Morgunblaðið - 15.06.2008, Page 23

Morgunblaðið - 15.06.2008, Page 23
svo við Russell: „David, þetta er mik- ilvægur dagur, en þú getur ekki ýtt, hrint eða niðurlægt fólk sem hefur ekki leyfi til að verja sig.“ Og allt fór í bál og brand. Alejandro Gonzalez Inarritu og Guillermo Arriaga Leikstjóri og handritshöfundur Babel, þeir Alejandro Gonzalez In- arritu og Guillermo Arriaga, sökuðu hvor annan um að hafa sagst eiga meira í myndinni en þeim bar. Fram að því höfðu Mexíkóarnir unnið sam- an í mesta bróðerni og við góðan orðstír í níu ár, í myndum á borð við 21 Grams og Amores Perros. In- arritu og nokkrir nánustu samstarfs- menn hans skrifuðu Arriago opinbert bréf þar sem þeir ásökuðu handrits- höfundinn um að láta sem hann ætti mun stærri hlut í Babel, en honum bar, slíkt væri honum til háborinnar skammar. Hann virtist ekki skilja að kvikmyndin er listsköpun byggð á traustri samvinnu. Önnur rifrildi og formælingar Margur minnist eflaust hinnar ein- staklega groddalegu glæpamyndar Bad Lieutenant sem sýnd var í Aust- urbæjarbíó á öndverðum 10. áratugn- um. Á Cannes í vor var tilkynnt að endurgerð þessarar myndar B- myndasmiðsins Abels Ferrara yrði stýrt af leikstjóranum Werner Her- zog. Var það Þjóðverjinn sem kom þessum upplýsingum á framfæri, við litla hrifningu af hálfu Ferrara, þó svo að aðalhlutverk spillta lögreglu- foringjans, sem Harvey Keitel lék í frummyndinni, verði í höndum Nicol- asar Cage og Herzog njóti ómældrar virðingar sem listamaður. Ferrara sagði í blaðaviðtali að „… þetta fólk getur stiknað í helvíti […] Það sýnir mér slíka óvirðingu. Það er eins gott að ég er ekki staddur í Cannes, ef ég hitti þessa menn mundi ég kyrkja þá, hvern af öðrum.“ Karlmannlega mælt, en Herzog smellti í góm og sagðist ekki hafa græna glóru hver hann væri, þessi Ferrara. Smá-salt í sárið. Þýsk-ættaði C-mynda-leikstjórinn Uwe Boll (Seed), hefur haft í nógu að snúast að undanförnu, að skora á hólm og svívirða nokkra honum mun fremri leikstjóra, þ. á m. Michael Ba- yy og sjálfan Steven Spielberg, en Boll sagði að nýjasta myndin hans, Postal, mundi kafsigla Indiana Jones IV. „Spielberg er orðinn hirðulaus, lét hann hafa eftir sér, „það blasti við í War of the Worlds, Jaws, Munich, o.s.frv. Leikur minn í hlutverki eig- anda skemmtigarðs, byggður á sögu Þriðja ríkisins, er miklu betri en hjá Ben Kingsley í Schindler’s List (!!).“ Þess má geta í lokin að umrædd Postal var sýnd í 13 kvikmynda- húsum í viku, áður en hún dó drottni sínum. Framapot kemur við sögu, öfund, afbrýði, eigingirni, í stöku tilfellum eru tilefnin alvarlegri, líkt og hags- munaárekstrar eða særður starfsheiður, að ekki sé minnst á ástina. saslag ard Lester (Superman II, ’80), og III, ’83), lentu upp á kant á sínum tíma og var stríðsöxin grafin upp að nýju þeg- ar Donner gaf út sína eigin útgáfu, Superman II, þegar aldarfjórðungur var liðinn frá frumsýningunni. Forsaga málsins er sú að Donner var látinn víkja í miðju kafi sem leik- stjóri Superman II eftir ósættanleg- ann „listrænan“ ágreining við dreif- ingaraðilann. Lester var kallaður til að klára verkið sem gekk ekki jafn vel, en fékk mikið betri dóma gagn- rýnenda en fyrri myndin. Annað hljóð kom í strokkinn þremur árum síðar, þegar sú þriðja í röðinni var sett á markað. Þar var Lester enn og aftur við stjórnvölinn og hann og myndin fengu hrikalega útreið, sem kom því umtali af stað að gæði Su- perman II væru Donner að þakka – hann ætti alla góðu kaflana. Núna, aldarfjórðungi síðar, nær Donner fram hefndum og er nýja útgáfan hans uppfull af efni sem hann var bú- inn að kvikmynda en Lester og fram- leiðendurnir létu fjarlægja þegar Donner var sparkað. Um þessar mundir er verið að heimsfrumsýna The Happening, nýj- asta spennuhroll leikstjórans M. Night Shyamalan. Á síðasta ári ætl- uðu talsmenn sjónvarpsstöðvarinnar The Sci Fi Channel af göflunum að ganga yfir því að leikstjórinn hafði rokið í fússi frá heimildarmyndinni The Buried Secret of M. Night Shya- malan, sem var í vinnslu fyrir stöðina. Síðar kom á daginn að „deilurnar“ voru tilbúningur, sviðsettar til að vekja athygli á myndinni. Framleið- endurnir viðurkenndu að þeir hefðu e.t.v. gengið fulllangt í að vekja umtal og athygli á efninu. George Clooney og David O. Russell Allt logaði í illdeilum á milli leik- arans (og stundum leikstjórans) George Clooney og leikstjórans Dav- ids O. Russell, þegar tökur á Three Kings stóðu sem hæst. Ástæðan: Leikaranum fannst leikstjórinn koma ódrengilega fram við undirmennina, rifrilfið jókst orð frá orði uns þeir kútveltumst um eyðimörkina í blóð- ugum slagsmálum. Þetta er ekki eina dæmið um skap- ofsa Russells, til er myndbands- upptaka af reiðilestri sem hann held- ur yfir leikkonunni Lily Tomlin, meðan tökur stóðu yfir á I Heart Huckabees. Clooney lét hafa eftir sér í tímarit- inu Playboy að hann hefði sagt sem George Clooney og David O’Russell Clooney sagði O’Russell að hann gæti ekki ýtt eða hrint fólki. O’Russell svaraði með hnefahöggum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 23 Börn sofa minna en áður og fá ekki eins góðan svefn. Ástæðan er sú, að þau eyða meiri tíma í netið, tölvuleiki og farsíma. Þetta kemur fram í frétt bandaríska blaðsins Los Angeles Times. Blaðið vitnar í nýja skýrslu frá Kaiser Family Founda- tion, þar sem fram kemur að börnin eru minna upptekin af hefðbundnum miðlum, s.s. sjónvarpi og útvarpi, en áður. Nýja tómstundagamanið vill hins vegar oft teygjast inn í svefntímann. Sum börn leggja ekki einu sinni gemsann frá sér þegar þau skríða upp í rúm. Vissulega viðurkenna fræðingarnir, sem bornir eru fyrir skýrslunni, að tengsl hinnar nýju afþreyingar og minni svefns séu óljós, en telja samt ástæðu til að hafa áhyggjur. Þau börn sem fá nægan svefn eru að jafnaði heilsuhraust, andlega sem lík- amlega. Ónógur svefn eykur hættu á of- fitu, árásarhneigð og ofvirkni. Svefnþjófar Morgunblaðið/Kristinn Nauðsyn Góður nætursvefn er börnum nauðsynlegur. Undirbúningsnefnd: Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Árni Sigfússon, Kristinn Ólason, Sigrún Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Egilsson Ný hugsun í forystu og stjórnun. Einstakt tækifæri til að kynnast hugmyndum frumkvöðla og alþjóðlegra fyrirlesara um þjónandi forystu (servant leadership). Fáein sæti laus. Upplýsingar og skráning í síma 486 8870 og hjá rektor@skalholt.is Þátttökugjald kr. 15.000. Dagskrá 12:00 Skráning hefst í Skálholtsskóla Léttur hádegisverður 12:30 Tónlistarflutningur í kirkju 13:00 Velkomin 13:15 JamesA. Autry The Servant Leader Stutt tónlistaratriði 15:00 GaryKent og Barry Schneider Servant Leadership – A Journey Not a Destination 16:00 Kaffihlé og umræðuhópar 17:00 KentM. Keith Servant Leadership: Ethical, Practical and Meaningful 18:00 Lokaorð 18:30 Kvöldverður Þjónandi forysta er meira en ný kenning í stjórnun heldur má segja að hún verði lífsstíll og lífssýn stjórnenda og starfsfólks. Vöxtur og hagur fyrirtækjanna hvílir á því að þjónandi forysta er veruleiki daglegs starfs þar sem þörfum starfsfólks og viðskiptavina er mætt af skilningi og einlægum áhuga. Robert K. Greenleaf (1904-1990) er talinn upphafsmaður þjónandi forystu í samtímanum. Hann gaf út fjölda bóka um kenningar sínar og hafa margir fylgt í fótspor hans, s.s. James A. Autry, Ken Blanchard og Stephen Covey. Sjá nánar um þjónandi forystu á heimasíðu Greenleaf Center for Servant Leadership: www. greenleaf.org og á heimasíðu Skálholts: www. skalholt.is. Þjónandi forysta - Servant leadership Ráðstefna í Skálholti 20. júní 2008

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.