Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 49
vel af sér. Hann var þá með hugann við hrossin sín frekar en veikindi sín, sem svo örstuttu síðar sigruðu hann. Ási Kalli er búinn að vera hluti af tilveru okkar frá því hann var ung- lingur, er hann kom hingað sem vinnumaður. Ási Kalli, Anna og eldri börn þeirra komu hér um verslunarmannahelgar um árabil til að aðstoða við heyskap, þegar heyið var enn bundið í bagga. Einnig voru þau fastir gestir í réttum hér í sveit. Þá var oft glatt á hjalla og ýmislegt látið vaða. Hann hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og ýmsum málefnum og lét hann þær í ljós á mergjuðu máli. Á hverju hausti kom hann með hrossin í vetrarfóðrun hingað í Þrándarholt og þau voru svo sótt snemma að vori. Þá fór hann með þau í Arnarstaðakot í Flóa, þar sem þau hjónin og fjölskyldan áttu sinn sælureit. Þangað var gott að koma. Ási Kalli hafði gott auga fyrir hross- um og var hann natinn við að sinna þeim. Ási Kalli var einstaklega hand- laginn og greiðvikinn og gátum við leitað til hans með hin ýmsu vanda- mál. Það voru forréttindi að þekkja Ása Kalla og Önnu, sem voru tekin burtu alltof snemma er þau voru í blóma lífsins. Við vottum allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Við viljum enda þessa kveðju á fallegu ljóði sem ósjaldan var sungið hér um réttir. Efst á Arnarvatnshæðum oft hef ég fáki beitt. Þar er allt þakið í vötnum, þar heitir Réttarvatn eitt. Og undir norðurásnum er ofurlítil tó, og lækur líður þar niður um lágan hvannamó. Á engum stað ég uni eins vel og þessum hér. Ískaldur Eiríksjökull veit allt, sem talað er hér. (Jónas Hallgrímsson.) Kveðja, Þrándur og Guðrún. Við hjónin kynntumst Ása og konu hans Önnu þegar við fluttum í Ásbúðina í Garðabæ. Það mun hafa verið um 1975. Við vorum sennilega frumbyggar í Ásbúð. Við hjónin bjuggum í svo- kölluðu Viðlagasjóðshúsi, en Anna og Ási byggðu sér raðhús í raðhúsa- lengju sem var fyrir unga sjálfstæð- ismenn. Þá var Ási strax farinn að spá í pólitík. Við urðum miklir vinir strax á þessum árum þó að nærri 10 ár væru á milli okkar. Gunnar Karl var bara lítið barn og mikið að gera hjá ungu hjónunum. Árin liðu en ekki leið á löngu þar til Ási byrjaði að byggja stóra húsið sitt í Hliðsnesi sem var skammt frá Breiðholti í Garðabæ en þar bjuggu foreldrar hans. En Hliðsnes til- heyrði Bessastaðahreppi. Við eigin- lega eltum þau, keyptum okkur hús á Túngötu í Bessastaðahreppi. Og samband okkar hélst. Ási var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur með bílana ef eitthvað var að og man ég sér- staklega eftir þegar Valdimar fót- brotnaði og var í gifsi frá tám og upp í nára og við með 2 tveggja dyra bíla en hann komst hvorugan inn í. Þá tók Ási sig til og seldi fyrir okkur báða bílana og keypti tvo í staðinn, annan fjögurra dyra fólksbíl en hinn lítinn sendiferðabíl. Valdimar var með menn í vinnu á þessum tíma og þá gátu þeir náð í efnið sjálfir. Svona var Ási alltaf tilbúinn og kona hans alveg yndisleg mann- eskja líka. Hann var mjög stór og mikill rumur en ósköp hlýr og in- dæll þeim sem honum líkaði við og umgekkst mest. Við þökkum þeim hjónum innilega samfylgdina. Það sannast nú einu sinni enn í lífinu að deyja ungir sem guðirnir elska. Elsku Gunnar, Gunnar Karl, Sóla og Inga og foreldrar Önnu, Haf- steinn og Inga. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Björg og Valdimar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 49 ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, BRYNDÍSAR INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, áður til heimilis að Vesturbrún 28. Sigríður Þorsteinsdóttir, Eggert Ó. Antonsson, Þórunn G. Þorsteinsdóttir, Eiríkur Hreinsson, Valdimar F. Þorsteinsson, Sesselja Jónsdóttir og barnabörn. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR S. FRANKLÍN hjúkrunarkonu, sem lést laugardaginn 12. apríl. Starfsfólki á hjúkrunardeild F-2 á Hrafnistu í Reykjavík færum við sérstakar þakklætiskveðjur fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við umönnun hennar. Valur Franklín, Erna Franklín, Örn Steinsen, Esther Franklín, Stefán D. Franklín, Vilhelmína Þorvarðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR FINNBOGADÓTTUR, Sævangi 26, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við vinkonum Margrétar, Systrafélagi og starfsfólki Víðistaðakirkju, starfsfólki og nemendum Setbergsskóla, lögreglu- og sjúkraflutningamönnum. Gylfi Jónasson, Finnbogi Gylfason, Svana Huld Linnet, Jónas Gylfason, Ingibjörg Valgeirsdóttir, Gylfi Örn Gylfason, Margrét Guðrúnardóttir, Kristján Flóki og Ylfa Finnbogabörn, Sölvi Þór og Hrafnhildur Kría Jónasbörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR PÁLSDÓTTUR frá Björk, Grímsnesi, Grænumörk 5, Selfossi. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Tryggvadóttir, Hörður Smári Þorsteinsson, Tómas Tryggvason, Þórdís Pálmadóttir, Páll Tryggvason, Sigríður Björnsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HULDU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Bæ í Lóni, síðast til heimilis að Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Erla Sigfúsdóttir, Geir Sigurðsson, Kristín Sæmundsdóttir, Þórður Þórðarson, Þórarinn Sæmundsson, Brynja Benediktsdóttir og ömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BALDVINS LÁRUSAR GUÐJÓNSSONAR. Halla E. Stefánsdóttir, Börkur B. Baldvinsson, Matthildur Sigurjónsdóttir, Guðjón B. Baldvinsson, Ingunn L. Guðmundsdóttir, Katrín K. Baldvinsdóttir, Sigurbjartur Á. Guðmundsson, Þorsteinn V. Baldvinsson, Sigríður Björnsdóttir, Kristján G. Gunnarsson, Guðrún A. Jóhannsdóttir, Gunnur K. Gunnarsdóttir, Hlynur Þorsteinsson, Björk K. Gunnarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Steinunn H. Gunnarsdóttir, Róbert G. Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku Margrét mín. Ég sit hérna dofin við þá tilhugsun að þú sérst farin frá okkur. Það var svo gaman að eiga þig sem frænku, Þú varst alltaf svo glöð. Maður fann orkuna frá þér eða heyrði þinn æðislega hlátur langar leiðir. Hlátur sem lét mann alltaf hlæja með um leið og maður labbaði inn í sama herbergi og þú varst í. Sú tilhugsun að þú verðir ekki í næsta fjölskylduboði er næstum óbærileg, þau munu aldrei verða eins án þín. Seinast þegar ég sá þig varstu svo fín og sæt í þrettánda- gleði, matarboðinu hjá pabba mín- um eins og það var alltaf kallað. Þú varst svo hress og skemmtileg, mig hefði aldrei getað grunað að þetta Margrét Magnúsdóttir ✝ Margrét Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1967. Hún andaðist 24. febrúar síðast- liðinn. Útför Margrétar fór fram frá Bú- staðakirkju 11. mars sl. væri í seinasta skiptið sem ég sá þig. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig, hvað mér þykir vænt um þig og hvað þú varst æðisleg. Þú munt ávalt eiga stóran part af mér. Sú minning um þig, sem ég man mest eft- ir síðan ég var lítil og kom í heimsókn til þín, er þegar ég fékk að máta alla skóna þína, sama þó að þeir væru allt of stórir á mig. Núna ertu hjá öllum englunum uppi á himnum og ég veit að þú munt passa okkur hin hérna niðri. Nú er svo komið að ég þarf að kveðja þig, elsku frænka, í hinsta sinn. Guð geymi þig. Ég bið Guð að vera með fjöl- skyldu þinni á þessari sorgar- stundu, sem rann upp svo skyndi- lega. Ég sé þig þegar minn tími kem- ur. Þín frænka, Sara Hafbergsdóttir. Elsku frændi, ekki bjóst ég við að nú væri komið að leiðarlokum þegar við komum til ykkar 30. mars, en þá áttir þú 88 ára afmæli. Verð alltaf þakklát fyrir að hitta ykkur öll á þessum degi. Þú varst sæll og ánægður með meiri partinn af fjöl- skyldunni hjá þér, og svo bættumst við í hópinn, við systurnar og mað- urinn minn. Þér fannst ég ekki standa mig nógu vel að mæta ekki í berjamó síðastliðið haust. En einu hausti eyddum við saman í berjamó. Þú vissir nákvæmlega hvar ber var að finna, eftir daginn sáust ekki þreytumerki á þér, en ég dauðupp- gefin við að halda í við þig. Þú varst alltaf mikill útivistarmað- ur, lengi varstu með kindur í Vatna- Einar Guðlaugsson ✝ Einar ÞorgeirHúnfjörð Guð- laugsson fæddist á Þverá í Norður- árdal í Austur- Húnavatnssýslu 30. mars 1920. Hann lést af slysförum 1. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduóskirkju 11. apríl. hverfi og heyjaðir fyr- ir kindur þínar þar, þó svo þú byggir á Blönduósi. Þú veiddir í net á vorin sjóbirting, og svo fórstu upp á heiði að liggja fyrir mink og tófu. Þú gafst ekkert eftir í þeim málum, þó svo að ald- urinn væri hár. Þið Imma áttu alltaf stóran part í mér síðan ég var smástelpa og var send ein í sveitina með kaupfélagsbílun- um eða rútu. En þá tókuð þið á móti mér hlýju og kærleik á hvaða tíma sólarhrings sem var, því kaupfélags- bílarnir fóru nú ekki hratt yfir á þeim tímum. Eftir að ég eignaðist mína fjölskyldu þá þótti sjálfsagt að koma við hjá ykkur og jafnvel gista. Það var einstaklega gaman að hlusta á frásagnir þínar, enda góður sögu- maður. Þú gast alveg farið á flug í frásögnum þínum, og jafnvel hermt eftir sumum. Elsku Imma og börn, við vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar samúð. Blessuð sé minning hans. Rakel og Ingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.