Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MAÍ 2008 65
FRÁBÆR ÖÐRUVÍSI SPENNUMYND
Í LEIKSTJÓRN PAUL HAGGIS, (CRASH)
eeee
BBC
TOMMY LEE JONES EINS OG
HANN GERIST BESTUR
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
SÝND Á SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
bíóUNUM ÁLFabaKKa, KriNgLUNNi, aKUrEYri, KEFLaVíK Og sELFOssi
SÝND Í KEFLAVÍK
SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI
eeee
“Ein besta
gamanmynd
ársins”
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
-S.V., MBL
eeee
- 24 stundir
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI
OG KEFLAVÍK
iron man kl. 2 - 5 - 8 - 10:30 poWer B.i. 12 ára
drillbit taylor kl. 4 - 6 B.i. 10 ára
over her dead body kl. 8 B.i. 7 ára
the ruins kl. 10 B.i. 16 ára
undrahundurinn ísl. tal kl. 2 LEYFÐ
iron man kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
superhero movie kl. 8 LEYFÐ
p2 kl. 10 B.i. 16 ára
drillbit taylor kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ
bubbi byggir m/ísl tali kl. 3:30 LEYFÐ
iron man kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
forgetting sarah m. kl. 5:45 - 8 B.i. 12 ára
21 kl. 10:30 B.i. 16 ára
horton m/ísl tali kl. 4 LEYFÐ
bubbi byggir m/ísl tali kl. 4 LEYFÐ
l
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Á SELFOSSISÝND Á AKUREYRI
SÝND Í KEFLAVIK OG SELFOSSI
2 vikur á toppnum!
vinsælastamyndin á Íslandi Í daG!
eeee
Ebert
eeee
S.V. - MBL
VEFSÍÐA VIKUNNAR: WWW.GOOGLE.COM/CALENDAR»
Eftir Ásgeir Ingvarsosn
asgeiri@mbl.is
ERFITT getur verið að henda
reiður á öllum verkefnum dagsins,
stefnumótum og fundum, afmæl-
isdögum og prófum.
Vefur vikunnar, Google Calendar,
er mikil himnasending fyrir þá sem
hafa mikið á sinni könnu, og líka
hina sem hafa ekkert að gera en
tekst einhvern veginn alltaf að
gleyma að senda mömmu blóm á af-
mælisdeginum.
Einfaldleiki og notagildi
Vissulega er mikið til af alls kyns
forritum sem eiga að gera sama
gagn og Google Calendar, en þau
ýmist skortir einstaklega þægilegt
og skýrt notendaviðmótið, eða kosta
pening. Google Calendar er bráð-
einfalt í notkun og ókeypis eins og
allt það besta í lífinu.
Sá sem þetta ritar setti Google
Calendar sem fyrstu upphafssíðu af
sex, sem opnast sjálfkrafa þegar
vafrinn er ræstur (hinar síðurnar
eru bráðnauðsynlegar fréttasíður).
Þannig er dagatalið alltaf hæfilega
sýnilegt yfir daginn. Það er nefni-
lega einn helsti ókostur dagatals-
forritanna, að það þarf að ræsa þau
sérstaklega, sem vill gleymast nema
kannski hjá þeim sem þurfa þeim
mun meira að skipuleggja allt dags-
ins amstur.
Google Calendar veitir á einfaldan
hátt yfirsýn yfir verkefni dagsins,
vikunnar eða mánaðarins. Hægt er
að tímasetja verkefni upp á hár, en
þarf þó ekkert endilega og má því
hvort heldur stífskipuleggja hverja
mínútu dagsins, eða einfaldlega
setja inn minnispunkta um helstu
verkefni. Öllu má svo endurraða
hingað og þangað eins og þarf.
Sáraeinfalt er að merkja end-
urtekna viðburði og verkefni þannig
að þau birtist reglulega, hvort held-
ur vikulega, alla virka daga, þrjá
daga vikunnar, tvo daga vikunnar,
mánaðarlega eða einu sinni á ári.
Vefurinn býður auðvitað upp á að
stilla inn áminningar, svo vafrinn
lætur vita með hæfilegum fyrirvara
áður en fundur byrjar, nú eða bara
spennandi þáttur í sjónvarpinu sem
ekki mátti gleyma að horfa á.
Bæði í leik og starfi
Síðan má stofna aðskildar daga-
talafærslur, t.d. einn hóp færslna
sem merktar eru vinnu, og aðrar
sem merktar eru einkalífi, og svo
velja hvort aðeins ein, eða allar
færslur eiga að birtast í dagatalinu
hverju sinni.
Það má jafnvel bæta við dagatöl-
um annarra, og láta þau birtast í yf-
irlitinu. Vinnu- og skólafélagar geta
þannig haft yfirsýn yfir verkefni og
áætlanir hverjir annarra, og eins má
sækja inn æfingaáætlun íþrótta-
félagsins eða veðurspá dagsins.
Fjöldi íslenskra félagasamtaka hef-
ur gert dagskrá sína aðgengilega
gegnum Google Calendar og einnig
má sækja inn í dagatalið margskon-
ar fróðleik, s.s. spennandi íþrótta-
leiki eða sögulega viðburði dagsins
Sá sem þetta ritar lofar að enginn
verður svikinn sem temur sér að
nota Google Calendar. Aldrei fram-
ar gleymd brúðkaupsafmæli eða
tímapantanir í klippingu!
Skipulagt líf er betra líf
Morgunblaðið/Jim Smart
Gamaldags Nútímamaðurinn hefur í svo mörgu að snúast að pappírsdagatöl og dagbækur duga skammt.