Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar HELGU BJÖRNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju á Desjamýri, Borgarfirði eystra. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn- unarinnar á Egilsstöðum fyrir frábæra umönnun og umhyggju í veikindum hennar. Börn, tengdabörn og barnabörn hinnar látnu. ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BENEDIKTS EYFJÖRÐ SIGURÐSSONAR flugvirkja, Lækjasmára 72, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki heima- aðhlynningar og starfsfólki líknardeildar Landspítala Kópavogi. Auður Lella Eiríksdóttir, Sigrún K. Eyfjörð Benediktsdóttir, Guðni Freyr Sigurðsson, Eiríkur Eyfjörð Benediktsson, Jórunn Ósk Ólafsdóttir, Þorsteinn Eyfjörð Benediktsson, Ásta Sóley Sölvadóttir, Guðjón Þór Jónsson, Auður Ösp Jónsdóttir, Gunnþór Jens, Heiða Ármannsdóttir, Halldór Frank, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum fyrir góða umönnun móður okkar, ÁSU ÁRSÆLSDÓTTUR, hjúkrunarfólkinu Landspítalanum Fossvogi, deild 4, Landakoti, deild K2 og Sóltúni, deild B3. Með bestu kveðju. Sverrir Hauksson, Egill Hauksson, Edda Hauksdóttir, Herbert Hauksson. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, fósturföður, sonar, tengdaföður og bróður, JÓNASAR PÉTURS ERLINGSSONAR, Brekkubyggð 42, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á krabba- meinsdeild 11E, Landspítala, einnig starfsfólki heimahlynningar Kópavogi og öllum tryggu vinunum. Guð blessi ykkur öll. Edda Jóna Jónasdóttir, Ásta Dögg Jónasdóttir, Sigurlaug Mjöll Jónasdóttir, Hjálmar Örn Elísson Hinz, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Þórður Örn Arnarson, Einar Erlingsson og fjölskylda, Guðrún Erlingsdóttir og fjölskylda, Tryggvi Erlingsson og fjölskylda, Erlingur Erlingsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT SIGURÐARDÓTTIR, lést laugardaginn 31. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hennar. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýju. Egill Svanur Egilsson, Maggý Guðmundsdóttir, Sturla Egilsson, Hildur Erlingsdóttir, Egill Steinar Sturluson, Erling Orri Sturluson, Eiður Darri Sturluson. ✝ Kæru vinir, vandamenn, nágrannar og vinnufélagar. Við þökkum ykkur innilega auðsýnda samúð og hlýju í okkar garð við andlát og útför okkar yndislegu INGVELDAR HAFDÍSAR AÐALSTEINSDÓTTUR framhaldsskólakennara, sem lést þriðjudaginn 20. maí. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkrunarfólki á krabbameinslækningadeild, bráðamóttöku og heimahlynningu Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Óskar Jónsson, Guðbjörg Óskarsdóttir, Jakob Már Ásmundsson, Styrmir Óskarsson, Anna Kristrún Gunnarsdóttir, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, barnabörn. Guðríður Guðlaugsdóttir, Aðalsteinn Kristjánsson, Anna Hjartardóttir, Guðbjörg Pálsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls EIRÍKS SIGFÚSSONAR, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns og lungnadeilda Landspítala, A-6 Fossvogi og Landakots. Jens Ingi Magnússon, Anna Hannesdóttir, Kristbjörn Margeir Eiríksson, Aldís Óskarsdóttir, Sigfús Eiríksson, Hanna Garðarsdóttir, Finnur Eyjólfur Eiríksson, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Halla Matthildur Eiríksdóttir, Fróði I. Jónsson, Sigríður Una Eiríksdóttir, Guðmundur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR ÞÓR GARÐARSSON, Hólabraut 14, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 16. júní kl. 13.10. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hans er bent á ,,Hauka í horni”, bankareikningur 1101-26-484 kt. 670281-0279. Grétar M. Garðarsson, Soffía G. Karlsdóttir, Kristinn G. Garðarsson, María K. Sigurðardóttir, Særún Garðarsdóttir, Magnús Jóhannsson og fjölskyldur. ✝ Sveinn ÞrösturÞormóðsson fæddist í Reykjavík 16. september 1977. Hann lést á Land- spítalanum 1. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru Þor- móður Sveinsson, f. 12.7. 1951 og Anna Guðjónsdóttir, f. 20.5. 1952. Bróðir Sveins Þrastar er Guðjón Örn, f. 12.12. 1974, kvæntur Önnu Tormodsson, f. 29.10. 1973. Synir þeirra eru Mar- cus Örn, f. 13.11. 2003 og Erik Örn, f. 20.10. 2005. Fyrstu æviárin bjó Sveinn Þröst- ur í Reykjavík og á Raufarhöfn, en flutti ásamt foreldrum sínum og bróður til Svíþjóðar 1985. Eftir grunnskólanám og nám við mennta- skóla stundaði hann nám við Lýðháskól- ann í Kungälv áður en hann flutti alfar- inn til Íslands. Síðustu fjögur ár- in bjó Sveinn að mestu leyti á endur- hæfingardeild geð- sviðs Landspítalans, Laugarási við Laugarásveg í Reykjavík. Útför Sveins Þrastar fór fram í kyrrþey 10. júní. Elsku hjartans drengurinn okkar! Sorg okkar og söknuður er mikill, en um leið trúum við því að baráttu þinni við erfiða sjúkdóma sé lokið og þú sért umvafinn kærleika og friði og veitir það okkur huggun. Þú gafst okkur svo margt sem við geymum í hjörtum okkar og minn- ingin um fallega brosið þitt mun ylja okkur á erfiðum stundum. Í sólhvítu ljósi hinna síðhærðu daga býr svipur þinn. Eins og tálblátt regn sé ég tár þín falla yfir trega minn. Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn. (Steinn Steinarr) Við kveðjum þig að þessu sinni elsku Sveinn með þeim orðum sem þú lést oft falla, þegar umræðan barst að guðstrú: „Guð er kærleik- ur.“ Mamma og pabbi. Það var sem kaldur gustur færi um laufskrúð trjánna þegar okkur barst til eyrna fregnin af fráfalli Sveins Þrastar. Sú sól sem vinur okkar geymdi innra með sér brá nú skugga sínum á þá sól sem öllu lífi viðheldur. Eitt augnablik rann það upp fyrir okkur sem þekktum Svein Þröst að lífið er dýpra en daginn dreymir. Feikilegan áhuga hafði Sveinn Þröstur á andlegum málefnum og fundu allir sem við hann ræddu um þau málefni að þar fór skarpur og djúpur hugur sem ekki lét segja sér hvað sem var heldur lagði sitt sjálf- stæða og gagnrýna mat á allt sem hann las og heyrði. Hann Sveinn gat ekki sem hugsandi maður goldið já- yrði við þeirri yfirborðslegu efnis- hyggju sem nú tröllríður heimi nú- tímans, en þó var ekkert fjær honum en að fallast á einhverjar kennisetn- ingar aðeins vegna þess að þeim væri haldið fram af viðurkenndum andlegum lærimeisturum. Annað skemmtilegt einkenni Sveins Þrastar var hin mikla og dásamlega kímnigáfa hans. Að geta haft oftar en ekki einhver gamanmál á vörum er ómetanleg gjöf fyrir alla hlutaðeigandi, því það er efalítið staðreynd að án blessunar skop- skynsins væri lífið í okkar flóknu veröld óbærilegt. En því miður nægði húmorinn ekki né nokkuð annað til að gera Sveini Þresti lífið bærilegt, og því fór sem fór. Við kveðjum góðan og mikinn vin og félaga, hrygg og sorgmædd yfir því að hann skuli vera farinn frá okk- ur, en jafnframt glöð og þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast viturri, hjartahlýrri og yndislegri mannveru. Daggarperlur glitra og minna á bjarta drauma bernsku þegar hugsun var frjáls Það er dögun Það er ský Sólstafir sálar skína ei meir Söngur þrastanna er hljóðlátur Það er kyrrð Von sem var flaug á braut Nóttin vakir enn en um stund vakir hún hljóð Hugsanir vakna Minnst er í þögn með þakklæti Sérhver angan er auður Almættið leiðir (Magnús Ólafsson.) Megi Guð geyma Svein Þröst. F.h. heimilismanna og starfsfólks á Laugarásvegi og Reynimel, Magnús Ólafsson. Sveinn Þröstur Þormóðsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.