Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.06.2008, Qupperneq 25
Morgunblaðið/Júlíus MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 25 miklu fleiri en fólk gerir sér í hug- arlund, t.d. voru 28 bæir í Stað- arhverfi, sem er vestast Grindarvík- urhverfanna, en nú standa þar tóftir einar. Í Staðarhverfi var milliland- averslun um tíma, kirkjustaður og hreppstjórasetur. Frá hverfinu lágu samskiptagötur til Hafna, Njarðvíka og hinna byggðarkjarn- anna í Grindavík. Þær sjást enn vel. Selstígar lágu upp í selstöðurnar, sem voru fjölmargar í landnámi Ingólfs. T.a.m. má sjá leifar af um 250 slíkum á svæðinu. Kirkjugötur voru mikilvægar menningarleiðir og er Hvals- nesleiðin milli Ytri-Njarðvíkur og Hvalsness ágætt dæmi, en gatan var jafnframt notuð sem þjóðleið milli byggðakjarna og sem verslunarleið. Líklega er hluti leiðarinnar sá best varðveitti hér á landi því varnargirð- ing Varnarliðsins umlukti hana.“ Sumar slóðir frá því fyrir landnám Ómar Smári segir að sumar leið- irnar séu áfangaleiðir og tengist öðr- um eða greinist út frá þeim. Dæmi um vinsæla gönguleið hópsins er leið í Ögmundarhrauni á suðurströnd nessins austur af Grindavík, en hraunið hefur runnið yfir bæ, garða og umlukið önnur mannvirki, s.s. fjárborg og grjótgarða, sem sjást í hraunjaðrinum. „Víða eru gömlu þjóðleiðirnar klappaðar í harða hraunhelluna, svo sem sjá má á Sandakra- og Skóg- fellaveginum eða á Hellunum vestan Hlíðarvatns. Þar hefur yngra hraun runnið yfir eldra hraun, sem gatan er í. Gatan er ágætt dæmi um hversu mikil umferð hefur verið hér allt frá fyrstu tíð, sem reyndar gæti þess vegna hafa verið eldri en nor- rænt landnám segir til um.“ Hefurðu sjálfur mótað þér skoð- anir á lífi í landinu fyrir landnám? „Vísbendingar gefa til kynna að hér kunni að hafa verið önnur byggð en rannsóknir hafa enn ekki staðfest það með óyggjandi hætti. T.d. á eftir að rannsaka mannvistarleifar í og við Húshólma og Óbrennishólma í Ög- mundarhrauni.“ En auðvitað hefur þróun byggðar og lífshátta í landinu leikið hina fornu vegi með ýmsum hætti. „Leiðakerfið hefur þróast og götur hafa verið lagfærðar eða færst til,“ segir Ómar Smári. „Þegar ferðast var á fótum, eigin eða hests- ins, mótuðust göturnar af sjálfu sér. Á fjölfarnari leiðum var kastað úr hluta gatnanna og leiðarmerki reist. Um tíma varð það hluti af þegn- skylduvinnu eða atvinnubótavinnu. Með tilkomu vagnsins voru gerðar vegabætur á mikilvægustu leiðunum og með bílnum mótuðust nýjar leiðir yfir holt og mela, og eldri leiðirnar voru lagfærðar. Þegar leiðin milli Grindavíkur og Krýsuvíkur var gerð ökufær 1932 var hin forna þjóðleið yfir Ögmundarhraun, þar með talinn Ögmundarstígur, bæði breikkuð og lögð ofaníburði. Í dag er gjarnan far- ið beint af augum, ekki bara yfir fjöll og hálsa, heldur í gegnum hvort tveggja. “ Varðveisla mikilvæg Ómar Smári segir mikilvægt að varðveita gömlu leiðirnar, en með því að ganga þær eru minni líkur á að þær falli í gleymsku. En hvaða hætta steðjar þá einkum að þeim? „Það er áhugaleysi sveitarstjórn- arfólks, skipulagsaðila og verktaka. Við nýtt hverfi í Sandgerði var ekk- ert tillit tekið til þess að Sandgerð- isvegurinn gamli liggur um svæðið og er enn mjög greinilegur. Grind- víkingar ákváðu hins vegar að hafa göngustíg í gegnum Hópshverfið nýja og leyfðu Skógfellaleiðinni þannig að halda sér um bæjarhlut- ann. Í Reykjavík og víða eru dæmi um að hús hafi verið byggð á göml- um þjóðleiðum, en fólki ekki orðið svefnsamt í þeim vegna mikillar um- ferðar fólks að næturlagi.“ Í ljósi þess að saga Reykjanessins er átakamikil, fá frásagnir af slys- um, mannsköðum og afturgöngum nýtt líf í ferðum ykkar? „Sérhver saga og sérhvert atvik tengist óhjákvæmilega ákveðnum leiðum og stöðum. Merking þeirra verður önnur fyrir vikið líkt og leiðin og/eða staðurinn. Helsti skaðvaldur þessara gömlu leiða er virðing- arleysið sem birtist m.a. í vegagerð og utanvegaakstri. Nýrri vegir hafa af misgáningi verið lagðir yfir þær og stórvirkum vinnutækjum ekið eftir og yfir leiðirnar, rusli hent á þær, námur settar þvert á leiðirnar og trjám plantað í þær. Með svolítilli hugsun mætti koma í veg fyrir þessa eyðileggingu.“ Að aka minna en ganga meira Farið þið annars á Reykjanesið á öllum árstímum og í öllum veðrum? „Veðrið hefur aldrei stöðvað för. Hægt er að undirbúa og velja göngustað á Reykjanesskaganum eftir áttum og veðri. Hálsarnir skipta oft veðrum. Þótt það sé rign- ing og rok hér þá getur verið sól og jafnvel logn handan við hæðina.“ Eru hraunsprungurnar ekki vara- samar ef snjór er yfir jörðu? „Við förum ekki um sprungusvæði þar sem snjór þekur jörð og ekki er augljóst hvernig landið liggur. Enda óþarfi þar sem nægir aðrir kostir eru í boði. Svæðið býður upp á ótrú- lega útivistarmöguleika. Fólk getur gengið hinar gömlu leiðir, skoðað landmótun á flekaskilunum og jarð- mótunina frá upphafi með a.m.k. 15 hraun frá sögulegum tíma, gengið um hraunhellana, virt fyrir sér lita- skrúð hverasvæðanna og notið ómótstæðilegrar náttúrufegurðar. Fána og flóra eru fjölbreyttari en ætla mætti. Það er mjög gott fyrir byrjendur að ganga með öðrum sem geta leið- beint þeim til að glöggva sig á um- hverfinu og lesa það. Síðan fer fólk að rekast á minjar við hvert fótmál. Á þessum síðustu tímum aðhalds og ráðdeildar ættu áhugasamir borg- arbúar að spyrja sig: Hvers vegna ekki að aka í 15 mínútur og nýta svo 1-5 tíma til göngu í þessu marg- breytilega og stórkostlega umhverfi í stað þess að aka í 1-5 klukkustundir og hafa síðan einungis tíma til að ganga í 15 mínútur?“ Gönguhópurinn heldur úti vefsíð- unni ferlir.is. Morgunblaðið/Þorkell Varða við Hvalsnesgötu Víða eru gamlar minjar; vörður, sæluhús, bæli í hellum og skútum eftir menn og hreindýr Hvers vegna ekki að aka í 15 mínútur og ganga í 1 til 5 tíma í stórbrotnu umhverfi heldur en að keyra í 1 til 5 tíma og ganga í 15 mínútur? Geymið auglýsinguna KÍNAKLÚBBUR UNNAR til Kína með konu sem kann sitt Kína 10. - 31. október 2008 á ári Rottunnar Farið verður til BEIJING, XIAN, GUILIN, YANGSHUO, SHANGHAI, SUZHOU og TONGLI. Siglt verður á LÍ FLJÓTINU og á KEISARASKURÐINUM og farið á KÍNAMÚRINN. Allt það merkilegasta verður skoðað á þessum stöðum. Heildarverð á mann kr. 395 þúsund Allt innifalið: nema ein gistinótt í Evrópu, þ.e. allar skoðunarferðir, gisting í tvíbýli á lúxushótelum (einb. + 75 þ.), fullt fæði, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur. Þetta verður 28. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Kínakvöld: Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf: 551 2596 farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínakvöld“, á Njálsgötunni eða úti í bæ, með myndasýningu og mat, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum. Kínaklúbburinn sérhannar ferðir fyrir alla mögulega hópa fólks. Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Sími 551 3010 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.