Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Jóhann Óli Samkomulag F.v. Benedikt G. Guðmundsson, Bjarni Sævar Geirsson og Jónas Runólfsson, fulltrúar landeigenda, og Þór Vigfússon. Eftir Jóhann Óla Hilmarsson Stokkseyri | Samið hefur verið um einkarétt á töku ísjaka úr Vatnajökli, í og við Jökulsárlón, til útflutnings. Ísinn er meðal annars notaður til að kæla drykki. Svæðið tilheyrir samtökum landeigenda, Sameignarfélagsins Fells. Samningur var gerður við Benedikt G. Guðmundsson fyrir hönd tengdra félaga og markmið með honum er m.a. að nota ísinn til markaðs- og kynning- arstarfs til framdráttar íslenskri ferðaþjón- ustu. Ísinn verður m.a. notaður til að markaðs- setja nýtt vörumerki Scandic, ekki hvað síst í Asíu og Miðausturlöndum. Benedikt er stofnandi Draugasetursins á Stokkseyri, sem síðan leiddi af sér stofnun Ice- landic Wonders, sem er samheiti fyrir Álfa-, trölla- og norðurljósasetrið. Öll er þessi starf- semi í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Styrkir ferðaþjónustuna „Við erum með nokkrar sniðugar hug- myndir í tengslum við þetta verkefni sem ekki er alveg tímabært að greina frá í smáatriðum núna,“ segir Benedikt um framtakið. „Óhætt er hins vegar að fullyrða að samningur þessi mun í hið minnsta styrkja ferðaþjónustuna og vonandi auka enn frekar verðmæti landeig- anda á þeim jörðum sem þarna eiga hlut að máli, að minnsta kosti til lengri tíma litið. Í ferðaþjónstuninni sjáum við fyrst og fremst tækifæri að keyra saman samspil íss og norð- urljósa, t.d. í tengslum við Aurora Experience og Icelandic Wonders.“ Benedikt bendir á að jöklarnir eigi það sameiginlegt með t.d. álfum að vera í útrýmingarhættu. Markaðsstarfið er dýrasti liðurinn í tengslum við verkefni sem þetta og því var samið um að ekki yrðu gerðir aðrir samningar um útflutning á ís frá þessu svæði á meðan að samningur þessi er í gildi. Því er um einkaleyf- issamning að ræða og hafa aðilar sameigin- legra hagsmuna að gæta um að styrkja svæðið í heild sinni. Ís þessi hefur til þessa farið beint út í sjó og bráðnað þar, það er því ánægjulegt ef að það tekst að gera einhverja verðmæta- sköpun í tengslum við þetta hráefni. Norðurljós á ísbarnum Í tilefni samnings þessa var haldið smáteiti á ísbarnum í Álfa-, trölla og norðurljósasetrinu. Kynntir voru til leiks nýir norðurljósakokteil- ar með 1000 ára ís úr Vatnajökli. 200 fermetra barinn er með stórum ísklumpum úr Jökuls- árlóni og norðurljósum og frostið er um 7 gráð- ur þannig að bragðgóður ísvarinn kom sér vel. Ísinn fluttur út til kælingar Stokkseyringar flytja út ís úr Jökulsárlóni sem verður m.a. notaður til að kæla drykki 6 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Hvanneyri | Ætlunin er að sækja um að votlendi Hvanneyrar verði friðað samkvæmt ákvæðum Ramsar- samningsins um vernd votlendis. Hvanneyri er mikilvægur viðkomu- staður blesgæsa vor og haust og hef- ur búsvæðavernd vegna þess. Meiri friðun felst í því að fá svæðið á skrá Ramsar-samningsins. Votlendissetur Íslands hefur verið stofnað á Hvanneyri. Hugmyndin er að auka rannsóknir á lífríki landsins, sérstaklega votlendinu. Einnig er ætlunin að setrið standi fyrir fræðslu innan Landbúnaðarháskóla Íslands og meðal almennings. Í þess- um tilgangi er ætlunin að koma upp gesta- og rannsóknarstofu á Hvann- eyri þar sem grunnskólanemendur gætu til dæmis komið í heimsókn. Votlendissetrið hefur augastað á ákveðnu húsnæði á Hvanneyri til þessara nota. Loks er það á stefnu- skrá setursins að veita þjónustu, svo sem umhverfisráðgjöf varðandi vot- lendi. Hlynur Óskarsson, votlend- issérfræðingur hjá Landbúnaðarhá- skólanum og formaður stjórnar Votlendisseturs Íslands, segir að sí- fellt meira sé leitað eftir slíkri þjón- ustu. Nefnir hann stofnanir og fyr- irtæki sem þurfi að fá álit á því hvernig framkvæmdir raski sem minnst votlendi og hvernig best sé að standa að endurheimt votlendis. Viðkomustaður blesgæsar Landbúnaðarráðherra fól Land- búnaðarháskóla Íslands að annast votlendismálin í kjölfar skýrslu um málefnið og tillögur sem sérstök nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði 2006. Innan skólans hefur orðið til sérfræðiþekking um votlendi, mýr- arjarðveg, vatnsfræði og fleira. „Ef einhvers staðar á að setja upp Vot- lendissetur, þá er það hér,“ segir Hlynur og vekur um leið athygli á því að háskólinn stendur í miðju frið- aðs votlendissvæðis. Á Hvanneyri er fjölbreytt votlendi, svo sem leirur, flæðiengjar, flóamýrar, hallamýrar, tjarnir og vötn. Blesgæsin staldrar við hér á landi á leið sinni frá vetrarstöðvunum í Bretlandi til varpstöðvanna á Græn- landi og á leiðinni til baka á haustin. Þær nýta leirurnar og vötnin. Þess vegna var svæðið friðað sérstaklega á árinu 2002 til að tryggja gæsinni athvarf á ferðum sínum. Votlendissetrið mun standa fyrir rannsóknum á votlendinu á Hvann- eyri í samvinnu við áhugasama nem- endur Landbúnaðarháskólans. Það yrði liður í að sækja um skráningu á svæðinu samkvæmt Ramsar- samningnum um vernd votlend- issvæða. Hlynur segir að Ramsar- skráning sé alþjóðleg friðun, mun öflugri en búsvæðaverndunin sem fyrir er. Skylt að rannsaka Votlendi er áberandi í náttúru láglendis landsins og myndar sam- ofið net allt frá leirum, um ósa og upp til mýra, flóa og vatna. Þá er votlendi mikilvægt vistkerfi sem Ís- lendingum ber skylda til að rann- saka og sjá hvernig starfar, að sögn Hlyns. Stundum er talað um votlendi sem lungu landsins eða hjarta þess og nýra. Mýrarnar drekka í sig vatn- ið í rigningartíð og losa það aftur í þurrkum og jafna þannig flæði í straumvötnum og hreinsa vatn. Mýrarnar binda mikið kolefni og hafa því komið sífellt meira inn í um- ræðuna um losun gróðurhúsa- lofttegunda á síðustu árum. Mýr- arnar hafa safnað upp kolefni frá því í lok ísaldar og dregið úr styrk koltvísýrings í andrúmsloftinu. Mik- ill skurðgröftur á síðustu öld vegna ræktunar túna og úthaga hafði því mikil áhrif á þetta hlutverk þeirra. Lægri vatnsstaða kemur af stað rotnun í þessum frjósömu mýrum og það losnar um koltvísýringinn. Rannsóknir sýna að framræst mýrlendi veldur meiri gróðurhúsa- áhrifum en önnur nýting lands og meira heldur en til dæmis öll brennsla jarðefnaeldsneytis í land- inu. „Það er því mikilvægt að auka rannsóknir á þessu sviði og fræðslu,“ segir Hlynur. Morgunblaðið/G. Rúnar Framræsla Stór hluti mýranna hefur verið ræstur fram vegna ræktunar túna og bithaga. Vel hefur gefist að moka aftur ofan í til að endurheima votlendið. Votlendi Hvanneyrar fari á skrá Ramsar  Votlendissetur stofnað á Hvanneyri  Auka á rannsóknir á lífríki landsins HÆSTIRÉTTUR hefur mildað dóm yfir karlmanni á sextugsaldri vegna vopnalagabrota. Refsingu yfir manninum var frestað og kröfu um upptöku vopna, vopnahluta og skot- færa hafnað. Í Héraðsdómi Norður- lands eystra var maðurinn dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og fjöldi skotvopna gerður upptækur. Brot mannsins fólust í því að hafa í vörslum sínum fjölda vopna án þess að tryggja viðeigandi og áskilda geymslu þeirra í læstum hirslum. Í héraði var maðurinn sakfelldur fyr- ir vörslu vopna en þau voru geymd í húsnæði sem maðurinn hafði yf- irgefið. Hæstiréttur tók það til greina að fyrirtæki mannsins var tekið til gjaldþrotaskipta nokkrum mánuðum áður en lögregla fór inn í húsið, en neðri hæð hússins var í um- ráðum þrotabús fyrirtækisins og efri hæð í umsjá fyrrverandi sam- býliskonu mannsins. Einnig var ákært vegna vopna sem stolið var úr íbúð mannsins en þau fundust við húsleit í Vogum. Hæstiréttur taldi upplýst að við þjófnaðinn hafi verið brotinn upp sérútbúinn rekki fyrir skotvopn sem var læstur. Hann var sakfelldur fyr- ir að tryggja ekki á fullnægjandi hátt viðeigandi og ákskilda geymslu vopna en litið var til þess að vopnin voru tekin í innbroti og að maðurinn hafi endurbætt aðstöðu á heimili sínu í samráði við lögreglu og þótti því rétt að fresta ákvörðun refs- ingar. andri@mbl.is Fær að halda skotvopnum Tryggði ekki viðeig- andi geymslu vopna ÞRÍR ökumenn voru stöðvaðir í Borgarfirði á aðfaranótt laugar- dags, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá fyrsti var stöðvaður skömmu eftir miðnætti og var hald lagt á fíkniefni til einkaneyslu í bíl hans, að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi. Annar ökumaðurinn var stöðv- aður um þrjúleytið um nóttina og til viðbótar við grunaðan fíkniefna- akstur reyndist hann einnig hafa verið sviptur ökuréttindum áður og keyrði því próflaus. Þriðji ökumað- urinn var stöðvaður undir morgun, en í öllum tilfellum var um almennt umferðareftirlit að ræða. Menn- irnir voru allir þrír á ferð norður eftir Vesturlandsvegi. Mikil og þung umferð lá frá Reykjavík norður á Akureyri frá föstudagskvöldi og fram undir laugardagsmorgun. Urðu nokkur smávægileg óhöpp við Borgarnes. Þrír óku norður undir áhrifum fíkniefna Hvað er votlendi? Búsvæði á mörkum lands og vatns eru kölluð votlendi. Þau einkennast af því að vatn er grunnt eða vatns- staða há og jörð rétt undir vatns- borðinu. Hér á landi eru víðáttu- miklar mýrar en auk þeirra teljast vötn og straumvötn, sjávarfitjar, leirur og fjörur til votlendis, auk grunnsævis niður á sex metra dýpi. Ramsar, hvað er það ofan á brauð? Ramsar er borg í Íran. Við hana er kenndur rammasamningur um al- þjóðlega samvinnu um verndun og sjálfbæra stjórnun votlendis. Til- gangur hans er að vernda votlend- issvæði, einkum þau sem eru mik- ilvæg fyrir votlendisfugla. Hér eru þrjú svæði á Ramsar-skrá; Mývatn og Laxá, Þjórsárver og votlendi Grunnafjarðar í Borgarfirði. Hvað hefur mikið verð ræst fram? Framræsla mýra hófst að gagni á fimmta áratug síðustu aldar og var gengið rösklega til verks enda var ræktun túna og bithaga styrkt rausnarlega. Fram til ársins 1987, að styrkir voru felldir niður, voru grafnir um 32 þúsund kílómetrar af skurðum. Það þýðir að um 4 þús- und ferkílómetrar lands hafa verið ræstir fram og stórum hluta mýra landsins verið raskað. Það er þó misjafnt milli héraða. Rannsóknir sýna að 97% alls mýrlendis á Suð- urlandi hefur verið raskað og 82% í Borgarfjarðar- og Mýrasýslum. S&S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.