í eldhúsinu á Norðurgötunni, það er minning sem er mér mjög ofarlega í huga. Þú varst svo sæt og fín í fallega blómakjólnum þínum. Það er mér einnig ómögulegt að gleyma hversu óteljandi sögur þú sagðir og fannst mér þú vita allt. Tala nú ekki um öll ljóðin og söngv- ana sem þú þuldir upp fyrir mig og hin barnabarnabörnin, það var nú gaman hjá okkur þá. Ég sakna þín mikið og mun aldrei gleyma þér en ég veit að þú ert hjá Guði nú því það verðskuldar þú og gleður það mitt litla hjarta. Langamma, ég elska þig. Ástarkveðja, Sunneva Smáradóttir. Það er meira af vilja en mætti að ég skrifa fáein kveðjuorð til elsku- legrar frænku minnar Unu Siggu. Vil ég þar með þakka henni símtölin og hinn mikla kærleik. Það er sem ég heyri hana segja, komdu sæl, Soffía frænka, hvað er að frétta af ykkur? Alltaf var hún hress og kát þegar við töluðum saman. Oft sagði hún mér sögur af Reyðarfirði, því Una Sigga elskaði Reyðarfjörð, þar ólst hún upp og átti margar góðar minningar þaðan. Una Sigga var miklu eldri en ég en það skipti aldrei máli okkar á milli. Því alltaf var stutt í hláturinn og hlógum við mikið saman. Una Sigga var mjög hagmælt og gerði mörg ljóðin og vísurnar og gaf þau við hin ýmsu tækifæri. Nú kveð ég elsku frænku mína og veit að vel var tekið á móti henni og fylgist hún nú með okkur hér. Ég set hér vísu með, Endurfundi, sem hún sendi mér þegar faðir minn lést. Farðu í friði nú, frændi minn góður til fagurra ókunnra blómríkra landa Ég veit að þú faðmar mig fagnandi og hljóður er flýgur mín sál upp til himneskra stranda. Ég votta börnum og öðrum ætt- ingjum mína dýpstu samúð. Minningin lifir. Kveðja, Soffía frænka. Hún amma mín lést aðfaranótt föstudagsins 4.4. 2008. Blessuð sé minning hennar. Amma mín var merkileg og góð kona. Hún bjó yfir frábæru innsæi í okkur mannfólkið og virtist hafa ótakmarkað umburðarlyndi. Hún var hörkudugleg kona sem kom upp 9 börnum, hún var hlý, greind, ábyrgðarfull og mjög svo hagorð. Hún elskaði að semja kvæði, ljóð og stökur ásamt því að hún naut þess að syngja. Mér þótti mjög vænt um hana ömmu mína sem reyndist okkur syskinunum oft öruggt skjól þegar við vorum lítil. Hún amma mín kenndi mér ým- islegt og eitt af því sem hún kenndi mér er mikilvægi þess að hrósa fólki og benda fólki á góðar hliðar þess. Þetta gerði hún fyrir mig, hún benti mér á mínar góðu hliðar og dró fram það besta í mér þegar ég þurfti sem mest á því að halda. Hún minnti mig á það hvað ég hafði verið gott og ljúft barn og hún taldi upp góða eiginleika sem hún þekkti í mér. Þetta varð mér ótrúlega mikils virði og er enn. Ég er ömmu minni innilega þakk- lát fyrir allt og ég er mjög þakklát fyrir að ég komst til hennar á spít- alann á Siglufirði stuttu áður en hún lést. Þar náði ég henni syngjandi bæði á mynd og á upptöku. Þessi heimsókn var síðasta stundin okkar saman og var það virkilega góð stund. Amma var svo jákvæð, glað- vær og hress. Ég hafði fengið fréttir af því að líklega væri amma að fara að kveðja og því hafði ég tekið stelp- urnar mínar og nána frænku okkar með í heimsóknina svo þarna var ég, ömmubarnið, ásamt þrem langömmustelpum í kveðjuheimsókn á Sjúkrahúsi Siglufjarðar og amma fékk okkur allar til þess að syngja langömmulagið aftur og aftur og aft- ur bæði fyrir sig og með sér. Hún amma mín er mér sterk fyr- irmynd og ég mun stolt segja stelp- unum mínum frá því hvað þær eiga flottar rætur í henni ömmu. Ég sendi öllum sem þótti vænt um hana ömmu mína mínar samúðar- kveðjur. Díana Ósk Óskarsdóttir. Una Sigríður Ásmundsdóttir Elsku langamma mín. Það gleður mitt litla hjarta að hugsa til þín. Ég man það enn þegar við sungum sam- an. Mér fannst við syngja um þig. Langamma mín, ég gleymi þér aldrei. Ástarkveðjur, Amanda Líf Pétursdóttir, 8 ára. HINSTA KVEÐJA Stefán, móðurbróð- ir minn, fæddist árið 1920 að Kolbeinsá í Hrútafirði og var því tæplega 88 ára er hann féll frá. Faðir hans, Krist- mundur Jónsson og kona hans Sig- ríður Ólafsdóttir, bjuggu þar ásamt börnum sínum en þau voru fimm sem komust á legg. Um tíma bjó fjöl- skyldan síðan á Borðeyri, en þar var Kristmundur faðir hans kaupfélags- stjóri. Árið 1935 fluttist fjölskyldan suð- ur til Reykjavíkur og fljótlega var ráðist í að byggja íbúðarhús á Bolla- götu 10 sem átti eftir að verða at- hvarf stórfjölskyldunnar næstu árin. Á efri hæðinni bjuggu Kristmundur afi og synir hans, en Marta, móðir mín og systir Stefáns, ásamt fjöl- skyldu í kjallaranum. Það voru ófáar stundirnar sem ég dvaldi á efri hæð- inni hjá afa og þeim bræðrum og mikil forréttindi fyrir lítinn dreng, að fá að alast upp við þessi skilyrði. Ein af mínum fyrstu minningum er frá því ég var fjögurra ára. Þá var seinni heimsstyrjöldin í algleymingi. Þá þótti mikið lán að geta sent börn í sveit því enginn vissi hvernig stríðið myndi þróast og ég var eitt af þess- um lánsömu börnum. Ég var sendur til Margrétar ömmusystur og Guð- laugs manns hennar, en þau bjuggu í Lyngholti sem er næsti bær við Borðeyri. Með í farteskinu var for- láta vörubíll sem Stefán hafði smíðað fyrir litla frænda sinn. Þessi bíll gekk að sjálfsögðu undir heitinu „Stebbabíll“ og á honum var flutt margt malarhlassið það sumarið. Stefán frændi fékk sinn skammt Stefán Baldur Kristmundsson ✝ Stefán BaldurKristmundsson fæddist á Kolbeinsá í Hrútafirði 25. maí 1920. Hann lést á heimili sínu hinn 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 2. apríl. af mótbárum í lífinu. Um þrítugt veiktist hann af berklum og glímdi við þá næstu fimm árinu. Dvaldist hann bæði á Vífilsstöð- um og Reykjalundi meðan á veikindunum stóð. Á þeim tíma kynntist hann ungri stúlku sem einnig háði sömu baráttu. Hún hét Unnur Magnúsdóttir og átti síðar eftir að verða lífsförunautur hans. Þau hjónin reistu sér hús á Tungu- vegi í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð síðan. Í bílskúrinn, sem stóð við húsið, kom aldrei neinn bíll heldur var hann notaður sem smíðaverk- stæði. Stefán hafði nefnilega lífsvið- urværi sitt í mörg ár af smíði eldhús- innréttinga og skápa sem þóttu bera af hvað gæði varðaði. Síðasta sumar þurfti ég vinnu minnar vegna að skreppa vestur í Búðardal. Þetta var dagsferð og ég ákvað því að bjóða þeim bræðrum Stefáni og Þorvaldi með. Hringt var í Júlíönu, frænku okkar sem býr á Hrútsstöðum og pöntuð hjá henni kjötsúpa. Eftir stutt stopp í Búðar- dal var stefnan tekin yfir í Hrúta- fjörðinn sem skartaði sínu fegursta þennan dag og brátt komum við að Kolbeinsá, fæðingarstað þeirra bræðra, þar fórum við niður í fjöru, en tókum síðan stefnuna á Borðeyri. Heldur þótti okkur nú þar dauflegt um að litast, kaupfélagið lokað og lít- ið um að vera. Þeir bræður sögðu að í ferðinni væru þeir að kveðja Hrúta- fjörðinn en ég veit samt að þeir höfðu í hyggju að endurtaka ferðina nú í sumar. Ég vil að lokum þakka Stefáni frænda þátt hans í uppeldinu á mér þegar ég var lítill snáði á Bollagöt- unni og órofa vináttu alla tíð. Elsku Maggi, Sigga og aðrir að- standendur. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Sigurður Guðmundsson. Það hafa eflaust fáir fundið förunaut af betri gerð. Enda vafa engum bundið að þú reyndist minnisverð. Burtu hrindir böli og trega, blákalt segi hér og nú að þú fæddist örugglega einmitt til að verða þú. Þú hefur ávallt hugsun skýra, hláturmildi frá þér skín. Elsku tengdadóttir dýra, dagar gæfu bíði þín. (Ben. Björnsson.) Þetta orti pabbi til Guðrúnar þegar hún varð fertug. Líf okkar Guðrúnar mágkonu minnar hefur verið samofið í nærri 43 ár eða allt frá því samband hennar með Vigni bróður mínum hófst sumarið 1965. Þau voru búin að þekkjast frá sjö ára aldri eða síðan þau hófu skólagöngu sína í Laugarnesskólanum. Ég tel að lífið hafi verið Guðrúnu bæði gjöfult og gott, ekki síst Guðrún Ágústa Magnúsdóttir ✝ Guðrún ÁgústaMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 11. nóvember 1947. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Seljakirkju 25. apríl. vegna þess að hún kunni að njóta alls þess góða sem það býður upp á. Fjölskyldan var henni allt og hún hlúði vel að henni. Heimilið í Hléskóg- unum og sumarbú- staðurinn í Öndverð- arnesi varð athvarf þeirra allra, sælureit- ir sem þau Vignir byggðu upp frá grunni. Já, þau byggðu margt upp og voru samstíga. Þau byggðu jafnvel skýjaborgir sem urðu að veruleika. Með fáum fjölskyldum höfum við hlegið meira og gert með svo margt skemmtilegt. Það var okkur öllum mikið áfall að missa Vigni árið 2002. En þannig er lífið. Stundum blæs hressilega og þetta er ekki í fyrsta sinn, á fáum árum, sem fjölskyldan fær á sig stórsjó, missir stjórnina, ruggar stjórnlaust og fær ekkert að gert. En með trúnni á æðri styrk og með því að standa þétt saman veit ég að við náum tökunum aftur. Í þeirri vissu og trú að nú um- vefji Vignir hana Guðrúnu mág- konu mína í sínum stóra og hlýja faðmi, sendi ég elsku Vigdísi, Dav- íð, Andra og fjölskyldum þeirra, móður Guðrúnar og fjölskyldu og Gísla vini hennar samúð okkar allra. Hvíl í friði Guðrún mín. Birna Dís. Elsku Sævar frændi. Það er svo sárt til þess að hugsa að þú sért farinn, að geta ekki talað aftur við þig, hitt þig, séð þig með þeim sem þú elskaðir mest, eiginkonu þinni Ágústu, dætrum þínum, Svövu og Öldu Láru, barnabörnum og tengdasyni, Jóhönnu Marínu, Hall- dóri, Þórunni Ágústu, Ellu og Önnu Lillý, með systkinum þínum, Láru, Birnu (mömmu), Ástu og Binna, og móður, elsku ömmu okk- ar, Þórunni Öldu. Það hefur reynst mér erfitt að sleppa þér, elsku frændi. Jóhannes Sævar Jóhannesson ✝ Jóhannes SævarJóhannesson fæddist í Vest- mannaeyjum 15. júlí 1941. Hann lést 20. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 3. apríl. Kannski varstu sem afi minn, alla vega stór og sterkur hlekkur í okkar ann- ars svo góðu og tryggu fjölkskyldu. Þín er og verður sárt saknað, þú skilur eft- ir þig stóra hjörð af fólki sem geymir þig í hjartastað. En auðvitað ertu ekki farinn, þú ert og verður alltaf hjá okk- ur, í hjarta okkar, huga, við eigum svo góðar minningar um þig. Auðvitað ertu bara kominn þangað sem við förum öll, svo við biðjum þess að vel sé á móti þér tekið, að þú fáir að sjá alla dýrðina sem við hin eig- um eftir að sjá um leið og við hitt- um þig. Þá vitum við, erum örugg, að þá verður okkur tekið opnum örmum, því þú ert þar, alltaf tryggur, traustur, áreiðanlegur. Sá sem passar upp á allt, reiðubúinn að verja þína nánustu. Og reyndar alla í kringum þig eins og ævistarf þitt sem slökkviliðsmaður hefur sýnt og sannað. Elsku Ágústa mín. Elsku Alda Lára, ég veit þú ert svo mikil pabbastelpa. Elsku Halldór, Þór- unn Ágústa, Ella og Anna Lillý, elsku sterka duglega Svava mín og þú fallega Jóhanna María. Hvað getur maður sagt til að hugga ykk- ur og styrkja á sorgarstund? Það er sama hvað maður leitar í huga sér að réttu orðunum, öll virðast þau hálffátækleg, engin nógu stór né öflug til að breyta nokkru. En við getum lagst á bæn, beðið góð- an Guð, Jesú Krist, að yfirnátt- úrulegur kraftur, umvefji ykkur, setji ykkur í bómul svo þetta sé hægt, framkvæmanlegt, það sem á ykkur er lagt. Við hugsum til ykk- ar hverja stund, veltum því fyrir ykkur hvernig þið hafið það, hvort ykkur líði örlítið betur í dag en í gær. Við höldum áfram að biðja, senda til ykkar góða strauma og hugsa fallega til ykkar. Fylgjumst vel með úr fjarlægð, en erum hjá ykkur í hjartanu. Alltaf. Upp mun koma sá dagur, sem við sameinumst öll. Og þá höldum við veislu. Elskum ykkur öll. Erna og Alda og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.