Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ dagbók Í dag er sunnudagur 15. júní, 167. dag- ur ársins 2008 Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.) Víkverji er óhræddur við að gangaút af leiksýningum í hléi sé hon- um ekki skemmt. Víkverji átti jafnvel von á að sú yrði raunin á sýningunni Ástin er diskó – lífið er pönk, sem Þjóðleikhúsið sýnir þessa dagana. Dómar gagnrýnenda um sýninguna höfðu nefnilega verið á þann veg að engin ástæða virtist fyrir Víkverja að fyllast bjartsýni. Sýningin hófst og Víkverja var skemmt strax á upp- hafsmínútum. Lítið dró úr kæti hans eftir því sem á sýninguna leið. Í hléi hvarflaði ekki að Víkverja að ganga út því hann hafði ekki skemmt sér jafn vel í leikhúsi í langan tíma. Eftir þessa skemmtilegu leik- hússtund varð Víkverji mjög hugsi yfir þeim skilaboðum sem leiklistar- gagnrýnendur sendu með dómum sínum. Getur verið að þeir taki lífið of alvarlega? Finnst þeim að það megi ekki vera gaman í leikhúsi? Eru þeir fúllyndir að eðlisfari? Víkverji varð þess rækilega var á sýningunni að gestir skemmtu sér konunglega. Meðal gesta voru börn, fullorðnir og eldri borgarar. Sýningin virðist því höfða til allra aldurshópa. x x x Víkverji botnar ekkert í því fólkisem vælir svo að segja enda- laust yfir EM og því að kvöldfréttir sjónvarps séu ekki lengur á sama tíma og áður. Það er rjómablíða á landinu. Af hverju er þetta fólk ekki úti í garði að grilla á kvöldin þegar leikir fara fram? Knattspyrnuaðdá- endur búa við þá áþján að þurfa að húka inni og horfa á fótboltaleiki frá klukkan 16-20. Þeir eru að missa af sól og hluta af sumrinu. Þeim finnst það reyndar þess virði því þeir gera sér mætavel grein fyrir því að knatt- spyrnan er göfug íþrótt. Nöldrararnir ættu að láta eftir sér að horfa á eins og einn leik með Portúgölum. Ef þeir hrífast ekki af Ronaldo þá geta þeir ekki hrifist af neinu. Og þá lifa þeir að sönnu aumu lífi. Víkverji horfir á EM dag hvern og Ronaldo er hans lið. vikverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 hvetja, 4 sí- valnings, 7 guð, 8 rör, 9 fæði, 11 skrifa, 13 vendi, 14 undrast, 15 ári, 17 gagnsær, 20 málmur, 22 hakan, 23 ósætti, 24 valdi tjóni, 25 hjarar. Lóðrétt | 1 stendur við, 2 skrölt, 3 tóma, 4 hörfi, 5 vesöldin, 6 harma, 10 nam, 12 skyldmenni, 13 duft, 15 rými, 16 mat- búa, 18 heitir, 19 tölur, 20 á höfði, 21 vítt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tækifærið, 8 kolin, 9 launa, 10 aka, 11 lagað, 13 rænir, 15 hross,18 sagan, 21 kát, 22 síðla, 23 afurð, 24 hroðalegt. Lóðrétt: 2 ærleg, 3 iðnað, 4 ætlar, 5 Iðunn, 6 skál, 7 maur, 12 als, 14 æpa, 15 hæsi, 16 orður, 17 skarð, 18 stall, 19 grugg, 20 næði. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3- reit birtist tölurnar 1-9. Það verð- ur að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. www.sudoku.com © Puzzles by Pappocom Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. cxd5 exd5 6. Bg5 h6 7. Bh4 c6 8. Dc2 g5 9. Bg3 Re4 10. Rd2 Rxg3 11. hxg3 Rd7 12. e3 Rf6 13. Bd3 De7 14. a3 Bd6 15. O–O–O Be6 16. e4 dxe4 17. Rdxe4 Rd5 18. Rxd5 Bxd5 19. Rxd6+ Dxd6 20. Hhe1+ Kd7 21. Be4 Hae8 22. Bxd5 Dxd5 23. He5 Da2 24. Df5+ Kc7 25. d5 Kb6 26. dxc6 bxc6 27. Hd4 a5 Staðan kom upp á Pivdennybanka atskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Odessa í Úkraínu. Rússinn Pavel Tregubov (2629) hafði hvítt gegn heimamanninum Ruslan Ponomarjov (2719). 28. Hb5+! Ka6 svartur hefði einnig orðið mát eftir 28… cxb5 29. Hd6+. 29. Hxa5+ Kb6 30. Dc5+ og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Enginn grís. Norður ♠D32 ♥9875 ♦D843 ♣K2 Vestur Austur ♠G1065 ♠K84 ♥G1043 ♥D62 ♦G6 ♦10752 ♣D43 ♣765 Suður ♠Á97 ♥ÁK ♦ÁK9 ♣ÁG1098 Suður spilar 6G. Meckstorth og Rodwell þykja sagndj- arfir spilarar, en þeir létu slemmuna að ofan framhjá sér fara í einvígisleik Nic- kells og Strul. Eftir nokkrar þreifingar stönsuðu þeir í 4G og voru sáttir við þá ákvörðun, því þrátt fyrir hagstætt útspil náði Rodwell bara ellefu slögum. Út- spilið var smár spaði og Rodwell fékk ódýran slag á níuna heima. En hann gaf á ♣D og spaðaslag í lokin. David Berkowitz, liðsmaður Strul, fékk sama hagstæða útspil gegn 6G á hinu borðinu. Eins og Rodwell lét hann lítið úr borði og fékk fyrsta slaginn á ♠9. Nú þurfi Berkowitz bara að finna ♣D og það gerði hann eins og að drekka vatn: spilaði strax gosanum og lét hann fara. Grís? Ekki aldeilis. Sá sem kemur út undan ♠G10xx gegn slemmu hlýtur að eiga í alvarlegum erfiðleikum með útspil. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Himintunglin leggja til að hrútur- inn halli sér aftur og fylgist með. Hug- myndir þurfa sína gerjun. Nýtt fólk og nýjar skoðanir koma inn í myndina. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú veltir því fyrir þér hvort einhver hafi verið að ljúga. Ákveddu hvað þú vilt raunverulega vita áður en þú byrjar að spyrja spurninga. Saga með óvenjulegri framvindu nær athygli nautsins. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Sumir hlutir eru sannir af því að maður gerir þá sanna. Maður getur gert þá ósanna með sama hætti. Félagsskapur af öllu tagi lyftir þér upp. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ímyndaðu þér efnaðri útgáfuna af sjálfum þér. Aristóteles Onassis sagði að ef maður vill verða ríkur er gott að búa þar sem þeir ríku búa, þótt það sé á háaloftinu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Ljónið hefur fengið stóran skammt á diskinn sinn í dag, en er nógu hungrað til þess að klára. Gefðu þér tíma, þetta er engin keppni. Eftirrétturinn skilar sér í kvöld. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú ert forstjórinn í þínu lífi. Hvers vegna læðist þá að þér sá grunur að þú hafir fest þig einhvers staðar á millistjórn- endastiginu? Hugsaðu stærra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Eru mannleg mistök ekki gremjuleg? Reyndu að nota þau sem tækifæri til að beita þinni frægu samúð. Það sem þú gerir djúpstæð áhrif á aðra. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Himintunglin vilja hjálpa þér að vaxa. Hvað samkeppnina áhrærir er bara best að láta sem hún sé ekki til (sem er rétt, hún er bara skynvilla). (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Staðfesta þín og einbeitni eru aðdáunarverð. En misstu ekki sjónar á léttleikanum. Kurteisishjal hefur þann til- gang að laða fram samkennd og traust. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Steingeitin er ekki bara fær heldur líka glæsileg. Þú sannar það án þess að kaupa ný föt eða fylgihluti. Enda er það fremur spurning um viðhorf en kaupæði. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sólarvörn? Gleymdu því. Þú þarft frekar á streituvörn að halda til þess að verjast skaðlegum geislum spennu- ástandsins. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Himintunglin gefa í skyn að þú njót- ir heppni – hafir jafnvel tekið við keflinu af einhverjum öðrum og komið fyrstur í mark. En það er trúin sem færir þér sigur. Stjörnuspá Holiday Mathis 15. júní 1829 Dómur féll í Hæstarétti í Kambsránsmálinu. Sjö menn voru dæmdir til hýðingar (mest 81 högg) og einn þeirra auk þess til að „erfiða ævi- langt í rasphúsi,“ eins og segir í Annál nítjándu aldar. 15. júní 1926 Kristján tíundi Danakonungur og Alexandrína drottning lögðu hornstein að Landspít- alabyggingunni sem konur beittu sér fyrir í tilefni af kosningarétti sínum. Spítalinn var tekinn í notkun fjórum ár- um síðar. 15. júní 1947 Millilandaflugvél, sú fyrsta sem Íslendingar eignuðust, kom til landsins. Hún var nefnd Hekla, var af Skymaster gerð og í eigu Loftleiða hf. Tveimur dögum síðar fór hún í fyrstu ferðina til Kaup- mannahafnar. Flugið tók sjö klukkustundir og fargjaldið var 850 krónur (samsvaraði sjö ára áskrift að Morgun- blaðinu). 15. júní 1981 Garðar Cortes óperusöngvari hlaut Bjartsýnisverðlaun Bröstes þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Nítján sinnum voru verðlaunin veitt íslensk- um listamanni sem hefur bjartsýni að leiðarljósi í list- sköpun sinni. 15. júní 2001 Um sex þúsund manns hlýddu á tónleika þýsku þungarokks- sveitarinnar Rammstein í Laugardalshöll. „100% skemmtanalist,“ sagði gagn- rýnandi Morgunblaðsins. Tón- leikarnir voru sagðir mjög myndrænir, sviðið oft í björtu báli og flugeldar og spreng- ingar út um allt. Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist þá… SVEITARFÉLAGIÐ Garður fagnar 100 ára afmæli sínu í dag. Af því tilefni hefst hátíðar- dagskrá í íþróttamiðstöðinni í Garði klukkan 14 í dag en tekið var forskot á sæluna í gær með opn- un ýmislegra sýninga víðs vegar um bæinn. Einn- ig verður listaverkið Skynjun eftir Ragnhildi Stefánsdóttur afhjúpað klukkan 11 í dag í Garði en það mun vera táknrænt fyrir allar þær konur sem um aldir hafa horft til hafs og beðið eig- inmanna og sona. Þá hefur sveitarfélagið haldið upp á afmælisárið með sérstökum viðburði í hverjum mánuði og mun sú þróun halda áfram út árið. Garður er staðsettur á nyrsta odda Reykjaness, á innanverðu Mið- nesi og á land að Reykjanesi og Sandgerði. Garðurinn dregur nafn sitt af fornum varnargarði sem liggur frá Útskálum að Kirkjubóli í Sandgerði. Talið er að bændur hafi hlaðið garðinn til þess að verja akra sína fyrir ágangi sauðfjár en kornyrkja var algeng á Reykja- nesi á landnámsöld. Mikil uppbygging á sér stað í Garði og íbúar eru um 1500 talsins. Oddný Guðbjörg Harðardóttir bæjarstjóri segir nóg um að vera í Garði í dag og hún muni sjálf beina kröftum sínum að því að ávarpa samkomur og kynna hina ýmsu viðburði. „Svo ætlum við bara að trúa því að veðrið verði jafngott og undanfarna daga.“ haa@mbl.is Sveitarfélagið Garður 100 ára Hátíðardagskrá og sýningar ;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.