Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 36

Morgunblaðið - 15.06.2008, Side 36
36 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÓLEYJARGATA Virðulegt og glæsilegt einbýlishús á þessum eftirsótta stað í miðborginni. Eignin er þrjár hæðir og kjallari um 357 fm að stærð auk 23,7 fm bílskúrs og 7,8 fm geymslu. Fjórar stórar stofur, tvö eldhús og fjöldi herbergja. Aukin lofthæð á aðalhæð um 2,75 metrar. Stórar svalir úr stofum aðalhæðar, svalir út af tveimur herbergjum 2. hæðar og útgangur á þrennar svalir úr stofum 3. hæðar. Lóðin er eignarlóð 826 fm að stærð. Nánari upplýsingar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505 • OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17 Netfang: fastmark@fastmark.is • Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali • Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. JÖKULGRUNN 19, GLÆSILEGT RAÐHÚS FYRIR 60 ÁRA OG ELDRI . Sérlega glæsilegt raðhús á þessum vinsæla stað í Reykjavík, rétt við Hrafnistu. Húsið er í heildina 123 fm með sólstofu og bílskúr. Húsið er allt hið glæsilegasta og vel við haldið. Fallegar innréttingar og vönduð gólfefni, Rúmgott hjónaherbergi, gott eldhús með borðkróki, rúmgóð og björt stofa, Falleg verönd. Eign í sérflokki, v. 43,5 millj. Nánari uppl veitir Hlynur í síma 698-2603 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Langalína 27-29 í Garðabæ Í innréttingum í Löngulínu 27-29 í Garðabæ ákvað Þ.G. verk að bjóða aðeins upp á það besta: Kitchen 2 línuna frá Jacob Jensen design. Þetta eru heimsfrægir danskir hönnuðir sem hlotið hafa margar viðurkenningar fyrir verk sín og m.a. hannað fyrir Bang & Olufsen og Gaggenau. Hugmyndin á bak við Kitchen 2 var að búa til sígilda innréttingalínu þar sem hvert smáatriði er úthugsað. Innréttingarnar eru einfaldar, stílhreinar og nútímalegar, flestar í hvítu hágæða háglans en nokkrar í svörtu hágæða háglans. Um er að ræða glæsilegar, fullbúnar, 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað við sjóbaðsströndina í Sjálandshverfinu. Stórglæsilegar íbúðir OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 13.00 – 14.00. STÝRIHÓPUR um búsetuuppbyggingu fyrir eldri borgara í Reykjavík hefur unnið að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara og hefur umsjón með uppbygg- ingu í þágu aldraðra. Stýrihópurinn hefur verið starfandi frá upphafi kjör- tímabilsins. Formaður hópsins und- irrituð, aðrir í hópnum eru Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Óskar Bergsson, Björk Vilhelmsdóttir, Stella K. Víð- isdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs, og Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmda- og eignasviðs. Verk- efnastjóri er Guðmundur Pálmi Kristinsson. Hlutverk stýrihópsins er að vinna að auknum og bættum búsetuúrræðum fyrir eldri borgara og fjalla um úthlutunarskilmála, fjárhagslegar forsendur og samn- inga um framkvæmdir í þágu eldri borgara. Framkvæmdir í þágu eldri borgara Lyft hefur verið grettistaki hvað varðar uppbyggingu fyrir eldri borgara. Skemmst er frá því að segja að horfur eru á að hundruð nýrra þjónustu- og öryggis- íbúða fyrir eldri borg- ara verði byggð í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Í hönnun og undirbúningi er bygging um 300 ör- yggis- og þjón- ustuíbúða. Þær skiptast með eft- irtöldum hætti: Staður: Spöngin í Grafarvogi, Sléttuveg- ur Samstarfsaðili: Eir hjúkrunar- heimili, Hrafnista/DAS, Samtök aldraðra Fjöldi íbúða: 270 eigna- og/eða búsetuíbúðir. Til viðbótar við ofangreint fer fram forathugun, deiliskipulags- vinna og frumhönnun varðandi byggingarlóðir á svæði við Gerðu- berg og í Suður-Mjódd, Norður- brún, Dalbraut og Furugerði 1 sem eru allt að 150 þjónustuíbúðir. Uppbygging í Spönginni, Fróðengi 1-11 Skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúða fyrir eldri borgara í Spöng þann 18. október 2006. Undirritaður var samningur við Eir um úthlutun bygging- arréttar í Spönginni í Grafarvogi og samstarf og samvinnu vegna bygg- ingar og reksturs 111 þjónustu- og öryggisíbúða. Reist verður þjónustu- og menn- ingarmiðstöð af Reykjavíkurborg, þar sem innangengt verður úr þjón- ustuíbúðum Eirar í þjónustu- og menningarmiðstöðina sem Reykja- víkurborg mun byggja. Allar framkvæmdir eru boðnar út Jarðvinna hófst í desember 2007 og var byrjað á að steypa upp fyrsta áfanga íbúðanna í febrúar síðastliðnum. Verkefninu hefur ver- ið skipt upp í 4 útboðsáfanga: - Jarðvinna - Uppsteypa, fyllingar inn í sökkla og utan með húsi, lagnir í jörð og utanhúsfrágangur - Innanhúsfrágangur; lagnir, raf- lagnir og innréttingar ásamt frágangi - Lóðaframkvæmdir Framkvæmdatími íbúða og Þjón- ustu- og menningarmiðstöðvar í Spöng er áætlaður frá desember 2007 til júní 2010 Búsetumál eldri borgara í Reykjavík Jórunn Frímanns- dóttir segir frá bú- setuuppbyggingu fyrir eldri borgara » Í hönnun og undir- búningi er bygging um 300 öryggis- og þjónustuíbúða. Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og formaður Stýrihóps um uppbyggingu fyrir eldri borgara. Tölvugerð mynd fyrirhugaðri byggingu öryggis- og þjónustuíbúðum fyrir aldraða. @

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.