Morgunblaðið - 04.05.2008, Qupperneq 68
SUNNUDAGUR 4. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2008
Heitast 12 °C | Kaldast 6 °C
A og NA, víða 10-18
m/s, hvassast f. norð-
vestan. Skýjað og rign-
ing eða súld, úrkomu-
minna f. norðan. » 8
ÞETTA HELST»
Fimm milljarðar á ári
Marel ver tæpum fimm millj-
örðum í rannsóknir og þróun á ári.
Árni Oddur Þórðarson stjórn-
arformaður telur nauðsynlegt að
efla hér nýsköpunar- og þróun-
arstarf. Hann bendir á Noreg þar
sem veittur er skattaafsláttur vegna
rannsókna- og þróunar. »Forsíða
Óttast bringuflóð
Tollur á ferskum kjúklingabring-
um frá ESB er mun lægri en af öðr-
um tegundum kjúklings. Fram-
kvæmdastjóri Ísfugls telur að
bringur muni flæða yfir markaðinn
verði matvælalöggjöf ESB innleidd
hér. »2
Aum ríkisstjórn
Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins, sagði á mið-
stjórnarfundi flokksins að rík-
isstjórnin væri ekki vandanum vaxin
og að hún væri sú aumasta sem setið
hefði frá þjóðarsáttinni 1990. »2
Fjallakappi í klifurmynd
Fjallamaðurinn heimsþekkti, Sim-
on Yates, er væntanlegur hingað til
lands fljótlega vegna frumsýningar
fyrstu íslensku fjallakvikmynd-
arinnar í fullri lengd. »4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Já, já og nei, nei
Forystugreinar: Umskipti hjá
Íhaldsflokknum | Reykjavíkurbréf
Ljósvakinn: Sunnudagsþunglyndi
UMRÆÐAN»
Stjórn SA hvetur til
samstillingar ábyrgra aðila
Alcan hjólar í vinnuna
Fjölmennt á leikskólum
Er frjálshyggjan að bregðast?
Aðstandendur fanga
Menntun í þágu atvinnuveganna
Óskhyggja Jóns Sigurðssonar
ATVINNA»
TÓNLIST»
Sólstafir á þunga-
rokkshátíð. » 61
Mörg forrit eiga að
gera það sama og
Google Calender en
skortir þægilegt not-
endaviðmót og kosta
líka peninga. » 64
VEFSÍÐA»
Ókeypis
og gott
TÓNLIST»
Winehouse syngur ekki
fyrir Bond. » 63
TÓNLIST»
Britney Spears hefur
tapað miklu. » 67
Mark Chung var
bassaleikari Ein-
stürzende Neubaut-
en en hefur síðustu
árin verið baksviðs í
tónlistinni. » 58
Af bassa í
bransann
TÓNLIST»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Kvartað yfir bænakalli
2. Brúðkaupsveislan endaði með …
3. Það sem gerðist var óumflýjanlegt
4. Einstök fósturmamma
ÞAÐ er eins gott að telja vel í budd-
unni áður en fjölskyldan leggur af
stað með sundfötin í farteskinu á
blíðum góðviðrisdegi. Á meðan það
kostar nú fyrir16 ára og eldri heilar
1.800 krónur að dýfa tánum í Bláa
lónið og 1.400 krónur fyrir sama ald-
ursflokk að baða sig í Jarðböðunum
við Mývatn, kostar stök heimsókn
fullorðinna í sundlaugar Reykja-
víkurborgar 360 kr. og 280 kr. í
sundlaugar Kópavogsbæjar. Að-
gangseyrir fyrir unglinga 12 til 15
ára er 900 kr. í Bláa lóninu og 700 kr.
í Jarðböðunum við Mývatn. Ellefu
ára og yngri fá hins vegar frían að-
gang á báðum stöðum í fylgd fullorð-
inna. Börn fá líka frítt í sundlaug-
arnar upp að 6 ára aldri, en greiða
110-120 króna barnagjald eftir það.
Einnig er frítt í laugarnar fyrir ör-
yrkja og eldri borgara en Bláa lónið
rukkar 1.200 krónur fyrir þennan
hóp fólks og Jarðböðin 1.100 krónur.
Í sumar kemur fullorðinsgjaldið í
Bláa lóninu svo enn frekar til með að
hækka því búið er að boða hækkun
úr 1.800 kr. upp í 2.300 kr. fyrir
fullorðna yfir sumarmánuðina þrjá.
Þá verður heimsókn í lónið fyrir
kjarnafjölskylduna farin að telja
nokkra þúsundkalla og vel það séu
veitingar og hækkandi bensín-
dropar teknir með í reikninginn. |
join@mbl.is
Auratal
Sundferðin
Laugarferð fyrir fullorðinn einstakling
Bláa lónið 1800
Jarðböðin Mývatni 1400
Sundlaugar Reykjavíkur 360
Sundlaugar Kópavogs 280
Konungs-
steinarnir í
hlíðinni fyrir
ofan Geysi í
Haukadal
hafa fengið
nýja og
skarpari
ásýnd.
Ástæðan er
heimsókn
Friðriks Danaprins og Mary Elisa-
beth, konu hans, til Íslands.
Steinarnir bera ártöl þriggja kon-
ungsheimsókna, 1874, 1907 og 1921
og fangamark þriggja konunga,
Kristjáns IX., Friðriks VIII. og
Kristjáns X. Áletranirnar voru orðn-
ar nokkuð máðar. Fyrirtæki sem
tengjast viðskiptum Danmerkur og
Íslands styrktu viðgerðina. | 26, 8
Konungssteinn
Áletranir skerptar.
Konungs-
steinar fá
nýja ásýnd
KRIKKETÍÞRÓTTIN hefur um langan aldur þótt eftir-
læti þeirra sem unna bæði spretthörku og nákvæmni. Á
Klambratúni hefur skapast vettvangur krikketáhuga-
manna og er einbeitingin í fyrirrúmi.
Sprettharka og nákvæmni
Krikket leikinn í vorblíðunni á Klambratúninu
Morgunblaðið/Frikki
SIGURÐUR Friðriksson er þekkt
aflakló og hafði sérstakt lag á að
finna fisk þegar aðrir urðu ekki
varir. Aflabrögð hans eru sögu-
fræg, en fyrir tveimur árum opn-
aði hann hótel á Laugavegi 101 og
virðist hafa sama aðdráttarafl á
ferðalanga og fisk.
Sigurður byrjaði aðeins nokk-
urra ára gamall að draga fisk úr
sjó og segir að fjaran, beitinga-
skúrarnir og braggarnir þar sem
vertíðarfólkið bjó hafi verið sinn
háskóli. 15 ára réð hann sig á togara og segist varla hafa komið í land eftir
það nema til að fara í Sjómannaskólann. „Það var varla að maður kæmi í land
í 40 ár,“ segir hann í viðtali við Guðrúnu Guðlaugsdóttur.
Tekur hattinn ofan
Árið 2006 hætti Sigurður útgerð og opnaði hótel 4th Floor. Á heimasíðu
Tripadvisor er að finna þrjár umsagnir um hótelið og fær það hæstu einkunn
í þeim öllum. „Ég ferðast oft og iðulega og verð að segja að þetta er ein
ánægjulegasta reynsla mín af hóteli,“ skrifar einn og annar segist taka „hatt-
inn ofan fyrir vinalegu, vel reknu og sveigjanlegu hóteli“. „Ég er búinn að
vera skipstjórnarmaður frá því ég var ungur en ég var kominn í land og rak
útgerð og allt í einu fannst mér komið nóg af því og sneri mér að þessum
rekstri,“ segir Sigurður sem hefur ýmislegt reynt, bæði á sjó og í landi. | 24
Fjölhæfur Sigurður Friðriksson
Aflakló fer í
hótelrekstur
Kolaiðn-
aður á
krossgötum
UM þessar mundir er háð hörð bar-
átta um hina svokölluðu Future-
Gen-áætlun í Bandaríkjunum sem
miðar að því að nýta kol sem meng-
unarlausan orkugjafa.
Gert er ráð fyrir að 275 MW til-
raunaorkuver verði reist í Mattoon
í Illinois þar sem framleitt verði
vetni úr kolum og það nýtt til fram-
leiðslu rafmagns. Koltvísýringnum
verði dælt í jarðlög þar sem hann
gengur í efnasamband við bergið.
Bandaríska orkumálaráðuneytið
hefur nú kynnt breyttar áætlanir
þar sem styrkir verði veittir til þess
að reisa ný kolakynt orkuver og
þróa tækni til þess að farga CO2.
Framleiðsla vetnis verði hins vegar
látin lönd og leið. Formaður stjórn-
ar FutureGen, heldur því fram að
þetta muni seinka þróun aðferða til
þess að geyma CO2 í jörðu. Hann
bendir á að FutureGen sé ekki
starfrækt í hagnaðarskyni og þekk-
ingin muni því nýtast kolaframleið-
endum um allan heim. | 30
♦♦♦