Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 60

Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 60
60 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KringLunni the incredible hulk kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára digital the incredible hulk kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára lúxus ViP speed racer kl. 2:40 - 5:30 - 8:30 LEYFÐ forbidden kingdom kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 ára / áLFabaKKa indiana jones 4 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára iron man kl. 3 - 5:30 - 8 B.i.12 ára never back down kl. 10:30 B.i.16 ára nim´s island kl. 3 LEYFÐ the happening kl. 6 - 8 - 10:50 B.i. 16 ára speed racer kl. 2d - 5d - 8 - 10:50 LEYFÐ digital sex and the city kl. 2 - 5 - 8 - 10 B.i. 14 ára nim´s island kl. 2 LEYFÐ Sýnd Í KringLunni Og KeFLaVÍK HeimSFrumSýning á mögnuðum SpennutryLLi Frá m. nigHt SHyamaLan LeiKStjóra tHe SixtH SenSe Og SignS Sem HeLdur bÍógeStum Í HeLjargreipum Frá byrjun tiL enda! Sýnd Í áLFabaKKa Og SeLFOSSi Jackie Chan og Jet Li eru loksins mættir í sömu mynd þar sem snilli þeirra í bardagaatriðum sést glöggt. Nú er spurning hvor er betri!? VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Sýnd Í áLFabaKKa, KeFLaVÍK Og aKureyri sparbíó 550 kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu í saMbíó eee - S.V., MBLSýnd Í KringLunni Edward NortoN Er Hulk í EiNNi flottustu HasarmyNd sumarsiNs. eeee - V.J.V., Topp5.is/FBL - Viggó, 24stundir Árni Matthíasson F yrir stuttu var haldin í Danmörku norræn rokkhátíð sem kallast Spot, en alls voru haldnir 116 tónleikar á hátíðinni. Obbi þeirra listamanna sem þar tróðu upp var danskur, sem vonlegt er, en einnig voru þar músíkantar frá hinum Norðurlönd- unum, þar á meðal norska söng- konan Ane Brun sem kannast vel við sig á Íslandi eins og ég komst að í spjalli við hana eftir tón- leikana. Ekki mikið af frumlegri músík Spot-hátíðin er haldin í Árósum og eðlilega er mest um danska listamenn, þeir voru 87, en einnig er nokkuð um tónlistamenn frá hinum Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi, en að þessu sinni spiluðu Hjaltalín, Hafdís Huld, Celestine og Dísa á Spot. Það verður að segjast eins og er að þrátt fyrir mikinn fjölda danskra listamanna var ekki eins mikið af frumlegri músík á boðstólum. Vissulega voru framúrskarandi hljómsveitir á ferð eins og Eft- erklang, Slaraffenland og Figur- ines, en líka klént efni eins og Boom Clap Bachelors, Burhan G., Dúné, The Asteroids Galaxy Tour og The Floor Is Made Of Lava, svo dæmi séu tekin. Heldur betri voru sveitir frá hinum Norðurlönd- unum, enda fjarlægðin hálfgerð sía; Familjen og The Radio De- partment frá Svíþjóð, Færeying- arnir í Boys In A Band, sem voru góðir að vanda, og norsku söng- konurnar Ane Brun og Susanna. Ane Brun, sem heitir Ane Brun- voll fullu nafni, er frá Molde í Nor- egi. Hún byrjaði ekki að fást við tónlist fyrr en um tvítugt, fyrst heima fyrir, en fluttist síðan til Bergen þar sem hún gekk til liðs við norsku hljómsveitina Damsels in Distress. Þrátt fyrir augljósa hæfileika gekk henni ekki nema miðlungi vel að koma sér á framfæri. Hún hélt því til Svíþjóðar, settist að í Stokkhólmi, og þar fóru hjólin að snúast. Fyrsta smáskífan, Are They Saying Goodbye?, kom út á vegum DetErMine Records, sem er fyr- irtæki hennar sjálfrar eins og nafnið ber með sér. Í kjölfarið fylgdu fleiri smáskífur og svo kom fyrsta stóra platan í maí 2003: Spending Time with Morgan. Joni Mitchell og Ani DiFranco Ane segist hafa eignast gítar og Blue með Joni Mitchell um líkt leyti sem hafi vitanlega haft tals- vert áhrif á þann stíl sem hún valdi sér, en öllu meir áhrif hafði þó plata með Ani DiFranco sem hún komst yfir ekki löngu síðar. Í viðtali við Washington Post lýsti hún því svo að hún hafi reynt að læra lögin hennar Ani DiFranco og þó hún hafi ekki náð upp í gít- arleikinn hjá fyrirmyndinni þá lærði hún að semja lög. Á áðurnefndum tónleikum söng Ane lög af nýrri breiðskífu sinni, Changing of the Seasons. Pró- grammið átti reyndar að vera nokkuð annað því til stóð að hún myndi troða upp með sænsku söngkonunni Nina Kinert en Kinert forfallaðist vegna veikinda. Fyrir vikið þurfti Brun að breyta plönum en komst vel frá öllu sam- an. Úr Gróðurhúsinu Changing of the Seasons var unnin hér á landi, því Brun dvaldi hér í október sl. og fram í nóv- ember og hljóðritaði skífuna í Gróðurhúsi Valgeirs Sigurðssonar, aukinheldur sem hún söng með honum bakraddir á Airwaves- tónleikum Valgeirs í Iðnó 12. októ- ber. Tónlistin á plötunni er naum- hyggjuleg og undirspil fínlegt; allt gert til að röddin fái notið sín og varla nema von – Ane Brun er frá- bær söngkona. arnim@mbl.is Frábær söngkona Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Heillandi Norska söngkonan Ane Brun, sæl á svip á tónleikum. TÓNLIST Á SUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.