Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 62

Morgunblaðið - 04.05.2008, Side 62
62 SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLINN Í REYKJAVÍK 2008-2009 Innritun stendur yfir Nánari upplýsingar á tono.is SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í REGNBOGANUM OG BORGARBÍÓI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI * Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5 % endurgreitt í SmárabíóSími 564 0000Sími 462 3500 ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA eee ,,Hugljúf og skemmtileg" - V.J.V., Topp5.is/FBL SÝND Í SMÁRABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! eeee “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is/FBL -S.V., MBL eeee - 24 stundir 2 VIKUR Á TOPPNUM! Iron Man kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Made of Honour kl. 1 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 Made of Honour kl. 1 - 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 LÚXUS Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára Bubbi Byggir ísl. tal kl. 1 - 2:30 - 4 21 kl. 10 B.i. 12 ára Superhero Movie kl. 1 - 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára Horton m/ísl. tali kl. 1 Made of Honour kl. 3 - 6 - 8:20 - 10:35 The Ruins kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Tropa de Elite kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára Forgetting Sarah Marshall kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Brúðguminn enskur texti kl. 3 - 6 B.i. 7 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Í BÍÓ Made of Honour kl. 8 - 10 Street Kings kl. 10 B.i. 16 ára Forgetting Sarah M. kl. 6 - 8 B.i. 12 ára Superhero Movie kl. 6 B.i. 7 ára Bubbi Byggir m/ísl. tali kl. 3:20 - 4:40 Horton m/ísl. tali kl. 4 SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI „ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI (EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“ SVERRIR Bergmann hefur verið viðloðandi ís- lenskt tónlistarlíf um nokkurt skeið, eða allt frá því hann sigraði í söngkeppni framhaldsskólanna árið 2000 með laginu „Án þín“. Tvíhöfði sneri út úr lag- inu með „Ég vil ei vera væm- inn“ og það kæmi mér ekki á óvart þó að lagið væri í raun kunnara í flutningi þeirra. Nú, átta árum síðar, er fyrsta sólóskífa Sverris komin út, en hann hefur áður gefið út plötur með hljómsveit- inni Daysleeper sem nú er hætt. Hann er fínn söngvari en röddin og beiting hennar hefur eng- an sérstakan karakter og er auðgleymanleg fyrir vikið. Hvað lagaval varðar er Sverrir í sjálfu sér á svipuðum slóðum; þetta er dramatískt popp með rokkáhrifum. Þegar maður leitar að svipuðum hljómsveitum á heimsmælikvarða koma helst upp í hugann rokksveitir frá tíunda áratugnum; Cranberries, Creed, Jet Black Joe, fyrstu plötur Radiohead. Það er nefnilega eitthvað innilega „næntís“ við þessa plötu Sverris. Í laginu „Fad- ing Away“ jaðrar við að verið sé að skopast að þessu gruggpoppi (eða hvað við köllum það), svo útvatnaðar eru klisjurnar. Ætli Sverrir hafi lært fagið af Tvíhöfða? Snemma á plötunni eru þó nokkur lög sem eru klassískara eðlis. „White Dove“ er mjög Bítla- legt, vel heppnað sem slíkt, og vísar raunar blá- kalt í Lennon þegar friðar- og kærleiksboðskap lagsins er miðlað. Hann er þó fremur óljós – hvað þýðir þetta t.d: „Over the earth / and into your heart / life should be beautiful / Open your eyes / life is a birth / if only your [svo] willing to take part / fly in the name of love.“ Því miður gerast textarnir ekki mikið safaríkari en þetta. „Brother“ fjallar t.d. um bróðurmissi á lítt ljóð- rænan hátt. Lagið og textinn er áferðarfallegt en áhrifalítið, ristir ekki djúpt, heldur kemur og fer án þess að maður verði þess var. Textinn í „Havelock Bar“ gerir hins vegar vart við sig, því Sverrir skiptir yfir í íslensku annað slagið, en því miður nýtir hann hana ekki í neitt merkara en „But I don’t know your name / en ég vil bjóða þér heim.“ Í sjálfu sér er snjallt að ríma milli tungumála, en að hugsa sér hversu miklu betra það væri ef það væri merkingarauk- andi eða hefði aukið listrænt gildi í för með sér. Eins snertir lagið „Kiss it Better“ við manni, en eflaust ekki á þann hátt sem ætlað var. Lagið er svo hræðilega væmið að maður getur ekki annað en velt því fyrir sér hvort Sverrir hafi hreinlega ekki meðtekið skilaboðin frá Tvíhöfða við alda- mótin. En þetta er ekki allt svona slæmt. Bestu lögin eru jafnframt þau hressustu. „A World for Us“ ber höfuð og herðar yfir allt annað, vel heppnað og Cardigans-legt popp, og „Snow“ er í svip- uðum dúr þó ekki sé það alveg jafngott. Þar tekst textanum meira að segja að teikna upp lif- andi og skemmtilegar myndir. „Other Side“ og fyrrnefnt „White Dove“ eru einnig nokkuð sterkar og smekklegar smíðar. Hljóðblandarinn S. Husky Höskulds bjargar mörgum laganna fyrir horn með skemmtilegum smáatriðum í hljóðmyndinni. Þá er hljóðfæraleikur pottþéttur þótt vissulega sé ekkert hér sem ætti að reyna á. Þegar allt kemur til alls er erfitt að sjá til hvers Bergmann er gefin út, nema ef væri að selja nokkur eintök. Tilfinningaleg dýpt er nær engin og ekki kaupir maður hana fyrir frumleik- ann né tæknileg undur, enda hvorugt til staðar. Ristir ekki djúpt TÓNLIST Geisladiskur Bergmann – Bergmann bbnnn Tónlistarmaðurinn Bestu lögin eru sögð þau hressustu en frumleiki er ekki til staðar. Atli Bollason Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.