Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Kristín. Nú þegar leiðir skilur í bili er margs að minnast eftir rúmlega 62 ára sambúð okkar. Að heilsa og kveðja er lífsins saga. Veikindi fóru ekki framhjá þér á liðnum áratugum en þú stóðst þig vel og varst ekki að kvarta þótt Kristín Katarínusdóttir ✝ Kristín Katar-ínusdóttir fædd- ist á Bakka í Seyð- isfirði við Ísafjarð- ardjúp 8. maí 1928. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Seyðisfirði 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmunda Sigurðardóttir og Katarínus Grímur Jónsson. Kristín fluttist til Reykjavíkur árið 1940. Kristín giftist 12. febrúar 1946 Gesti Guðmundssyni. Sonur þeirra er Gestur Valgeir, f. 11. október 1946, hann á fimm börn. Kristín var jarðsungin frá Egilsstaðakirkju 2. júní. stundum væri erfitt. Sterkur vilji og áræði ásamt þinni sterku trú var bakhjarl þinn í lífi og starfi. Í stutt- an tíma vannst þú á Landspítalanum, þar líkaði þér mjög vel, naust þess ríkulega að geta orðið öðrum að liði sem áttu við veikindi að stríða en varðst að hætta því starfi vegna veikinda. Þú varst alltaf tilbúin að styðja þá sem voru minnimáttar, meira af vilja en getu. Þú hafðir alltaf mikla ánægju af að annast um börn, barnabörn okkar nutu þess fyllilega, ásamt fleiri börnum. Trúin á hið góða og sanna var þinn eiginleiki í lífinu. Þegar hugur minn leitar til baka áttum við sam- an fleiri gleðistundir, sem ég er þakklátur fyrir. Við nutum þess meðal annars að geta ferðast mikið bæði innan- og utanlands. Ég þakka þér hjartanlega fyrir trú- mennsku þína og góðvild alla tíð. Svo hittumst við aftur í fyllingu tímans. Síðasta árið dvaldi Kristín á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði við mjög góða hjúkrun og færi ég læknum og hjúkrunarfólki sérstak- ar þakkir. Gestur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku Stína mín, hafðu þökk fyr- ir allt og allt. Okkar kynni voru ekki löng, en þau voru mér mikils virði. Hvíl þú í friði í faðmi Guðs. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar feðga og annarra ættingja. Kveðja Helga. ✝ Sigríður Björns-dóttir fæddist í Gilhaga í Bæjar- hreppi í Stranda- sýslu 15. maí 1919. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Solveig Sigurbjörg Sæmundsdóttir, f. í Vatnagörðum í Út- skálasókn í Gull- bringusýslu 7. jan- úar 1882, d. 23. september 1923 og Björn Þórð- arson, f. í Gilhaga í Bæjarhreppi í Strandasýslu 19. júní 1879, d. 14. desember 1935. Sigríður var yngst systkina sinna en hin voru: Sigríður Elín, f. 26. nóvember 1906, d. 18. september 1907, Júl- íana Kristbjörg, f. 2. febrúar 1908, d. 10. apríl 1999, Sæmund- ur, f. 29. janúar 1911, d. 11. mars 2002, og Þórunn Valgerður, f. 22. febrúar 1917, d. 17. febrúar 1984. Sigríður giftist Jóni Benedikt Benediktssyni, bifreiðastjóra, f. í Ytra-Tungukoti í Bólstaðarhlíð- arhreppi í A. Húna- vatnssýslu 1. ágúst 1912, d. 8. apríl 1981. Foreldrar hans voru hjónin Friðrikka Guðrún Þorláksdóttir, f. í Giljárseli í Torfu- lækjarhreppi í A- Hún. 11. desember 1886, d. 18. apríl 1973 og Benedikt Helgason, f. á Kringlu í Torfu- lækjarhreppi í A- Hún 2. október 1877, d. 28. apríl 1943. Börn Sig- ríðar og Jóns eru: 1) Björn Ómar, f. 3. október 1939, maki Krist- björg Þórðardóttir. Börn þeirra eru Sigríður Benný, f. 1958, Þóra Kristín, f. 1961, Birna, f. 1962 og Þórður, f. 1963. 2) Friðrik, f. 26. febrúar 1945, maki Sigrún Guð- mundsdóttir. Börn þeirra eru Jón Þorsteinn, f. 1965 og Friðrik Helgi, f. 1970. 3) Sólveig, f. 14. mars 1962. Langömmubörnin eru 13. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu 3. júní. Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar, gleðina jafnar, sefar sorg; svipþyrping sækir þing í sinnis hljóðri borg. (Grímur Thomsen.) Þó liðin sé meira en hálf öld þá man ég vel tilhlökkunina sem fylgdi ferðum „suður“ til Reykjavíkur í heimsóknir í Skipholtið. Þar bjuggu Jón Benediktsson móðurbróðir minn og kona hans Sig- ríður Björnsdóttir. Hvorki var hátt til lofts eða vítt til veggja í litlu risíbúðinni þeirra, né því safnað sem mölur og ryð fær grandað, en víst er að hjartarúm var nægt. Tilhlökkunarefnin voru mörg: Ferðir með Jóni á Samsölubílnum út um allan bæ, meðan Sigga var við vinnu á elliheimilinu. Að fara með Siggu og Jóni í skúringar, að minsta kosti á tveimur stöðum. Hátíðarstundirnar með tilheyr- andi undirbúningi þegar við þrjú fórum í bíó, meðal annars að sjá stórmyndirnar „Oklahoma“ og „Porgy and Bess“. Heimsóknir til ættingja og vina og svo mætti lengi telja. Tíminn leið og að því kom að ég færi til Reykjavíkur í framhaldsnám. Þá voru það auðvitað Sigga og Jón sem buðu fram hjálp sína og var ég hjá þeim í fæði í fjóra vetur. Í þá tíð var heimilið eins og járn- brautarstöð. Þar bjuggu um tíma fyrir utan Siggu, Jón og Sólveig dóttir þeirra, yngri sonurinn, tengdadóttir og barn og alvanalegt var að hin barnabörnin væru í pöss- un hjá ömmu og afa. Og Sigga dekr- aði við okkur öll í mat og drykk. Enn liðu árin og Jón lést fyrir ald- ur fram 68 ára að aldri. Sigga og Sólveig héldu áfram að búa í íbúðinni og alltaf var jafn gam- an að koma í heimsókn og spjalla og Sigga kát og hress. Síðustu árin var líkaminn farinn að gefa sig, en andlegri reisn og minni hélt hún til hinstu stundar og var þakklát fyrir að geta verið heima með aðstoð Sólveigar. Að leiðarlokum þakka ég innilega allt sem þau sæmdarhjón Sigga og Jón gerðu fyrir mig og bið Guð að blessa minningu þeirra. Afkomend- um og fjölskyldum þeirra óska ég alls góðs á ókomnum árum. Guðrún. Sigríður Björnsdóttir ✝ Hrafnkell Egils-son fæddist í Reykjavík 24. júní 1940. Hann lést á Landspítalanum 16. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Egill Bjarnason, fornbókasali og þýðandi, f. 20.2. 1915, d. 7.3. 1993, og Gyða Siggeirs- dóttir póst- afgreiðslumaður, f. 11.9. 1918, d. 6.8. 1995. Systur Hrafn- kels eru Ólafía, f. 5.5. 1943, maki Jóhann Gunnar Friðjónsson, f. 24.5. 1941, og Soffía Stefanía, f. 7.3. 1953, maki Gunnar Jakob Haraldsson, f. 13.5. 1953. Árið 1965 kvæntist Hrafnkell Önnu Vilborgu Sigurjónsdóttur, f. 2.8. 1935, d. 17.7. 2007. Foreldrar Önnu voru Sigurjón Stefánsson skrifstofustjóri og Þórunn Sigríður Jensdóttir hjúkr- unarkona. Hrafnkell bjó fyrstu árin á Miklu- braut 7 og gekk í Barnaskóla Austur- bæjar. Þrettán ára gamall fluttist hann í Hófgerðið í Kópa- vogi. Hann lauk 1. og 2. bekk gagn- fræðanáms í Kópa- vogsskóla og tók landspróf frá Reykj- um í Hrútafirði. Hrafnkell lærði járnsmíði og vann í vélsmiðjunni Hamri meðan honum entist heilsa til. Hrafnkell og Anna bjuggu lengst í Sporðagrunni í Reykjavík en síðustu sjö árin á Brún við Íra- foss. Útför Hrafnkels fór fram frá Búrfellskirkju í kyrrþey 2. júní. Örlagadísirnar voru gjafmildar þegar Hrafnkell bróðir fæddist. Þær gáfu honum góðar gáfur, glæsilegt útlit og krafta. Ég var þrettán árum yngri en hann og skildi ekki alveg eldri stelpurnar í hverfinu þegar þær voru að segja mér að stóri bróðir minn væri eins og Elvis Presley, bara sætari. Full- vaxin öfundaði ég hann aftur á móti mjög yfir því að hafa erft fallegu fótleggina hennar mömmu. Þegar árin liðu fannst mér stóri bróðir ekki alltaf fara vel með góðu gjaf- irnar sem hann fékk í vöggugjöf. En hver og einn verður að velja sína leið í lífinu og ekki annarra að breyta þar um. Björtustu minningar mínar um Kela eru frá þeim tíma sem ég bjó í Stykkishólmi með strákana mína litla, Hrafnkel og Harald Óla. Þeim fannst mjög mikið til um frænda sinn sem var aldrei kallaður annað en stóri Keli með miklum áherslum á stóri. Kela fannst alltaf jafngam- an að ganga fram af frændunum með mögnuðu kökuáti og öðru sprelli. Þegar við fluttum til Reykjavíkur kom hann oft við í kaffisopa og var þá kíkt í tölvuna með strákunum eða þeim boðið í bíltúr. Eftir að Hildur Björg fædd- ist fékk hún að koma með og naut þess ekki síður að fá að fara í heim- sókn til Önnu en þær náðu mjög vel saman. Langar mig að þakka Köllu systur Önnu og Sölva eiginmanni hennar fyrir allan þann kærleik og umhyggjusemi sem þau sýndu Kela alla tíð og ekki síst nú síðasta spöl- inn. En nú er komið að leiðarlokum og ef það er rétt sem Anna hans Kela trúði svo sterkt á, að það sé líf hinum megin, veit ég að Hrafnkell minn tekur fagnandi á móti nafna sínum. Soffía Egilsdóttir. Hrafnkell Egilsson Í dag kveðjum við okkar gamla og góða vin Danna eða Þórð Þórðarson. Danni hefur búið til margra ára í Danmörku en hann heillaðist snemma af landinu og öllu sem danskt var. Í þá daga þótti okkur það framandi þegar Hildur og Danni létu drauminn rætast um að búa erlendis tíma- bundið og fluttu til Borgundar- hólms þar sem þau undu hag sín- um og eignuðust góða vini. Danni var kátur og skemmti- legur, mikill gleðinnar maður og naut þess að vera í góðra vina hópi. Hann kunni að taka á móti gestum og kom þeim á óvart með ýmsum skemmtilegum uppátækj- um og bauð upp á margar nýj- Þórður Þórðarson ✝ Þórður Þórðar-son, ævinlega kallaður Danni, fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1951. Hann lést á Holstebro Sygehus í Dan- mörku 29. maí síð- astliðinn. Útför Þórðar fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ungar í matargerð sem hann hafði kynnst erlendis. Hann kunni þá list að láta fólki líða vel, heimboð fjölskyldu hans og öll samskipti voru frábær. Við eig- um bara skemmtileg- ar minningar frá þessum tíma þegar við vorum öll ung, bæði innan lands og utan. Ekki gleymast böllin í Stapa, eða sveitaböllin sem við eltum á rauða Volvóinum, eða sumarbústaðaferð- irnar í Borgarfjörðinn á rússajepp- anum Fúsa flakkara. Okkur finnst þetta hafa verið eintóm sæla þegar við hugsum til þess tíma sem við áttum með vini okkar honum Danna. Enn finnum við lyktina af holugrillaða lambalærinu hans og öllu því skemmtilega sem við tók- um okkur fyrir hendur. Danni var frumkvöðull og tók sér margt ný- stárlegt fyrir hendur eins og að flytja inn pylsuvagn frá Danmörku sem hann staðsetti í Keflavík og rak um tíma. Hann vildi vera sinn eigin herra og var hann það alla sína starfsævi. Danni slasaðist í miklu umferðarslysi á Reykjanes- brautinni fyrir mörgum árum og náði hann aldrei fullri heilsu eftir það. Eftir að Danni flutti alfarinn til Danmerkur minnkaði samband okkar, en þegar við hittumst átt- um við góðar samverustundir. Við þökkum Danna fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum með honum og biðjum góð- an Guð að gefa Mumma, Elenóru, Þórði föður hans og fjölskyldunni allri styrk á þessum erfiðu tíma- mótum. Minning þín lifir gamli vinur. Axel og Þórunn, Hilmar og Jórunn. Með hækkandi sól og vaxandi birtu barst mér fregnin um lát Danna, míns gamla vinar og æsku- félaga. Á árunum fyrir 1960 var stutt á milli heimila okkar í Kefla- vík. Foreldrar Danna bjuggu þá í húsinu nr. 18 við Smáratún sem þau reistu. Húsið sjálft, gangar þess, herbergi, jafnvel stofur og lóðin umhverfis voru leikvellir okkar. Einar, yngri bróðir Danna, var þá iðulega með okkur í leikj- um. Á þessum árum var Keflavík enn bær holóttra moldargatna og óbyggðra lóða sem iðulega voru leikvangur okkar. Þannig gleymd- um við okkur við siglingar heima- smíðaðra tréskipa á stórum pollum sem ár hvert mynduðust í haust- rigningunum á hornum Aðalgötu og Hringbrautar. Báðir ætluðum við Danni að verða sjómenn og ölduna stigum við. Árið 1957 keypti Þórður, faðir Danna, 20 lesta vélbát sem hlaut nafnið Ólafur KE 49. Þar með hófst útgerð Þórðar sem síðan stóð öll hans búskaparár í Kefla- vík og lengur þó. Síðsumars 1960 keypti Þórður stærri bát sem þá hét Skallarif HU 15 frá Skaga- strönd. Vélbáturinn Ólafur KE 49 varð næstu árin sameiginlegur vettvangur okkar Danna. Faðir minn varð 1962 eða ’63 vélstjóri á bátnum hjá Þórði og á árunum 1963-’67 leið varla sá dagur á vetr- arvertíðum að ég færi ekki inn á höfn að kvöldi til eftir skólatíma til að taka á móti bátnum og for- vitnast um afla. Þá var ávallt til reiðu í lúkarnum kaffi og kex, dósamjólk og vínarbrauð sem við Danni þáðum með bestu lyst. Danni var þá oft mættur inn á höfn í sömu erindum og ég. Á þessum árum lærðum við að þekkja allflesta báta frá Keflavík og Njarðvík, bæði af siglingaljós- um og vélahljóðum. Á þessum árum fengum við Danni oft að fara á sjó með Ólafi, róður og róður, einkum á drag- nótina á björtum sumarnóttum úti í Garðssjó. Í þessum sjóferðum lærðum við Danni nöfn á algeng- ustu sjódýrum en helstu fiska þekktum við þó úr fiskhúsunum í Keflavík. Við lærðum líka að þekkja siglingaljós og muninn á bakborða og stjórnborða. Á komp- ásinn í stýrishúsinu fengum við til- sögn og tókum aðeins í bátsstýrið. Síðan gerðist Danni háseti á Ólafi og vann jafnframt við útgerð föður síns í landi. Við fermingaraldur skildi leiðir okkar við upphaf bítlatímabils og íslensks sjónvarps. En gömul vin- átta okkar hélst áfram enda starf- aði faðir minn um alllangt skeið hjá Þórði, föður Danna. Danni kvæntist kjarnakonunni Hildi og bjuggu þau í Keflavík. Á þeim árum, um 1980, lenti Danni í alvarlegu slysi á Reykjanesbraut en lagði þó ekki árar í bát heldur hóf rekstur pylsuvagns í miðbæ Keflavíkur og braut þar með blað í verslunarresktri í bænum. Sumir spáðu þeim rekstri skammri ævi í samkeppni við sjoppurnar í Kefla- vík. Þær eru nú flestar horfnar úr sögunni en pylsuvagninn lifir enn í annarra eign. Þrátt fyrir að Danni vinur minn brytist í ýmsu næstu ár held ég að hann hafi aldrei gengið heill til skógar eftir hið mikla bílslys. Þau Hildur slitu samvistum og Danni flutti til Dan- merkur þar sem hann bjó upp frá því. Þórði og fjölskyldunni votta ég samúð mína. Skúli Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.