Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 4

Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 4
4 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri en hann var sakfelldur fyrir gripdeild, fíkniefna- lagabrot og þjófnað. Maðurinn mun sæta tíu mánaða fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn játaði brot sín í héraði en áfrýjaði til Hæstaréttar og krafð- ist þess að refsingin yrði milduð. Hæstiréttur taldi ekki skilyrði til að verða við kröfu mannsins en hann var síðast dæmdur til refsingar í október á síðasta ári, þá fyrir ýmis auðgunar- og fíkniefnalagabrot. Hlaut hann þá átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Á rúmu ári hafði maðurinn verið dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi auk þess að einu sinni var honum ekki gerð sérstök refsing. Héraðsdómi þótti því ekki stætt að binda dóm hans skilorði og vísaði Hæstiréttur í forsendur dóms- ins. Stal saumavél og ferðagrilli Að þessu sinni var maðurinn m.a. sakfelldur fyrir þjófnað en hann braust inn í húsnæði Kennarahá- skólans og stal þaðan tölvum, og braust auk þess inn í nokkrar bif- reiðar. Úr þeim tók hann veski, snyrtivörur, fimmtán mynddiska með kennsluefni, saumavél, loftdælu og verkfærum. Einnig tók hann ófrjálsri hendi ferðagrill af bensínstöð og dældi bensíni á bíl sinn án þess að greiða fyrir það. Á manninum fundust níu skammtar af ofskynjunarlyfinu LSD. andri@mbl.is Ekki skil- yrði til mildunar Játaði en vildi vægari refsingu Hæstaréttar Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is STÆRSTA verkfræðistofa lands- ins, Mannvit, verður enn stærri. Á síðustu tveimur mánuðum hefur fyrirtækið bætt við sig 70 manns, stærstur hluti þess er sumarfólk en að sögn Eyjólfs Árna Rafns- sonar forstjóra hafa fastráðningar verið um 25 talsins. Að undan- skildu afleysingafólki eru starfs- menn Mannvits og dótturfélaga nú um 400 talsins. Spurður hvað valdi þessari fjölg- un starfsfólks, á tímum samdráttar í atvinnulífinu og uppsagna í ýms- um geirum, segir Eyjólfur Árni að aukin eftirspurn frá öðrum löndum skipti mestu. Orkuútrásin sé enn í gangi og það hafi sýnt sig að upp- bygging orkufreks iðnaðar síðustu ára hér á landi, með tilheyrandi uppbyggingu orkuvera, hafi skilað bæði þekkingu og reynslu sem er eftirsótt á erlendum markaði. Það sé algjör forsenda fyrir útrás Mannvits og fleiri íslenskra fyr- irtækja tengdra orkuiðnaði. Gengisþróunin hagstæð Stærstu erlendu verkefni Mann- vits eru í Mið-Evrópu, m.a. fyrir Exorku í Þýskalandi og Pannergy í Ungverjalandi. Þá er búið að stofna dótturfyrirtæki í Búdapest í Ungverjalandi í tengslum við fyr- irhugaðar jarðvarmavirkjanir. Bú- ið er að ráða 10 manns á þá verk- fræðistofu og Eyjólfur telur líkur á að fjölga þurfi enn frekar þeim mannafla á næstu mánuðum, bæði með heimamönnum og Íslending- um. Aukna eftirspurn að utan má einnig að hluta til skýra með þró- un gengismála, þar sem hagstæð- ara hefur verið að selja þjónustuna á meginlandi Evrópu með hækk- andi gengi evrunnar gagnvart ís- lensku krónunni. „Við erum komin í harða erlenda samkeppni en íslenskar verkfræði- stofur hafa ákveðið forskot þegar kemur að hönnun og undirbúningi orkufyrirtækja. Hækkandi olíu- kostnaður hefur aukið verulega þrýsting á uppbyggingu grænnar og endurnýjanlegrar orku, hvar sem þess er kostur í heiminum. Þarna eru gríðarleg tækifæri fyrir okkur Íslendinga, bæði í jarðgufu og vatnsafli,“ segir Eyjólfur Árni. Verkefnastaðan hér á landi er að sögn Eyjólfs nokkuð góð. Hann segir að þótt byggingarmarkaður- inn hiksti um þessar mundir sé það ekki varanlegt. Meðal stærstu verkefna eru hönnun virkjana á Hengilssvæðinu, þar sem Mannvit leiðir hóp verkfræðistofa, undir- búningur virkjana í neðri hluta Þjórsár ásamt VST-Rafteikningu, ráðstefnu- og tónlistarhúsið og loks þátttaka með HRV Engineer- ing í hönnun álvers Norðuráls í Helguvík. Einnig má nefna ný- byggingu Háskólans í Reykjavík. Mannvit bætir við sig 70 manns  Aukin erlend verkefni skipta mestu  Stofna dótturfélag í Ungverjalandi Morgunblaðið/Arnaldur Næg verkefni Eyjólfur Árni Rafns- son sér um að stýra Mannviti. Í HNOTSKURN »Mannvit varð til í apríl sl.með sameiningu VGK- Hönnunar og Rafhönnunar. Í ársbyrjun 2007 sameinuðust VGK og Hönnun. »Meiri sameining hefur orð-ið á verkfræðistofum, t.d. hjá VST og Rafteikningu. Þar starfa nú um 250 manns. »Mikil atvinnutækifæri erufyrir verk- og tæknifræð- inga framtíðarinnar og þá ekki síður á erlendum vett- vangi. KARLMAÐUR var handtekinn á Selfossi á föstudagskvöld eftir að stærðarinnar landabruggverksmiðja fannst í hesthúsi í sveitarfélaginu Árborg. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru í húsinu allt að 300 lítrar af gambra og um 70 lítrar af fullunnum landa. Er það svo mikið magn að lög- regla telur fullvíst að efnið hafi verið ætlað til sölu. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum en lögregla lagði hald á efnið og bruggtækin, auk ýmissa efna til áfengisgerðar. Bruggaði landa í hesthúsinu ALEX Zaklynsky fer fyrir fjölþjóðlegum hópi listamanna sem nú skreytir stóran vegg í gamla Sirkús-portinu í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sóttu um leyfi frá Reykjavíkurborg til að skreyta portið og fengu það loks síðastlið- inn miðvikudag. Alex og félagi hans Davíð Örn Halldórsson halda mynd- listarsýningu þann 17. júní í galleríinu The Lost Horse í Skólastræti 1 og segir Alex verkið í gamla Sirkús-portinu eiga að vera eins konar framleng- ingu á þeirri sýningu. Eigandi hússins gaf vilyrði sitt fyrir því að mála vegginn og þá var hafist handa við að útvega málningu og annað efni sem þurfti til verksins. Loks var veggurinn grunnmálaður með hvítri málningu og þá var beðið svars frá borgaryfirvöldum. Þegar samþykkið fékkst hófust listamennirnir þeg- ar handa og ef allt gengur að óskum geta borgarbúar notið ávaxtar erfiðis þeirra á þjóðhátíðardaginn 17. júní. haa@mbl.is Morgunblaðið/G. Rúnar Listamenn skreyta gamla Sirkús-portið FURÐUFISKURINN vogmær (Trachipterus arcticus) fannst í fjörunni á Borgarsandi við Sauð- árkrók á dögunum, að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Norður- lands vestra. Sjaldgæft er að þessi fiskur, sem er af vogmeyjarætt, sjáist úti fyrir Norðurlandi en hann er algengari sjón suður og vestur af landinu. Hann hefur einnig gengið undir nafninu vog- meri. Vinkonurnar Ragnheiður Er- lendsdóttir og Margrét Alberts- dóttir gengu fram á fiskinn á sinni reglubundnu heilsugöngu og komu vogmeynni í hendur Barða Stein- þórssonar, sjómanns og eig- inmanns Margrétar. Hann hafði aldrei séð slíka skepnu áður, þrátt fyrir langa reynslu til sjós. Ekki góður til átu Að sögn Þorsteins Sæmunds- sonar, forstöðumanns Náttúru- stofu Norðurlands vestra, er ekki vitað til þess að vogmær hafi áður rekið á fjörur í Skagafirði í seinni tíð. Dæmi eru um slíkan fund við Húnaflóa, Grímsey og Húsavík og víðar við Norðausturland. „Ég hef aldrei séð svona kvikindi áður ber- um augum. Fiskurinn lyktaði held- ur ekki vel og er ekki sagður góð- ur til átu,“ segir Þorsteinn sem upp á síðkastið er farinn að glíma í starfi sínu við ýmis furðudýr á norðurslóðum, nýbúinn að fá hvítabjörn á land! bjb@mbl.is Vogmær rak á land í Skagafirði Furðufiskur Vogmær er litskrúð- ugur fiskur og sjaldgæf sjón úti fyrir Norðurlandi. Ekki góður til átu en litfagur og mjúkur. NOKKRIR árekstrar urðu í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Á Bústaða- vegi ók ökumaður gegn rauðu ljósi í veg fyrir aðra bifreið. Farþegi í ann- arri bifreiðinni var fluttur á slysadeild og báðir bílar voru óökufærir. Þá var ekið á ljósastaur á Sæbraut við Laugarnestanga. Loks varð harkaleg aftanákeyrsla á Sæbraut og ökumaður auk farþega fluttir á slysadeild. Árekstrar í borginni Morgunblaðið/Júlíus Ó́ökufærir Ökumaður grunaður um ölvun ók aftan á kyrrstæðan bíl sem beið á rauðu ljósi. Engin bremsuför voru eftir þann sem ók aftan á. FISKURINN sem fannst á Borgar- sandi var um metri á lengd en að há- marki getur vogmær orðið um þriggja metra löng. Fiskurinn er borðlaga með langan rauðleitan bak- ugga og sporð sem minnir á blæ- væng. Hún er ein níu tegunda fiska af vogmeyjarætt og sú eina sem finnst við Ísland. Meðal fyrstu heimilda um vog- mær hér á landi eru í Ferðabók Eggerts og Bjarna. Þar segir að það sé eðli vogmeyjar að koma með flóð- inu upp að landi í grunnum víkum og vogum, sér í lagi þar sem botngerðin er sendin. Hún sé svo litfögur og mjúk að hún sé kennd við mey. Litfögur og mjúk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.