Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is ■ Fös. 20. júní kl. 19.30 20 horn - og einn sólisti Stjórnandi: Stefan Solyom Einleikari: Radovan Vlatkovic Sinfóníuhljómsveitin lýkur starfsárinu með stæl og flytur hina risavöxnu Alpasinfóníu Richard Stauss, hin sívinsælu ævintýri Ugluspegils og hornkonsert nr. 2 eftir sama höfund. Horn eru í aðalhlutverki á tónleikunum, konsertinn er eitt snúnasta virtúósastykki tónbókmentanna og í Alpasinfóníunni duga ekki færri en tuttugu horn til að magna upp þá náttúrustemmingu sem Strauss vildi. Sinfóníuhljómsveitin þakkar samfylgdina á starfsárinu. Endurnýjun áskriftarkorta hefst að vanda í ágúst og sala nýrra áskrifta skömmu síðar. Fylgist með á www.sinfonia.is. Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Sun 15/6 kl. 20:00 U Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Sun 15/6 kl. 20:00 U Sumarnámskeið Sönglistar Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 U Mán 30/6 kl. 10:00 U Mán 7/7 kl. 10:00 Mán 14/7 kl. 10:00 Mán 21/7 kl. 10:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Saga til næsta bæjar (Á Sögulofti) Sun 15/6 kl. 20:00 gamansögur Sun 22/6 kl. 20:00 úrslitakvöld Landskeppni sagnamann BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 15/6 kl. 16:00 U Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Ö Þrjár tilnefningar til Grímunnar Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 21/6 kl. 15:00 Ö Lau 21/6 kl. 20:00 U Fös 27/6 aukas. kl. 20:00 Sun 29/6 aukas. kl. 16:00 Fös 11/7 kl. 20:00 Lau 12/7 kl. 20:00 Sun 13/7 kl. 16:00 Fim 17/7 kl. 20:00 Fös 18/7 kl. 20:00 Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Aðventa ((Möguleikhúsið/ferðasýning)) Lau 5/7 kl. 22:00 F edinborgarhúsið ísafirði Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Sigurður Guðmundssonog Memfismafían / Oft spurði ég mömmu Sun 15/6 kl. 13:00 Act alone í Iðnó Þri 8/7 kl. 00:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Sitjandi tónleikar. Fim 19/6 kl. 19:00 Benni Hemm Hemm og Ungfónía. Fim 19/6 kl. 22:00 Frú Norma 4711166 | norma@frunorma.is Soffía mús á tímaflakki (Sláturhús - Menningarsetur ) Sun 15/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 16:00 F Þri 17/6 kl. 18:00 F Fim 19/6 kl. 18:00 F Verkið er sýnt í Sláturhúsinu - Menningarsetur, við Kaupvang, Egilsstöðum Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið) Mið 2/7 kl. 20:00 steinn steinarr/búlúlala - öldin hans steins Fim 3/7 kl. 12:00 örvænting, það kostar ekkert að tala í gsm hjá guði, álfar, tröll og ósköpin öll, kínki skemmtikraftur að sunnan, lífið hans leifs, englar í snjónum Fös 4/7 kl. 12:00 munir og minjar, súsan baðar sig, ég bið að heilsa, sinfóníuhljómsveit sex strengja, fragile, aðventa Lau 5/7 kl. 13:00 eldfærin, jói, langbrók, pétur og einar, blúskonan einleikinn blúsverkur, völuspá, superhero Sun 6/7 kl. 14:00 chick with a trick, vestfirskir einfarar, aðrir sálmar Leiklistarhátíð Búlúlala - Öldin hans Steins (Hamrar Ísafirði/Ferðasýning) Lau 21/6 kl. 17:00 snjáfjallasetur Mið 2/7 kl. 21:30 Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá (Edinborgarhúsið) Fös 4/7 kl. 16:30 Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning) Fös 27/6 kl. 20:30 baldurshagi bíldudal Mið 9/7 kl. 16:00 U 170 sýn. Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík) Fim 19/6 kl. 20:00 Lau 5/7 kl. 17:00 Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞAÐ hafa ófáar bækurnar verið seldar undir þeim formerkjum að höfundurinn sé „hinn nýi Dan Brown“ og bókaforlagið Bjartur hefur meira að segja staðið fyrir keppni undir titlinum Leitin að nýjum Dan Brown. Nú styttist í að skilafrestur renni út, en efnilegir spennusagnahöfundar hafa tíma til 1. júlí til þess að berja saman met- sölubókina. Verðlaunafé er ein milljón króna (auk hefðbundinna höfundarlauna), 250 þúsund krón- um meira en fyrir Íslensku bók- menntaverðlaunin, og þar að auki er þegar búið að gera útgáfusamn- ing við þýskan útgefanda Dan Brown. Bjartsmenn segja hand- ritin þegar farin að berast en reikna fastlega með því að ófáir höfundar sitji sveittir fram á síð- ustu stund til að fínpússa verkin. Verðlaunin verða svo tilkynnt um leið og bókin kemur út, hinn 1. október næstkomandi. Bækur um óútkomna bók En raunar veitir ekkert af nýj- um Dan Brown einmitt núna þar sem sögur herma að metsöluhöf- undurinn sé með ritteppu og næsta bók hans, Salómonslykillinn (The Solomon Key), hefur frestast og eina sem vitað er um útgáfudag er að hann er áætlaður á þessu ári. Sú bók mun vera þriðja bókin þar sem Robert Langdon, aðalpersóna Engla og djöfla og Da Vinci lykils- ins, verður í aðalhlutverki. Fregnir herma að í bókinni verði flett ofan af sjálfri Frímúrarareglunni. Þó er nóg hægt að lesa um bók- ina, það eru nefnilega þegar komnar að minnsta kosti þrjár bækur á markað sem fjalla um þessa óútkomnu bók, The Guide to Dan Brown’s The Solomon Key eftir Greg Taylor, The Solomon Key and Beyond: Unauthorized Dan Brown Update eftir W. Frede- rick Zimmerman og Secrets of the Widow’s Son: The Mysteries Surrounding the Sequel to the Da Vinci Code eftir David A. Shugarts – og var sú síðasttalda gefin út fyrir tæpum þremur árum. Brown láti sig hverfa Þá má lesa ýmsar samsær- iskenningar á spjallborðum helg- uðum höfundinum og verkum hans. Suma grunar að illgjörn öfl innan Bandaríkjanna (væntanlega háttsettir frímúrarar) hafi ein- hverju að leyna sem birtist í bók- inni á meðan aðrir telja Brown einfaldlega vera of upptekinn við að lesa allar samsæriskenningar aðdáendanna sem og að lesa allar bækurnar sem meintir arftakar hans hafa skrifað. Þá stingur einn upp á því að lík- lega væri best fyrir Brown að gera eins og J.D. Salinger og fara í fel- ur og hætta að gefa út, enda alltaf gott að hætta á toppnum. Ef skrif- þörfin verður of mikil getur hann alltaf notað dulnefni og auglýst sig sem hinn næsta Dan Brown. Hefur annars einhver séð Óttar Martin Norðfjörð og Dan Brown í sama herbergi? Dan Brown og arftakarnir Ein milljón króna í verðlaun auk höfundarlauna til hins nýja Brown Reuters Óttar og Dan Óttar M. Norðfjörð var ósjaldan kallaður hinn íslenski Dan Brown fyrir síðustu jól. Verður sigurvegari keppninnar um næsta Brown þá líka arftaki Óttars? Brown sést hér að ofan. Morgunblaðið/Golli Óttar Norðfjörð Sendi frá sér spennusöguna Hníf Abrahams sem vakið hefur mikla athygli. Bjartur áskilur sér rétt til að hafna öllum handritum í keppninni. Handrit merkt dulnefni skulu ber- ast Bjarti, Bræðraborgarstíg 9, 101 Reykjavík, fyrir 1. júlí. Rétt nafn höfundar skal fylgja með í lokuðu umslagi. Hringur Tankados (Digital Fortress) Fyrsta bók Browns fjallar um baráttu dulmálsfræðings til þess að leysa dulmálslykil sem öflugustu tölvur bandarísku leyniþjónustunnar ráða ekki við. Englar og djöflar (Angels and Demons) Robert Langdon, prófessor í trúartáknfræði, kemur hér fyrst við sögu og blandast í átök á milli fornrar reglu og kaþólsku kirkjunnar. Blekkingaleikur (Deception Point) Dóttir forsetaframbjóðanda er send til Suðurskautsins af for- seta Bandaríkjanna til þess að kanna grun þeirra um að undir ísnum leynist vísbendingar um líf á öðrum hnöttum. Da Vinci lykillinn (The Da Vinci Key) Robert Langdon snýr aftur í bókinni sem færði Brown heimsfrægð, en hún fjallar um rannsókn á morði sem framið er í Louvre-listasafninu og reynist tengjast verkum Leonardos Da Vinci og fornum goðsögnum um Maríu Magdalenu. Varð síðar að kvikmynd. Salómonslykillinn (The Solomon Key) Fregnir herma að Robert Lang- don muni hér takast á við frí- múrararegluna. Bækurnar Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.