Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 35 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. BREKKUTÚN - KÓPAVOGI Glæsilegt 288 fm einbýlishús á þremur hæðum með 2ja - 3ja herb. aukaíbúð í kjallara. Eignin er mikið endurnýjuð m.a. gólf- efni, innihurðir, raflagnir og tafla, innrétting og tæki í eld- húsi, baðherbergi og loft og veggir klæddir gifisi. Aðalíbúð- in skiptist m.a.í bjartar sam- liggjandi stofur, eldhús með stórri eyju, 4 herbergi auk fataherbergis, baðherbergi með mikl- um innréttingum og gesta snyrtingu. Ræktuð lóð með verönd, skjólveggjum og heitum potti. Fallegt útsýni yfir Fossvoginn. Verð 75,0 millj. HÁAGERÐI Nýkomið í sölu 134 fm raðhús, hæð og ris auk rislofts á þess- um eftirsótta stað. Tvær íbúðir eru í húsinu. Neðri hæðin skiptist m.a. í eldhús, samliggj- andi stofur, 2 herbergi og marmaralagt baðherbergi. Á efri hæð eru eldhús, stofa með útgangi á svalir til suðurs, 2 herbergi og snyrting. Afgirt hellulögð verönd á framlóð. Verð 36,0 millj. ÁRSKÓGAR - ÚTSÝNISÍBÚÐ Glæsileg 2ja - 3ja herb. útsýn- isíbúð á 12. hæð þ.m.t. sér geymsla í kjallara í þessu eftir- sótta lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin er með útsýni til suðurs, vesturs og norðurs. Sjónvarpshol með útbyggðum gluggum, rúmgóð og björt stofa, opið eldhús og rúmgott svefnherbergi. Þvottaherbergi innaf baðherbergi. Samkomu- salur og matsalur á 1. hæð. Laus strax. Verð 37,9 millj. LINDARGATA 2JA HERB. ÍBÚÐ Góð 48 fm 2ja herb. íbúð á 6. hæð í nýlegu lyftuhúsi fyrir 67 ára og eldri. Stofa með opnu eldhúsi, eitt herbergi og bað- herbergi með sturtu og þvotta- aðstöðu. Svalir út af stofu með miklu útsýni. Sérgeymsla í kjall- ara. Öll þjónusta og félagsþjón- usta í húsinu. Húsvörður. Íbúðin er laus til afhendingar við kaupsamning. Verð 19,5 millj. ELDRI BORGARAR GRANDAVEGUR 2JA HERB. ÍBÚÐ Góð 66 fm 2ja herb. útsýnis- íbúð á 8. hæð auk sér geymslu í kj. Íbúðin skiptist í for- stofu/gang, baðherbergi með sturtuklefa, eldhús, geymslu/þvottaherbergi, stofu með útgangi á flísalagðar sval- ir til suðurs og svefnherbergi. Útsýni til sjávar og víðar. Tvær lyftur. Húsvörður. Verð 25,0 millj. ÓLAFUR Mixa yf- irlæknir á Skjóli ritar grein um breyttar reglur um vistunarmat í Morgunblaðið 13. júní. Hann segir und- irritaðan hafa sent sér og starfsfólki öldr- unarstofnana kaldar kveðjur í Frétta- blaðinu. Tilefnið er ör- stutt svar mitt við spurningu blaða- manns Fréttablaðsins hinn 4. janúar 2008 eða fyrir hálfu ári. Þar var því fagnað að nýjar reglur um vist- unarmat fyrir aldraða stuðluðu að auknu réttlæti í heilbrigðisþjónust- unni. Möguleikar stofnana til að velja sér fólk inn á stofnanirnar voru þrengdir, en þörf hins aldraða höfð að leiðarljósi. Undirritaður tók við starfi aðstoðarlandlæknis árið 1990 og hefur ekki komist hjá því að heyra gagnrýni frá kollegum okkar Ólafs og öðrum varðandi fram- kvæmd þess. En þessi gagnrýni er jafnframt studd rökum sem byggja á niðurstöðum rannsókna, eins og hér verður greint frá: Oddur Ingimarsson læknanemi, Thor Aspelund töl- fræðingur og Pálmi V. Jónsson sérfræðingur í öldrunarlækningum skrifuðu fræðigrein í Læknablaðið árið 2004: Vistunarmat aldraðra á árunum 1992-2001. Þar er m.a. að finna sam- anburð á hjúkr- unarheimilum sem höfðu vistað 90 manns eða fleiri á tímabilinu, en það voru 11 hjúkr- unarheimili. Öðrum minni hjúkrunarheimilum var steypt saman og þau skoðuð sem eitt hjúkr- unarheimili. Þrjú hjúkrunarheimili skáru sig úr varðandi heildarstig vistaðra. Meðalstig án félagslegra stiga þessara þriggja hjúkr- unarheimila var 32,8 hjá körlum og 32,9 hjá konum, en hjá hinum hjúkr- unarheimilunum voru meðalstig án félagslegra þátta 37,9 hjá körlum og 36,5 hjá konum. Þessi munur er marktækur. Í umræðukafla grein- arinnar segja þeir félagar að mikill breytileiki hafi verið á meðalstigum við vistun milli stofnana. Síðan segir orðrétt: „Sumar stofnanir sinntu því betur að taka inn þá öldruðu sem höfðu hæst stigin í vistunarmati, en stofnanirnar ráða því sjálfar hverja þær vista að því gefnu að ein- staklingurinn sé talinn í þörf fyrir vistun samkvæmt vistunarmati“. Biðlistar á hjúkrunarheimilum hafa haldið áfram að styttast frá því að orð undirritaðs voru látin falla og svigrúm Landspítala til að sinna sínu mikilvæga hlutverki hefur auk- ist eftir að tekist hefur að fá öldr- uðum, sem þar tepptu rúm, pláss í hlýlegu umhverfi á viðeigandi stofn- un, til hagsbóta beggja aðila. Ég held að Ólafur viti að ég var ekki að senda honum né öðrum koll- egum okkar kalda kveðju. Það þyrfti meiri háttar illmenni til að senda svo hlýlegum manni kalda kveðju. En þetta var kannski svona stílbragð hjá honum og allt í lagi með það. Svar við grein Ólafs Mixa Matthías Hall- dórsson svarar grein Ólafs Mixa » Biðlistar á hjúkr- unarheimilum hafa haldið áfram að styttast og svigrúm Landspítala til að sinna sínu mik- ilvæga hlutverki hefur aukist. Matthías Halldórsson Höfundur er aðstoðarlandlæknir. ÞEGAR breytt var yfir í hægri umferð árla morguns sunnu- daginn 26. maí 1968 fetuðu Íslendingar í fótspor Svía sem tóku upp lögskipaða hægri umferð árið áður eða þann 3. september 1967. Breytingin átti sér þó alllangan aðdraganda enda mælti margt með því að hægri regl- an yrði lögfest hér á landi. Flestar bifreiðar voru til dæmis með stýrið vinstra megin og voru því ætlaðar fyrir hægri umferð. Áður fyrr kom sér að vísu vel að ökumaður gæti fylgst með vegarbrúninni á hinum mjóu malarvegum sem hér voru lagðir til að hægt væri að teygja þá sem lengst. Með vaxandi umferð og betri vegum varð brýnna en áður að bílstjórinn væri sem næst miðju veg- arins til þess að geta fylgst með um- ferð á móti. Ökukennarafélag Íslands lagði sitt af mörkum til þess að hægri breytingin gengi snurðulaust fyrir sig sunnudaginn 26. maí, H-daginn eins og hann var kallaður. Félaginu var auðvitað málið skylt en þess má geta að það hafði lengi stutt að þessi breyting yrði gerð. Hægri umferð fylgdi ekki aðeins að umbylta þyrfti gatna- og vegakerfinu. Breyta varð umferðarljósum og umferð- armerkjum en síðast en ekki síst var brýnt að auka fræðslu og upplýs- ingar til þess að koma í veg fyrir slys í umferðinni eftir að hægri reglunni yrði komið á. Þar gat Ökukenn- arafélag Íslands látið að sér kveða. Raunar var ástandið í umferð- armálum hér á þann veg að ekki var talin vanþörf á að bæta þar úr. Frá 1950 til 1960 hafði til dæmis bifreiða- eign landsmanna tvöfaldast og er þá einungis hálf sagan sögð. Bifreiðar voru einnig orðnar stærri og þyngri en áður og umferðarhraðinn meiri. Í rauninni má segja að sjaldan hafi gefist betra tækifæri til að ná eyrum almennings með umferðarfræðslu en einmitt við hægri breytinguna og bæta þannig umferðarmenningu á Íslandi til frambúðar. Sumarið 1967 efndi Ökukenn- arafélag Íslands því til hópferðar ökukennara til Svíþjóðar og Dan- merkur. Megintil- gangur ferðarinnar var að fylgjast með breyt- ingunni í Svíþjóð. En jafnframt hugðust fé- lagsmenn kynna sér umferðarfræðslu í öku- skólum sem lengi hafði verið á döfinni að koma á fót hér á landi og sækja þar námskeið til að undirbúa sig undir H-daginn. Þegar nýtt ár gekk í garð komu til landsins tveir erlendir ökukennarar, annar frá Noregi en hinn frá Sví- þjóð. Þeim var ætlað að vera íslensk- um ökukennurum til ráðuneytis og upplýsinga um skipulag ökukennslu við breytinguna. Þeir höfðu að von- um ýmsum fróðleik að miðla. Þeir réðu meðal annars frá því að öku- kennsla yrði felld niður eins og ýms- ir höfðu látið sér til hugar koma enda lægi í augum uppi að þeim mun meiri æfingu sem ökumaður hefði í vinstri umferð þeim mun hægara yrði fyrir hann að aðlaga sig hægri umferð. Af því sem norrænir ökukennarar höfðu fram að færa dró Ökukenn- arafélag Íslands ýmsan lærdóm. Í maímánuði 1968 opnaði það fræðslu- miðstöð og skrifstofu í Stigahlíð 45. Þar skyldi í framtíðinni fara fram bókleg kennsla fyrir ökupróf en fram að H-degi skyldi kapp lagt á að veita ökukennurum ýmiss konar leiðbeiningar sem þeim kæmu að gagni við þá breytingu sem í vænd- um var. Sænskur fræðslustjóri um- ferðarmála var ráðinn til þess að halda námskeið með þeim dagana 21. til 23. maí í hinni nýju fræðslu- miðstöð félagsins en allir sem sátu námskeiðið hlutu viðurkenning- arskjal fyrir þátttöku sína. Komið var upp æfingarsvæðum fyrir öku- menn, meðal annars á Reykjavík- urflugvelli þar sem til dæmis slökkviliðsmenn æfðu sig í hægri akstri. Við hægri breytinguna varð til ýmiss konar fræðsluefni sem nýttist áfram. Bókin Akstur og umferð, sem fyrst var prentuð 1961, var til dæmis gefin út að nýju. Hitt var þó ekki síð- ur mikils um vert að með hægri regl- unni fleygði umferðarmenningu í landinu fram eins og margir höfðu gert sér vonir um áður en farið var af stað með þessa breytingu. Um- ferðarmerki breyttust og ný bættust við. Jafnframt var þeim fjölgað á vegum til muna frá því sem verið hafði. Loks má nefna ýmis mann- virki sem risu og greiddu fyrir um- ferð. Þau voru einnig tímanna tákn. Hafnarfjarðarvegur var til dæmis sá þjóðvegur sem einna mest mæddi á. Umferðin þar var talin ríflega fimmtán þúsund bifreiðir á sólar- hring um það leyti sem ákveðið var að lögfesta hægri regluna hér. Brugðið var á það ráð að grafa veg- inn niður gegnum Kópavogsháls og brúa þvervegina sem skáru þessa helstu umferðaræð á höfuðborg- arsvæðinu en slíkt var nýmæli í vegagerð hér á landi. Ári eftir að hægri umferð var komin á var önnur tveggja brúa yfir Nýbýlaveg tekin í gagnið, sú eystri. Frá þeim tíma var ekið yfir Nýbýlaveginn á brú, hinni fyrstu hérlendis á „þurru landi“. Ökukennarar og H- dagurinn 1968 Sveinn Þórðarson segir frá aðdrag- anda hægri umferðar » Ökukennarafélag Ís- lands lagði sitt af mörkum til þess að hægri breytingin gengi snurðulaust fyrir sig. Sveinn Þórðarson Höfundur er kennari og hefur starfað fyrir Ökuskólann í Mjódd. mbl.issmáauglýsingar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.