Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 29 Ísland 22,5 ESB 10,8 Bandaríkin 25,6 Olíutunnur á mann á ári árið 2005 Morgunblaðið/Ómar U m fátt ræðir fólk meira þessa dagana en verð á olíu. Ökumenn verkjar í budduna þegar þeir taka eldsneyti á bílinn. Í fyrsta sinn virðist sem verðlagið á eldsneyti sé byrjað að hafa áhrif á hegðun fólks. Á benz- ínstöðvum taka menn eftir minni viðskiptum. Fleiri nota hjólið. Um- ferðin minnkar; þannig kom fram í fréttaskýr- ingu Sigtryggs Sigtryggssonar hér í blaðinu í vikunni að í fyrsta sinn frá upphafi hefði um- ferð um Hvalfjarðargöngin dregizt saman í maímánuði miðað við sama mánuð í fyrra. Svipaða þróun má merkja í öðrum vestrænum ríkjum. Fólk ekur minna, vinnur meira heima hjá sér og fasteignaverð á jaðarsvæðum þétt- býlis lækkar vegna þess hvað það er dýrt fyrir íbúana að aka til vinnu í borgunum. Buddurökin eru þau sem fólk skilur Þessi breyting kann að hafa meiri þýðingu en virðist við fyrstu sýn. Árum saman hefur verið rætt um nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis, fyrst og fremst vegna gróðurhúsaáhrifa, sem af notkun þess hljótast. Margar ræður hafa verið haldnar um nauðsyn þess að almenningur á Vesturlöndum breyti viðhorfum sínum og lífsháttum sínum til að spara olíu og gas; skipti yfir í umhverfisvæna bíla, fljúgi minna o.s.frv. Viðhorfs- og lífs- háttabreytingin hefur þó látið á sér standa. Hér á Íslandi höfum við bara haldið áfram að kaupa okkur æ stærri bíla og enn stærri felli- og hjólhýsi til að draga aftan í þeim, með til- heyrandi eldsneytiseyðslu. Þrátt fyrir gnótt endurnýjanlegra orkulinda, sem við nýtum til rafmagnsframleiðslu og húshitunar í miklu meiri mæli en önnur ríki, er Ísland í hópi þeirra ríkja sem nota mesta olíu á mann vegna stórs bíla-, flugvéla- og skipaflota. Árið 2005 notaði hver Íslendingur þannig um 22,5 tunnur af olíu á ári, en hver Bandaríkjamaður 25,6 tunnur. Í Evrópusambandsríkjunum notaði hver íbúi um 10,8 tunnur á ári. Íslendingum virðist líka standa á sama um hnattrænar afleiðingar eldsneytisbrunans. Nýleg könnun Gallup sýndi að af 57 ríkjum, þar sem spurt var, var Ísland það eina þar sem meirihluti svarenda sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af hlýnun loftslags á hnettinum. Nú hefur olían hins vegar hækkað svo gríð- arlega í verði að almenningur finnur óþyrmi- lega fyrir því á eigin skinni. Og eins og venju- lega er það buddan, sem skiptir fólk máli fremur en flókin vísindaleg rök eða fallegar hugsjónir um vernd loftslagsins. Raunar hafa hugmyndir um svokallaða kol- efnisskatta einmitt byggzt á því að buddurökin séu þau einu, sem fólk skilur. Þannig hefur átt að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti. Nefnd á vegum fjármálaráðherra lagði fram fyrir skemmstu tillögur um 5-6 króna kolefnisskatt á lítra af eldsneyti. Þær tillögur voru úreltar áður en þær voru lagðar fram. Þegar elds- neytið hefur hækkað í verði um 50-70 krónur lítrinn er það alveg nóg til að draga úr fólki að nota benzín- eða dísilhákinn sinn. Ríkið þarf ekki að bæta sérstökum skatti við. Ódýrari og vistvænni orkukostir Við þessar aðstæður má gera ráð fyrir að eft- irspurn eftir ódýrari – og vistvænni – orku- kostum aukist sjálfkrafa. Eftir síðustu hækkanir á olíuverði hefur áhugi á metanbílum þegar aukizt talsvert, en um helmingi ódýrara er að reka slíkan bíl en venjulegan benzínbíl. Talið er að nú sé hægt að framleiða metangas á sorphaugum Reykvík- inga fyrir um 2.000 bíla, en yrði lífrænn úr- gangur á Suðvesturlandi nýttur til metanfram- leiðslu í ríkari mæli mætti sjá tíu til fimmtán þúsund bílum fyrir metani. Það er þó innan við tíundi hluti af bílaflota Íslendinga. Þá eru rafmagnsbílar, sem ættu að duga við íslenzkar aðstæður, að minnsta kosti til innan- bæjaraksturs, á leið á markað innan skamms tíma, að því er fram kom í fréttaskýringu Björns Jóhanns Björnssonar hér í blaðinu sl. miðvikudag. Stóru tækifærin í að draga úr notkun dýrrar olíu liggja hins vegar í vetnisvæðingunni, sem unnið hefur verið að hér á landi í allmörg ár. Enn er hægt að virkja gríðarlega mikla raf- orku hér á landi, í fallvötnum og á jarð- hitasvæðum. Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgun- blaðinu og meðhöfundur Þorsteins I. Sigfús- sonar að bókinni Dögun vetnisaldar: Róteindin tamin, fjallaði um vetnisvæðinguna í frétta- skýringu síðastliðinn fimmtudag. Baldur bend- ir þar á að vetni, framleitt úr vatni með end- urnýjanlegri orku, sé mengunarlaus orkugjafi. Ennfremur sé vetni samkeppnishæft í verði við hefðbundið eldsneyti á Íslandi, að því gefnu að vetnisstöð sem annað getur um 2.000 bílum sé í fullri og hagkvæmri notkun og vetnið ekki skattlagt umfram 24,5% virðisaukaskatt. Flöskuhálsinn í vetnisvæðingu bílaflotans er líklega fyrst og fremst skortur á samkeppn- isfærum vetnisbílum, en í grein Baldurs kem- ur fram að á árunum 2015-2020 muni vetn- isbifreiðar geta keppt við hefðbundna bíla. Sjálfsagt getur sú spá breytzt ef olíuverð hækkar enn og ýtir annars vegar á eftir þróun tækninnar og skapar hins vegar eftirspurn hjá almenningi eftir annars konar farkostum. Tæknin þróast gjarnan hratt í neyð; aldrei hafa t.d. orðið hraðari framfarir í flugvélasmíð en í heimsstyrjöldunum tveimur. Verðlagið á olíu kann að skapa þann þrýsting á breytingar, sem umræður um hlýnun hnattarins hafa aldr- ei náð að gera. Stórum spurningum ósvarað Ísland og önnur vestræn ríki þurfa af þrennum orsökum að draga úr olíufíkn sinni. Í fyrsta lagi er það efnahagsleg nauðsyn, eins og blasir við af tölunum á skiltum benzínstöðvanna. Í öðru lagi er það nauðsynlegt umhverfisins vegna, til að draga úr mengun og koma í veg fyrir loftslagsbreytingar af völdum gróð- urhúsalofttegunda. Síðast en ekki sízt er það mikilvægt öryggismál. Eigin olíu- og gasfram- leiðsla vestrænna ríkja dugar þeim ekki. Þau þurfa að flytja inn jarðefnaeldsneytið, aðallega frá tveimur svæðum; Mið-Austurlöndum og Rússlandi. Á báðum svæðum er pólitískur óstöðugleiki og ýmis öfl við völd, sem eru reiðubúin að beita „olíuvopninu“ með því að hækka verðið eða skrúfa fyrir framboðið. Olíuhækkanirnar hljóta að hafa í för með sér að stjórnvöld hér á landi setji enn meiri kraft í að vinna að vetnisvæðingunni. Erlendum elds- neytis- og bílaframleiðendum finnst aug- ljóslega áhugavert að vinna með Íslendingum að þróunarstarfi vegna hinna miklu endurnýj- anlegu orkulinda okkar og sjálfsagt er að reyna að nýta og efla þann áhuga. Ýmsum stórum spurningum er hins vegar ósvarað varðandi framleiðslu vetnis hér á landi. Í fyrsta lagi liggur í augum uppi að vilji menn búa til vetnissamfélag hér á landi þarf stórvirkjanir – eða þá mjög margar smærri virkjanir. Menn hafa slegið á að til að knýja bíla-, tækja- og skipaflota Íslendinga þyrfti 4-5 terawattstundir af rafmagni á ári. Það sam- svarar einni Kárahnjúkavirkjun eða tveimur Búrfellsvirkjunum. Erum við reiðubúin í slíkar framkvæmdir eftir þær hörðu deilur sem urðu um Kárahnjúkavirkjun? Er hægt að anna raf- orkuþörfinni með jarðvarmavirkjunum? Ný- legt álit Skipulagsstofnunar á Bitruvirkjun bendir til að flóknara kunni að vera en menn ætluðu að reisa stórar jarðvarmavirkjanir í góðri sátt við umhverfið. Viljum við flytja út orku? Í öðru lagi þurfum við að spyrja hversu stórt við viljum hugsa. Viljum við fyrst og fremst framleiða vetni til innanlandsþarfa eða viljum við líka stefna á útflutning? Hugsunin á bak við vetnisverkefni Íslenzkrar nýorku er meðal annars að Ísland geti orðið tilraunastofa vetnisvæðingar og flutt út þekkingu til ann- arra landa. Ísland er eitt fáeinna landa í heim- inum, sem geta framleitt vetni með sjálf- bærum og umhverfisvænum hætti. Af hverju þá ekki líka að flytja út sjálfan orkugjafann? Hugmyndir um slíkt eru ekki nýjar af nálinni. Í bók Þorsteins I. Sigfússonar eru rifjuð upp skrif dr. Braga Árnasonar, prófessors í efna- fræði, í Morgunblaðið árið 1977, en hann sá þá fyrir sér að Ísland myndi í framtíðinni flytja út fljótandi vetni með tankskipum. Fyrir tæpu ári birti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsóknarskýrslu, þar sem teknir eru út möguleikar á vetnisvæðingu sambandsins. Niðurstaðan er sú að Ísland og Noregur séu þau nágrannalönd ESB, þar sem hagkvæmast sé að framleiða vetni og flytja inn til ESB. Framleiðslan yrði þó mun hagkvæm- ari á Íslandi en í Noregi. Vegna mikils kostn- aðar við að flytja vetnið með tankskipum kæmi eingöngu stórfelld vetnisframleiðsla til greina – sem myndi auðvitað útheimta stórar virkj- anir. Þessi innflutningur til ESB gæti hafizt upp úr 2015. Sumir eru þeirrar skoðunar að vetnisflutn- ingar með tankskipum væru óhagkvæmir – vilji Íslendingar á annað borð flytja út orku sé nær að taka upp gamlar hugmyndir um sæ- streng til Evrópu og framleiða vetnið á meg- inlandinu með orku frá Íslandi. Orkuútflutningur gæti orðið hagkvæmur í framtíðinni, en þá vaknar auðvitað enn og aft- ur spurningin um áhrif virkjana, sem væru nauðsynlegar, á náttúru landsins. Þriðja sjón- armiðið í málinu er að ekki þyrfti að byggja nýjar virkjanir, heldur nota þær sem fyrir eru með öðrum hætti. Líta má svo á að Ísland standi nú þegar í stórfelldum útflutningi á raf- orku, en hún sé bundin í áli, sem framleitt er hér á landi og flutt út. Ef sæstrengir eða vetnisflutningar með skipum reynast hag- kvæmir gæti niðurstaðan einn daginn orðið sú, að fremur ætti að flytja orkuna út með þeim hætti en með því að selja hana til álvera. Spurningin um orkuútflutning snýst ekki eingöngu um áhrifin á efnahag og umhverfi á Íslandi. Hún snýr líka að pólitískri stöðu Ís- lands á alþjóðavettvangi. Á tímum orkuskorts og hækkandi orkuverðs styrkist staða ríkja, sem eru aflögufær og geta flutt út orku. Ef til dæmis Evrópusambandið vill draga úr olíu- og gasinnflutningi sínum frá Rússlandi og Mið- Austurlöndum og leggja áherzlu á vetnisvæð- ingu kann staða Íslands gagnvart sambandinu að styrkjast í ljósi þess sem áður sagði um mat framkvæmdastjórnar ESB á því hvaðan er helzt hægt að flytja inn vetni með hag- kvæmum hætti. Orkumál eru í mikilli deiglu, ekki aðeins á Íslandi heldur í heiminum öllum. Í þessari þró- un felast bæði ógnir og tækifæri fyrir Ísland. Við þurfum að bregðast við ógnunum og nýta tækifærin sem bezt. Hvað kemur í staðinn fyrir olíuna? Reykjavíkurbréf 140608

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.