Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 46

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 46
46 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elskuleg móðir okkar, TONNY ØFJORD PEDERSEN, Thoravej 16, lést miðvikudaginn 16. apríl. Útför hennar fór fram laugardaginn 27. apríl frá Kapernaumskirken í Kaupmannahöfn. Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts hennar. Hanne, Søren og John. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES SÖLVI SIGURÐSSON fyrrum bóndi að Skálá, Vogatunga 69, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 30. apríl. Útför auglýst síðar. Halldóra Ólafsdóttir, G. Sigurður Jóhannesson, Björn Jóhannesson, Eva Hjaltadóttir, Rannveig María Jóhannesdóttir, Árni Guðni Einarsson, Guðbjörg Sólveig Jóhannesdóttir, Ólafur Ágúst Jóhannesson, Kirsten Winum Hansen, Ingimar Þór Jóhannesson, Tinna Manswell Stefánsdóttir, Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir, Jón Stefánsson, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurjón Snær Friðriksson, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, ANNA SVAVA JÓNSDÓTTIR, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 28. apríl. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 7. maí kl. 13.00. Sólmundur Kristjánsson, Anna Svava Sólmundardóttir, Haraldur Guðmundsson, Ásdís Guðrún Sólmundardóttir, Guðmundur Kristján Haraldsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURÐUR EINAR EYSTEINSSON, andaðist á Vífilsstöðum fimmtudaginn 1. maí. Útförin verður auglýst síðar. Sigrún Haraldsdóttir, Dagbjört Einarsdóttir, Ómar Þorleifsson, Finnur Einarsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, REGÍNA L. RIST, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ mánudaginn 28. apríl verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 6. maí kl. 15.00. Óttar Guðmundsson, Gíslunn Jóhannsdóttir, Kristín G. Ísfeld, Haukur Ísfeld, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær sonur minn og bróðir, EINAR JÓN EYÞÓRSSON, Hjaltabakka 24, Reykjavík, lést mánudaginn 21. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sigurbjörg Einarsdóttir, Arnbjörn Eyþórsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LEÓ GUÐBRANDSSON fyrrv. sparisjóðsstjóri í Ólafsvík, Núpalind 2, Kópavogi, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 2. maí. Útförin auglýst síðar. Helga Kristín Lárusdóttir, Ásta Lára Leósdóttir, Þorvarður Sæmundsson, Guðbrandur R. Leósson, Gunnhildur Tryggvadóttir, Erla Leósdóttir, Hjörtur Þorgilsson, Ágúst H. Leósson, Sigrún Ellertsdóttir, Þröstur Leósson, Steinunn Tómasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. (V. Briem.) Stundum getur maður kortlagt þessa stund en stundum er það ekki nokkur leið. Þannig var það þegar Bjössi okkar kvaddi, hann fór á einu augabragði og allt er breytt. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna hjá Bjössa í tæp fimm ár. Allt frá fyrsta degi fannst mér ég hafa eignast vin. Já, vin sem ég gat reitt mig á, bæði faglega og persónulega. Hann var sannkallaður mannvinur, stórgreindur og lét sig flest mannlegt varða. Það var sama hvar borið var niður, hann hafði skoðun á því og oft- ar en ekki spunnust fjörugar umræð- ur um efnið. Það skipti engu hvort það voru trúmál, pólitík, uppeldi eða jafnvel húsverkin, þetta gat allt orðið hitamál, en alltaf var stutt í húmorinn og af honum var nóg. Það er erfitt að hugsa sér SAH án Bjössa. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð að styrkja aðstandendur, vini og sam- starfsfólk á þessum erfiðu tímum og vottum þeim um leið okkar dýpstu samúð. Kæri Bjössi: Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Ágúst og fjölskylda. Elsku Bjössi. Þegar ég kveikti á textavarpinu að morgni sunnudagsins 13. apríl og las um brunann á Blönduósi kom strax Björn Kristjánsson ✝ Björn Krist-jánsson fæddist á Patreksfirði 31. mars 1960. Hann lést á heimili sínu á Blönduósi aðfaranótt sunnudagsins 13. apríl síðastliðins og fór útför hans fram frá Patreksfjarð- arkirkju 26. apríl. sá óljósi grunur að þú hefðir látist. Þú varst búinn að sækja svo að mér síðustu dagana á undan, þótt það séu mörg ár liðin síðan við vorum í einhverju sambandi, en ég fékk samt alltaf fréttir af þér. Síðan fékk ég sím- tal síðar um daginn frá Blönduósi og þá var grunur minn staðfest- ur. Þetta tók gífurlega mikið á mig, enda hef- ur mér alltaf þótt svo vænt um þig eins og allir sem þér kynnast vel. En ég er þeim aðilum sem hringdu í mig frá Blönduósi og vottuðu samúð sína innilega þakklát fyrir að muna eftir að hringja í mig þar sem mörg ár eru liðin síðan ég flutti á brott. Ég vil bara þakka þér, Bjössi, fyrir frábæran tíma þegar ég bjó á Blöndu- ósi og ég verð þér alltaf mjög þakklát fyrir hvað þú varst góður við mig og strákana mína tvo sem ég átti þá. Og þegar ég skoða myndir frá þessum tíma þá voru þeir yfirleitt í fanginu á þér eða að leiða þig. Enda brölluðum við ýmislegt saman og vorum dugleg að ferðast um og skoða og eigum við eftirminnilega helgi sem við fórum öll með þér til Patreksfjarðar í frábæru veðri. Ég var svo heppin að fá tækifæri á að kynnast strákunum þínum á þess- um tíma, þótt ég hafi kynnst Ása mun betur þar sem hann bjó hjá þér um tíma. Og á ég nokkrar frábærar myndir af ykkur saman sem sýna væntumþykju þína. Hugur minn hef- ur verið hjá strákunum þínum, móður þinni henni Erlu, systkinum og öðr- um aðstandendum. Megi Guð styrkja þau í sorg sinni. En Bjössi, þú varst alltaf duglegur að fara í fjöruferðir og þá kom fyrir að þú skrifaðir ljóð eða bréf til mín í sandinn og tókst mynd af því og inn- rammaðir handa mér. Þetta voru dýr- mætar gjafir og hef ég alltaf passað mjög vel upp á þetta og mun alltaf gera. Eitt sinn fórst þú niður í fjöru og tókst mynd af þér og skrifaðir á bakhliðina ljóðið sem ég ætla að enda þetta á, Elsku Brynja, Seg þú mér eitthvað sem enginn veit nema þú hvíslaðu að mér því sem enginn má heyra nema ég. Bjössi. En ljóðið er eftir V. Dagbjartsdótt- ur. Elsku Bjössi, það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Nú ert þú kom- inn á nýjan stað og vona ég að þú náir að finna innri frið sem þú átt svo skil- ið. Þín Brynja og börn. Það var á góðum vordegi 1992, ég var heima hjá fjölskyldunni í skóla- fríi, að ég sá þig fyrst. Þú varst að flýta þér í vinnuna eftir matinn og labbaðir hratt eftir Húnabrautinni. Hjartað tók smá kipp og ég hugsaði: Rosalega er þetta flottur strákur. Ég spurði Þórhöllu systur hvaða maður þetta væri og hún sagði að þetta væri Bjössi kjöt, hann væri með kjöt- vinnsluna hjá SAH, það þýddi ekkert fyrir mig að spá í hann, hann væri ekki á lausu. En svo liðu árin, ég klár- aði námið, kom heim og þú varst á lausu og þú varðst minn, varðst ástin mín og besti vinur minn. Alveg fram á síðasta dag varstu besti vinur minn, þó að við hættum að fylgjast að sem par. Töluðumst við í síma nokkrum sinnum í viku og svo heimsóknir, þá sérstaklega þú til mín á Akureyri, jól- in okkar saman. Þú að elda jólasteik- ina, því að þú varst miklu betri í eld- húsinu en ég. Alltaf varstu til í smá grín og hrekki og þá slapp ég ekki frekar en aðrir. Ég man þegar þú hringdir til mín í sundlaugina og þótt- ist vera kona sem ætti mann sem langaði svo til að fara í sund í bikinií. Þú náðir mér alveg þá, skömmin þín. Ekki kom það oft fyrir að við værum mikið ósammála eða rifumst en það hvessti svolítið í ferðinni góðu í brúðkaupið hans Finnbjörns í Borg- arfjörðinn. Þú varst alveg með það á hreinu hvert ætti að fara, beygja hjá Baulu og keyra svo beint, þar væri bústaður, kjarr og tjald. Þetta kvöld keyrðum við Borgarfjörðinn þveran og endilangan en fyrir rest römbuð- um við á réttan stað, þú varst oft bú- inn að biðja mig að stoppa og þú ætl- aðir á puttanum heim en ég ætlaði sko ekki aftur til baka, ég væri sko með tjald. Það voru að vísu engir hæl- ar með tjaldinu en það vissum við ekki. Mig langar til að kveðja þig með hluta úr ljóði sem þú sýndir mér fyrir nokkrum árum og þér fannst gott. Það segir svo margt, ekki bara um ást heldur um fjölskyldur okkar eins og við kunnum að meta þær og um vin- áttu. ég þú þið við heyrðannars við er besta orðið mitt (Dagur Sigurðarson.) Elsku hjartans Bjössi minn. Takk fyrir að elska mig og leyfa mér að elska þig. Takk fyrir að vera mér svo góður þegar ég átti erfitt eins og þegar Kristinn minn var veikur og ég gat komið til þín til að gráta og fengið faðmlag. Takk fyrir að vera Kristni mínum góður. Takk fyrir vináttuna við fjölskyld- una mína. Þín er sárt saknað þar. Nú segir pabbi ekki oftar eða einhvar annar, verður Bjössi ekki með, kemur Bjössi ekki í mat, ertu ekki búin að bjóða Bjössa. Kristinn sendir kossa og knús, hann hefði svo viljað vera hér til að geta kvatt þig, við gerum það saman seinna þegar hann kemur heim. Elsku Ási og Kristjana, Eyþór, Erla, systkini og fjölskylda, ég, Krist- inn og öll mín fjölskylda sendum ykk- ur okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Elsku Bjössi minn, elsku gullið mitt, elsku hjartað mitt, hvíl í friði. Þín Ragney. Vinkona okkar, Unn- ur Kjartansdóttir, er látin langt fyrir aldur fram. Við minnumst hennar með hlýju og þakklæti fyrir margar ánægjulegar stundir, bæði hér heima og í Þýskalandi. Þau hjónin Garðar og Unnur voru einstaklega samhent, gestrisin og gjafmild, studdu við bakið á þeim sem voru minni máttar. Minnistæðar eru okkur ferðir um hálendi Íslands með þeim hjónum, sitjandi úti í guðs grænni náttúrunni við Bláfell eða þá bara á beru grjóti á Sprengisandi. Þarna naut Unnur sín, Unnur Kjartansdóttir ✝ Unnur Kjart-ansdóttir fæddist í Reykjavík á að- fangadag, 24. desem- ber, 1937. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 21. apríl. framreiddi kaffi og meðlæti, og við nutum útsýnisins í skínandi sól. Ár hvert hittumst við í sumarbústað okk- ar og voru það fagnað- arfundir. Við rifjuðum upp ferðalög okkar um Þýskaland, þegar við skoðuðum eitt sinn Berlín, Potsdam, Leip- zig, Dresden og Weim- ar. Köln var þeim þó ávallt ofarlega í huga, enda höfðu þau búið þar í mörg ár á náms- árum Garðars og tekið virkan þátt í starfsemi Þýsk-íslenska vináttu- félagsins, sem Max Adenauer, sonur kanslarans, átti þátt í að stofna 1955. Hérna áttu þau stóran hóp vina sem minnast Unnar með þökk og virðingu. Við vottum vini okkar, Garðari, börnum, barnabörnum, tengdabörn- um og fósturdóttur þeirra hjóna inni- lega samúð okkar og biðjum guð að blessa minningu Unnar. Margret og Sverrir Schopka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.