Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýroddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, slær réttan tón um borg- armálefnin og viðfangsefni stjórn- málamanna á þeim vettvangi í við- tali hér í Morgunblaðinu í gær.     Um REI-máliðsegir Hanna Birna m.a.: „Það á að lenda því þannig að stjórnmálamenn í Reykjavík séu ekki uppteknir við það að velta fyrir sér fjárfest- ingartækifærum í öðrum löndum. Á stjórnarfundum Orkuveitu Reykja- víkur eiga menn fyrst og fremst að ræða hvort verið sé að veita borgar- búum nægilega góða þjónustu fyrir nægilega sanngjarnt verð.“     Þetta er mergurinn málsins!     Hvers vegna geta menn ekki sam-mælst um þetta grundvallar- atriði, sem er það eina sem skiptir máli í starfsemi OR? Fyrirtækið á að sjá borgarbúum fyrir heitu og köldu vatni og rafmagni á sanngjörnu verði. Ræki fyrirtækið þessar skyld- ur sínar, er fyrirtækið að standa sig. Svo einfalt er það.     Allir draumar starfsmanna ogstjórnarmanna Orkuveitunnar, fyrrum og núverandi, um útrás og gróðavon í útlöndum, þar sem fjár- munir eigenda OR eru settir í áhættufjárfestingar, eiga hvergi heima nema á hillunni, í læstum kassa.     Er ekki mál til komið að menn geriupp REI-málið, með þetta grundvallarsjónarmið að leiðarljósi?     Þeir sem ekki geta sætt sig við slíkmálalok, eiga þá auðvitað alltaf þann kost að taka pokann sinn og leggjast í víking. Ekki satt? STAKSTEINAR Hanna Birna Kristjánsdóttir Slær réttan tón SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                  * (! +  ,- . / 0     + -                          12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                  :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?            ! !  ! !                            *$BCD  """""                 !" #"  $    %  & '   *! $$ B *!   #$  % "& "$ "& '  (& )( <2  <!  <2  <!  <2  #'&%  "* + ,"-(.  CE2F                   (      #"  $   %  ) # *  6  2  (  '+      )      %  ,  '  -    B      '  .  *     %  , '  /0 ""(11  (&""2 ( ("* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FÓLK  TEITUR Arn- arson varði ný- verið doktors- ritgerð sína í stærðfræði við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi. Titill doktors- ritgerðar Teits er: „PDE methods for free boundary problems in financial mathematics“ eða „Notkun á hlutafleiðujöfnum við lausn á frírandarþrautum í fjár- málastærðfræði“. Teitur vann rannsókn sína undir handleiðslu Prof. Henrik Shahghol- ian við KTH, í nánu samstarfi við PDE- (hlutafleiðujöfnu-) og fjár- málastærðfræðideildirnar við KTH og Uppsalaháskóla. Jafnframt var hann nokkrum sinnum gestanem- andi hjá Prof. Thaleia Zariphop- oulou við Texas-háskóla í Austin. Frá 1. október mun Teitur halda rannsóknarstarfi sínu áfram sem „post-doctoral researcher“ við frönsku rannsóknarmiðstöðina INRIA í Rocquencourt, París. Teitur er fæddur 15. desember 1977 í Reykjavík. Hann er í sambúð með Samantha Bonnevier, menn- ingarverkefnisstjóra í Stokkhólmi. Foreldrar Teits eru Örn Svavars- son, tíðum kenndur við Heilsuhúsið, og Birgitta Larsson-Tångring, hjúkrunarfræðingur í Köping, Sví- þjóð. Doktor í stærðfræði Teitur Arnarson Eftir Björn Björnsson Skagafjörður | Samn- ingur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Brim- nesskóga undirritaður, sem var undirritaður ný- verið, gerir ráð fyrir af- not af landi því, þar sem talið er að Brimnes- skógur sá sem nefndur er í íslenskum fornritum hafi verið. Það er Steinn Kárason umhverfisstjórn- unarfræðingur M.Sc. og garðyrkjumeistari sem er frumkvöðull að félags- stofnuninni. Markmið fé- lagsins er að endurheimta hina fornu Brimnesskóga í Skagafirði með kynbótabirki, kynbættum reyni og víði úr Hrolleifsdal og Austurdal í Skagafirði. Í samtali við Stein kom fram að nú er frágengið að félagið fær alls nær fimm tugi hektara lands til að hrinda áformun sínum í framkvæmd, en áð- ur var búið að afmarka félaginu nokkurn landsskika þar sem undanfarin nokkur ár hefur verið plantað völdum plöntum sem ættir eiga að rekja til gömlu birkiskógaleifanna í Fögruhlíð í Austurdal og í Hrolleifsdal. Fram til þessa hefur eingöngu verið plantað út ársgömlum plöntum í rúmlega tíu hektara lands, en nú, eftir að samningur er frágenginn, munu á næstu dögum verða settar niður á þriðja þúsund skógarplöntur, um tvö hundruð vefjaræktuð reynitré og um þrjátíu móðurtré af kynbættu birki, sem ætluð eru í framtíðinni til frætöku. Sagði Steinn ánægjulegt að þessi samningur væri nú loks í höfn og því unnt að vinna því máli framgang af fullum þunga, að skila landinu til baka eins og það var á fyrstu árum byggðar í Skagafirði. Þá sagði hann mjög vaxandi áhuga á verkefninu bæði meðal heimamanna, en ekki síður á með- al brottfluttra Skagfirðinga. Samningur Steinn Kárason og Guðmundur Guðlaugsson undirrituðu samninginn. Endurheimta hinn forna Brimnesskóg Morgunblaðið/Björn Björnsson STJÓRN Sagnfræðingafélags Íslands hefur sent forsætisráðherra bréf í tilefni af nýútgefinni skýrslu um ímynd Íslands, en skýrslan er afrakst- ur af starfi nefndar undir forystu Svövu Grönfeldt, rektors við Háskólann í Reykjavík. Í skýrslunni kemur fram að ein af undirstöðum ímyndar Íslands eigi að vera uppruni þjóðarinnar. „Fyrstu Íslendingarnir voru fólk sem kom hingað í leit að frelsi og betri lífsskilyrðum. Þjóðin bjó lengstum við kröpp kjör en þegar hún fékk frelsi og sjálfstæði tók hún stökk frá því að vera þróun- arland til þess að verða ein ríkasta þjóð í heimi á innan við öld. Íslendingar eru dugleg og stolt þjóð, mótuð af lífsbaráttu í harðbýlu landi. Mikilvægasti menningararfur Íslendinga, íslensk tunga, lifir í máli þjóðarinnar og í bókmenntum hennar.“ Félagið telur rétt að benda á að þessar setn- ingar feli í sér söguskoðun sem er á skjön við sagn- fræðirannsóknir síðustu ára. „Hún sver sig frem- ur í ætt við þá söguskoðun sem mótuð var í sjálfstæðisbaráttunni í pólitískum tilgangi. Þeirri söguskoðun hafa fjölmargir sagnfræðingar and- mælt síðustu áratugi og komið fram með sannfær- andi rök sínu máli til stuðnings. Greina má goð- sagnir á borð við frelsisþrá landsnámsmanna og nýja gullöld í kjölfar sjálfstæðis sem voru meðal þeirra sem skapaðar voru til að réttlæta sjálfstæð- iskröfuna.“ egol@mbl.is Með úrelta söguskoðun? Í HNOTSKURN »Sagnfræðingafélagið sendi með bréfinulista yfir áhugaverðar rannsóknir og umfjöllun fræðimanna annars vegar um ímyndir og hins vegar endurskoðunina á þeirri pólitísku söguskoðun sem ríkti á Ís- landi fram á 8. áratug síðustu aldar. »Sagnfræðingafélagið telur sannarlegaumdeilt hvort ímyndir hafi nokkuð með sannleika að gera.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.