Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRÁBÆRT FERMETRAVERÐ Afhending í september 2008 Upplýsingar hjá sölumönnum: Þórarinn: 770 0309 Sigurður: 896 2312 Hús og efni frá: ASTRON. Uppsetning: HASI. Eftirlit: TVT - Tækniþjónusta. Umsjón: NJÁLA. Fyrir: SUÐURSTEINN ehf. *Allt að 80% fjármögnun m.v. 65-70% bankalán m.v. 10-15% lán frá seljanda Afhent tilbúið til notkunnar. Stærð frá 125,4 fm. Verð frá 18.900.000 kr. 80% lán*Atvinnubil Lækjarmelur, 116 Reykjavík LENGI hefur verið tröllatrú á fiski hér á landi og hafa margir leitt líkur að því að það sé einmitt fiskinum og lýsinu að þakka hversu heilsuhraust og langlíf þjóðin hefur verið. Mikil og almenn fisk- neysla var lengi vel eitt megineinkenni á mat- aræði Íslendinga og árið 1990 mæld- ist hún hærri en í nokkru öðru Evr- ópulandi. Frá 1990 til 2002 dróst fiskneyslan aftur á móti saman um 30% og hefur nú nálgast það sem gengur og gerist í öðrum löndum Evrópu. Rannsóknir hafa sýnt að fiskneysla of þungra 20-40 ára Ís- lendinga er enn minni en með- alneysla sama aldurshóps sam- kvæmt landskönnun, og það sama á við um neyslu ávaxta og grænmetis. Þess vegna er mikilvægt að finna leiðir til að bæta mataræði þessa hóps. Undanfarin ár hefur Rannsókn- arstofa í næringarfræði (RÍN) stýrt samevrópskri rannsókn, SEA- FOODplus YOUNG, en meginmark- mið rannsóknarinnar var að auka þekkingu á áhrifum fisks og næring- arefna úr sjávarafurðum á heilsu og koma í veg fyrir sjúkdóma hjá ung- um evrópskum fjölskyldum. Með SEAFOODplus YOUNG fengust mikilvægar upplýsingar um áhrif fisks á heilsu ungra fullorðinna Evr- ópubúa í ofþyngd. Fjöldi vísindagreina hefur birst úr nið- urstöðum verkefnisins og enn fleiri eru vænt- anlegar. Verkefnið hef- ur einnig verið upp- spretta frekari rannsókna, m.a. hafa langtímaáhrif slíkrar meðferðar verið könn- uð hér á landi nýlega með góðum árangri. Mikilvægt er að styðja við fleiri verkefni af þessu tagi. Hollusta fisks Næringargildi fiskmetis einkenn- ist af miklu magni próteina í hæsta gæðaflokki, mjúkri fitu sem inni- heldur langar ómettaðar fitusýrur og vítamínum, stein- og snefilefnum sem finnast í fáum öðrum mat- vælum. Fita sjávardýra er mjúk, þ.e. ómettuð, ólíkt harðri fitu landdýra. Fiskifita er einnig frábrugðin ann- arri mjúkri fitu, eins og sojaolíu eða ólífuolíu, því hún inniheldur mjög langar fitusýrukeðjur sem plöntu- olíur hafa ekki. Mikilvægastar eru svokallaðar EPA og DHA en báðar tilheyra ómega-3-fitusýruflokki. Ómega-3-fitusýrur hafa verndandi áhrif gegn hjartsláttartruflunum, minnka samloðun blóðflagna (og þar af leiðandi áhættu á blóðtappa) og lækka blóðþrýsting. Einnig lækka þær þríglýseríð í blóði, en hækkuð þríglýseríð í blóði geta aukið áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli. Eins benda rann- sóknir til að fiskifita geti haft góð áhrif á bólgu- og ónæmissvörun lík- amans. Fiskur sem hluti af mataræði get- ur aukið þyngdartap fólks sem þarf að léttast en niðurstöður úr SEA- FOODplus YOUNG sýndu meðal annars að einstaklingar sem fylgdu orkuskertum matseðli í átta vikur sem innihélt fisk eða fiskolíu léttust meira en þeir sem ekki höfðu sjáv- arafurðir á matseðli, þrátt fyrir að orkuskerðingin hafi verið sú sama. Niðurstöðurnar sýndu einnig að fiskolía minnkar insúlínónæmi, og þar með líkur á fullorðinssykursýki, og meiri lækkun þríglýseríða sást hjá þeim sem fengu fisk en hjá þeim sem ekki fengu fisk. Lítið þyngdartap skiptir máli Tíðni ofþyngdar og offitu hefur aukist mikið undanfarna áratugi, í nánast öllu löndum heimsins og í öll- um aldurshópum, og eru helstu ástæður þess taldar vera lélegt mat- aræði og aukið hreyfingarleysi. Ís- land er þar engin undantekning, en aukningin í tíðni offitu hér er svipuð því sem sést í öðrum vestrænum ríkjum. Margsinnis hefur verið sýnt fram á að of feitir einstaklingar eru í aukinni áhættu á að þróa með sér ýmsa langvinna sjúkdóma, s.s. há- þrýsting, hátt kólesteról, sykursýki 2, efnaskiptavillu, hjarta- og æða- sjúkdóma og nokkrar tegundir krabbameins. Það er því ekki af feg- urðarsjónarmiðum sem við viljum grípa inn í þessa þróun í tíðni offitu því fylgikvillarnir hafa mikil áhrif á heilsu einstaklinga og samfélagið í heild. Þyngdartap, fengið með bættu mataræði og aukinni hreyfingu, get- ur minnkað, eða komið í veg fyrir, þá heilsutengdu áhættuþætti sem fylgja offitu og oft sést heilsufars- legur ávinningur eftir aðeins 5% þyngdartap. Maður heyrir því oft fleygt að allir sem léttist þyngist aft- ur að lokum en rannsóknir hafa sýnt að töluverður hluti fólks viðheldur 5- 10% þyngdartapi til langs tíma, sem er nóg til að bæta heilsuna verulega þrátt fyrir að kjörþyngdarmörkum sé ekki náð. Það getur þó reynst mörgum erf- itt að losna við umframþyngd, ef ein- staklingur hefur þróað hana með sér á annað borð. Því er mikilvægt að stemma stigu við þróuninni snemma og reyna þannig að minnka hættu á fylgikvillum síðar meir. Ungir full- orðnir eru þarna mikilvægur mark- hópur. Með því að endurskoða mat- aræði þeirra og koma í veg fyrir þróun of mikillar líkamsþyngdar má trúlega einnig hafa áhrif á mataræði og minnka líkur á þróun offitu meðal barna þessa fólks en rannsóknir hafa sýnt að sterk tengsl eru milli mataræðis foreldra og barna þeirra. Á síðustu áratugum hefur hlutfall of þungra og of feitra barna aukist og fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt að börn sem glíma við vanda- mál tengd offitu á upphafsárum ævi sinnar eru í meiri hættu á því að þróa fylgikvilla offitu snemma á æv- inni og munu að öllum líkindum glíma við sömu vandamál á fullorð- insárum. Meiri fisk á borð ungra fjölskyldna Borðum meira af fiski segir Óla Kallý Magnúsdóttir »Næringargildi fisk- metis einkennist af miklu magni próteina í hæsta gæðaflokki … Óla Kallý Magnúsdóttir Höfundur er næringarfræðingur. @ Fréttir á SMS Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.