Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 41 Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum: 1. Austurkór 107 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.609.317. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 2. Austurkór 32 og 113 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.609.317. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 3. Þorrasalir 21 - Einbýlishús á tveimur hæðum. Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 300 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.490.316. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld. 4. Ástún 6 - Fjölbýlishús. Um er að ræða 12 íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum auk bílageymslukjallara. Gert er ráð fyrir 28 bílastæðum á lóðinni, þar af 16 í bílageymslu. Upplýsingar um heildarbyggingarmagn er að finna á deiliskipulagsuppdrætti. Lóðargjöld eru kr. 102.881.800. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 1.400 m². Ef byggt er umfram 1.400 m² greiðast viðbótargatnagerðargjöld. Ofangreindar lóðir eru byggingarhæfar. Nánar verður kveðið á um afhendingu í úthlutunarbréfi. Lóðargjöld eru bundin byggingarvísitölu og breytast með henni. Úthlutunargögn ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum fást afhent hjá þjónustuborði Kópavogs, Fannborg 2, 1. hæð, alla virka daga frá kl. 8-16.00. Úthlutunargögn fást afhent fyrir kr. 1.000. Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 25. júní nk. Vakin er athygli á reglum Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi. Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 35 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2007. Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækjenda skal vera án fyrirvara. Æskilegt er að umsækjendur leggi inn skattframtal. Bæjarstjórinn í Kópavogi. Kópavogsbær Úthlutun á byggingarétti Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Súpersól til Salou 27. júní og 4. júlí frá kr. 29.995 Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í lok júní og byrjun júlí. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000 Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000 Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Var það sett á laggirnar með fisk- verndunarsjónarmið að leiðarljósi? Svar: nei. Það var í upphafi vel skipulögð svikamylla sem nú hefur leikið þjóð- félagið grátt, enda nýlega dæmt kolólöglegt frá upphafi. Dómur sá er lærdómsríkur fyrir Hæstarétt Íslands. Hvernig hefðu alvöru fisk- verndunarsjónarmið litið út? Menn hefðu snúið sér að vistvænum veiðiaðferðum. Loðnuveiðar hefðu verið heftar mjög, því með þeim veiðiskap er ver- ið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Dragnót hefði algjörlega verið lögð af. Notkun botntrolla hefði verið stöðvuð innan 50 sjómílna sam- kvæmt línu dreginni með landi.Öll kóralsvæði landgrunnsins hefðu um- svifalaust verið kortlögð og friðuð, svo og hraunbotn. Hvernig á að reka heiðarlega útgerð? Með gjaldtöku strax af fiskmörk- uðum. Nær allan fisk á að vinna inn- anlands og framleiða hágæða fjöl- breyttar matvörur úr hreinasta og besta hráefni ver- aldar. Ríkissjóður á að fá 5% af upp- vigtuðu aflaverð- mæti og sveit- arsjóður viðkomandi útgerðar önnur 5%. Þannig væru heiðarlegar vinnu- aðferðir gagnvart þjóðinni tryggðar. Gripdeildarkerfið í íslenskum sjávarútvegi Það virkar hinsvegar svona. Í skjóli okkar landsfrægu pólitík- ur hefir þróast lénskerfi. Þjóðinni hefur verið skipt upp í miljarðamæringa og fátæklinga al- mennt. Aðeins menntað fólk og iðn- aðarmenn lifa við þolanleg kjör. Sjómannstéttin er að deyja út. Það verður engin nýliðun í greininni af íslensku bergi brotin. Enda er landhelgin nú þegar opin í gegnum hinar ýmsu gáttir. Umhverfissóðar vaða uppi í skjóli nætur. Það er umhugsungarvert að mestu umhverfissóðar og náttúruspell- virkjar skuli tilheyra sjávarútvegi. Þeir hafa eignað sér fiskimiðin þeir selja og leigja sam- eign þjóðarinnar til hægri og vinstri. Þeir eru stikkfrí í þátttöku í rekstri þjóðarbúsins. Þeir trolla á þar til gerðum stuttum togurum sem mega fara upp að þrem sjómílum, s.s. þeir trolla við túnfótinn. Þessi skip eru þrifin með tilheyrandi mengandi hreinsunarefnum uppi við kálgarða . Já, misjafnt hafast mennirnir að Sumir lifa fyrir það að græða fé. Sama á hvað hátt það er gert. En til eru hugsjónamenn sem vilja þjóðarheildinni vel en fá litlu fram- gengt. Vegna pólitíkur sem er of treggáf- uð. Því ræður græðgin ferðinni. Umhverfið spillist jafnt og þétt. Þjóðkjörnir menn og konur gleyma heimavinnunni. Ferðalög og léttúðin heillar. Að lokum þetta: Er að byrja á skráningu ævisögu minnar því að nógu er af að taka. Mun m.a. fletja út réttarkerfið líkt og smjör á brauð. GARÐAR H. BJÖRGVINSSON, stofnandi Framtíðar Íslands. Kvótakerfið í sjávarútvegi? Frá Garðari H. Björgvinssyni Garðar H. Hjörgvinsson ÞAÐ sem ræður vindafari hér á landi eru lægðir sem koma sunnan úr höf- um. Oftast fara lægðirnar fyrir sunn- an land sem orsaka það að suðaust- lægar vindáttir eru ríkjandi þegar veður eru vond. Stundum gerist það þó að lægðirnar fara milli Grænlands og Íslands og verða þá oft sannkölluð fárviðri úr suðvestri. Eitt svona var svokallað Engihjallaveður sem kom í ársbyrjun 1981, þá fuku bílar á blokkina og einn fauk fram og til baka með hjólin á húsveggnum. Nú í vetur kom svona veður sem olli töf- um í flugi. Í Reykjavík er flugbraut sem hægt er að nota í þessari vindátt og reiknað er með að henni verði lok- að vegna nálægðar við byggð. Flug- braut gerð til þess að nota í svona veðrum er í Keflavík en var lokað af varnarliðinu vegna kostnaðar. Lausamaðurinn Hjörleifur Svein- björnsson var nýlega á ferð í Kanada þar sem lent var á alþjóðaflugvelli skammt fyrir utan Toronto. Það sem vakti athygli Hjörleifs var lítill inn- anlandsflugvöllur sem er á eyju við miðborgina. Nú hafa flugfélög tekið í notkun flugvélar af Bombardier- gerð sem geta athafnað sig við flug- velli í hliðarvindi sem er allt að 15 metrar á sekúndu. Þegar vindafar við Reykjavík er skoðað kemur í ljós að vindur meiri en 15 m/s er að jafn- aði 430 klukkustundir á ári þar af eru austlægir vindar í 290 klst. og vindar úr öðrum áttum í 140 klst. Nú er flugvöllurinn lokaður um nætur þannig að eftir standa 100 klukku- stundir á ári sem þessar nýju flug- vélar gætu ekki notað Reykjavík- urflugvöll sem væri aðeins með austur-vestur-flugbraut. Tvo daga á ári liggur allt innanlandsflug niðri vegna veðurs. Líklegt er því að nota þurfi flugvöllinn í Keflavík tvisvar á ári. Til þess að það geti orðið þarf að opna aftur SV-NA-brautina en með því yrði allt flug yfir Norður- Atlantshafi og Íslandi mun öruggara en nú er. Alvarleg flugatvik eins og urðu í Keflavík sl. vetur yrðu ekki aftur. GESTUR GUNNARSSON, Flókagötu 8 Reykjavík. Flugbraut Frá Gesti Gunnarssyni LOFTUR Þór Pétursson skrifar svargrein gegn mér í Morgunblaðinu til að réttlæta æru- meiðingar í garð bæjarstjórans í Kópavogi. Honum finnst bæjarstjórinn eiga það t.d. skilið að vera líkt við nasista. Loftur titlar sig bólstrara en er ekkert að flíka því í greininni að hann gegnir trún- aðarstörfum fyrir Samfylkinguna í Kópavogi. Mér finnst það setja hlutina svolítið í sam- hengi. AÐALSTEINN JÓNSSON, sjálfstæðismaður og áhugamaður um byggð í heimabæ sínum, Kópavogi. Loftur bólstrari Frá Aðalsteini Jónssyni Aðalsteinn Jónsson @Fréttirá SMS AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.