Morgunblaðið - 15.06.2008, Page 18

Morgunblaðið - 15.06.2008, Page 18
18 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ B andaríkjamenn telja sig nú vera búna að finna nýjan hönnuð, sem eigi framtíðina fyrir sér. Tory Burch hann- ar föt og fylgihluti og vörur henn- ar er að finna út um allt. Og á við- ráðanlegu verði. Tory Burch hefur hannað litríku fötin í hillum Old Navy-verslana, tvílitar peysur með skrautlegum tölum í J. Crew, perlusaumaðar mussur í Banana Republic og sand- ala í Target. Allar eru þessar verslanir mjög vinsælar í Banda- ríkjunum og hönnuður sem kemur vöru sinni þar að er á grænni grein. Hönnuðurinn hefur skotist upp á stjörnuhimininn á leifturhraða. Sjálf prýðir hún forsíður helstu tímarita í Bandaríkjunum, er um- fjöllunarefni í alls konar slúð- urdálkum og poppstjörnur klæðast flíkunum hennar, t.d. var Prince í perlusaumaðri mussu á tónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. Tory var óþekkt fyrir fjórum ár- um, en telst nú einn áhrifamesti hönnuðurinn í Bandaríkjunum. Vinsældirnar á hún fyrst og fremst þeirri staðreynd að þakka, að hún hannar föt sem venjulegt fólk vill klæðast. Hún hannar á ungt fólk og allt upp í miðaldra og öfugt við marga aðra hönnuði vílar hún ekki fyrir sér að gera föt á aðra en þá allra grennstu, þótt ekki fari hún yfir stærð 14. Henni tekst að ná til allra. Þeir sem yfirleitt klæðast dýrum fatnaði kaupa fatnað henn- ar til hversdagslegs brúks. Þeir sem yfirleitt halda fastar um budd- una njóta þess að kaupa fallega hönnun hennar án þess að þurfa að greiða jafnmikið fyrir og margir aðrir hönnuðir fara fram á. Nið- urstaðan er sala upp á um átta milljarða króna á ári í Bandaríkj- unum. Sérkenni Tory Aðrir hönnuðir hafa náð að skapa hönnun, sem einkennir þá og enga aðra. Allir þekkja til dæm- is pólóskyrtur Ralphs Laurens. En þær urðu ekki þekktar á örskömm- um tíma, heldur hafa unnið sér sess hægt og bítandi. Tory Burch hefur sín sérkenni, sem flestir virðast þekkja nú þeg- ar, aðeins örfáum árum eftir að Burch sigrar Bandaríkin Los Angeles Times/Rick Loomis Stíll Bandarískir hönnuðurinn Tory Burch hefur haslað sér völl í tískuheim- inum á undraskömmum tíma. I da Pétursdóttir Björnsson er fyrsta íslenska konan sem tók doktorspróf í raun- greinum, en hennar fag var plöntulíffræði. Hún varð fjórða íslenska konan til að ná doktorsáfanga, en á undan henni voru þær Björg Þorláksdóttir, Fríða Sigurðsson og Snót Leifs, sem urðu doktorar í sálfræði, bókmenntafræði og bókmenntasögu. Ida gerir þó ekki mikið úr afreki sínu og ýjar að því að það sé talsvert háð tilviljunum að hún náði þessum áfanga. Ida fæddist árið 1927 og er því komin á níræðisaldur. Hún var í Landakotsskóla sem barn og fór það- an í Menntaskólann í Reykjavík. Hún útskrifaðist þaðan árið 1945, rétt eftir stríðslok. Á þessum árum var ekki boðið upp á raungreinar í Háskóla Íslands og fór hún því til Svíþjóðar í frekara nám. Íslendingar nutu þess þá, að þeir þurftu ekki að greiða skólagjöld í háskólum í Svíþjóð og var það því til- valinn byrjunarreitur fyrir unga konu að feta sín fyrstu spor á menntabrautinni. „Með mér í háskól- anum í Svíþjóð voru tvær íslenskar stúlkur. En á árunum eftir stríðið var erfitt að fara út í nám og því færri en ella,“ segir Ida. Eftir að hafa lokið námi í Svíþjóð fékk hún styrk frá The American- Scandinavian Foundation (ASF) til þess að fara í nám í New York. Þegar hún hafði lokið gráðu frá háskólanum þar spurði kennarinn hennar hana hvort hún vildi ekki að læra enn meira. Ida hafði enga ástæðu til að svara neitandi og hélt því til Vestur- Virginíu, þar sem hún sérhæfði sig í að kanna áhrif ljóss á plöntur og lauk doktorsgráðu þaðan árið 1956. Að námi loknu flutti hún til Nýju- Mexíkó þar sem hún kenndi plöntu- líffræði. Þar bjó hún í tvö ár og kynntist verðandi eiginmanni sínum. Þau fluttu saman til Úganda, þar sem þau unnu við rannsóknarstörf auk þess sem þau skrifuðu bæði fyrir vís- indatímarit. Á námsárunum kom hún reglulega til Íslands til að vera með fjölskyldu og vinum. En svo fækkaði ferðunum eftir því sem árin liðu. „Eftir andlát foreldra minna og systur hef ég ekki haft jafnmikla ástæðu til að sækja landið heim.“ Ida tók lengi vel þátt í hjálp- arstarfi. Einn dag í viku mætti hún í verslun sem góðgerðarsamtökin Save the Children héldu uppi og ágóðinn rann óskertur til barnahjálpar. Sjálf á Ida tvö uppkomin börn með eig- inmanni sínum. Ida vill ekki halda því fram að það hafi einungis verið tilviljun sem réð því að hún var þetta lengi í námi. „Ég hef alltaf verið forvitin og dugleg í því námi sem ég hef haft áhuga á,“ segir hún. Hún bætir því við að hún standi í þakkarskuld við foreldra sína, sem studdu hana í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. gudnyh@mbl.is „Ég hef alltaf verið forvitin“ Morgunblaðið/Golli Kvendoktor Þrjár íslenskar konur höfðu hlotið doktorsgráðu á undan Idu, í sálfræði, bókmenntafræði og bókmenntasögu. Í HNOTSKURN »Faðir Pétur Björnsson,fæddur 1887, skipstjóri á Gullfossi. »Móðir Ellen Karna Krist-offersen, fædd 1896, hjúkrunarfræðingur. Prests- dóttir frá Jótlandi. »Systir Esther Pétursdóttir,fædd 1922, röntgen- fræðingur. Gift Þórhalli Tryggvasyni, fæddur 1917 »Eiginmaður Jack Talling,vatnalíffræðingur og vís- indamaður. »Dóttir Thora Talling, fædd1963, verslunarstjóri. »Sonur Peter Talling, fædd-ur 1968, PhD í jarðfræði, kennari og vísindamaður við Bristol háskóla. Þ að var mikið grín gert að okkur í bæjarstjórninni þegar við lögðum af stað með umhverfisverkefnið og við vorum kallaðir grænu glóparnir á skemmtunum í bænum. En nú er öld- in önnur; allir vildu Lilju kveðið hafa og bæjarbúar hafa „alltaf“ verið á þessari skoðun og það sem mér finnst skemmtilegast er að íbúarnir hafa aukið kröfurnar á hendur bæjarfélaginu um að við stöndum okkur í umhverfismálunum og minna okkur á að þetta og hitt megi betur fara,“ segir Kristinn Jónasson, bæj- arstjóri Snæfellsbæjar. Sveit- arfélögin á Snæfellsnesi með Þjóð- garðinum Snæfellsjökli hafa fyrst evrópskra sveitarfélaga og fjórðu í heiminum fengið Green Globe-vottun fyrir stefnu og framkvæmd í sjálf- bærri þróun umhverfis- og sam- félagsmála. Kristinn segir vonir manna með vottuninni bundnar við að laða fólk til Snæfellsness og létta undir með sjáv- arútveginum í sölustarfinu. „Ég er handviss um það að þegar fram í sækir munu allir staðir á Íslandi leita eftir slíkri vottun. Þetta er eins og með hótelstjörnurnar sem fólk veltir fyrir sér þegar það velur gistingu, vottunin segir að viðkomandi staður standi undir þeim væntingum sem ferðamaðurinn gerir. Þetta er því stór áfangi og skiptir ferðaþjón- ustuna miklu máli en einnig sjávar- útveginn sem getur sagt að svæðið sem hann starfar á sé vottað sem um- hverfisvænt ferðamannasvæði.“ Kristinn segir að rekja megi málið aftur til 1998. „Þá komu Gulli og Guð- rún Bergmann til mín og ræddu við mig um umhverfismál. Þau náðu að sannfæra mig um að þau væru fram- tíðin hjá hverju sveitarfélagi og þau voru mjög dugleg; m.a. fékk Snæ- fellsbær fyrst allra sveitarfélaga á Íslandi viðurkenningu fyrir starf sitt að Staðardagskrá 21 1998-2000. Þau vildu sjá málin þróast enn lengra og Grænu glóparnir unnu Fyrstur Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, er í fyrsta hópi evr- ópskum sem fékk Green Globe vottun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.