Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 55
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn tommusniði í huganum.“ Murta St. Calunga var unnin í hljóðveri Orra „Slowblow“ Jónssonar, þar sem seg- ulböndin eru í heiðri höfð. „Ég hef aldrei verið á neinni ákveðinni leið með tónlistina,“ svarar Benni stóískur þegar hann er spurður hvert hann sé eiginlega kominn núna. „Ég veit það ekki … þegar ég var að búa til fyrstu plöt- una, þ.e. samnefndu plötuna frá 2005 voru dálítil átök í mér að búa til spennandi tónlist en um leið tónlist sem væri hress og myndi skemmta. Ég lagði mig þá í líma við að einfalda hlutina ef þeir urðu of flóknir. En áhyggjurnar af þessu hafa minnkað með hverri plötu, hljómsveitin mín er alltaf að komast betur og betur inn í þankaganginn um hvað ég er að reyna að gera og hvað ég er að reyna að fá fram. Fyrst var eins og ég hefði varpað sprengju á hópinn – fólk skildi ekki hvaða rugl þetta var.“ Samstarf Benna við Baldvin Esra hjá kimi records hefur verið mjög náið, allt síðan útgáfan hóf starf- semi sína. „Það er frábært að vinna með manni á þessu plani, manni sem er samstarfsfélagi umfram allt annað. Ekki yfirmaður eða einhver skrifstofutýpa sem pirrar mann. Og hann er ekki heldur einhver vinur sem maður fékk flippaða hugmynd með á barnum, við þekktumst ekkert mikið áður en við byrjuðum að vinna saman. Hann hefur brennandi áhuga, bæði á tónlist og íslensku tónlistarsenunni, sem er bara heil- brigt einhvern veginn.“ Hættur með Morr Benni segist sérstaklega ánægður með hvernig textarnir heppnuðust í þetta skiptið. „Ég hef alltaf strögglað með þann þátt. Mér er eðl- islægt að búa til tónlist en ég hef alltaf þurft að setja mig í stellingar fyrir textagerðina. Það hefur verið meiri erfiðisvinna. Ég sá svo ákveðinn þráð í þeim, eftir á. Þeir benda allir í áttina að einhverju alvöru- þrungnu og erfiðu en eru samt, þannig séð, algjört rugl. Þannig er ég að upplifa hluti eins og t.d. hval- veiðar, Íraksstríðið o.s.frv. Þetta eru alvörumál en þegar maður les fréttir af þessu lítur þetta iðulega út eins og farsi. Þú veist, ef geimvera myndi mæta til Íraks myndi hún halda að það væri bara eitthvert grín í gangi, svo furðulega tilgangslaust er þetta allt saman. Þannig er lagið, „Whaling in the North Atl- antic“ hugsað. Það er einhvern veginn jafn gildandi að raula svona stemmu um þetta mál eins og að skella sér í heita pottinn og fjargviðrast um þetta fram og til baka.“ En hvað er framundan á þessu ári? „Jaa …,“ segir Benni með mikilli hægð. „Ég og Baldvin erum að fókusera á að koma plötunni al- mennilega út hérna heima … og … svo erum við eig- inlega að pæla í að fara bara saman í það að sigra heiminn …“ Benni bregður ekki svip en blaðamaður hrópar upp eitt gott „Já!“. Benni heldur áfram. „Ég er búinn að gefast upp á að vinna með Morr Music. Ég gat ekki byrjað að vinna þessa plötu fyrr en ég hætti að tala við Thomas Morr (brosir lymsku- lega. Thomas Morr er eigandi Morr Music sem gefið hefur út Benna og aðra íslenska tónlist með góðum árangri í Þýskalandi og víðar). Hann hafði svo miklar áhyggjur og var sífellt að benda mér á heimsendinn sem væri handan við hornið. Sem er skiljanlegt ef maður er plötuútgefandi í Evrópu, haslandi sér völl í Bandaríkjunum. Það er ekki beint gósentíð núna … ég fattaði dáldið þegar ég var að hlusta á Chronicles- hljóðbókina hans Bobs Dylans, sem Sean Penn les. Þar segir m.a. af því þegar Dylan er mættur til New York, klár í slaginn og hann á framtíðina. Hún starir framan í hann. Svo þegar ég var að ströggla við að semja inn á þessa plötu fattaði ég að þetta er ákveðið grunngildi ef þú ætlar að gera eitthvað af viti. Þ.e., maður þarf að eiga framtíðina. En ef heimsendir er alltaf á leiðinni … þá kemst maður kannski í gegnum lífið en óhamingjusamur og ófær um að gera eitthvað skapandi.“ Gapandi tækifæri Benni segist því hafa verið á skrítnum stað and- lega, hann hafi verið með miklar áhyggjur og liðið eins og hann væri að fara að tapa einhverju. „Svo þegar ég hætti að tala við Morr þá ... vaknaði ég einhvern veginn. Þetta hljómar voðalega einfalt en ... annaðhvort gerir maður eitthvað og hefur gaman af því eða hreinlega sleppir því.“ Hann og Baldvin eru nú að leita að dreifingarað- ilum en Benni segist hafa mikla trú á þessari plötu. „Þetta hljómar kannski kokhraust en ég veit að Kajak (síðasta breiðskífa Benna frá 2006) var að mörgu leyti torræð og það kom mér ekkert á óvart að hún yrði ekki metsöluplata erlendis. Morr hefur kom- ið okkur ágætlega á framfæri í bransanum, hann má eiga það, og ýmsir bransagæjar vita alveg hver við erum. En þetta verður að vera gaman, þetta má ekki vera íþyngjandi hlutur. Við stöndum líka frammi fyrir því í dag að það er allt opið hvernig hægt er að koma tónlist sinni á framfæri. Það þarf ekki endilega að hengja sig á stór útgáfu- og kynningarfyrirtæki. Ef þú ert duglegur og með hugmyndir þá gapa tækifær- in hreinlega við þér.“ arnart@mbl.is Tónleikar Benna Hemm Hemm og Ungfóníunnar, sem er 30 manna sveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum, fara fram í Iðnó miðvikudaginn 19. júní. Daníel Bjarnason stjórnar og Paul Lydon hitar upp. Sjá nánar á benni- hemmhemm.com. Morgunblaðið/Frikki Sólartónar Benni og félagar léku lög í sólinni í bakgarði í Reykjavík í fyrradag. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 55 Do you want to study Computer Science or IT? Grundtvigs Allé 88 Sønderborg Tlf. 45 7412 4141 www.sdes.dk ● Do you want to study in Denmark? ● Do you want to study in Denmark in an international environment? ● Are you looking for education which give good job possibility after graduation? ● Are you interested in computers and IT? ● Are you looking for a short education at university level? Do as Hrund Brynjólfsdóttir and other brave young students. Every year The Academy for Business and Technical studies in Sønderborg Denmark welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg has an active "Íslendingafélag". Visit our website www.sdes.dk to read more of your future in Denmark. AÐALFUNDUR MÍLU EHF. 2008 DAGSKRÁ Fundargögn verða afhent hluthöfum á aðalfundardegi frá kl. 15.30 á fundarstað. Stjórn Mílu ehf. Aðalfundur Mílu ehf. verður haldinn fimmtudaginn 3. júlí 2008 að Stórhöfða 22-30 og hefst kl. 16.00 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. 2. Skýrsla framkvæmdastjóra um rekstur félagsins og endurskoðaður reikningur fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Ákvörðun um greiðslu arðs. 4. Kosning stjórnar félagsins. 5. Kosning löggilts endurskoðanda. 6. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna félagsins fyrir störf þeirra. 7. Tillaga stjórnar um breytingu á 7. gr. samþykkta félagsins. 8. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 9. Önnur mál. Tillaga stjórnar skv. 7. dagskrárlið miðar að því að engar hömlur verði á meðferð hluta í félaginu. Dagskrá fundarins, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Hið sérstæða nafn plöt- unnar, Murta St. Cal- unga er nafn á skáld- uðum bát, sem m.a. dregur nafn sitt frá Rúmeníu og Angóla. Benni hélt að Calunga væri í Rúmeníu en í ljós kom að það er í Angóla. En lítum nú á fleiri dýr- linga sem hafa sett mark sitt á dægurtónlistarsög- una. Metallica – St. Anger (2003) Hin svokallaða „endurkomu“- plata Metallica var ekki beint tekin í dýrlingatölu af aðdáend- um en flestir voru fegnir því að mótorinn væri kominn aftur í gang. Reiði dýrlingurinn átti að vera tákn fyrir jákvætt út- streymi á innbyrgðri reiði og orku – en af- skaplega féll hún nú flatt. Gnarls Barkley – St. Elsewhere (2006) Fyrsta plata þessa dúetts Cee-Lo og Danger Mouse inni- heldur einn óvæntasta smell síðustu ára, „Crazy“. Titillinn vísar í læknadrama frá níunda áratugnum en er einnig lína úr lagi eftir A Tribe Called Quest. Já, Danger Mouse er kúl og kann sitt „stöff“. Van Morrison – Saint Dominic’s Preview (1972) Ok, smá svindl, það er „saint“ í titlinum en ekki „st.“ (ég gekk þó ekki svo langt að tefla fram tónlistinni úr St. Elmo’s Fire). Morrison sjálfur segist hafa fengið titilinn í dagblaði, þar sem hann las um messu sem átti að halda í kirkju heilags Dóminiks í San Francisco til að knýja á um frið í Belfast. Framúrskarandi, giska fjölbreytt plata, frá fýlda fegurðarsmiðnum. Fleiri dýrlingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.