Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 47 Til leigu Til leigu Glæsilegt 260 m² einbýlishús á sjávarlóð í Grafarvogi til leigu. Vandaður, sérhannaður frágangur, falleg skjólsæl lóð. Útsýni. Áhugasamir hafið samband við Gylfa í síma 770 4040 eða á gylfi@remax.is ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is/udtbod Óskað er eftir tilboðum í verkið: Bygging dælustöðvar við gatnamót Holtabergs og Hlíðarbergs í Hafnarfirði Verkið felur í sér byggingu á 20 m2 brunni fyrir heitavatnsdælur við gatnamót Hlíðarbergs og Holtabergs í Hafnarfirði. Lagning stofnæða í jörðu út frá brunni og tenging við núverandi lagnir eru einnig hluti af þessu verki. Helstu magntölur eru: Gröftur 520 m³ Fylling 480 m³ Mót 135 m² Steypa 23 m³ Járnbending 1.650 kg Múrverk og þakfrágangur 200 m² Lagnir í jörðu 140 m Verklok eru 1. október 2008. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar http://www.or.is/UmOR/Utbod/Auglystutbod/ frá mánudeginum 16. júní 2008. Frá sama tíma er einnig unnt að kaupa þau hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Verð kr. 5.000. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. júlí 2008 kl. 11:00. OR 2008/45 Félagslíf Vegurinn, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Bænastund kl. 18:30. Samkoma kl. 19:00. Paul Chil- ders predikar. Lofgjörð, fyrirbæn og samfélag í kaffisal á eftir. Allir hjartanlega velkomnir. Stangarhyl 1, Reykjavík Samkoma kl. 11 Miðvikudaga biblíulestur kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. www.betania.is Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Við bjóðum velkomna aftur til starfa Önnu Cörlu Ingvadóttur. SRFR Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur Síðumúla 31, s. 588 6060 Miðlarnir, spámiðlarnir og huglæknarnir Þórhallur Guð- mundsson, Ólafur Hraundal Thorarensen talnaspekingur og spámiðill, Anna Carla Ingvadóttir, Símon Bacon Ragnhildur Filippusdóttir, og Guðríður Hannesdóttir kris- talsheilari auk annarra, starfa hjá félaginu og bjóða félagsmönnum og öðrum upp á einkatíma. Upplýsingar um félagið, starfsemi þess, rann- sóknir og útgáfur, einkatíma og tímapantanir eru alla virka daga ársins frá kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin og um helgar. SRFR Samkoma kl. 20 þar sem Stóra Gospelhátíðin verður kynnt vel og Helga R. Ármannsdóttir verður með hugleiðingu. Lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og samvera að samkomu lokinni. Fríkirkjan Kefas Fagraþingi 21 v/ Vatnsendaveg www.kefas.is Samkoma í dag kl. 20. Umsjón: Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen. Samherjar teknir inn. Kaffisala 17. júní kl. 14-18. Hlaðborð kr 1.500. Söngstund 17. júní kl. 16.30 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Ath. það verður ekki opið hús og fimmtudagssamkomur á tímabilinu 15/6-15/7. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6, opið alla virka daga kl. 13-18. Samkoma í dag kl. 16.30. Gunnar Þorsteinsson predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20.00. Miðvikud. Bænastund kl. 20.00. Fimmtud. Ungl. kl. 20.00. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is - Kl. 11 Brauðsbrotning Ræðumaður: Helgi Guðnason Kl. 12:30 International church – biblestudy in the cafeteria Kl. 16:30 Almenn samkoma Ræðumaður: Jón Þór Eyjólfsson Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Engin barnakirkja verður í sumar. Athugið að skrifstofa kirkjunnar verður lokuð 16. og 17. júní. Íslenska Kristskirkjan, Fossaleyni 14. Sunnudagur: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Edda M. Swan predikar. Fimmtudagur: Kl. 16. Bænastund fyrir innsendum bænaefnum. Kl.19.30 “Fúsir fætur” ganga frá Víkingsheimilinu. Föstudagur: Kl. 20 Samkoma fyrir ungt fólk. www.kristur.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Samkoma kl. 17.00 ,,Hefur þú heyrt frá Drottni?”. Ræðumaður er Hermann Bjarna- son. Mikil lofgjörð. Allir velkomnir. TIL SÖLU Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 6308 www.or.is Hvammur og Hvammsvík í Kjósarsýslu Jörðin selst með öllum mannvirkjum, ræktun og girðingum og öðru fylgifé, ef viðunandi tilboð fæst. Undanskilinn er jarðhiti og jarðhitaréttur. Kvöð er um að Orkuveitan Reykjavíkur megi bora eftir heitu vatni og byggja dæluhús, ef jarðhitarétturinn er nýttur. Einnig eru undanskilin í sölunni þinglýst réttindi annarra en Orkuveitu Reykjavíkur. Jörðin verður til sýnis eftir nánari fyrirkomulagi, sem getið verður um á tilboðseyðublaði og jarðlýsingu. Tilboðseyðublað og jarðarlýsingu er hægt að sækja á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is Um OR útboð/auglýst útboð, frá og með þriðjudeginum 3. júní 2008. Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur, í fundarsal á 3. hæð, vesturhúsi, fimmtudaginn 19. júní 2008 kl. 15.00. Raðauglýsingar Í dag minnumst við Guðna Stefánssonar, föður hennar Grétu vinkonu okkar, sem fallinn er frá langt fyrir aldur fram. Við vinkonurnar vorum svo heppnar að fá að kynnast hinum ýmsu hliðum þessa góða manns og þegar við hugsum til hans koma upp í hugann ótal minningar. Þegar við vorum litlar fór Guðni oft á skíði á veturna og það voru ófá skiptin sem við fengum að fara með honum í Bláfjöll. Á meðan hann fór á gönguskíði skelltum við okkur í brekk- urnar og þegar hann svo kom aftur var skottið á bílnum opnað, nestið sótt og kaldar kinnar hitaðar með kakói sem Sigrún hafði gert. Það vill svo til að í bakgarði Skógarlundar 19 kúrir lítil sundlaug, sem í minningunni er þó risastór. Okkur vinkonunum þótti það dásamlegt að fá að fara í sund heima hjá Grétu og töldu for- eldrar hennar það ekki eftir sér að hreinsa laugina og láta renna í hana fyrir hóp af stelpum sem fylgdu tilheyr- andi óp og læti. Þau Sigrún og Guðni tóku fullan þátt í knattspyrnuiðk- un Grétu og Dunnu og nutum við liðsfélagar þeirra góðs af stuðningi þeirra hjóna sem mættu á flesta okkar kapp- leiki. Guðni fylgdist reyndar með íþróttum á fleiri víg- stöðvum því hann var mikill íþróttaáhugamaður. Hann fylgdist vel með enska bolt- anum og íslenska landsliðinu og ekki var laust við að við vinkonurnar yrðum stundum svolítið hissa á, hvað þessi annars rólegi maður lét mikið í sér heyra þegar sýndir voru leikir með liðunum hans í sjónvarpinu. Þegar komið var í framhaldsskóla lágu leiðir okkar vinkvenna og Guðna enn saman þar sem hann kenndi okkur íslensku í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. Það er okkur afar minnis- stætt hvernig hann tyllti sér á borðbrún kennaraborðsins, opnaði Brennu-Njáls sögu, sem hann virtist kunna spjaldanna á milli, og leiddi okkur í allan sannleikann um leyndardóma hennar með djúpum en mildum málrómi. Guðni var mikill fróðleiks- maður um alla hluti og eftir að við vinkonurnar hófum há- skólanám leituðum við stund- um til hans með yfirlestur og aðstoð við verkefni. Hann var ávallt reiðubúinn að leiðbeina okkur þrátt fyrir að hann hefði í nógu öðru að snúast og fyrir það verðum við honum ævinlega þakklátar. Guðni Stefánsson ✝ GuðniStefáns- son fæddist í Neskaupstað á Norðfirði 14. febrúar 1942. Hann lést á Land- spítalanum við Hring- braut 2. júní síðastliðinn. Guðni verð- ur jarðsung- inn frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Gréta, Dunna, Sigrún og aðrir að- standendur. Missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tíma. Blessuð sé minning Guðna Stefánssonar. Guðrún Inga, Heiða og Helga. Í dag verður til moldar bor- inn góður félagi og samstarfs- maður til margra ára, Guðni Stefánsson. Guðni var hóg- vær maður, tranaði sér ekki fram að óþörfu en sérhvert orð hans vó þungt þegar hann tók til máls. Hann var rétt- sýnn, sá jafnan fleiri en eina hlið á mönnum og málefnum og var sérlega fylginn sér í orðum. Guðni var víðlesinn og vel að sér í flestu því sem sneri að íslenskukennslu – ís- lensk fræði, saga okkar og bókmenntir voru hans líf og yndi. Hann var fús að miðla þeim sem vildu á hlýða og njóta, hvort sem það voru ungir og óreyndir kennarar eða fróðleiksfúsir nemendur sem settust við fótskör hans. Hann hafði nefnilega þann einstaka hæfileika, sem að- eins góðum kennurum er gef- inn, að kunna að miðla þekk- ingu sinni. Þegar undirritaðar hófu kennslu við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ fyrir rúmum tuttugu árum tók Guðni á móti okkur með glettnisblik í augum, tók þéttingsfast í út- rétta hönd og bauð okkur vel- komnar til starfa. Alltaf var hann boðinn og búinn að að- stoða og styðja okkur fyrstu skrefin á braut íslensku- kennslunnar, hvort sem það var setningafræði eða bók- menntir. Hann kvað einstak- lega skýrt að orði, talaði hægt og útskýrði í þaula. Okkur duldist ekki að þarna væri af- burðagóður íslenskumaður á ferð og á samstarf okkar féll aldrei skuggi. Kominn úr fræðihlutverk- inu var Guðni skemmtilegur félagi, spaugsamur og skjótur í tilsvörum. Kaldhæðinn húm- orinn féll vel í kramið þegar kennarar komu saman. Í mörg ár var Guðni fenginn til að lesa jólasögu á jóla- skemmtun kennara og vakti sá lestur kátínu í hvert skipti. Fjölskyldan var honum allt. Við fylgdumst grannt með dætrunum tveimur vaxa úr grasi, stofna heimili og eign- ast börn. Guðni átti traustan félaga og eiginkonu, hana Sig- rúnu, og var alltaf gott að koma til þeirra. Góður vinur og félagi til margra ára er nú kvaddur og er hans sárt saknað af öllum sem voru svo heppnir að fá að kynnast þessum öðlingi. Við vottum Sigrúnu, Guðnýju og Grétu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og þökk- um Guðna Stefánssyni sam- starf og vináttu. Blessuð sé minning góðs félaga. Brynja Baldursdóttir og Hallfríður Ingimundardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.