Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 39

Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 39 ATVINNUREKENDUR - FYRIRTÆKI FÉLAGASAMTÖK GRENSÁSVEGUR 16 A - HEIL HÚSEIGN TIL LEIGU Þetta fallega hús á horni Grensásvegar og Fellsmúla er til leigu og afhendingar strax. Um er að ræða vandað skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á þremur hæðum auk kjallara samtals u.þ.b. 1400 fm. Lyfta er í húsinu. Eignin er laus til afhendingar nú þegar. Möguleiki er að innrétta eignina eftir óskum leigutaka. Næg bílastæði við húsið, sérbílastæði á efri palli og í bílastæðahúsi. Húsið hefur frábært auglýsingargildi og gott að merkja sér starfsemi á áberandi hátt. Gott tækifæri til þess að tryggja sér aðstöðu og starfstöð á frábærum stað í borginni, rétt við umferðaræðar og í nálægð við helstu þjónustukjarna. Stutt í verslanir, banka, strætis- vagna og fl. Sölumenn Stórborgar sýna eignina eftir nánara samkomulagi. LAUGARÁSVEGUR 1. OPIÐ HÚS Í DAG KL: 17-18. MIÐJUINNGANGUR OG BJALLA MERKT GUÐMUNDUR ÍBÚÐ 303 Falleg og björt 3ja herbergja útsýnis íbúð á efstu hæð við Laugarásveg sem er 92 fm og er með miklu útsýni. Skipt- ist þannig: Stofa, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í kjallara. Parket á gólfum, Vönduð tæki fylgja m.a tvöfaldur ísskápur. Snyrtileg sameign. Verð tilboð - Laus 1 júlí HÆÐARSEL 1 - 109 REYKJAVÍK. TIL SÖLU OG SÝNIS Í DAG - SJÓN ER SÖGU RÍKARI Erum að sýna þetta vandaða einbýlishús sem er u.þ.b. 240 fm hús á tveimur hæð- um. Eignin er í mjög góðu ástandi. Öll neðri hæð hússins var endurnýjuð f. fá- einum árum m.a. eldhús, gólfefni, inn- réttingar og fl. Glæsilegt eldhús með eyju og gengið beint út á nýlega suður- verönd með skjólveggjum. Tvö baðher- bergi. Fimm herbergi. Arin í stofu. Stór lóð. Eignaskipti koma til greina. Húsið getur verið laust mjög fljótlega. Húsið verður sýnt í dag Sunnudag á milli kl. 13:30-14:00 ALLT virðist breyt- ast, verða fagurt og bjart með hækkandi sól. Hverskyns vanda- mál verða ósýnileg og falin um allt sam- félagið í bráðaafneitun sólskins og birtu. Neysla bjórs, áfengis og annarra vímuefna er gerð fallegri með drykkju úti á kaffihúsum og á Aust- urvelli Jóns Sigurðssonar. Allt er svo gott og fagurt, eða hvað? Ekki vil ég mála skrattann á vegginn, ekki ýkja eða ófegra, en hver er staðreyndin? Unglingar prófa bjór og annað í sólinni en svo kvöldar og vandinn birtist í ölvun og úrræða- leysi. Hvert á að leita með skyndi- vanda? Hvert á að leita eftir aðstoð, þegar allt virðist vonlaust? Málefni ungra fíkla og fjöl- skyldna þeirra þola aldrei bið. Mér hefur þótt umræða um málefni ungs fólks oftast vera yfirborðs- kennd og tengd ósk- hyggjuástandi frekar en raunveruleika. Þó hafa nokkur dagblöð verið með athygl- isverða greinaröð um málefni ungra fíkla. Þar hefur bitur og napur raunveruleikinn birst okkur og erfitt að horfast í augu við slíka stöðu ungs fólks. Staðreyndin er, að ekkert er ofsagt og ekkert í raun að ger- ast í dag sem breyta mun þessum napra raunveruleika. Að halda, að engin eða yfirborðskennd umræða sé staðfesting á að allt sé í lagi er hættuleg einföldun á raunveruleik- anum. Úrræðum er að fækka og markvissa forvarnarstarfsemi vant- ar. Neysla ungs fólks er ekki að minnka og úrræðaleysið ekkert sjá- anlega að breytast. Við þurfum al- gjöra hugarfarsbyltingu og raun- hæfari, trúverðugari lausnir. Á Íslandi er vinnutími fólks óeðlilega langur, tímaskortur allsráðandi, allt rekið áfram af blindri græðgi. Þrátt fyrir góðan vilja stjórnvalda eru verkin fá, ómarkviss og óraunsæ varðandi vímuefnaneyslu ungs fólks. Eftir að hafa verið vinnandi í um fimm ár í kringum fíkla og aðstand- endur þeirra sé ég engar breyt- ingar á hvernig tekið er á vanda þeirra. Ef eitthvað er þá er frekar verið að afneita raunveruleikanum og draga úr úrræðum til lausnar. Forvarnarvinna í skólum, heim- ilum og frístundastöðum er það brýnasta. Að fólk eigi greiðan og augljósan aðgang að upplýsingum og hvar aðstoð er að finna er því miður ekki raunin. Það er eins og það megi ekki gagnrýna þá sem bera sameiginlega ábyrgðina þ. á m. of marga foreldra, stjórnvöld og stofnanir sem eru á þeirra vegum. Enn eimir eftir af „þetta tölum við ekki hátt um“ tali. Skömm, sekt- arkennd og vanmáttur er of oft það sem stöðvar foreldra í að leita að- stoðar. Við þurfum að þora að vera áþreifanlega nálægt og opin fyrir alla aðstoð við fíkla og aðstand- endur þeirra. Vera hlutlaus og dæma ekki, heldur hlusta, skilja og bjóða úrræði sem eru einhvers virði. Úrræði sem virka þá og núna þegar vandinn er svo áþreifanlega sársaukafullur. Góðir fyrstu viðkomustaðir fyrir fólk eru oftast samtök eins og For- eldrahús – Vímulaus æska, Stíga- mót, Blátt áfram, Geðhjálp og margir aðrir aðilar sem vinna í grasrótinni, nafnlaust og öll í fullum trúnaði. Þessir aðilar geta svo vísað áfram til annarra fagaðila þar sem það á við hverju sinni. Fyrsti við- komustaðurinn verður að vera hlut- laus, faglegur og vekja traust og trúnað. En sífellt er verið að draga úr möguleika á starfi ofannefndra samtaka og ekki verið að efla það eins og væri eðlilegt. „Venjulegt fólk“ þarf „venjulegt fólk“ til að tala við, sérstaklega í upphafi. Vegna þessa finnst mér eðlilegt að efla þessi störf og auka frjálst aðgengi fólks að ráðgjöf og upplýs- ingum. Og það í dag en ekki á morgun, þessi mál þola aldrei bið! Í stað þess að fækka úrræðum fyrir ungt fólk í neyslu og fjöl- skyldur þeirra á að efla og auka úr- ræðin. Flest er of seinvirkt sem er í gangi í dag. Flest þessara mála þola enga bið, þau eru sársaukafull og viðkvæm. Viðtöl og upplýsingar eru fyrstu skrefin fyrir utan algjöra neyðarvistun unglings. En neyð- arvistun er síðasta úrræðið og plássin í landinu of fá til að tala um að hér sé raunveruleg aðstoð í gangi. Þorum að axla raunverulega ábyrgð á fjölskyldum okkar. Börn- in, unglingarnir þurfa á okkar tíma að halda! Veittu þeim tíma þinn og árangurinn verður sýnilegur. Það er staðreynd að öll getum við lært meira í lífsleikni og hvað það er sem í raun skiptir máli í lífinu. Göngum saman út í sumarið með opin augu fyrir hamingjuna í lífinu. Að lokum, fyrir áhugasama, til- vitnun sem enn er í fullu gildi. Orðskviðirnir 23: Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúft niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. Augu þín mun sjá kynlega hluti og hjarta þitt mun mæla flá- ræði. Og þú munt vera eins og sá sem liggur úti á miðju hafi, já eins og sá, sem liggur efst uppi á siglutré. „Þeir hafa slegið mig, ég kenndi ekkert til. Þeir hafa barið mig, ég varð þess eigi var. Hvenær mun ég vakna? Ég vil meira vín.“ Sumarið – „erfiður tími“ eða „tími okkar“ í sólskininu? Percy B. Stefánsson skrifar um vímu- efnavandann »Málefni ungra fíkla og fjölskyldna þeirra þola aldrei bið. Percy B. Stefánsson Höfundur er ráðgjafi hjá Vímulausri æsku – foreldrahúsi. { {

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.