Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Lísa var að fara út í Flatey daginn eftir að við töluðum saman. Þar var hún að- stoðarleikstjóri við kvikmyndina Brúðgumann í fyrra- sumar. Núna ætlar hún hins vegar að hlaða batteríin, vinna á hótelinu og anda að sér breiðfirzkri náttúru. „Ég man vel þegar Ilmur fæddist. Við eigum afmæli 18. og 19. marz og mamma fór beint úr afmælisveizl- unni minni upp á spítala. Svo finnst mér ég muna eftir henni í vöggu en það er svo skrýtið að ég man lítið sem ekkert eftir okkur Ilmi tveimur. Það hafa alltaf verið við þrjú; ég, Ilmur og Sverrir. Ilmur og Sverrir voru miklir vinir en rifust líka endrum og eins. Ilmur var einstaklega uppátektasöm og stríðin. Ég hafði tak- markaðan húmor fyrir því þá og gat látið hana fara óstjórnlega í taugarnar á mér. Hún las mig eins og opna bók, sem hún gerir sem betur fer enn, og vissi svo vel hvaða takka hún átti að ýta á til þess að hleypa mér upp. Sverrir var öðru vísi. Hann var rólegur og mikill grúskari. En hann er líka gefinn fyrir gott partí og gat átt það til að fara í kompaní með Ilmi og hleypa mér upp í geðvonzkukast, sem yfirleitt stóð þó stutt yfir. Þau voru bara tveir krakkarassar að skemmta sér. Við ólumst upp í Þingholtunum í sama húsi og systir pabba og dóttir hennar. Það var alltaf einhver heima og við lékum okkur mikið saman. Ilmur kunni reglurnar. Hún mátti til dæmis ekki koma inn í herbergið mitt. Þá stóð hún bara í gættinni, geiflaði sig alla í framan og sagði: nanananana, ég má alveg standa hér. Svona hélt hún áfram þangað til ég snappaði og rauk í hana. En hún var líka bæði fyndin og skemmtileg. Það var Sverrir líka, en hann var meira fyrir sig, dáði Presley og lærði alla textana hans utan að. Svo söng hann Presely og bjó til músagildrur. Aldursmunur er bara eitthvað sem maður finnur fyrir sem barn. Þá eru himinn og haf milli þess að vera 10 ára og sex. Núna er hins vegar ekkert haf á milli okkar og ekki himinn heldur. Bara dásamleg og falleg vinátta og mikið traust. Mér finnst þau Ilmur og Sverrir ótrúlega vel lukkuð, þau eru heilsteypt og réttlát, fallegar manneskjur, fyndin og skemmtileg. Það er svo skrýtið að þótt leið okkar í leiklistina, leikstjórnina og klippingarnar virðist hafa legið eftir tiltölulega breiðum vegi, þá er engan veginn hægt að segja að við höfum verið samferða. Foreldrar okkar hvöttu okkur til þess að gera það sem við vildum og það voru jólaleikrit í Austurbæjarskóla, við fórum öll í gegnum það prógramm. Veit ekki hvort það er eitt- hvað. Hver veit? Sjálf vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að verða eftir stúdentspróf, var svona að máta mig við hagfræði og sagnfræði, er meira að segja sagnfræðidroppát. Heyrði svo af Kvikmyndaskóla Íslands yfir bjórglasi á bar og skellti mér í hann. Ilmur held ég að hafi ætlað að verða jarðfræðingur eða hótelstjóri, en svo var hún eitthvað að leika í MH og þar með vissi hún hvað hún vildi verða. Sverrir fór til Danmerkur eftir stúdentinn en var þá eitthvað byrjaður að klippa minnir mig og hann er við það heygarðshornið enn þann dag í dag. Hann hefur þó brugðið fyrir sig betri fætinum og tekið beygjur, var til dæmis að pródúsera í vetur og gerði það með miklum ágætum. Milli okkar ríkir mikil vinátta og samkennd. Þau eru oft mínar hjálparhellur, eiga auðvelt með að setja sig inn í það sem ég er að braska og hafa skilning á því. Við ræðum auðvitað margt sem viðkemur starfinu, en erum ekki beint að biðja um gagnrýni, heldur meira skilning. Og það á líka við um okkar persónulega líf. Það er mikill samgangur á milli okkar og börnin eru samrýnd. Ég sæki líka afskaplega mikið í nánd og kærleika frá systkinum mínum. Þegar Ilmur kom í Flatey í fyrra, þar sem við vorum að taka upp Brúð- gumann, hljóp ég til hennar þegar hún kom niður götuskarðið og sótti til hennar mikið og langdregið knús. Og þegar Sverrir kom vestur í heimsókn á Dag- vaktina, þá fékk hann alveg sömu meðferð. Ilmur getur verið sjúklega fyndin á opinskáan máta og kemur manni alltaf á óvart. Hún getur algerlega drepið mann úr hlátri. Sverrir er meira útpældur. Hann er með svo beittan og svartan húmor, góðar tímasetningar líka. Ég held bara að hann sé fyndnasti maðurinn á landinu án þess að hann sé nokkuð að leggja á sig til þess. Sverrir gerði sína stuttmynd í fyrra, skrifaði handrit og leikstýrði og er nú að klippa. Ilmur lék í henni og ég náði seinni helginni til þess að aðstoðarleikstýra. En við höfum ekki unnið saman í stóru verkefni. Það kemur. Ég á afskaplega fallega bernskumynd af Ilmi og Sverri sitjandi í tröppunum á Óðinsgötu 6, þar sem við ólumst upp. Þau sátu mikið þarna og spekúleruðu. Það er eins og allar myndir af þeim hafi verið teknar í sól, því þau eru alltaf grettin, stundum tannlaus, stundum skítug og stundum fín, en alltaf grettin og sæt. Ég verð alltaf svo glöð í hjartanu þegar þessar myndir koma upp í hugann. Við erum sögð mjög ólík í útliti; ég er í mömmu ætt, Ilmur eins og snýtt út úr nefinu á pabba og svo er Sverrir með allt það bezta frá báðum.“ Sólskinsbörn Manstu þegar...? Lísa, Ilmur og Sverrir spekúlera á bernskutöppunum Óðinsgötu 6. Systkinin samhentu TENGSL Þau eru ólík í útliti og segjast líka vera ólík hið innra. En þegar grannt er skoðað eiga Lísa, Ilmur og Sverrir Kristjánsbörn margt sameig- inlegt; ekki bara væntumþykjuna og vináttuna hvert í annars garð heldur vinna þau líka á sama sviði, þótt hlutverkin séu ekki þau sömu; aðstoðarleik- stjóri, leikari, klippari. Freysteinn Jóhannsson talaði við þau. Lísa Lísa Kristjánsdóttir fæddist 18. marz 1974. Hún varð stúdent frá MH 1994 og eftir námskeið við Kvikmynda- skóla Íslands 1997 hefur hún unnið við kvikmyndagerð og umsjón með kvikmyndatökum. Hún hefur unnið mikið með Baltasar Kormáki, síðast sem aðstoðarleikstjóri við kvik- myndirnar Mýrina, Reykjavík- Rotterdam og Brúðgumann. Hún skipaði 7. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður við al- þingiskosningarnar í fyrra. Hún er tveggja barna móðir. Ilmur Kristjánsdóttir fæddist 19. marz 1978. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1998 og fékk BFA-gráðu frá leiklist- ardeild LHÍ 2003. Strax að loknu námi fékk Ilmur hlutverk Línu Langsokks í Borgarleikhúsinu og hefur síðan leikið á sviði; m.a. í Belg- ísku Kongó, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Ivanov, í sjónvarpsþáttum; m.a. Stelpunum, og kvikmyndum; m.a. Dís og Brúð- gumanum. Ilmur á eina dóttur. Sverrir Kristjánsson fæddist 25. apríl 1980. Hann varð stúdent frá MH 2000 og stundaði kvikmyndanám í Danmörku, sem hann lauk 2003. Hann hefur síðan unnið við að klippa kvikmyndir; m.a. Börn, Foreldra, Kalda slóð og Astrópíu, og sjónvarpsþætti; m.a. Stelp- urnar og Næturvaktina og er að klippa Dagvaktina núna. Sverrir er kvæntur Dimitru Drakopoulou og eiga þau eina dóttur. Foreldrar þeirra Lísu, Ilmar og Sverris eru Margrét Sigurðardóttir ferðamálafræðingur og Kristján Guð- mundsson framhaldsskólakennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.