Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 45

Morgunblaðið - 04.05.2008, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 45 Þegar ég hlustaði á frábæran söng Ellen- ar Kristjánsdóttur við úför Guðrúnar Frank- lín í Aðventkirkjunni 21. apríl 2008 hvarflaði hugur minn hálfa öld til baka í tíma og stund. Þá var það rödd Guðrúnar sem hljómaði undurfagurt við jarðarfarir og sam- komur þar í kirkjunni. Eftir stríð fór ég út og hef verið erlendis mikið til síðan, en í Danmörku hitti ég stund- um Guðrúnu er hún heimsótti systur sínar þar. Þessar systur voru/eru allar merkilegar konur, enda áttu þær það ekki langt að sækja. Ég tel föður þeirra, Guðmund Pálsson, vera eitt æðsta prúðmenni, sem ég hef kynnst. Ég hef alltaf verið í þakklætisskuld fyrir þá uppörvun sem hann veitti mér í æsku. Það voru orð, sem lifðu í huganum er ég þreytti námsferil, og efasemdir vörpuðu skugga yfir hugleiðingar um framtíðarstarf. Guðmundur tók sérstaklega vel á móti okkur í hvert sinn sem við kom- um heim til Íslands meðan hann var á lífi. Einu sinni þóttist ég komast Guðrún S. Franklín ✝ Guðrún S.Franklín fædd- ist í Gerðum í Garði 4. desember 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn og var jarðsungin frá Að- ventkirkjunni 21. apríl. nærri því að tengjast fjölskyldunni, en það var aðeins hugmynda- flug drengsins. Jo- hannes Jensen, sem var giftur Sigur- björgu, systur Guð- rúnar, fór vestur um haf til náms. Hann mun hafa verið ein- mana, því hann sendi boð eftir konunni, en þá skildi hún allar fjórar dætur sínar eft- ir hjá mömmu minni á Íslandi. Auðvitað ætl- uðu þau að koma aftur til þess að sækja stelpurnar, en ef ekki, þá hefðu þær ef til vill orðið fóstursyst- ur mínar … Síðustu árin dvaldi Guðrún á Hrafnistu í Reykjavík, og það vildi svo til, að herbergi hennar var við hliðina á herbergi Sigurðar Stanl- eyssonar, mágs míns. Þegar við Ída heimsóttum hann, hittum við líka Guðrúnu, hvort sem hún var í her- berginu eða frammi í hjólastólnum. Henni var ljúft að tala um ættfólk sitt. Hún ljómaði öll þegar ég spurði hana hvort ég ætti að skila kveðju frá henni til Estherar systur hennar í Danmörku. Esther var ekki síður ánægð með að fá kveðju frá systur sinni. Því miður komst Esther ekki heim til Íslands til þess að vera viðstödd útförina, en ég sagði henni í síma, hversu yndisleg stundin hafði verið. – Vð erum orðin of gömul til þess að ferðast, tjáði hún mér, en ég var þar í huganum, bætti hún við. Svo sagði hún mér að tvær af dætrum Sigurbjargar hefðu einmitt hringt og talað við hana. Þær fylgjast allar með. Hún minntist einnig á, hversu yndislegt það hafði verið, að Guðrún var um lengri tíma hjá henni í Dan- mörku áður en hún veiktist. Í fleiri ár hafði ég náin samskipti við Esther og mann hennar, Herbert Andersen, sem í frístundum var org- anisti Aðventkirkjunnar í Slagelse á Sjálandi, en ég var prestur safnaðar- ins þar í tvö tímabil. Þess vegna fylgdist ég líka með Guðrúnu heima á Íslandi – og þegar hún kom til Danmerkur. Það eru hinar yndislegu minning- ar sem við munum varðveita. Jóhann M. Þorvaldsson. Mig langar til að þakka þessari elskulega konu samfylgdina sem við áttum árum saman, sérstaklega í ferðalögunum með „Förunautum“. Þar var gott og skemmtilegt fólk sem ferðaðist saman bæði inn á há- lendið eða hvert sem er. Þá var sungið og spilað á gítar, ef nikkan ekki var með. Annars mikið talað saman og dáðst að hinu fagra landi okkar. Þær voru alltaf saman góðu vin- konurnar, hún og Sigurrós Ólafs- dóttir, svo glaðlegar og kátar. Það var svo einstaklega gaman að hitta Guðrúnu hér og þar seinna, þá minntist hún á þessar ferðir og hvað hún saknaði þeirra. Það hefði verið svo gaman. Guð blessi fjölskyldu hennar. Ída Stanleysdóttir. Nú borðar Jón Skúli ekki oftar hjá mér á aðfangadagskvöld og ég átti alltaf eftir að efna loforðið að fara með honum austur að Kálfaströnd í Mývatns- sveit. Þetta var með því fyrsta sem fór í gegnum hugann eftir að Bjarn- ey systir hans hringdi í mig með þær leiðinlegu fréttir að bróðir hennar hefði látist þá fyrr um daginn. Við Jón Skúli vorum bekkjar- bræður og herbergisfélagar í Sam- vinnuskólanum á Bifröst og þaðan er margs að minnast. Við sem vorum honum samferða þar munum sjálf- sagt best eftir honum sem eftir- hermu, söngvara og knattspyrnu- manni. Við bekkjarsystkinin hljótum að muna eftir Hvanneyrarmarkinu og þegar Samvinnuskólinn vann Menntaskólann í Hamrahlíð í spurn- ingakeppni skólanna í Ríkisútvarp- inu með einu stigi eftir æsispennandi keppni. Jón Skúli var auðvitað í okk- ar liði enda með afbrigðum fróður og minnugur. Sambandið rofnaði þegar skóla- vistinni lauk, en kynnin endurnýjuð- ust þegar Jón Skúli fluttist til Ak- ureyrar. Síðan höfum við brallað margt saman, minnisstæðastar eru þó allar stundirnar sem við höfum átt saman á ferðalögum vítt og breitt um landið. Honum þótti sérlega gaman þegar við fórum í tvígang að Kálfa- felli í Fljótshverfi til Ragnheiðar systur hans, þegar ég fór með honum á ættarmót á Laugarvatni og þegar við heimsóttum frændfólk hans á Kálfaströnd. Einnig hafði hann mjög gaman af að fara Vestfjarðahringinn og koma við á Hólmavík, þar sem hann hafði starfað um hríð mörgum árum áður. Hann sveif ekki um á rósrauðum skýjum, heldur skiptust oft á skin og skúrir. Ríkidæmi hans var hinn and- legi auður. Létt lund var honum Jón Skúli Runólfsson ✝ Jón Skúli Run-ólfsson fæddist í Reykjavík 7. janúar 1947. Hann andaðist á hjartadeild Land- spítalans í Reykja- vík 15. apríl síðast- liðinn og var honum sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti 23. apríl. ásköpuð og sagði hann oft að hún, AA-sam- tökin og trúin hefðu haldið í sér lífinu. Nú er það farið, nú heyri ég ekki lengur frá- sagnirnar hans Jóns Skúla af veltingnum í lífinu. Ragnheiður, Bjarn- ey og fjölskyldur. Ég votta ykkur innilega samúð mína. Guð veri með ykkur. Hallgrímur Gíslason. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr. ) Að lifa einn dag í einu, njóta hvers andartaks fyrir sig, viðurkenna mótlæti sem friðarveg, með því að taka syndugum heimi eins og hann er, eins og Jesús gerði en ekki eins og ég vil hafa hann og treysta því að þú munir færa allt á rétt- an veg ef ég gef mig undir vilja þinn svo að ég megi vera hæfilega hamingju- samur í þessu lífi og yfirmáta hamingjusamur með þér þegar að eilífðinni kemur. Amen. (Höf. ók.) Þegar mamma hringdi í mig og sagði: Anna mín, hann Skúli bróðir er dáinn, svo kom löng þögn, Anna mín ertu þarna? já, sagði ég grát- klökk, ég er hérna, mamma mín. Skúli besti frændi minn dáinn. Þá streymdu minningarnar að mér sem eru svo margar að þær komast varla fyrir hér. Í minni minningu þá var mesta tilhlökkun mín þegar Skúli frændi og Þóra amma komu í sveit- ina til mömmu. Sem lítið barn beið ég óþreyjufull eftir rútunni og stökk svo af stað kallandi: Skúli, Skúli, Skúli frændi er að koma. Skúla frænda er best lýst sem góðum manni í alla staði, hann fann til með þeim er minna máttu sín og voru beittir órétti. Ég man líka þegar við vorum samankomin og hver og einn söng með sínu nefi, amma ættjaðarlög og Skúli, Eyja og mamma dægurlög frá þeirra bestu árum. Þegar mér leið hvað verst í mínum veikindum eftir Bakkus og allir höfðu lokað dyrum á mig þá stóðu dyr Skúla opnar fyrir mér, við ræddum mikið saman þá og vorum sammála um að best væri að lifa sem einföldustu lífi og að græðg- in væri alveg að fara með fólk í ver- aldleg gæði og völd í stað þess að gefa af sér til þeirra sem minna mega sín. Já, ég tek svo sannarlega undir með orðum Skúla frænda: AA-sam- tökin eru það besta sem komið hefur frá Bandríkjunum. Eins og stendur í Biblíunni, Filippí 2:3-5: Gjörið ekkert af eigingirni eða hégóma- girnd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa yður. Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Jesú Kristur var. Ég sakna þín sárlega elsku Skúli minn og veit að amma og afi hafa tek- ið vel á móti þér. Jesús gætir þín vel og trú mín er sú að Jesús ætli þér eitthvað annað þar sem þínu verki er lokið hér í þessu lífi. Ég vil þakka Bubba Morthens fyrir að heiðra minningu frænda míns. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Þín frænka, Anna Þóra Guðbergsdóttir. Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, HAFSTEINN ERLENDSSON, Höfðabraut 3, Akranesi, andaðist miðvikudaginn 30. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 8. maí kl. 14.00. Þorvarður Ellert Erlendsson, Áslaug Valdimarsdóttir, Birgir Þór Erlendsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, HAFSTEINN BJÖRNSSON, Laufvangi 9, Hafnarfirði, lést fimmtudaginn 17. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður Pálsdóttir, Inga Hafsteinsdóttir, Jón Garðar Hafsteinsson, Dagný María Sigurðardóttir, Erna Fríða Berg, Ingólfur P. Steinsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hlíf 1, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Guðmundur F. Sölvason, Sigurjón Norberg Ólafsson, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Sigurlína Oddný Guðmundsdóttir, Gunnar Hallsson, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.