Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.06.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Asía | Hæg og veikburða viðbrögð samtaka þjóða í Suðaustur-Asíu, ASEAN, við ógæfu sem dunið hefur yfir eina af aðildarþjóðum samtakanna vekja vekja nokkra furðu . Tíðarandi | Ungir karlar dvelja æ lengur í heimahúsum. Stjórnmál | Caroline Kennedy leiðir leitina að varaforsetaefni Baracks Obama. VIKUSPEGILL» Eftir Ian Buruma New York | Af hverju eru frönsk, bresk og bandarísk herskip undan ströndum Búrma hlaðin matvælum og öðrum nauðsynjum handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis, en engin skip frá Kína eða Malasíu? Af hverju hafa viðbrögð samtaka þjóða í Suðaustur-Asíu, ASEAN, við ógæfu, sem dunið hefur yfir eina af aðild- arþjóðum samtakanna, verið svona hæg og veikburða? Franski mannréttindaráðherrann, Rama Yade, lýsti yfir að grundvallarregla Sameinuðu þjóðanna um „skylduna til að vernda“ ætti að gilda um Búrma og beita ætti valdi ef þyrfti. Lim Kit Siang, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Malasíu, hefur sagt að aðgerðarleysi Asíuríkja „varpi hræðilegu ljósi á alla leiðtoga og ríkis- stjórnir ASEAN, sem án vafa geta gert meira.“ Er samúð Evrópubúa og Bandaríkjamanna þá einfaldlega meiri en Asíubúa? Ef horft er til listans yfir öll þau hryllilegu stríð hinnar grimmilegu heimsvaldastefnu, sem skrifa má á reikning vestursins, virðist það ólík- legt. Að auki hefur verið til fyrirmyndar hvernig óbreyttir kínverskir borgarar hafa keppst við að hjálpa fórnarlömbum jarðskjálftans í Sichuan og það sama á við um það hvernig fólk í Búrma hefur að eigin frumkvæði lagt sig fram um að hjálpa samborgurum sínum, jafnvel þótt herinn gerði mjög lítið. Í Búddatrú er lögð áhersla á samhygð og miskunn rétt eins og í kristni. Skeytingarleysi gagnvart þjáningu er ekki hluti af neinum menningarheimi í Asíu. Enda mótmælti ekkert aðildarríki í Asíu þeg- ar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sam- þykkti mannréttindayfirlýsinguna 1948 þar sem segir: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Engu að síður kann að vera menningarmunur á því hver birtingarmynd samúðarinnar eigi að vera. Hugsjónin um algilt jafnrétti og réttindi á sitthvað inni hjá vestrænni siðmenningu, frá „náttúrurétti“ Sókratesar til kristindóms og mannréttindayfirlýsingar Frakka. Vestrænar þjóðir hafa ekki alltaf staðið undir algildum hugsjónum sínum, en þær hafa á okkar tímum byggt upp stofnanir, sem ætlað er að knýja þær fram í Evrópu og víðar. Enn sem komið er hefur ekki verið komið á fót í Asíu stofnun til að gæta mannréttinda Asíubúa, hvað þá mannkyns. Staðreyndin er sú að Kínverjar og aðrar Asíuþjóðir gagnrýna oft vestrið fyrir að nota mannréttindi sem afsökun til að þröngva „vest- rænum gildum“ upp á fyrrverandi nýlenduþjóð- ir sínar. Vissulega eru slíkar ásakanir sér- staklega algengar í alræðisríkjum þar sem ráðamennirnir og viðhlæjendur þeirra líta á hugsjónina um algild mannréttindi sem ógn við einokun þeirra á valdinu. En tortryggni gagn- vart hinu algilda er ekki bundin við einræð- isherra í Asíu. Í mörgum Asíuríkjum býr greiðvikni óhjá- kvæmilega til skuldbindingar, sem ef til vill er ástæðan fyrir því að fólk er stundum tregt til að skipta sér af vandamálum annarra. Menn eru skuldbundnir til að sjá um fjölskyldu sína, vini og jafnvel landa sína. En hugmyndin um algild góðgerðarstörf er of afstrakt og ber keim af þeim óvelkomnu afskiptum, sem vestrænir heimsvaldasinnar – og trúboðarnir sem fylgdu þeim – stunduðu allt of lengi í Asíu. Stenst hugmyndin um asísk gildi? Hugmyndin um „asísk gildi“, sem opinberir pennar í Singapore hafa verið sérstaklega iðnir við að kynna, var að hluta til svar vestrænum hugmyndum um hið algilda. Samkvæmt þeirri kenningu hafa Asíubúar sín eigin gildi, þar á meðal sparsemi, virðingu fyrir valdinu, fórn ein- staklingsins í þágu hagsmuna heildarinnar og þá trú að ríki eigi ekki að vera með nefið ofan í málefnum hvers annars. Af því má leiða hikandi viðbrögð ríkisstjórna og almenningsálitsins í Suðaustur-Asíu við hörmungunum í Búrma. Gagnrýna má þessa hugsun með því einfald- lega að lýsa yfir yfirburðum vestrænna gilda. Mun nærfærnari leið væri að sýna að réttindi einstaklingsins og hugmyndir um frelsi eru á engan hátt framandi þótt siðmenningin sé ekki vestræn. Amartya Sen, sem fékk nóbelsverðlaunin í hagfræði, hefur bent á að miklir indverskir leið- togar á borð við Ashoka (þriðju öld fyrir Krist) og Akbar (sextándu öld) hvöttu til fjölhyggju, umburðarlyndis og skynsemi löngu áður en öld upplýsingarinnar rann upp í Evrópu. Hann hef- ur einnig bent á að í lýðræðisríkjum brestur ekki á hungursneyð vegna þess að upplýs- ingafrelsið á þátt í að koma í veg fyrir slíkt. Það kemur ekki á óvart að Sen er harður gagnrýnandi Asíugildaskólans. Það er hins veg- ar almenn skoðun að lýðræði líkt og algild mannréttindi séu dæmigerðar vestrænar hug- myndir og asískt alræði líkt og til dæmis tíðkast í Kína eigi ekki aðeins betur við Asíubúa, heldur sé einnig skilvirkara. Hagsmunahópar, sér- hagsmunir, almenningsálitið og flokkastjórnmál ríða lýðræðisstjórnum á slig á meðan asískir einræðisherrar geta tekið óvinsælar en nauð- synlegar ákvarðanir. Náttúruhamfarirnar í Búrma og Kína eru prófsteinn á þessa hugmynd. Kínverjar hafa ekki staðið sig það illa, að stórum hluta þar sem fordæmið frá Búrma, neikvæð umfjöllun um viðbrögðin við mótmælunum í Tíbet og aðvíf- andi Ólympíuleikar hafa þvingað kínversk stjórnvöld til að leyfa mun meira frelsi til miðl- unar upplýsinga en venjan er. Það er aðeins hægt að vona að þessi glufa frelsis stækki með tímanum. Búrma mistókst hrapallega og þrátt fyrir til- raunir seint og um síðir til að bæta úr á það sama við um ASEAN. Þegar upp er staðið gildir í raun einu um það hvort við skrifum afskipta- leysið og það sem hefur farið úrskeiðis í alræð- isríkjunum á reikning einhvers, sem er „sér- asískt“. Hver sem orsökin er, þá eru afleiðing- arnar hörmulegar. Veldi mannréttindanna Reuters Hörmungar Lítill drengur í þorpi sem varð illa úti þegar fellibylurinn Nargis gekk yfir Búrma. Stjórnvöld í landinu voru harðlega gagnrýnd fyrir að þiggja ekki aðstoð fyrir íbúa landsins. Asía Í HNOTSKURN »Menningarmunur kann að vera á þvíhver birtingarmynd samúðar eigi að vera. »Asíuþjóðir gagnrýna vestrið fyrir aðnota mannréttindi sem afsökun til að þröngva upp á þær vestrænum gildum. Almenn skoðun er að lýðræði og algild mannréttindi séu dæmigerðar vestræn- ar hugmyndir.  Er samúð Evrópubúa og Bandaríkjamanna einfaldlega meiri en Asíubúa?  Í mörgum Asíuríkjum býr greiðvikni óhjákvæmilega til skuldbindingar Höfundur er prófessor í mannréttindum við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Murder in Amsterdam: The Death of Theo Van Gogh and the Limits of Tolerance. ©Project Syndicate. Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur Börn eru ekki fyrr fædd enfarið er að gera því skónaað þau líkist hinum ogþessum. Frá fæðingu má því segja að per- sónufrelsi einstaklingsins sé skert og líkur leiddar að því að viðkomandi sé í raun aðeins afsprengi foreldra og jafnvel annarra ættingja og hafi í raun ekkert sjálf. Þetta er auðvitað engin hemja. Rétturinn til að vera einstakur er hrifsaður af börnum strax í æsku og getur haft slæmar afleiðingar. Þetta er oft orðað af miklu virðingarleysi og sagt: Að einhver sé eins og snýtt- ur út úr nefi einhvers annars eða þá að gripið er til bullspekinnar um epl- ið og eikartréð. Margir þekkja það að vilja í engu líkjast foreldrum sínum og leggja ýmislegt á sig, sérlega á yngri árum, til að hraða aðskilnaðinum sem ætti óhjákvæmilega að fylgja samband- inu barn/foreldri. Leggja á sig mikla vinnu til að vera ósammála for- eldrum sínum og vilja með öfgafullu framferði og jafnvel gegn betri vit- und sýna fram á sjálfstæði sitt og óskyldleika við fjölskyldur sínar. Til er í dæminu að fólk gangi í sér- trúarsöfnuði, leggist í hórdóm eða hreinlega, eins og gerst hefur í henni Ameríku, að börn hafi fyrir dóm- stólum fengið lögskilnað við foreldra sína. Þessi andstaða við uppeldið er kannski ekki alveg óeðlileg ef frá eru talin öfgadæmin hér að ofan. Til að öðlast eitthvert sjálfstæði þarf ein- staklingur að rífa sig lausan þótt sársaukafullt sé. Allir þurfa nefni- lega persónulegt rými til að verða fullorðnir. Hitt er líka til að börn séu svo háð foreldrum sínum að þau hreinlega nái ekki að vaxa úr grasi og slíti aldr- ei barnsskónum heldur leggi þá að- eins frá sér tandurhreina í anddyri foreldrahúsanna. Skjótist rétt á þeim út í búð og flýti sér svo heim. Geri sér far um að samlagast upp- alendum sínum vegna ótta um að í þeim sjálfum leynist raunverulega ekki einstaklingur heldur séu þau einungis holdgervingar þeirra sem áttu að koma þeim til manns. Þetta fólk er svo klafbundið fortíðinni að það nær aldrei framgöngu í nútíman- um. Því má kalla það fólk aft- urgöngur. Afturgöngurnar ganga hart fram í því að halda í forna siði og venjur sem þverskallast við öllu sem eðlilegt þykir í nútímasamfélagi. Ganga aftur í erindagjörðum forfeðra sinna eða bara einhverra framliðinna. Þetta fólk vill helst búa alla tíð á æsku- heimilum sínum og halda þeim óbreyttum. Líða um í innbúi þeirra sem farnir eru og láta nályktina leika um sig, enda er svalur andvarinn utandyra óþægilegur og gæti kallað fram ferskar hugmyndir og sjálfstæðar skoðanir og það vilja afturgöngurnar ekki. Hjá afturgöngunum er öryggið í fyrirrúmi og öryggið er að finna í hugmyndum og lífi annarra. Með þessu móti draga afturgöngurnar andann, því um eiginlegt líf er auðvit- að ekki hægt að tala. Mér skilst að það sé alheimsvanda- mál að synir vilji helst ekki flytja að heiman og ráðalausir foreldrar um veröld alla sitji uppi með miðaldra karldýr og hafi sig ekki í það sökum vensla að vísa þeim á dyr. Þessir menn eru oft að leita að mæðrum sín- um í öðrum konum og þegar hana er ekki að finna er mamman sjálf auð- vitað næstbesti kosturinn. En þessa gætir líka hjá stúlkum sem leita uppi feður sína eða föð- urímyndir í karlmönnum. Þetta má kalla einhvers konar andleg sifja- spell. Ég skrifa þennan pistil með vísi- fingri hægri handar. Í vinstri hendi liggur nefnilega nýfæddur sonur minn og vill hvergi annars staðar vera. Það er auðvitað sjálfsblekking því hann myndi auðveldlega sætta sig við að snæða í öðrum faðmi. Ég vona að mér takist að koma honum til manns og þá á ég við að hann nái að verða sjálfstæður einstaklingur, laus undan kreddum, sorgum, skoðunum þessarar móður sinnar sem annast hann um stundarsakir. Ég vona að ég geti gefið honum það svigrúm til þroska að hann geti lifað lífinu lif- andi. Erfðasyndin Tíðarandi Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.