Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 50

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 50
50 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag hefði Haraldur Sigurðsson bókavörð- ur orðið 100 ára gam- all en hann lést 20. desember 1995. Har- aldur vann á Lands- bókasafni Íslands í yf- ir 30 ár og verður ávallt minnst sem eins mætasta starfsmanns þess. Hann sinnti auk þess umfangsmiklum fræðistörfum, var mik- ilvirkur þýðandi og út- gefandi og gaf sig töluvert að félagsmál- um. Haraldur var fæddur á Krossi í Lundarreykjadal 4. maí 1908 en foreldrar hans voru Halldóra Jó- elsdóttir og Sigurður Jónsson bóndi á Krossi. Haraldur naut ekki langrar skólagöngu. Eftir að henni lauk tók Haraldur til við að þýða ýmis merk rit, er náðu miklum vinsældum, og má þar nefna Sög- una um San Michele (1933) eftir Axel Munthe, Silju (1935) og Skapadægur (1939) eftir F.E. Sill- anpää, og Gösta Berlings sögu (1940) eftir Selmu Lagerlöf. Har- aldur var blaðamaður við Þjóðvilj- ann 1936-1940 en færði sig síðan um set og hóf að vinna hjá bókaút- gáfunni Helgafelli þar sem hann starfaði til ársins 1946 þegar hann var skipaður bókavörður í Lands- bókasafni Íslands. Safnið varð að- alstarfsvettvangur hans allt til 1978 er hann lét af því starfi fyrir aldurs sakir og hafði þá tvö sein- ustu árin verið deildarstjóri í þjóð- deild þess. Þegar Haraldur var 13 ára gam- all las hann 1. bindi af Landfræði- sögu Íslands eftir Þorvald Thor- oddsen. Við lestur hennar vaknaði áhugi hans fyrst á gömlum landa- kortum. Þegar hann byrjaði að vinna á Landsbókasafni fór hann að viða að sér heimildum um Ís- land á landabréfum. Hann hafði safnað bókum með skrifum er- lendra manna um Ísland um nokk- urt skeið. Nú bættust við söfn- unina bækur um kort og kortagerð. Haraldur leitaði víða fanga í heimildaöflun sinni, hann heimsótti er- lend söfn og ræddi við fræðimenn. Af- rakstur rannsókna hans á kortasögunni kom svo út í tveimur stórum bindum 1971 og 1978 þegar Har- aldur stóð á sjötugu. Kortasaga Íslands hefst með elstu frá- sögnum um Thule og lýkur 1848 þegar bú- ið var að prenta kort Björns Gunnlaugssonar. Í fyrra bindinu, sem nær til loka 16. aldar, leitast Haraldur við að tína til öll þekkt kort af Íslandi. Hann rekur af mikilli nákvæmni sögu Íslands á fornum kortum og gerir rækilega grein fyrir þróun kortagerðar af þessum hluta heimsins. Síðara bindið heldur áfram að rekja sög- una þar sem því fyrra sleppir og hefst á umfjöllun um þau tímamót sem urðu með tilkomu Íslands- korts Guðbrands Þorlákssonar í útgáfum þeirra Orteliusar og Mercators. Vegna mikillar aukn- ingar í gerð og prentun korta og kortasafna á 16. öld segir Har- aldur aðallega frá þeim kortum sem helst mörkuðu veginn og urðu öðrum til fyrirmyndar en leyfir líka ýmsu smálegu að fljóta með. Hann einskorðar sig ekki við heildarkortin af landinu heldur fjallar hann einnig um sjókort, landshlutakort og sérkort af ýmsu tagi. Það er einmitt í tveimur síðast- nefndu kortaflokkunum sem Ís- lendingar koma oft við sögu. Í Kortasögunni leggur Haraldur mikla áherslu á að setja íslenska kortagerð í erlent samhengi og tengja Ísland við umheiminn. Ritið hlaut mikið lof bæði innlendra og erlendra fræðimanna enda er það gagnmerkt framlag til aukinnar þekkingar á sviði sem lítt hafði áð- ur verið kannað. Fyrir þetta stór- virki var Haraldur gerður að heið- ursdoktor við Háskóla Íslands árið 1980. Bókasafn Haralds um korta- fræði og skyld efni náði um 600 bindum bóka og tímarita. Þar er m.a. að finna endurprentanir á kortabókum fremstu kortagerðar- manna fyrri alda, ýmis rit virtra fræðimanna á þessu sviði auk helstu tímarita um kort alveg frá byrjun útkomu. Við opnun Landsbókasafns Ís- lands – Háskólabókasafns í Þjóð- arbókhlöðu 1. desember 1994 var skýrt frá því að Haraldur og kona hans Sigrún Á. Sigurðardóttir hefðu gefið safninu kortabókasafn sitt auk ýmissa annarra gagna um landakort og sögu þeirra er Har- aldur hafði dregið að þegar hann vann að kortasögunni. Mörg rita gjafarinnar eru mjög fágæt þótt flest séu þau gefin út á síðustu öld. Bókagjöfin myndar stofn að hand- bókasafni fyrir kortasafn þjóð- deildar. Eins og minnst var á hér að ofan lét Haraldur sér annt um söfnun ferðabóka um Ísland og varð safn hans um þau efni að lok- um eitt hið mesta og merkasta í einstaklingseigu hér á landi. Einn- ig hafði Haraldi áskotnast mikið af ritum um önnur efni s.s. fagurbók- menntir og ýmis fræðirit. Allar þessar bækur keypti Bókasafn Akraness árið 1994 og mynda þau rit þar sérsafn sem kennt er við Harald og Sigrúnu. Fer vel á því að bækurnar séu varðveittar á stað sem er nærri átthögum hans. Haraldur kvæntist árið 1954 Sigrúnu Ástrós Sigurðardóttur kjólahönnuði. Heimili þeirra var lengst að Drápuhlíð 48, hlýlegt og menningarlegt og öðrum þræði vinnustaður húsráðendanna beggja. Sigrún studdi mann sinn í störfum hans og líklega er hlutur hennar í æviverki Haralds meiri en marga grunar. Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn hefur sett upp litla sýningu í forsal þjóðdeildar safns- ins til að minnast aldarafmælis Haralds Sigurðssonar. Sýningin endurspeglar aðallega framlag hans til rannsókna á kortasögu landsins en einnig er reynt að gera öðru ævistarfi hans skil. Jökull Sævarsson. Haraldur Sigurðsson ALDARMINNING Elsku systir og vinkona. Það er margt sem kemur upp í huga minn er ég minnist þeirra stunda sem við áttum sam- an, fyrsta minningin er þegar við fluttum frá Ísafirði til Hafnar- fjarðar og krakkarnir úr Kinnun- um komu niður að læk og spurðu okkur hvort við kæmum frá Græn- landi og hvort þú eða Gummi Júní væruð hálfsystkini okkar, svona var það stundum. Og ég man hvað þér fannst heimilisverkin leiðinleg og sagðist ekki láta þær elstu ráða á heimilinu. Sem unglingar unnum við oft saman eins og til dæmis á Lang- eyri, í Vestmannaeyjum og á fleiri stöðum. Þér þótti vélarvinnan skemmtilegust og varst þú mjög handfljót en ég var seinvirkari, við vorum svo ólíkar. Þú fluttir víða um land, á Skagann, Seyðisfjörð, aftur til Hafnarfjarðar og síðan fyrir tíu árum til Noregs. Ég kom með Leó í heimsókn fjögurra ára og síðan aftur í fyrrasumar. Þú og fjölskyldan tókuð vel á móti okkur þó að veikindin væru orðin mikil, það gleymist aldrei. Í stórum Freyja Ásgeirsdóttir ✝ Freyja Ásgeirs-dóttir fæddist á Flateyri 27. maí 1960. Hún lést á sjúkrahúsinu í Drammen í Noregi 23. febrúar síðast- liðinn. Freyja var jarð- sungin frá kirkjunni í Mjøndalen 4. mars. systkinahóp er margt brallað og stórt skarð myndast er eitt í sjö systkinahópi fellur frá. Mikið væri ver- öldin einmanaleg ef maður ætti ekki syst- ur. Þín systir, Berglind. Þann 4. mars síð- astliðinn var til graf- ar borin í Mjondal- kirkju í Noregi bróðurdóttir mín hún Freyja. Ég man þegar hún fæddist á sjúkra- skýlinu á Flateyri. Ólst hún svo upp á Suðureyri, Ísafirði og níu ára gömul fluttist hún til Hafn- arfjarðar. Hún var ákaflega glað- legt barn, full af gleði og gáska, sem fylgdi henni þar til yfir lauk. Eða þangað til hún gat ekki tjáð sig lengur vegna illkynja sjúkdóms sem hún varð að lúta í lægra haldi fyrir. Hún flutti ásamt manni og þrem dætrum til Noregs árið 1997. Ég man eftir henni heima á Flateyri, hún kom oft í heimsókn til afa og ömmu á Hafnarstræti 13. Alltaf var hún hress og kát og manni leiddist ekki í návist hennar. Mér er ekki grunlaust um að ég hafi viljað hafa hönd í bagga með upp- eldi hennar sem „stóra frænka“. Síðar var ég heimagangur að Lækjarkinn 10, heimili foreldra hennar. Alltaf var hressandi að hitta Freyju og var mikið fjöl- menni þar á heimili. Var þar oft mikið um að vera enda börnin mörg. Síðan gat ég heimsótt hana nokkrum sinnum til Noregs, alltaf var hún góð heim að sækja. Þótt hún væri orðin veik gat hún leikið sér við dótturson minn og dótt- urdóttur sína. Ég man að hún hoppaði bæði í parís og lék við þau smá golf. Oft heyrði ég í henni í síma eftir að hún gat ekki lengur unnið úti og keyrt bíl. Það held ég að henni hafi fundist erfitt. En ég dáðist að þessari ungu frænku minni, hún var alltaf svo bjartsýn, kvartaði aldrei. Það var bara allt í lagi hjá henni, sagði hún. Ég gladdist yfir því að geta farið til Noregs og fylgt henni síðasta áfangann hér á jörðu. Ég veit að það hefur verið mikið fjölmenni sem tók á móti þér og leiddi þig inn í sólskinslandið, þú hefur tekið fram golfkylfurnar þínar og gengið um grænar grund- ir þar. Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein og gullskrýddir blómstígar alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar á göngunni löngu til heimsins borgar. En lofað ég get þér aðstoð og styrk og alltaf þér ljósi þó leiðin sé myrk. Mundu svo barn mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. Elsku Friðgeir minn, þú hefur misst mikið, bæði móður þína ný- lega og þína ástkæru eiginkonu, sem var þinn besti félagi og vinur. Dætur og dótturdætur sem misstu móður, ömmu og bestu vinkonu, foreldrar, systkini, tengdasystkini og hinn stóri frændgarður misstu góðan vin. Megi guð og allir góðir englar vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk um framtíð alla. Takk fyrir allt. Lilja frænka. Frank Ponzi list- sagnfræðingur, sem nýlega er látinn, var ógleyman- legur maður. Ég kynntist Frank fyrst árið 1971 þegar ég var skip- aður í Fulbrightnefnd þar sem Frank hafði lengi átt sæti. Frank lét sér annt um störf nefndarinnar og beitti sér fyrir markverðum nýj- ungum. Hann kom því meðal ann- ars til leiðar að tvær heimsfrægar söngkonur komu til Íslands og héldu hér tónleika. Allur undir- búningur og skipulag þeirra við- burða var í höndum Franks. Á þeim árum sem við unnum saman þurftu nefndarmenn að takast á við erfið starfsmannamál, og reyndist Frank öðrum fremri við lausn þeirra. Þótt Frank væri Bandaríkja- maður og sækti aldrei um íslensk- an ríkisborgararétt, bar hann samt mikla tryggð til Íslands og lagði meiri rækt við íslenska menningu en flestir heimamenn. Foreldrar Franks voru ítalskir innflytjendur, og ítalskan var því hans móðurmál þótt enskan yrði honum brátt tam- ari. Seinna stundaði hann nám við Oxfordháskóla. Sagði hann að upp frá því hefðu bandarískir vinir hans strítt honum á Oxfordfram- burðinum og sagt að nú væri hann greinilega orðinn Englendingur. Rætur Franks lágu til Ítalíu, og hann varðveitti ætíð tengslin við ættland sitt. Í Bandaríkjunum kynntist hann söngkonunni Guð- rúnu Tómasdóttur. Þau Guðrún gengu í hjónaband og hann flutti með henni til Íslands. Frank sagði í gamni að hann væri svo margra Frank Ponzi ✝ Frank JosephPonzi fæddist í New-Castle í Penn- sylvaníuríki í Bandaríkjunum hinn 18. maí 1929. Hann lést á heimili sínu í Brennholti í Mosfellsdal 8. febr- úar síðastliðinn, á 79. aldursári. Athöfnin fór fram í kyrrþey. þjóða maður að eig- inlega mætti hann heita heimsborgari, og mun það orð að sanni. Heimili þeirra Guðrúnar að Brenn- holti í Mosfellsveit var einstakt fyrir margra hluta sakir. Húsið sem Frank reisti þar í áföngum, féll inn í landslagið og samlagaðist því líkt og Frank sjálfur samlagaðist landinu og þjóðinni. Hann nýtti jarðvar- mann á staðnum og kom upp gróð- urhúsi þar sem hann ræktaði alls kyns grænmeti og ávexti, stundaði silungsrækt og varð sjálfum sér nógur um flesta hluti. En hann vanrækti ekki sérgrein sína, myndlistina. Eftir hann liggja merk ritverk og kvikmyndir um ís- lenskan menningararf. Af ótrú- legri þrautseigju leitaði hann uppi gleymd listaverk liðinna alda og kom þeim á framfæri. Fyrir það eigum við Íslendingar honum mik- ið að þakka. Frank var sjálfur prýðilegur málari þótt hann flíkaði því ekki. Þekktari varð hann fyrir frábærar viðgerðir á gömlum lista- verkum. Öll vinnubrögð hans ein- kenndust af vandvirkni, og það var ekki laust við að starfsmenn í prentsmiðju kviðu komu hans vegna þess hve fundvís hann var á minnstu galla í þeim fagurlega myndskreyttu bókum sem hann bjó til prentunar. Frank var með afbrigðum skemmtilegur maður og kunni frá mörgu að segja. Því var ekki að undra þótt hann ætti marga vini sem einatt lögðu leið sína að Brennholti. Þar biðu gesta ávallt góðar móttökur, því að hjónin voru bæði jafn glaðvær og gestrisin. Ég minnist með þakklæti og söknuði þeirra stunda sem ég og fjölskylda mín áttum með Frank frá okkar fyrstu kynnum fyrir tæpum fjórum áratugum. Guðrúnu ekkju hans og börnum þeirra, Tómasi og Margréti, votta ég inni- lega samúð mína. Þorsteinn Sæmundsson. Kæri frændi. Fyrsta minning mín um þig er myndband sem pabbi tók af þér þegar þú varst ný- fæddur, en við hin bið- um fyrir austan eftir að fá að sjá nýj- asta meðlim fjölskyldunnar. Það mátti heyra saumnál detta í stofunni í Hraunbæ þegar fjölskyld- an sameinaðist við skjáinn og horfði hugfangin á nýfædda krílið á skján- um. Það gerðist svo sem ekki mikið í þessu myndbandi, þú varst sofandi í vöggu með litla blettinn á nefinu. Þú varst ekki lengi svona rólegur, því þegar þú stækkaðir var sjaldan lognmolla í kringum þig. Þú varst mjög orkumikill og það er okkur öllum ferskt í minni þegar þú prílaðir efst upp í hurðaropið í eldhúsinu heima en mamma þín kippti sér ekkert upp við það, hún var vön slíkum æfingum. Það stóð aldrei á mér þegar vant- aði barnapíu fyrir þig, enda varst þú einstaklega meðfærilegt barn, það fannst hvorki í þér fýla né frekja. Það var frekar að þú værir skelli- Heiðar Örn Einarsson ✝ Heiðar Örn Ein-arsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1989. Hann lést 14. janúar síðastliðinn. Heiðar Örn var jarðsunginn frá Langholtskirkju 22. febrúar sl. hlæjandi að iðka fim- leikaæfingar á hús- gögnunum. Ég man vel eftir því hvað ég var stolt af því að eiga svona lítinn, sætan og skemmtileg- an frænda til að passa. Barnapíustundun- um fækkaði með árun- um en þrátt fyrir mik- ið aldursbil þá var ég dugleg að gera eitt- hvað með þér og Mel- korku, en þið voruð óaðskiljanleg á þeim tíma. Ykkur þótti nú ekki lítið flott að fá að fara með mér á rúntinn eða í bíó. Sambandið minnkaði eðlilega þeg- ar unglingsárin tóku við, en mér er mjög minnisstæð fermingarmynda- takan sem við tvö framkvæmdum fagmannlega í Öskjuhlíðinni. Við skemmtum okkur konunglega þenn- an dag, það var mikið grínast og hlegið. Ég er mjög ánægð með tímann sem við fjölskyldan eyddum saman erlendis í haust. Þar kynntumst við þér alveg upp á nýtt. Þú varst skyndilega orðinn að myndarlegum ungum manni með sterkar skoðanir á lífinu. Ég er mjög þakklát fyrir að þú fannst þig í trúnni og ég vona að þú hafir farið úr þessu lífi í sátt við Guð þinn. Rebekka Víðisdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.