Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 26

Morgunblaðið - 15.06.2008, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ róunin í myndlist hefur orðið með þeim hætti á síðustu áratugum að hugtakið rúmar margt fleira en áður var. Þar á meðal eru innsetningar og uppá- komur, ýmisskonar hugmyndalist og annað sem mörgum af eldri kyn- slóðinni finnst alveg óskylt mynd- list, þótt það kunni að vera ein- hverskonar önnur list. Áður var málverkið í öndvegi í heimi mynd- listarinnar ásamt með höggmynda- list. Skiptir það einhverju máli í hvaða farvegi myndlistarflóðið fell- ur? Jú, það skiptir hreint ekki litlu máli. Lítum bara á heimilin í land- inu og hverskonar myndlist fólk notar til að lyfta þeim á menning- arlegra plan og gleðja augu heim- ilisfólksins. Við sjáum ekki þar inn- setningar nýlistarinnar; ekki einu sinni smá spýtnahrúgur á miðju gólfi, eða múrsteinshrúgur. Um- fram allt sjáum við að fólk leitast við að eignast verk eftir uppáhalds málara sína; annaðhvort málverk, grafík eða teikningar. Mér sýnist raunar að þarna höfum við menn- ingarlega sérstöðu, sem gæti verið í hættu. Á myndum af íburð- armiklum íbúðum í sjónvarpsþátt- um, þar sem arkitektar og innan- hússhönnuðir hafa komið að hverju smáatriði, má oft sjá að listin hefur verið látin mæta afgangi og þessi heimili verða eftir því dapurleg, eða líkt og horn í húsgagnaverzlun.. Þegar menn tala um „dauða mál- verksins“ liggur það meðal annars í því að það er orðið í einskonar aukahlutverki. Líkt og alltaf áður verður meiri umræða um verk hinna ungu; bæði vegna þess að þar eru væntanlega nýmæli á ferðinni, svo og hitt að þeir ungu eru miklu duglegri við að sýna og þá skapast sjálfkrafa tæki- færi til auglýsingar. Þeir sem eldri eru virðast eiga það sameiginlegt að telja sýningarhald fremur leið- inlegt. Þar fyrir utan eru svo allir þeir sem telja sig engan aðgang eiga að öllum beztu sýningarhúsum höfuðstaðarins. Sá hópur myndlist- armanna sem kominn er yfir fer- tugt er bæði miklu fjölmennari en halda mætti af sýningum og svo er hitt, að þar eigum við fjölda afar góðra listamanna. Allar áhyggjur af dauða málverksins eru þessvegna óþarfar. Málverkið lifir sínu lífi, en það fer oft hljóðar en sanngjarnt væri. Framlag Listaháskólans Á hinni árlegu sýningu Listahá- skólans á Kjarvalsstöðum í vor var margt athyglisvert að sjá, en líkt og að undanförnu var ríkjandi tízka fyrirferðarmest. Ugglaust er það mjög eðlilegt. Sumt af því er þreytt og af sér gengið; þar á meðal hverskyns spýtnahrúgur. Samt varð það að vera svo að eitt stærsta verkið, sem komið var fyrir, bæði innan dyra og utan á Kjarval- stöðum, var ekkert annað en stór spýtahrúga. Á þessari stóru sýningu sá ég að- eins tvö verk sem flokka má sem málverk. Annað var málað af sýni- legri færni, en í hinu skein byrj- endabragurinnn í gegn. Við sem höfum málað í áratugi vitum harla vel að það er löng leið í málverki þar til byrjendabragurinn er horf- inn. Ef til vill er það einmitt ástæð- an fyrir því að ungir listnemar sækjast ekki eftir því að að sýna málverk. Þegar litið er á þetta árlega framlag Listaháskólans er ekki nein sérstök ástæða til að fagna fyrir hönd þeirra sem vonast eftir því að við eignumst nýja og að minnsta kosti jafn góða málara og þá sem við átttum fyrir mörgum áratugum. Flestir af þeim beztu eru nú látnir og sumir fyrir löngu. Það er raunar stórmerkilegt hvað við gátum átt góða málara þegar þjóðin var bæði mun fámennari og fátækari en nú. Myndlistaruppboð Gallerís Fold- ar og Gallerís Borgar eru eftirtekt- arverð fyrir ýmissa hluta sakir. Það er segin saga sem endurtekur sig aftur að gömlu málararnir trekkja langmest og þykja eftirsóknarverð- astir, enda bera verk þeirra oftast af. Fjör að færast í uppboðin Á sýningu fyrir síðasta uppboð í Fold fannst mér mest til um verk eftir Jón Engilberts. Ekki þarf það að koma á óvart; við eigum einfald- lega ekki marga jafnoka hans núna. Kraftur hans kemur vel í ljós á sýn- ingu á grafíkmyndum Jóns sem haldin er í Ármúla 36 í tilefni ald- arafmælis málarans. Ég tel þó að við eigum tvo lifandi og virka stórmeistara í myndlist: Ólaf Elíasson og Erró. Ekki er þó þar með sagt að allir falli í stafi yfir snilldinni í verkum þeirra. Það er okkur öllum gleðiefni hvað Ólafi er vel tekið um víða veröld. Hann er þó ekki málari, heldur vinnur hann í nánast hvað sem er og hefur líkt og margir fleiri unnið í vaxandi mæli með ljósmyndatækni. Erró er alltaf skemmtilega sjálf- um sér líkur og sýning hans í Hafn- arhúsinu sl. vetur bar langt af öllu öðru sem þar var sýnt á sama tíma. Erró ætti samt að íhuga að notfæra sér minna tilvitnanir í þekkta menn úr listsögunni. Sýningaraðstaða fyrir málverk og málara hefur batnað svo um munar með tilkomu tveggja sýningarsala. Þar að auki hefur húsrými mynd- listargallería stækkað og batnað. Meðal þeirra tel ég að Gallerí Fold við Rauðarárstíg sé með forystu og þau hjón, Tryggvi og Elínbjört, hafa unnið stórvirki. Gallerí Tur- Margir þekkja af eigin reynslu, að það er eins og sál hússins hafi verið fjarlægð, ef taka þarf niður málverk heimilis- ins, jafnvel í skamman tíma. Gísli Sigurðsson segir nauðsynlegt að gera vel við þessa klassísku grein. Málverk skapa menningarleg Afstrakt Pétur Halldórsson málar stórar afstraktmyndir af mikilli færni. Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Nýr sýningarsalur Reykjavík Art Gallery á Skúlagötu 30, stórbætir aðstöðu myndlistamanna til sýninga. Í HNOTSKURN »Allar áhyggjur af dauðamálverksins eru óþarfar. Málverkið lifir sínu lífi, en það fer oft hljóðar en sanngjarnt væri. » Sýningaraðstaða fyrirmálverk og málara hefur batnað svo um munar með til- komu tveggja nýrra sýning- arsala. »Myndmiðillinn, Sjón-varpið, stendur sig lang- verst í öllu sem lýtur að kynn- ingu á myndlist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.