Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 19 Veðursæld og fögur fjallasýn Kynning á sumarhúsalóðum í Fjallalandi Um helgina verður haldin kynning á sumarhúsalóðum í Fjallalandi við Leirubakka. Allir eru velkomnir til að skoða lóðirnar og svæðið umhverfis, sem og aðstöðuna heima á Leirubakka. Lóðirnar eru flestar á stærðarbilinu 0,7 til 1 ha og þær eru seldar með vegi að lóðamörkum, auk þess sem búið er að leggja vatn og rafmagn um svæðið. Allt eignarlóðir. Góð greiðslukjör ef óskað er. Fjallaland er í landi Leirubakka í Landsveit, og er ekið upp veg nr. 26, Landveg frá Vegamótum. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Minnum á að heima á Leirubakka er rekin fjölþætt þjónusta við hið nýja sumarhúsahverfi, þar er til dæmis verslun og bensínstöð, hótel og veitingahús, hestaleiga og tjaldstæði og opin glæsileg Heklusýning í hinu nýja Heklusetri. Þá er byrjað að huga að gerð golfvallar á svæðinu, sem eigendur lóða í Fjallalandi munu hafa forgang að. Upplagt að fá sér bíltúr í sveitina um helgina, fá sér kaffi í leiðinni og skoða Heklusýninguna eða bregða sér á hestbak! Upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Lokað á morgun... Vegna sumarleyfis starfs- fólks verður lokað á morgun, mánudaginn 16.júní, í öllum deildum fyrirtækisins Los Angeles Times/Spencer Weiner  Stæling Áhrifa hönn- unar Tory Burch gætir víða. Hérna er blússa, hálsklútur og veski frá Banana Republic og Jeff- rey Campbell skór. Tory er orðin lang.þreytt á eftirlíkingunum.  Dæmigert Tory Burch hannar ekki eingöngu föt heldur einnig skó og alls konar fylgihluti, t.d. veski. hún byrjaði að selja vöru sína. Mussurnar, prjónuðu pallíett- ukjólarnir og ballettlegu sum- arskórnir. Auðvitað hafa margir rokið til og stælt hönnun hennar. Í viðtali við LA Times á síðasta ári sagði hún að í fyrstu hefði hún tekið eft- irlíkingunum sem hrósi, en nú væri hún búin að fá sig fullsadda. Tory Burch hóf feril sinn í tísku- heiminum sem upplýsingafulltrúi Ralphs Laurens og síðar Veru Wang. Hún ólst upp við allnægtir og ekki dró úr þægindunum í hjónabandinu með auðugum áhættufjárfesti. Þau skildu nýlega, þótt enn eigi þau sameiginlegra hagsmuna að gæta í fyrirtækinu og leysi þau mál með sóma. Hönnun Tory kom fyrst á mark- að í febrúar árið 2004 og var þá aðeins seld í litlu búðinni sem hún rak sjálf í New York. Sérfræðingar tískuheimsins segja Tory Burch hafa hitt á hár- réttan tíma. Þegar hún setti föt sín og fylgihluti á markað hafði við- horf kvenna breyst og þær víluðu ekki fyrir sér að klæðast H&M- jakka þótt þær væru með Prada- tösku. Sjálf segist hún ekki vilja eyða miklum fjárhæðum í fatnað og fylgihluti. Vissulega hafi hún gaman af að eignast einn og einn hlut eða flík frá frægum og dýrum hönnuðum, en hún sjái ekkert at- hugavert við að klæðast fötum frá GAP. Það er ekkert auðvelt að slá í gegn í tískuheiminum, en Tory fékk gríðarlega athygli þegar sjón- varpsstjarnan Oprah Winfrey bauð henni í þátt sinn. Daginn eftir að þátturinn var sýndur skoðuðu átta milljón áhugasamir áhorfendur heimasíðuna hennar á slóðinni www.toryburch.com. rsv@mbl.is  Vinsælt Skreyttu mussurnar hafa vak- ið mikla athygli og kallað á ótal eftirlík- ingar. Los Angeles Times/Rick Loomis Los Angeles Tim es/Jay L. Clendenin spurðu mig hvort ekki væri réttara að vinna að umhverfismálum á snæ- fellska vísu þar sem lítið hafði gerzt hjá hinum sveitarfélögunum á sama tímabili og þannig næðum við til stærri hóps og hefðum jafnframt meiri möguleika að ná í fé til verkefn- isins. Bæjarstjórnin tók þetta verkefni alvarlega strax í upphafi og þau Gulli og Guðrún tóku okkur á helg- arnámskeið á Hellnum til að upplýsa okkur um umhverfismálin. Fram að fjárlögum 2008 höfum við fengið styrki til að ýta þessu verkefni áfram. Þetta kostar töluverða pen- inga, m.a. vegna þess að útektarað- ilar hafa komið frá Ástralíu og við höfum verið að vinna brautryðj- andastarf og það kostar mun meiri peninga en ella, en nú getum við leið- beint þeim sem á eftir koma og kostnaður þeirra við að hrinda þess- um málum í framkvæmd verður mun minni en hjá okkur. Nú erum við orðnir fyrstir í Evr- ópu og það getur enginn tekið frá okkur. Við erum auðvitað ákaflega stolt, því einsog Gulli Bergmann hamraði á þegar hann var að hvetja mig til dáða, þá er alltaf bezt að verða fyrstur. Það man enginn eftir þeim sem er í öðru sæti. Á þessum tíma sem átakið hefur staðið hefur margt áunnizt. Sem dæmi eru allir grunn- skólarnir komnir með „Grænfánann“ og leikskólarnir einnig, höfnin á Arn- arstapa er að fá „bláfánann“, öll inn- kaup svo sem á pappír og hreinlæt- isvörum eru vottuð vara svo eitthvað sé talið upp. En það er ekki nóg að fá vottun, hún gildir einungis til tveggja ára og til verður að vera aðgerða- áætlun um næstu skref, ef við ætlum að standast úttekt næst.“ Kristinn sagði að af einstökum at- burðum gæti hann nefnt, að á Lýsu- hóli var gerð virkjun og lón og sett upp gróðurhús. Virkjunin framleiðir rafmagn í gróðurhúsið: 3-4 ljósaper- ur. Við gerð uppistöðulónsins hvarf smá-hóll sem börnunum þótti miður og því var farið í það að endurheimta hann. Þetta litla verkefni sýndi börn- unum svart á hvítu hvað þyrfti til og hverju þyrfti að fórna, fyrir utan það að margvísleg verkefni voru unnin svo sem rennslismælingar og margt fleira sem nýttist börnunum í hinu daglega námi. Þar sáu þau að hluta til tilganginn með lærdómnum.“ freysteinn@mbl.is Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.