Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 54

Morgunblaðið - 04.05.2008, Síða 54
54 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan HVORT MUNDIR ÞÚ VILJA VERA GÁFAÐUR OG FÁTÆKUR EÐA SNIÐUGUR OG RÍKUR ÉG MUNDI VILJA VERA SNIÐUGUR OG RÍKUR... SÍÐAN MUNDI ÉG RÁÐA GÁFAÐAN MANN Í VINNU HJÁ MÉR HMM... SNIÐUGT BLÚP! BLÚP! BLÚP! BLÚP! VILTU GJÖRA SVO VEL AÐ HÆTTA AÐ LEIKA ÞÉR AÐ MATNUM ÞÍNUM?!? ÞETTA ERU ÍÞRÓTTAMEIÐSL ÉG DATT ÞEGAR ÉG STÓÐ UPP TIL AÐ SKIPTA FRÁ FÓTBOLTANUM YFIR Á KÖRFUBOLTANN EIN AF ÁSTÆÐUNUM FYRIR ÞVÍ AF HVERJU ÞAÐ ER BETRA AÐ EIGA HUND EN KÖTT ÉG GÆTI FARIÐ ÚT AÐ HJÓLA... ÉG MUNDI ÞJÓTA UM GÖTURNAR OG FINNA VINDINN Í HÁRINU Á MÉR. ÉG GÆTI FARIÐ Á FALLEGA STAÐI... JAFNVEL HJÓLAÐ ALLA LEIÐ ÚT Í SKÓG... Á HINN BÓGINN... ER C.S.I. AÐ BYRJA EFTIR SMÁ STUND ÞÆR LEIÐIR SEM MAÐUR LÆRIR Á „ANIMAL PLANET“ ERU EKKI ALLTAF BESTU LEIÐIRNAR TIL AÐ NÁ SÉR Í MAKA dagbók|velvakandi Messías vorra tíma FÆÐING sértrúarsafnaðarleiðtog- ans séra Moons var upphafið að nýj- um trúarbrögðum sem formlega voru stofnuð 1960. Er það ártal merkilegt fyrir það að það ár bar Vatíkaninu að opinbera leynd- ardóminn í Fatíma, sem kaþólska kirkjan gerði aldrei í trássi við him- neskan sendiboða sem birtist í Fatíma. Kristin trúarbrögð voru líka ný trúarbrögð á dögum Krists og postulanna – gyðinglegur sér- trúarflokkur. Hin kristna kirkja spratt upp úr mistökum gyðinga er þeir kross- festu konung sinn, sem þeir höfðu lengi beðið eftir en þekktu ekki er hann kom. Í trú gyðinga er ekki gert ráð fyrir aftöku Messíasar heldur jarðneskum konungdómi hans. Við þessi hörmulegu endalok frelsarans sköpuðu kristnir menn trúarbrögð byggð á fórnardauða guðssonarins. Gyðingar bíða enn komu Messíasar og hafa upp til hópa ekki áttað sig á mistökum sín- um og nú í dag bíða kristnir menn endurkomu Krists. Hversu lengi vilja þeir bíða? Hversu lengi vilja þeir loka augunum fyrir því að Messías sé líklega kominn? Ef áætlun almættisins var sú að Jesús yrði myrtur hvers vegna gekk Júdas, sá sem sveik Jesú, út og hengdi sig en var ekki fagnað sem hetju heimsbyggðarinnar? Hvers vegna varð myrkur um allt landið er Jesús dó á krossinum en ekki sól, birta og fögnuður með lúðrablæstri og gleðilátum? Hvers vegna lifum við enn í syndugum heimi ef Kristur Jesús dó fyrir syndir heimsins og fullkomnaði það verk með dauða sínum? Hin gamla guðfræði krist- indómsins er öll byggð á alvarleg- asta glæp mannkynssögunnar og mistökum manna sem tóku af lífi son Guðs, sem kom til að frelsa mannheim og byggja upp jarðneska fjölskyldu himnaföðurins. Kristur bað Guð að fyrirgefa þeim er drápu hann. Hvers vegna ef krossfestingin var sáluhjálparatriði fyrir allan heiminn? Hann bað Guð að taka frá sér bikar þjáninganna í Getsemane. Hvers vegna ef hann kom í heiminn í þeim tilgangi að deyja á krossi? Föður Moon hefur verið hafnað af kristnum mönnum eins og Jesú var hafnað af gyðingum. Séra Moon og söfnuður hans hefur verið upp- nefndur sértrúarsöfnuður og skul- um við ekki gleyma því að Jesús Kristur var einnig leiðtogi sér- trúarsafnaðar gyðinga sem seinna urðu þekktir undir nafninu kristnir menn. Þeir voru illa liðnir af leiðtog- um gyðinga, sem voru þeir fyrstu til að afneita Kristi, þótt þeir þættust manna vitrastir í guðfræði. Eru kristnir menn að endurtaka sömu mistök í dag með því að afneita frið- arhöfðingja og Messíasi vorra tíma? Einar Ingvi Magnússon Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is AÐ lenda flugvél fullri af farþegum er mikið ábyrgðarhlutverk. Hér sést flugvél við það að lenda, ekki svífur hún langt frá ljósmyndaranum og virð- ist sem hún snerti trjátoppana. Morgunblaðið/Ómar Flugvél í lendingu FRÉTTIR STÓRSÝNINGIN Heilsa, húð og hár stendur yfir í Vetrargarðinum í Smáralind um helgina. Sýningin spannar allt heilsusviðið og verður einstaklega fjölbreytt og lifandi. Fyrirtæki úr öllum heilsugeirum kynna þar vörur sínar og þjónustu fyrir sýningargestum. Það verður frítt inn á sýninguna sem er opin frá kl. 11 til 18.30 í dag, sunnu- dag. „Á sýningunni verður mikið um tilboð á heilsuvörum og þjónustu er tengist heilsu, húð og hári. Þá verður vegleg fyrirlestraskrá með fjölda fyrirlestra sem líka verður frítt inn á. Sýningargestum gefst þarna einstakt tækifæri til að kynnast öllu því helsta og nýjasta sem er á boðstólum á sviði heilsu og fegurðar. Stórsýningin Heilsa, húð og hár er nú haldin í fyrsta sinn á Íslandi. Einkennisstef sýn- ingarinnar er – Heilsan er okkar dýrmætasta eign!“ segir í tilkynn- ingu. Heilsa, húð og hár 2008 í Vetrargarðinum Ljósmynd/Gísli Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.