Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Tveir mætir kvikmyndaleik- stjórar, Hjálmtýr Heiðdal og Baltasar Kormákur, hafa staðið í ritdeilum á síðum Morgunblaðsins. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér hvort sér-íslenskt fyrirbrigði væri á ferðinni og komst að því að svo er ekki. Clint og Spike Lee Lee gagnrýndi Clint fyrir að hafa ekki þeldökka í myndum sínum. Clint blæs á orð hans. Reuters Spike Lee – Clint Eastwood AP sér niðri á kolleganum. Framapot kemur við sögu, öfund, afbrýði, eig- ingirni, í stöku tilfellum eru tilefnin alvarlegri, líkt og hagsmuna- árekstrar eða særður starfsheiður, að ekki sé minnst á ástina. Lítum á dæmi: Kevin Smith og Tim Burton Í brýnu sló á milli leikstjóranna Kevins Smith, sem er kunnastur fyrir Clerks, og Batman-leikstjórans Tims Burtons. Deilurnar hófust á hinni vinsælu slúðursíðu 6 í The New York Post. Smith ásakaði Burton um að hann hefði stolið hugmyndum úr teiknimyndasögum sínum og notað þær í lokaatriði Apaplánetunnar. Sannleikurinn er sá að Smith hafði skrifað handrit að Superman sem Burton hugðist leikstýra. Í stað þess að velja þann kostinn að vinna með Smith lét Burton handritið fjúka lönd og leið, þeim fyrrnefnda til ómældrar gremju. Burton svaraði fyrir sig á fyrr- greindri síðu 6: „Allir sem þekkja mig vita ósköp vel að ég mundi aldrei lesa teiknimyndasögu. Og sérstaklega ekki einn stafkrók ef hann er eftir Kevin Smith.“ Richard Donner og Richard Lester Aðrir Superman-leikstjórar, Rich- ard Donner (Superman, ’78) og Rich- Baltasar og Hjálmar Ritdeila íslensku leikstjóranna Baltasarsog Hjálmars hefur verið á málefna- legum nótum þótt mikið beri á milli í skoðunum þeirra. Leikstjórar í sandkass Reuters Smith og Burton Burton tók ásökunum Smiths um hugmyndaþjófnað óstinnt upp. Hann hætti við að leikstýra kvikmynd eftir handriti þess síðarnefnda. Fleiri en íslenskir leikstjórar karpa og klaga, fyrirbrigðið er alþekkt í kvikmyndaheiminum, í öllum stærðum Þ rætumálin eru af mis- jöfnum toga, sum mál- efnaleg, önnur per- sónuleg, stundum bera þau keim af ofsókn- aræði og enn önnur minna á sandkassahasarinn í leik- skólunum. Þeir Hjálmtýr og Baltasar halda sig á málefnalegum nótum, deila m.a. um vægi heimildarmynda- leikstjóra í samanburði við leikstjóra leikinna mynda. Ber talsvert á milli og vonandi að þeir komist að nið- urstöðu sem báðir eru sáttir við. Í gegnum árin höfum við orðið vitni að margvíslegum uppákomum í okkar fámennu leikstjórastétt, einkum er líða tók að úthlutun úr Kvikmynda- sjóði. Er ekki ofsögum sagt að þær voru ekki allar til þes fallnar að auka trú landans á einingu og bróðurþel listamannanna. Vestur í Hollywood ganga klögu- málin á víxl á milli leikstjóranna, til- efnin oft og tíðum furðu-léttvæg. Menn stökkva á ómerkilegustu tæki- færi til að láta ljós sitt skína eða ná Á Cannes-kvikmyndahátíðinni í vor var leikstjórinn Spike Lee að kynna nýjustu mynd sína, The Miracle at St. Anna, sem segir af þátt- töku herdeildar, skipaðrar þeldökkum, í átökunum á Ítalíu í síðari heimsstyrjöldinni. Lee notaði tækifærið til að senda starfsbróður sín- um, Clint Eastwood, tóninn (Lee verður hvorki ásakaður um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur né hugleysi). Tilefnið varðaði kyn- þáttamisrétti því Lee kvartaði undan því í fjölmiðlum að Eastwood hefði gert tvær myndir um stríðsátökin á Iwo Jima sem væru samtals á fimmtu klukkustund að lengd, þó bólaði tæpast á þeldökkum leikara á tjaldinu. Lee sagðist furða sig á þessu og skildi ekki ástæðuna en Eastwood hefði verið bent á meinta sniðgöngu litaðra leikara án þess að gera nokkuð í hlutunum. Hann hefði haft tækifæri til þess en ákveðið að láta slag standa. Gamli jaxlinn lét sér fátt um finnast en lét breska blaðið The Gu- ardian vita af því að hann hefði stuðst fullkomlega við sögulegar stað- reyndir og bað um að því yrði komið til skila að hann væri að vinna að nýrri mynd í Suður-Afríku – þar sem hann ætlaði sér ekki að gera Mandela að hvítum gaur. Hann bætti því reyndar við að Lee ætti að grjóthalda kjafti. Það er stutt úr skóginum í dýragarðinn, Dr. Hook vissi hvað hann söng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.