Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 11
Myndlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskólann Do Re Mi. En það er „akkilesarhæll“ starfseminnar hversu lítil íþróttahúsin í skólunum eru og hversu þröngir skólarnir eru miðað við nem- endafjölda. Aðstaðan er því „gjörnýtt“. Gjáin sem Hringbrautin er Til þess að ná til „afskiptra“ krakka í Vesturbænum þarf að skoða svæðið með það í huga að skipuleggja leiðir fyrir foreldra og börn á milli hverfa. „Það er ekki ein miðja í Vesturbænum heldur tveir pólar, KR-svæðið og svæðið í kringum Hagatorg, og það vantar almennilegar tengingar þar á milli,“ segir séra Örn Bárður Jónsson. „Það mætti til dæmis gera skýrari og afmarkaðri göngustíg og hjólreiðastíg á milli þessara staða, til dæmis frá Neshaganum, yf- ir Hofsvallagötu og beint inn á KR-svæðið. Svo er Skerjafjörður eins og eyja, sem er fjarri okkur. Mér skilst að íbúar í Skerjafirði skili sér síður í íþróttastarfið og við finnum það líka í barnastarf- inu í krikjunni.“ Strætisvagnasamgöngur hafa dregist saman, að sögn Arnar Bárðar, og hann veltir því upp hvort ekki megi koma upp „skutl- bíl“ á milli helstu staða í hverfinu. „Auðvitað er best að efla hreyf- ingu og hjólreiðamenningu og vera laus við stóra og þunga stræt- isvagna. En mætti ekki taka í gagnið minni bíla, sem börn hoppuðu upp í og færu á milli?“ Hann segir augljóst að tengingar vanti frá svæðinu sunnan Hringbrautar við Vesturbæjarskóla og Landakotssvæðið. „Það þurfa að vera mjög góðar tengingar yfir eða undir Hringbraut. Það er búið að njörva okkur niður með þessari gjá sem Hring- brautin er.“ Aðstöðuleysi til íþróttaiðkunar En jafnvel þótt samgönguleiðir væru fyrir hendi má efast um getu KR til að mæta vaxandi eftirspurn vegna aðstöðuleysis. Og almennt er kvartað undan fáum opnum svæðum fyrir íþróttir og útivist í Vesturbænum. Þannig hafi Framnesvöllur nýst undir íþróttir krakka og jafnvel knattspyrnuæfingar KR, en það svæði hafi farið undir Vesturbæjarskóla. Lengi hafi staðið til að bæta aðstöðu til leikja og íþrótta á skólalóðinni, en það hafi dregist. Að sögn Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa og formanns ÍTR, stendur reyndar til að byggja við skólann í sumar og ráðast í breytingar á lóðinni. Á Melavellinum var „risaflæmi“ undir íþróttir og tómstundir, en þar stendur nú Þjóðarbókhlaðan. Háskólatúnið var forðum notað undir æfingar og íþróttir, en þar eru bílastæði fyrir há- skólanema og framtíðarbyggingarsvæði Háskóla Íslands. Þá var Landakotstún notað fyrir æfingar og íþróttir, þar til svæðinu var breytt í lystigarð. Staðan er því sú að svæðum sem nýtast undir íþróttir og útivist hefur fækkað mikið í Vesturbænum. Þó er enn völlur á Starhaga, sem vilji stendur til að byggja upp. Það mál er hjá borgarverk- fræðingi og lagt upp með að ráðast í uppbygginguna samhliða lagningu hjólreiðastígs meðfram Ægisíðunni. Foreldrar hafa kvartað undan „elítustefnu“ í yngri flokkum KR, þrátt fyrir að hvergi í stefnunni sé að finna slíka forgangs- röðun í yngri flokkunum. En Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýð- heilsustöðvar, hefur bent á að skýringuna megi ef til vill finna í aðstöðuleysi. Til þess að unnt sé að koma til móts við alla þurfi að- staða að vera fyrir hendi. Og dagskráin hefst snemma á vorin, því KR er með níu skráð- ar íþróttagreinar, þannig að töluvert margir krakkar stunda íþróttir á litlu svæði. „Við þurfum því að bæta aðstöðuna, enda væri æskilegt að við næðum til enn fleiri krakka.“ Fótboltaæf- ingar hjá KR fara fram um eftirmiðdaginn og er þeim að mestu lokið kl. 17 um daginn, en krakkarnir koma sér þá sjálfir á æfing- ar úr frístundaheimilunum. „Þau koma hér labbandi með töskuna,“ segir Stefán Arnarson. „Einstaka foreldrar eru þannig í stakk búnir að geta keyrt þau.“ Það leiðir því af sjálfu sér að þátttaka krakka er dræmari, eftir því sem skólar eru fjær KR- svæðinu. Svo eykur það álagið á fjölskyldur að margir leikjanna í yngri flokkum fara fram um eftirmiðdaginn þegar foreldrar eru flestir í vinnu. „Það er raunar líka erfitt að fá starfsfólk á hefðbundnum vinnutíma,“ segir Pétur. „KSÍ hefur haft samband við okkur og kvartað undan því að erfitt sé að útvega dómara, því leikirnir byrja það snemma dags.“ Skipulegar æfingar í hverfum Í nýrri stefnu KR er lagt upp með að skilgreina KR-svæðið sem allan Vesturbæinn. „Við viljum tengjast skólunum betur og þeir eru allir af vilja gerðir,“ segir Pétur. „Við leggjum líka meiri áherslu á leikskólana. Fjórir þeirra fengu aðstöðu í æfingasaln- um okkar í vetur og þeim fjölgar enn næsta vetur. Þannig viljum við tengjast þeim betur sem koma að uppeldi barna og unglinga í Vesturbænum.“ Að auki er vilji til þess að koma upp sparkvöllum og körfu- boltavöllum við skólana og á opnum svæðum í Vesturbænum með áherslu á svæði, sem næst annars ekki til. Sú hugmynd hefur fengið hljómgrunn hjá borgaryfirvöldum, hvað sem úr verður. Stefnt er að því að KR verði með skipulegar æfingar úti í hverf- unum fyrir yngstu krakkana, frá sex til níu ára aldurs. „Með því ýtum við vonandi undir áhuga hjá krökkum, sem ella kynnu að fara á mis við íþróttaiðkun,“ segir Pétur. Til þess að mæta fjölþættum þörfum fjölskyldna í Vest- urbænum hefur KR á teikniborðinu „stórhuga“ hugmynd um að sameina krafta þeirra sem starfa með börnum og unglingum á einum stað. „Okkar draumsýn og framtíðarstefna er sú að reisa allsherjar menningar-, íþrótta- og þjónustumiðstöð undir sama þaki,“ segir Pétur. „Ekkert hefur þó verið höggvið í stein varð- andi útfærsluna og við leggjum mikið upp úr samráði við íbúana.“ Hugmyndin felst í því að byggja á KR-reitnum yfir allar hugs- anlegar tómstundagreinar, frístundaheimilin hafi þar aðstöðu, þar verði þjónustumiðstöð og heilsugæsla, auk þess sem KR haldi þar úti íþróttastarfi. Á meðal þess sem félli undir tóm- stundastarf væri dans-, leiklistar- og söngnám. Þá yrðu allar tómstundir og íþróttir felldar inn í starf frístundaheimilanna, þannig að börnin hefðu lokið æfingum þegar foreldrar sæktu þau í lok vinnudags, eins og tíðkast í nágrannasveitarfélaginu Sel- tjarnarnesi. „Eins og stundataflan er núna er erfitt að koma því við að krakkar stundi tómstundanám samhliða íþróttum, þó að rann- sóknir sýni að börn hafi áhuga á slíkri fjölbreytni, en ef okkar hugmyndir ganga eftir gætu krakkarnir mætt hingað með hverf- isstrætó eða eftir öðrum leiðum og sinnt sínum tómstundum og íþróttum. Og vinnudagur krakkanna væri búinn um fimmleytið. Ekkert kemur í staðinn fyrir þann tíma sem foreldrar eyða með börnunum sínum og það er synd að taka samverustundir fjöl- skyldunnar í skutl og stress!“ Áætlanir gera ráð fyrir að ekki taki meira en átján mánuði til tvö ár að byggja, en fyrst þarf hugmyndin að fara í gegnum laga- legt ferli hjá Reykjavíkurborg, sem fylgir skipulagsbreytingum af þessum toga. „Þá er þetta ekki í okkar höndum lengur.“ Og svo þarf auðvitað að fjármagna verkefnið. Pétur segir að hönnunarferlið og athuganir séu ekki komnar nógu langt til að hægt sé að kynna kostnaðaráætlun, en hægt sé að hafa til hlið- sjónar hvað svipaðir vellir og byggingar kosti annars staðar á Norðurlöndunum „og lauslegir útreikningar sýna að það sé allt mjög viðráðanlegt“. KR mun fjármagna verkefnið að mestu leyti sjálft, meðal annars með þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara, þar sem hægt væri að bjóða upp á sjúkraþjálfun og endurhæfingu á sama stað, en leita eftir stuðningi frá Reykjavíkurborg þar sem það á við. Engin „kringla“ Til þess að hugmyndin verði að veruleika þarf að leggja hluta af grassvæðinu undir byggingar, sem þýðir að KR-ingar munu þurfa meira æfingasvæði annars staðar í Vesturbænum, til dæm- is með því að bæta aðstöðuna við Starhaga og koma upp nýjum grassvæðum. Gervigrasið yrði áfram við KR-völlinn og komið yrði upp knatthúsi við hliðina á því, þó ekki í fullri stærð. Það myndi bæta vetraraðstöðuna og gæti nýst fleiri íþróttum en fót- boltanum. Kvartað er undan aðstöðuleysi fyrir íþróttaiðkun hjá KR og segir sína sögu að meistaraflokkurinn æfir allan veturinn í Egilshöll eða í Kópavogi. Leikvangurinn verður síðan í miðju þjónusturýminu, þar sem stefnt er að allt að fimm þúsund sæta stúku, en í dag tekur hún 1.415 manns í sæti, þó að þrjú til fimm þúsund manns mæti á stærstu leikina á hverju sumri. „Þarna yrðu nokkrar flugur slegnar í einu höggi, fyrst og fremst til að efla íþrótta- og tóm- stundastarf meðal barna og unglinga í Vesturbænum,“ segir Pét- ur. Lagt er upp með að hugsa „vinnudag“ krakkanna „öðruvísi“ og að allt starf yrði „heilsteyptara“. Þá hefur verið velt upp ýmsum kostum varðandi þjónustu sem í boði yrði, svo sem lögreglu, heilsugæslu, endurhæfingar- og lík- amsræktarstöð. „Þess vegna ballett,“ segir Pétur brosandi. „Við viljum endilega koma til móts við hugmyndir foreldra um hvað þurfi að bæta, þannig að það verði heilsteypt þjónusta, fyrst og fremst fyrir börn og unglinga, en einnig alla fjölskylduna. Við hugsum þetta samt ekki sem einhverja kringlu eða risasteypu- klump, heldur leggjum áherslu á mannlífið sem skapast og að götumyndin verði falleg.“ Hann segir Vesturbæinn sunnan Hringbrautar skipulagðan sem fjölskylduhverfi með iðandi mannlífi. „Það má segja að mannlífið byrji við Háskóla Íslands, þar sem stúdentar labba á milli húsa, það teygi sig yfir í Þjóðarbókhlöðuna. Svo tekur við hringiðan í kringum Hótel Sögu og Háskólabíó, Melaskóla og Hagaskóla. Og keðjan heldur áfram yfir í Melabúðina og Vest- urbæjarlaugina, samhliða stígnum við Ægisíðuna. Síðan tekur við Úlfarsfell og mannlífið eiginlega stöðvast við KR, þar sem takmörkuð þjónusta utan íþróttastarfs er í boði á veturna. Það þarf að bæta mannlífið hér og viðhalda keðjunni.“ | pebl@mbl.is fótbolta fara saman Morgunblaðið/G.Rúnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.